Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
ræða í Sviss um hvort landið ætti að
verða einhvers konar aðili að EES.
Svisslendingar eru þannig að
íhuga einhvers konar samning um
aukaaðild en þeir eiga einnig í erfið-
leikum með innflytjendamál. Þegar
upp er staðið tel ég að með nýrri
framkvæmdastjórn [í ESB] og enda-
lok valdaskeiðs Merkel í nánd verði
meiri umræða um þetta.“
– Um innflytjendamál?
„Já.“
– Hver gæti til dæmis orðið lausn-
in fyrir Sviss?
„Sviss viðurkennir ekki ríkisborg-
aratilskipun ESB. Það þýðir að
Svisslendingar eru strangari hvað
þetta varðar en sambandið og
aðildarríki EES. Þeir hafa sérstakt
fyrirkomulag þegar kemur að skrán-
ingu vinnuafls og eru strangari en
Norðmenn og Íslendingar.“
Varðar réttinn til dvalar
– Hvaða þýðingu hefur þessi til-
skipun ESB?
„Að maður hafi undir vissum
kringumstæðum rétt til að dvelja í
landi án tillits til stöðu sem laun-
þegi.“
– Stefnir Evrópa í nýtt tímabil
hvað varðar innflytjendamál?
„Það tel ég. Sigur Donalds Trump,
hvort sem mönnum líkar betur eða
verr, bendir líklega til nýs tímabils.“
– Nú erum við að ræða frjálsa för
fólks. Hvað með aðra þætti í frelsinu,
fjármagn, vörur og þjónustu?
„Frelsi til flutnings á varningi er
ekkert stórmál. Það er enginn
ágreiningur um það. Því fylgja engar
byrðar. Fjármagn flæðir frjálst og
allt annað ætti að vera í lagi.“
– Það er mikil umræða um
aflandsfélög og skattasnúninga sem
miða að því að lágmarka skatt-
greiðslur. Mörg fyrirtæki eru nú
staðsett í Lúxemborg en hafa þó
enga starfsemi í landinu?
„Mörg slík mál eru í gangi fyrir
dómstólum í Evrópusambandinu.“
Nægir ekki Sviss
– Þú veitir svissneska þinginu ráð-
gjöf. Hvað er efst á baugi?
„Svisslendingar kusu gegn inn-
göngu í EES árið 1992. Nú ræða þeir
hvort þeir eigi að undirrita ramma-
samning (innskot blaðamanns; tví-
hliða fríverslunarsamning) sem
myndi setja þá í sama flokk og Úkra-
ína, Moldóva og Georgía. Það þýðir
að þegar til ágreinings kæmi yrði
settur málamyndagerðardómur. Í
sérhverju þýðingarmiklu máli þyrfti
hann hins vegar að vísa málum til
Evrópudómstólsins, sem er hinum
megin við borðið. Það er ekki ýkja
ásættanleg staða.“
– Þú minnist á Evrópudómstólinn
og Sviss. Hvað með Bretland?
„Bretar höfðu einnig þetta Úkra-
ínumódel í útgöngusamningnum en
neðri málstofan hafnaði því.“
– Sérðu fyrir þér einhverja aðra
lausn fyrir Bretland, til dæmis varð-
andi EFTA-dómstólinn?
„Annaðhvort full aðild að EES-
samningnum eða aðild sem fæli að-
eins í sér þátttöku í stofnanahluta
samningsins (innskot blaðamanns;
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og
EFTA-dómstóllinn: Stofnanir EFTA
Innganga Bretlands í EES
myndi gefa EFTA meiri vigt
Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins ráðleggur þingmönnum Íhaldsflokksins vegna Brexit
Segir Icesave-málið eitt það stærsta í sögu dómstólsins Icesave-dómurinn hafi verið réttur
Morgunblaðið/Eggert
Fyrrverandi dómari Carl Baudenbacher er búsettur í Lúxemborg. Hann veitir ráðgjöf til viðskiptavina víða um heim. Meðal annars varðandi Brexit.
Carl Baudenbacher, sem er 71 árs,
kveðst ekki hafa áhuga á að setj-
ast í helgan stein. Hann hafi yndi
af vinnunni. Viðskiptavinir hans
eru út um allan heim, meðal ann-
ars á Íslandi. Hann segir trúnað
gilda um íslenska viðskiptavini.
Baudenbacher starfar m.a. fyrir
lögfræðistofuna Monckton Cham-
bers í London. Tim Ward,
málflytjandi Íslands í Icesave-
deilunni, er þar meðal eigenda.
„Ég veiti nokkrum þingmönnum
ráðgjöf sem og lögfræðistofum í
stórum málum þar sem ég er
gerðardómsmaður og sér-
fræðivitni. Ég tek einnig að mér að
vera æfingadómari. Það þýðir að ef
lögfræðistofurnar eru að fást við
stór mál munu þær setja saman
dóm með fyrrverandi dómurum í
Evrópurétti og leggja mál fyrir þá
til að æfa lögmenn sína.
Ég hef einnig verið virkur í Bret-
landi, hef skrifað greinar á netið, í
tímarit og dagblöð. Hef komið
fram í sjónvarpi og svo framvegis.
Ég var alltaf þeirrar skoðunar að
önnur stoð í Evrópu yrði af hinu
góða, vegna þess að viss lönd hafa
ólíkar hugmyndir um samruna í
Evrópu en segjum til dæmis Frakk-
ar og Þjóðverjar. Það var alltaf
önnur stoð með EFTA. EFTA varð
blaðsins er ekki óalgengt að eig-
endur lögfræðistofa í London, á
borð við Tim Ward, hafi um 800
pund í tímakaup, um 127 þúsund
krónur. Því ætti 8 tíma vinnudagur
að skila rúmri milljón kr. í daglaun.
Af þessu má ráða að tugi millj-
óna króna getur kostað að setja
saman dóm til að æfa lögmenn
undir málflutning í stórum málum.
síðan smærra og smærra. Úr því
að Evrópusambandið vill pólitískan
samruna er kominn tími fyrir aðra
til að taka höndum saman,“ segir
Baudenbacher og vísar til þess að
EFTA-ríkin voru áður fleiri. Til
dæmis gengu Austurríki, Finnland
og Svíþjóð úr EFTA árið 1995 við
inngöngu í ESB.
Samkvæmt heimildum Morgun-
Þjálfar lögmenn stórfyrirtækja fyrir réttarhöld
TÍMAKAUP Á LÖGMANNSSTOFUM Í LONDON GETUR VERIÐ UM 120 ÞÚSUND KRÓNUR
AFP
London Brexit kallar á ráðgjöf sérfræðinga í Evrópurétti. Að mörgu er að hyggja.
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Carl Baudenbacher kvaddi EFTA-
dómstólinn í fyrra eftir 15 ár sem for-
seti réttarins. Nú veitir hann meðal
annars þingmönnum breska Íhalds-
flokksins ráðgjöf vegna Brexit. Hann
segist í samtali við Morgunblaðið
reikna með strangari reglum um inn-
flytjendur í Evrópu á næstu árum.
Þá vitni sagan um að Icesave-dómur
EFTA-dómstólsins í janúar 2013 hafi
verið réttur.
Þegar Morgunblaðið hitti Bauden-
bacher hafði Jeremy Corbyn, leiðtogi
breska Verkamannaflokksins, lýst
því í bréfi til Theresu May forsætis-
ráðherra að EES-lausnin gæti verið
góð fyrir Breta. Síðan hefur Corbyn
kallað eftir annarri þjóðaratkvæða-
greiðslu um Brexit en það er önnur
saga.
Innganga Breta í EES myndi gefa
Fríverslunarsamtökum Evrópu,
EFTA, meiri vigt. Rifjað er upp í
bókinni Guide to the European
Union, sem Economist gefur út, að
Harold Macmillan, þáverandi for-
sætisráðherra Bretlands, taldi
EFTA-blokkina of litla til að mæta
viðskiptahagsmunum Bretlands.
Íbúar EFTA-ríkjanna hafi þá verið
90 milljónir en 170 milljónir manna
búið í ríkjunum sex sem voru hluti af
Efnahagsbandalagi Evrópu, forvera
Evrópusambandsins. Í júlí 1961 hafi
Bretar sótt um fulla aðild að banda-
laginu og Írar, Danir og Norðmenn
svo fylgt í kjölfarið. Með hug-
myndum um að Bretar gangi í EES
má segja að sagan sé að fara í hring.
Geta ekki verið án samnings
Baudenbacher telur alvöru að baki
hugmyndum um EES-lausn.
„Nokkrir uppreisnarmenn í röðum
íhaldsmanna hafa unnið að þessu
verkefni frá því í haust. Þeir átta sig
á að Bretland getur ekki verið án
samnings. Bretland getur ekki farið
hörðu leiðina í Brexit heldur ætti
landið að fara þá mjúku. Það þýðir að
Bretar ættu að vera aðili að samein-
aða markaðnum og þá er augljósasta
lausnin EES, líklega með aðlögun.“
– Hverjir væru kostir þess fyrir
Bretland að ganga í EES?
„Kostirnir væru að Bretar gætu
haldið fullveldisrétti sínum yfir fisk-
veiðum, landbúnaði og utanríkis-
stefnu og á sama tíma haft fullan að-
gang að hinum sameinaða markaði.“
Gæfi EFTA-stoðinni meiri vigt
Baudenbacher telur að vegna póli-
tískrar og stjórnmálalegrar vigtar
geti Bretland breytt EES-svæðinu.
„Ef Bretar myndu ganga í EES
myndi það í sjálfu sér gefa EFTA-
stoðinni meiri vigt. Ég tel það nokk-
uð augljóst. Norska ríkisstjórnin hef-
ur sagt þetta líka. Ég myndi einnig
vona að hægt yrði að semja um um-
bætur hvað varðar rétt til sam-
ákvörðunar.“
– Hvað áttu við?
„Nú hafa EFTA-ríkin sem eru að-
ilar að EES-samningnum neitunar-
vald en ekki rétt til samákvörðunar.
Þetta hefur alltaf einkum angrað
Norðmenn en líka Íslendinga. Slíkt
skref yrði framför.“
Fallast ekki á frjálsa för fólks
– En að innflytjendamálum.
Hvernig gæti Bretland stjórnað þeim
málum ef landið færi í EES?
„Það væri samningsatriði. Aug-
ljóslega geta Bretar ekki fallist á
frjálsa för fólks. Á sama tíma er um-