Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir,
bæði sem forvörn sem og vegna læknandi eiginleika.
Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og
kólín sem getur elft meltinguna, haft góð áhrif á lifrina
og leitt til eðlilegs niðurbrots á fitu.
Svo er króm sem er gott fyrir blóðsykursjafnvægið
og slær þannig á sykurlöngun.
Eplaedik
– lífsins elexír
• Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur
• Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru.
Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð!
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Michael Cohen, fyrrverandi lögmað-
ur Donalds Trumps Bandaríkjafor-
seta, sagði í eiðsvarinni yfirlýsingu
þegar hann kom fyrir þingnefnd í
gær að forsetinn hefði gerst sekur um
lögbrot eftir að hann tók við embætt-
inu í tengslum við greiðslu til að
þagga niður í klámmyndastjörnu sem
segist hafa verið í þingum við Trump.
Cohen sagði einnig að Trump hefði
verið sagt fyrirfram frá áformum
uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks
um að birta tölvupósta sem myndu
skaða framboð Hillary Clinton, for-
setaefnis demókrata í kosningunum í
nóvember 2016. Leyniþjónusta
Bandaríkjanna hefur sagt að Wiki-
Leaks hafi fengið tölvupóstana frá
rússneskum hökkurum sem hafi stol-
ið þeim.
Michael Cohen kom fyrir eftirlits-
nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings og las eiðsvarna yfirlýsingu áð-
ur en hann svaraði spurningum
nefndarmanna. Bandarískir fjöl-
miðlar birtu yfirlýsinguna í heild áður
en fundurinn hófst.
Í yfirlýsingunni veitti Cohen ýtar-
legar upplýsingar um þátt Trumps í
greiðslum sem lögmaðurinn samdi
um í kosningabaráttunni 2016 til að
þagga niður í tveimur konum sem
segjast hafa verið í þingum við
Trump. „Hann bað mig um að greiða
klámmyndastjörnu sem hann hélt við
og að ljúga að konunni hans um það,“
sagði Cohen í yfirlýsingunni. Hann
skírskotaði til Stephanie Clifford sem
lögmaðurinn greiddi 130.000 banda-
ríkjadali, jafnvirði tólf milljóna króna,
nokkrum vikum fyrir kosningarnar.
Cohen sagði að Trump hefði viljað
að lögmaðurinn notaði eigin banka-
reikning til að greiða klámmynda-
stjörnunni „til að koma í veg fyrir að
hægt væri að rekja greiðsluna til
hans því að það gat skaðað framboð
hans“. Cohen bætti við að Trump
hefði endurgreitt honum með ellefu
mánaðarlegum afborgunum eftir að
hann varð forseti. Þessu til staðfest-
ingar sýndi hann ávísun að andvirði
35.000 dala sem Trump undirritaði 1.
ágúst 2017.
Cohen kvaðst hafa rætt málið við
Trump á skrifstofu forsetans í Hvíta
húsinu í febrúar 2017. Forsetinn hefði
þá sagt honum að „hafa ekki áhyggj-
ur“ því að hann hefði sent lögmann-
inum ávísun í pósti til að endurgreiða
honum.
Greiðslan brot á lögum?
Allen Weisselberg, fjármálastjóri
Trump-stofnunarinnar, hefur sagt að
greiðslurnar til Cohens hafi verið fyr-
ir lögfræðiþjónustu en bandarískir
saksóknarar, sem rannsaka málið,
segja að þær tengist ekki neinni lög-
fræðiþjónustu sem lögmaðurinn hafi
veitt á þessum tíma, að sögn The Wall
Street Journal. Blaðið hafði áður
skýrt frá því að Weisselberg hefði
heimilað að endurgreiðslan til lög-
mannsins yrði tvöfalt hærri en
greiðslan til klámmyndastjörnunnar,
m.a. til að bæta honum upp tekju-
skatt sem hann þurfti að greiða. Blað-
ið skýrði frá greiðslu Cohens til Cliff-
ord í janúar 2018 og það varð til þess
að bandarískir saksóknarar hófu
rannsókn á starfsemi lögmannsins og
Trump-stofnunarinnar, m.a. vegna
gruns um að hún hefði brotið lög um
fjármögnun kosningabaráttu með
greiðslunni. The Wall Street Journal
segir að þetta sé í fyrsta skipti sem
Cohen saki Trump um að hafa gerst
sekur um lögbrot eftir að hann varð
forseti.
Cohen greiddi einnig Karen
McDougal, fyrrverandi fyrirsætu
tímaritsins Playboy, en hún segist
hafa verið í ástarsambandi við Trump
á árunum 2006-2007. Forsetinn neitar
því að hann hafi haldið við konurnar
og kveðst ekki hafa sagt Cohen að
borga þeim til að þagga niður í þeim.
Cohen sagði einnig í yfirlýsingunni
að Trump hefði verið sagt frá því
fyrirfram að WikiLeaks hygðist birta
tölvupósta demókrata í kosningabar-
áttunni. Hann kvaðst hafa hlýtt á
Trump ræða í síma við Roger Stone,
óformlegan ráðgjafa hans í kosninga-
baráttunni, í júlí 2016 og Stone hefði
þá sagt honum frá símtali við Julian
Assange, stofnanda WikiLeaks. Ass-
ange hefði sagt að uppljóstrunar-
vefurinn hygðist birta tölvupósta,
sem myndu skaða framboð Hillary
Clinton, innan nokkurra daga.
„Trump svaraði með því að segja eitt-
hvað á þessa leið: væri það ekki frá-
bært?“ sagði Cohen.
Var dæmdur fyrir lygar
Lögmaðurinn fyrrverandi kvaðst
ekki hafa sannanir fyrir því að Trump
eða aðstoðarmenn hans hefðu verið í
leynimakki við Rússa fyrir kosning-
arnar en sagðist hafa grunsemdir um
það. Bandarískar leyniþjónustustofn-
anir telja að Rússar hafi haft afskipti
af kosningunum og rússneskir hakk-
arar hafi stolið tölvupósum demó-
krata.
Cohen hafði játað sig sekan um að
hafa logið að Bandaríkjaþingi „af
hollustu“ við forsetann til að gera lítið
úr þætti hans í viðræðum við rúss-
nesk yfirvöld um áform um að reisa
háhýsi, Trump-turn, í Moskvu þegar
Trump var í framboði í forkosningum
repúblikana árið 2016. Cohen var
dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að
ljúga að þinginu og fleiri lögbrot og á
að hefja afplánun dómsins 6. maí.
Trump hefur neitað því að hann
hafi vitað af fundi sem sonur hans og
fleiri aðstoðarmenn hans í kosninga-
baráttunni áttu með fulltrúa rúss-
neskra stjórnvalda sem bauðst til að
veita þeim upplýsingar sem myndu
skaða framboð Hillary Clinton. Co-
hen kvaðst telja að sonur Trumps
hefði aldrei fallist á slíkan fund án
samþykkis föður síns.
Sakar Trump um lögbrot í embætti
Fyrrverandi lögmaður forsetans segir að Trump hafi verið sagt frá því fyrirfram að WikiLeaks hygð-
ist birta tölvupósta sem sköðuðu forsetaframboð Hillary Clinton Lýsir Trump sem „svikahrappi“
AFP
Sver að segja satt Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sór eið áður en hann
las yfirlýsingu og svaraði spurningum helstu rannsóknarnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær.
Sakaður um lygar
» Michael Cohen kvaðst
skammast sín fyrir að hafa ver-
ið lögmaður Donalds Trumps í
um áratug. „Ég skammast mín
vegna þess að ég veit hvað
Trump er. Hann er kynþátta-
hatari. Hann er svikahrappur.“
» „Eitt sinn spurði hann mig
hvort ég gæti nefnt land sem
væri undir stjórn svarts manns
og væri ekki skítabæli. Þetta
var þegar Barack Obama var
forseti Bandaríkjanna,“ sagði
Cohen.
» Sarah Sanders, fjölmiðla-
fulltrúi forsetans, sagði í yfir-
lýsingu að Cohen væri
„skammarlegur afbrotamaður“
sem hefði verið dæmdur í
fangelsi, m.a. fyrir að ljúga að
þinginu. „Það er ömurlegt að
hann skuli fá annað tækifæri til
að breiða út lygar sínar.“
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hóf í gær tveggja daga viðræður við
Kim Jong-un, einræðisherra Norð-
ur-Kóreu, í Hanoi í Víetnam og
kvaðst vera viss um að þær bæru
„mikinn árangur“.
Leiðtogarnir brostu þegar þeir
tókust í hendur á lúxushótelinu Sofi-
tel Legend Metropole og svöruðu
nokkrum spurningum fréttamanna
áður en þeir hófu viðræðurnar.
Trump kvaðst vera í „frábærum
tengslum“ við einræðisherrann og
sagði að Norður-Kórea yrði „mikið
efnahagsveldi“ féllust ráðamenn
landsins á að afsala sér kjarnavopn-
um. Kim kvaðst vona að viðræð-
urnar bæru „árangur í þetta sinn“.
Leiðtogarnir snæddu síðar kvöld-
verð með helstu ráðgjöfum sínum og
gert er ráð fyrir að viðræðunum
verði haldið áfram í dag. Þetta er
annar fundur Kims og Trumps sem
komu fyrst saman í Singapúr í júní.
Þótt vel færi á með leiðtogunum bar
fyrri fundurinn lítinn árangur.
AFP
„Frábær tengsl“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, ein-
ræðisherra Norður-Kóreu, takast í hendur fyrir viðræður sínar í gær.
Telur að fundurinn
beri mikinn árangur
Trump bjartsýnn fyrir viðræðurnar