Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 er að jafnaði besta veðrið á Íslandi, mesti snjórinn og margt fleira mætti nefna sem mest er og best.    Fjallað var á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs nýverið um fram- tíðarsýn tjaldsvæðanna á Akureyri. Minnisblað var þar lagt fram, eins og tíðkast á fundum. Ekki er beint gerð grein fyrir hvað fram kemur á því ágæta blaði í fundargerðinni, en ráð- ið samþykkti að semja við Skátafé- lagið Klakk um áframhaldandi rekstur á tjaldsvæðinu á Hömrum. Einnig var samþykkt að leggja niður tjaldsvæði við Þórunnarstræti eftir árið 2020 þegar stækkun á Hömrum getur tekið við fleiri tjaldbúum.    Til stendur að bæta tveimur nýjum og stórum tjaldflötum við að Hömrum og var framkvæmdaleyfi samþykkti í fyrrasumar. Útilegur hafa tekið breytingum eins og allt annað. Hjólhýsa- og tjaldvagnavæð- ing landans undanfarin ár gera að verkum að hver og einn tjaldgestur þarf talsvert meira pláss en þegar þriggjamannatjöldin voru og hétu á árum áður. Svæðið við Þórunn- arstræti er lítið og vart í stakk búið til að taka við þessum stóru og miklu ferðavögnum. Þá er þar mikill halli í landinu og viðunandi endurbótum í samræmi við nútímakröfur hefur ekki verið sinnt. Það er því ljóst að haustið 2020 er þetta fína landsvæði í miðjum bænum ef svo má segja laust. Og spurning hvað mönnum hugnast helst að setja þar niður af bygg- ingum. Einhverjir fuglar hafa hvísl- að að upplagt væri að setja aðra af tveimur nýjum heilsugæslustöðvum sem rætt hefur verið um að reisa á Akureyri inn á þetta svæði.    Sumarið er handan hornsins og því fylgja í höfuðborg hins bjarta norðurs komur skemmtiferðaskipa. Þau fyrstu leggja að 9. maí næst- komandi, tvö stykki, en síðan líða nokkrir dagar, fram til loka mán- aðarins, þar til það næsta kemur. Eftir það er lítið lát á skipakomum, alls hafa 208 skip boðað komu sína í sumar sem er töluverð fjölgun frá því í fyrrasumar þegar þau voru 179. Farþegarnir eru að sama skapi fleiri, verða um 160 þúsund, en voru 135 þúsund í fyrrasumar, sem er 18,5% fjölgun. Skipin skiptast niður á öll hverfi bæjarins ef þannig má að orði komast, til Akureyrar kemur 161 skip, 61 til Grímseyjar og 6 staldra við í Hrísey. Farþegar skipanna leggja margir hverjir leið sína í helstu náttúruperlur í nágrannasveit- arfélögum Akureyrar, en þeir eru líka til sem kjósa að spóka sig í bæn- um. Leiðin liggur í flestum tilvikum niður eftir göngustíg frá Oddeyr- arbryggju eftir Strandgötunni og niður í miðbæ. Fótfráir geta bætt við göngutúrinn og haldið áfram til suðurs, farið framhjá Torfunefs- bryggju og að Samkomubrúnni sem tekin var í notkun í fyrrasumar. Sýndist sitt hverjum um gagnsemi hennar og kostnað, en þegar þær öldur hefur lægt er ekki annað að sjá en bæði heimamenn og ferðafólk nýti þessa gönguleið eftir strand- lengjunni í ríkum mæli. Sumar, vet- ur, vor og haust.    Endurbætur verða gerðar á Torfunefsbryggja á komandi sumri og veitir ekki af að bjóða þessu vel yfir 100 ára gamla mannvirki upp á andlitslyftingu. Þar er oft líflegt yfir sumarið, hvalaskoðunarbátar gera þaðan út í gríð og erg frá vori og fram eftir hausti. Miðað við mann- fjöldann sem þar hefur viðkomu er því ekkert annað en stórkostleg hug- mynd að koma þar fyrir einhvers konar minnismerki, styttu af hinum knáa blaðamanni Tinna og hundi hans Tobba. Hugmyndin var rædd á fundi stjórnar Akureyrarstofu og tilefnið auðvitað heimsókn Tinna og Tobba með félaga sínum, Kolbeini kapteini í sögunni um Dularfullu stjörnuna. Starfsmenn stofunnar eru nú að kanna hvaða formlegu leiðir þarf að fara í sambandi við höfundarrétt til að hugmyndin verði að veruleika. Það verður ekki ónýtt fyrir ferðafólk að eiga af sér myndir við hlið þeirra Tinna og Tobba á Torfunefsbryggju. Annars hefur athygli verið vakin á því að þegar þrenningin gekk á land á sínum tíma, hafi ekki nokkur hræða amast við komu Tobba, hunds sem víða hafði komið við áður og með nefið ofan í mörgu og misjöfnu. Nútildags hefði honum verið stungið í sóttkví. Gott upp á styttuhugmynd- ina að hann fékk að fara óáreittur í land. Morgunblaðið/Margrét Þóra Ganga Sumar, vetur, vor og haust ganga heimamenn og ferðafólk göngustíginn eftir strandlengjunni við Akureyri. Ekki amast við Tobba á Torfunefsbryggju Á Akureyri Úr Tinnabókinni Dular- fulla stjarnan, þrenningin gengur á land sennilegast á Torfunefsbryggju. ÚR BÆJARLÍFINU Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Þau ánægjulegu tíðindi spyrj- ast nú út að gestum sem sækja Amtsbókasafnið á Akureyri heim fjölgaði á liðnu ári miðað við árið á undan. Er það í fyrsta sinn frá árinu 2014 sem gestum fjölgar á milli ára. Sama er uppi á teningnum þegar kemur að útlánum, fleiri gestir taka meira með sér heim af alls konar efni. Það eru nefnilega ekki bara bækur sem eru til láns á safninu, þar má fá tónlist og bíómyndir á diskum, spil og tímarit svo eitthvað sé nefnt. Hvar sem niður er borið eru tölur fyrir árið 2018 hærri en þær sem gilda fyrir 2017. Stundum miklu hærri eins og raunin er með borðspilin en útlán á þeim voru 185% meiri í fyrra en árið á undan. Safnið hætti að rukka fyrir dvd myndir um áramótin og skemmst frá því að segja að útlánin jukust um 91% nú í nýliðnum janúarmánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Útlán á bókum voru 10% meiri í janúar í ár miðað við í fyrra. Amtsbókavörð- urinn og hans ágæta starfsfólk fagna þessu eflaust innilega. Nema þetta sé merki um að kólnandi hag- kerfi, meiri tími til að lesa bækur og dunda sér við að spila og svona.    Nær allir íbúar á Akureyri eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Svona hljóðaði fyr- irsögn á vefsíðu Akureyrarbæjar um daginn og vitnað var í könnun þar sem spurt var um viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins. Ánægja íbúanna jókst á milli ára í 11 af 13 þjónustuþáttum sem um var spurt og var hin sama og síðast í hinum tveimur. Niðurstaðan í þessari könnun sem Gallup stóð að er sem sé sú að 92% íbúa bæjarins eru ánægð með sveitarfélagið. Spurning hvað er að angra þessi 8%, næstum 1500 manns. Gott samt að vita að meiri- hluti bæjarbúa er í skýjunum. Enda margt sem hægt er að gleðjast yfir, ekki bara þessum þrettán þjón- ustuþáttum, líka því að á Akureyri Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 ÚTSALA 20-70% afsláttur Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.