Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 67
ÍSLENDINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Tryggva Ófeigssonar, og hafa unn- ið með honum og Ásgeiri Jak- obssyni að ritun hennar. Ekki síð- ur gleðst ég yfir því að hafa nýlokið útgáfu á bók um afa minn Ásgeir Ásgeirsson – Maðurinn og meistarinn. Bókina tók ég saman í tilefni af erindi um hann fyrir frímúrarabræður mína.“ Áhugamál Tryggva eru fjöl- mörg. „Um árabil vorum við hjónin með hesta og nutum þess lífsstíls. Nú er golfið tekið við og dvölin með vinum okkar á Kóngsbakka í Helgafellssveit. Þar nýt ég þess að spila á gítar með félögum mínum Eyjólfi Árna Rafnssyni og Hrólfi Jónssyni. Hrólfur semur flest lögin en ég textana. Við höfum gefið út tvo CD-diska með lögum okkar sem við gefum vinum og vanda- mönnum. Það má þó rata í feril- skrána að Tríó Tryggva Pálssonar hefur komið tvisvar fram í Hörpu!“ Allt frá 1988 hefur Tryggvi verið mjög virkur í Rótarý. Hann var umdæmisstjóri 2011-2012 og situr þar m.a. í stjórn Rotary Norden. „Við hjónin höfum m.a. tekið þátt í vinahópaskiptum við Suður-Afríku og fórum til Indlands 2011 sem sjálfboðaliðar við stíflugerð og bólusetningu gegn lömunarveiki.“ Allan starfstímann hefur Tryggvi stundað kennslu á há- skólastigi í þjóðhagfræði og banka- fræðum samhliða aðalstarfi. „Nú síðast hef ég lagt lið á námskeiði í góðum stjórnarháttum í HÍ. Ég hef setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á starfsævinni. Í þessari viku vorum við í tilnefningarnefnd Festar hf. að skila skýrslu okkar til aðalfundar. Sem fyrrverandi formaður sjöttabekkjarráðs MR 1969 hef ég það ævistarf að skipu- leggja fagnað árgangsins á fimm ára fresti. Nú hlökkum við til 50 ára júbileums okkar í vor.“ Fjölskylda Eiginkona Tryggva er Rannveig Gunnarsdóttir, f. 18.11. 1949, lyfja- fræðingur og fv. forstjóri Lyfja- stofnunar. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Kr. Björnsson, f. 1924, d. 2009, verkfræðingur í Reykjavík, og Lovísa Hafberg Björnsson húsfreyja, f. 1925, d. 2013. Börn: 1) Gunnar Páll, f. 9.12. 1977, framkvæmdastjóri Alfa Framtaks í Reykjavík, maki: Kar- en Axelsdóttir, eigandi Sóla hjóla- og jógastúdíós, börn: Tryggvi, f. 2001, Laufey, f. 2003, og Birna Rannveig, f. 2016; 2) Sólveig Lísa, f. 24.3. 1980, arkitekt í Garðabæ, maki: Guðmundur Gísli Ingólfsson lögmaður, börn: Emma Lovísa, f. 2011, Klara Sigrid, f. 2013, og Anna Erika, f. 2016. Systkini: Dóra, f. 19.6. 1947, d. 17.9. 2016, kennari í Reykjavík; Herdís, f. 9.8. 1950, sérkennslu- fræðingur í Noregi; Ásgeir, f. 23.10. 1951, framkvæmdastjóri hjá Isavia, bús. í Mosfellsbæ, og Sól- veig, f. 13.9. 1959, rithöfundur á Seltjarnarnesi. Foreldrar Tryggva voru hjónin Páll Ásgeir Tryggvason, f. 19.2. 1922, d. 1.9. 2011, sendiherra, og Björg Ásgeirsdóttir, f. 22.2. 1925, d. 7.8. 1996, sendiherrafrú. Þau voru búsett í Reykjavík. Úr frændgarði Tryggva Pálssonar Tryggvi Pálsson Björg Ásgeirsdóttir sendiherrafrú Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands Jensína Björg Matthíasdóttir húsfreyja í Reykjavík Ásgeir Eyþórsson kaupmaður í Reykjavík Ragnar Ásgeirsson garðyrkju- áðunautur í Rvík r Eva Ragnarsdóttir kennari í Rvík Ragnar Önundarson fv. bankastjóri Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen húsfreyja í Rvík Ásgeir Thoroddsen lögmaður í Rvík Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú í Reykjavík Þórhallur Bjarnarson biskup í Reykjavík Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú ryggvi Þórhallsson forsætisráðherra Tórhallur Tryggvason bankastjóri ÞÞóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor Rannveig Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík Ásgeir Þorsteinsson skipstjóri í Reykjavík Herdís Ásgeirsdóttir húsfreyja í Reykjavík erdís Tryggvadóttir húsfreyja í Rvík HHerdís KjerulfÞorgeirsdóttir doktor í lögum órdís Ófeigsdóttir húsfreyja í Rvík ÞArnljótur Björnsson hæstaréttardómari Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður í Reykjavík Jóhanna G. Frímannsdóttir húsfreyja í Ráðagerði Ófeigur Ófeigsson bóndi og sjómaður í Ráðagerði í Leiru, Gull. Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra Hjónin Rannveig og Tryggvi á ferðalagi á Grænlandi. Ása Jónsdóttir fæddist 28.febrúar 2019 á Ásum íHúnavatnsþingi. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Gíslason, f. 1881, d. 1936, bóndi á Ásum og Syðri-Löngumýri í Blöndudal, frá Austurhlíð í Blöndudal, og Anna Jónsdóttir, f. 1881, d. 1948, hús- freyja, frá Sauðanesi. Ása lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1942 og hélt til Banda- ríkjanna 1943 og stundaði nám í uppeldis- og sálarfræði við háskóla í Minnesota og Norður-Dakota. Hún lauk MS-prófi frá síðarnefnda skól- anum árið 1947. Auk þessa náms sótti hún námskeið, bæði austan hafs og vestan. Eftir að heim kom vann Ása við gáfnapróf hjá dr. Matthíasi Jón- assyni um tíma. Stundakennari var hún um árabil við Kennaraskólann í Reykjavík og við Húsmæðraskólann á Staðarfelli. Frá 1949 rak Ása einn- ig eigin skóla fyrir krakka frá fimm ára aldri, en þegar eiginmaður hennar, Yngvi Ólafsson, f. 18.12. 1922, d. 8.7. 2005, gerðist sýslumað- ur í Dalasýslu 1965 lokaði hún skól- anum. Þau voru barnlaus. Þegar þau skildu vann Ása við sálfræðilega ráðgjöf í New York. Hún hóf síðan rekstur skólans á ný og var hann starfræktur 1973-1983, síðast í nýju húsnæði í Völvufelli 11. Bar hann nafn hennar, Skóli Ásu Jónsdóttur, og var fyrir 5-7 ára börn. Kennsluaðferðir Ásu voru ólíkar því sem þá þekktist og lagði hún mikið upp úr einstaklingsathygli og frjálsu vali barnanna. Skák var vin- sæl í skólanum og lærðu yngstu börnin mannganginn. Einhverju sinni þegar Ása var spurð hvernig hún héldi uppi aga svaraði hún: „Maður verður að hafa stálklær í silkihönskum.“ Ása samdi lausavísur og sú eft- irfarandi heitir Hamingjan: Ég veit þú átt heima í heilbrigði manns, hrekklausum vilja og sterkum. Samt er þín leitað í drykkju og dans, draumum og myrkraverkum Ása lést 20. maí 1993. Merkir Íslendingar Ása Jónsdóttir 90 ára Sigurbjörg Kristjánsdóttir Sigurður Ingvi Ólafsson 85 ára Gísli Vilhjálmur Ákason Guðrún Thorarensen Jóna Guðrún Kortsdóttir 80 ára Bára Einarsdóttir Guðný Jónsdóttir Helga Soffía Aðalsteinsd. 75 ára Bergljót Aðalsteinsdóttir Danielle Y. Odette Palade Eygló Einarsdóttir Jón Ragnar Austmar Kristín Ísfeld Valgerður Gísladóttir 70 ára Aðalheiður Kristín Frantzd. Eiríkur H. Sigurgeirsson Guðbjörn Dagbjartsson Hörður Óskar Helgason Ingibjörg Björgvinsdóttir Jónína Zophoníasdóttir Kristinn Páll Ingvarsson Laufey G. Thorarensen Sesselja Ingólfsdóttir Tryggvi Pálsson Valgerður Einarsdóttir Þorvaldur Ásgeir Hauksson Þórunn S. Sigurðardóttir 60 ára Aleksandr Chrusciov Hildur Björnsdóttir Hjörtur Oddsson María Norðdahl Oddur K. Finnbjarnarson Pálína Margrét M. Pálsd. Sigrún Lilja Jónasdóttir Sigurvin Ómar Jónsson Sturla Geirsson Þórdís Bergljót Hannesd. 50 ára Barbara Porc Elín Gunnarsdóttir Erla Aðalsteinsdóttir Hugrún B. Haraldsdóttir Jens Jóhannsson Jón Gauti Jónsson Jón Gestur Ármannsson María Kristín Kristjánsd. Pétur Jens Lockton Pétur Þór Gunnarsson Stefán Á. Guðmundsson Sveinbjörg Gunnlaugsdóttir 40 ára Andri Reyr Steingrímsson Erik Ólaf Eriksson Finnur Yngvi Kristinsson Gunnar Þór Gunnarsson Jóhann Sigurður Þórarinss. Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Jóna Kristín Jónsdóttir Líney María Hjálmarsdóttir Óskar Freyr Guðlaugsson 30 ára Arnór Einarsson Einir Pálsson Eyþór Almar Sigurðsson Ingibjörg Garðarsd. Briem Jóhanna Lind Brynjólfsd. Karen Dögg Úlfarsd. Braun Nicolas Marino Proietti Páll Óskar Hallgrímsson Ragnar Sæbjörn Ingason Rakel Snorradóttir Rúnar Freyr Reynisson Sigurður Freyr Birgisson Sindri Snær Þorsteinsson Sóley Ásgeirsdóttir Sunneva Ólafsdóttir Valur Þór Hjálmarsson Viktor Einarsson Ævar Þ. Aðalsteinsson 40 ára Kristín Erla er frá Seltjarnarnesi en býr í Garðabæ. Hún er for- stöðumaður eignastýr- ingar Landsbankans. Maki: Björn Þorfinnsson, f. 1979, fréttastjóri á DV. Börn: Brynja Mist, f. 2010, og Róbert Óliver, f. 2012. Foreldrar: Jóhann Ingi Gunnarsson, f. 1954, sálfr., bús. í Garðabæ, og Ólöf Guðfinnsdóttir, f. 1955, bús. á Seltjarn- arnesi. Kristín Erla Jóhannsdóttir 30 ára Hallveig er Reyk- víkingur, er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og er í meistaranámi í fiskveiði- stjórnun í Tromsö, en er í fæðingarorlofi. Sonur: Kolbeinn, f. 2018. Foreldrar: Ólafur Ósk- arsson, f. 1958, sjálfstætt starfandi sjómaður í Arendal í Noregi, og Jón- ína Margrét Jónsdóttir, f. 1958, kennari í Austur- bæjarskóla. Hallveig Ólafsdóttir 30 ára Unnur er Garðbæ- ingur, er förðunarfræð- ingur, crossfit-þjálfari og flugfreyja hjá Wow air. Maki: Gary House, f. 1992, atvinnumaður í blaki hjá Eltmann í Þýska- landi. Foreldrar: Magnús Rósin- krans Magnússon, f. 1963, framkvæmdastjóri Garra ehf., og Kristjana Kristjánsdóttir, f. 1959, klæðskeri. Þau eru búsett í Garðabæ. Unnur Magnúsdóttir Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.