Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Alþjóðaheilbrigðisstofnuningaf árið 1948 út skilgrein-ingu á heilsu þar sem segirað heilsa sé fullkomin lík- amleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og örorku. Þessi skilgrein- ing hefur verið gagnrýnd fyrir að vera draumsýn því að fullkomin vel- líðan sé ekki til. Það sé því ekki skyn- samlegt að nálgast heilsu á þann hátt, þannig sé eiginlega enginn heil- brigður, sem getur varla verið rétt né gott. Betra sé því að skilgreina heilsu með því sem kallað hefur verið já- kvæð heilsa sem er heilbrigði með áherslu á að heilsa sé hæfnin til að geta aðlagað sig og nýtt sjálfstjórn til að horfast í augu við félagslegar, lík- amlegar og andlegar áskoranir. Verum sjálf við stjórnvölinn Þessi nýja skilgreining á uppruna sinn í Hollandi hjá heimilislækninum Machteld Huber sem hefur helgað sig rannsóknum á nálgun á heilsu. Hún telur mikilvægt að fólk með langvinna sjúkdóma sjái hlutina í samhengi, sé við stjórnina en fari ekki í fórnarlambshlutverkið. Nálg- unin snýst því um þrautseigju, að takast á við veikindi, vera sjálfur við stjórnvölinn, finna út hvað er mik- ilvægast og reyna að aðlagast nýjum veruleika eins og kostur er og halda heilsu þrátt fyrir langvinnan sjúk- dóm. Machteld gerði stóra rannsókn til að komast að því hvaða þættir skipti máli fyrir heilsu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að skipta megi jákvæðri heilsu í sex aðalsvið heilsu sem hún kallaði lífshjólið en með því mætti fá innsýn í það hvort líf okkar sé í góðu jafnvægi og hvaða þætti er þörf á að vinna með. Ráða við aðstæður og finna tilgang Eitt svið er líkamleg virkni sem getur þýtt að læknisskoðun núna sýnir engar óeðlilegar niðurstöður, líkamleg geta er í samræmi við aldur, að hafa heilbrigt útlit og orku og vera nánast verkjalaus. Andleg vellíðan er annað, þ.e. að hafa andlega hæfni og geta hugsað skýrt, að vera í góðu skapi, sýna jákvæðni og sjálfsöryggi, hafa tök á lífi sínu og ráða við per- sónulegar aðstæður. Þriðja er tilgangur, það er að geta fundið tilgang með lífinu og gert hluti sem skipta máli, hafa hugsjónir og trú á framtíðinni og sætta sig við og vera ánægður með lífið. Lífsgæði er það fjórða, þ.e. að upp- lifa lífsgæði og finna til hamingju megnið af tímanum, geta notið lífsins, finna til heilbrigðis og hraustleika, telja sig blómstra, finna fyrir lífsgleði og vera í góðu jafnvægi. Fimmta er þátttaka, en í því felst að geta viðhaldið félagslegum tengslum, hafa stuðningsnet, vera ekki einmana, finna fyrir viður- kenningu eða tilheyra í félagslega umhverfinu, taka þátt og vinna við eitthvað sem telst mikilvægt hvort sem það er launað eða ólaunað. Dagleg virkni rekur lestina, þ.e. að geta klætt mig og séð um eigið hrein- læti og heimilishald, geta unnið laun- að eða ólaunað og vera heilsulæs, þ.e. geta skilið læknisfræðilegar leiðbein- ingar og farið eftir þeim. Skilja eðli og framgang heilsu Heilsa er þannig mun fjölbreyttari en við höfum hingað til hugsað hana, margt sem hefur áhrif og margt hægt að gera til að halda heilsu. Gild- ir þar að jafnaði þrautseigja eða lang- hlaup en ekki skyndilausnir eða sprettir eins og svo oft er reynt að selja fólki í fjölmiðlum og víðar, iðu- lega sem illa dulbúnar auglýsingar um vöru, kúr eða annað sem á að leysa allan vanda. Í heilsugæsluna kemur gjarnan fólk með langvinna sjúkdóma og heimilislæknar og annað starfsfólk reynir að hjálpa og leita lausna eins og hægt er miðað við nútímaþekk- ingu og -tækni. Oft fer eftirlit fram á 3ja til 6 mánaða fresti og stundum ár- lega eða bara eftir þörfum. Þannig er tíminn sem fer í eftirlit í heilsugæsl- unni eða annars staðar oftast aðeins nokkrar klukkustundir á ári en allar hinar meira en 8 þúsund klukku- stundirnar er fólk með sjálfu sér. Það segir sig því sjálft að það skiptir mjög miklu máli að skilja eðli og framgang veikinda og heilsu og reyna að stjórna lífi sínu og gera það sem hægt er til að bæta líðan og auka lífsgæði. Jákvæð heilsa og mikil lífsgæði Morgunblaðið/Eggert Fjallganga Útiveran bætir og kætir. Frábært að fylla lungun af lofti og leggja svo á brattann. Að komast svo á toppinn er sálrænn sigur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Læknir Margt er hægt að gera til að halda heilsu. Gildir þar að jafnaði þrautseigja eða langhlaup, segir Elínborg Bárðardóttir í greininni. Heilsuráð Elínborg Bárðardóttir. Kennslustjóri sérnáms í heimilislækningum. Læknir við heilsugæsluna í Miðbæ og á Þróun- armiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Morgunblaðið/Eggert Heilsa Að geta notið lífsins, finna til heilbrigðis og hraustleika, telja sig blómstra og vera í góðu jafnvægi. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Dagný Hermannsdóttir sem getið hef- ur sér gott orð fyrir súrkálsgerð mætir í Lífsstílskaffi í Kringlusafni – Menn- ingarhúsi Borgarbókasafnsins í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 16.30. Þar ætlar hún að upplýsa gesti og gangandi um leynd- armál súrkálsgerðar. Hvað þarf til að gera súrkál og hver er galdurinn við matargerðina? Eins býður Dagný fólki að smakka þetta lostæti sem hún skrifaði um í bókinni Súrkál fyrir sæl- kera sem kom út fyrir nokkrum miss- erum og fékk góðar viðtökur. Við súrkálsgerð eru margar aðferðir til, en þetta er ein af þeim bylgjum í matargerðarmenningunni sem nú rísa hátt og áhugi almennings er mikill. „Mér finnst frábært að eiga alltaf meðlæti tilbúið í ísskápnum. Sama hvaða letimáltíð maður snarar upp hvunndags þá verður hún alltaf betri ef maður hefur eitthvert skemmtilegt súrkál með,“ sagði Dagný í viðtali við Morgunblaðið nýlega. Menningarhúsið í Kringlusafni í dag Dagný kynnir súrkálsgerð Morgunblaðið/Hari Súrkál Dagný með lostætið. Á heimasíðunni Tóneyra.is er athygl- inni beint að tón- og taktblindu en það eru raskanir sem einkennast af lag- leysi og erfiðleikum við að skynja takt í tónlist. Nú býðst fólki að taka þátt í vísindarannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem markmiðið er að rannsaka erfðabreytileika sem hafa áhrif á tóneyra og taktvísi og tengsl þessara eiginleika við raskanir á borð við málþroskaröskun og les- blindu. Allir sem hafa náð átján ára aldri og eiga rafræn skilríki geta tekið þátt, svarað stuttum spurningalista og leyst verkefni á vefsíðunni. Þegar því er lokið fá þeir upplýsingar um frammistöðu sína og hvort hún bendi til tón- eða taktblindu. Að því er fram kemur í frétt frá Ís- lenskri erfðagreiningu virðist takt- blindan að einhverju leyti haldast í hendur við lesblindu og málþrosk- araskanir en talið er að ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi geti orsak- að vandamál í skynjun á tali og takti. Tóneyra og taktur nú í rannsókn Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 VOR 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.