Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 ✝ Heiðar Berg-mann Mar- teinsson fæddist í Stykkishólmi 10. janúar 1929. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 24. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Marteinn J. Lárusson, f. 18.12. 1892, d. 3.6. 1970, og Jóna Anna Björnsdóttir, f. 6.4. 1905, d. 13.9. 1982. Systkini Heiðars eru Herdís Matthildur Marteinsdóttir, f. 1917, d. 1996, mundur Ólafur, f. 31.8. 1956, eiginkona hans er Þórunn Ósk Sölvadóttir, f. 3.1. 1958, Jóna Anna, f. 13.12. 1958, eiginmaður hennar er Sigurjón L. Kjartans- son, f. 27.1. 1957, Heiðar Berg- mann, f. 7.2. 1963, eiginkona hans er Sigrún Einarsdóttir, f. 7.8. 1971, Herdís Matthildur, f. 12.5. 1966, eiginmaður hennar er Viðar Víkingsson, f. 20.7. 1968, Sigríður Sólveig, f. 19.11. 1969, eiginmaður hennar er Valdimar Halldórsson, f. 9.12. 1967. Barnabörn Heiðars eru 16 talsins og barnabarnabörnin eru 17. Heiðar lærði vélvirkjun og stofnaði sitt eigið fyrirtæki 1964, Vélsmiðju Heiðars. Útför Heiðars fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 28. febr- úar 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. Lára Kristín Mar- teinsdóttir Wiken, f. 1918, d. 2012, Guðmundur Mar- teinsson, f. 1925, d. 2003, Jóhann Sól- berg Marteinsson, f. 1932, Hulda Jenný Marteins- dóttir, f. 1937. Hinn 12. nóvem- ber 1955 kvæntist Heiðar Guðríði Magndísi Guðmundsdóttur, f. 23.2. 1932. Börn þeirra eru Marteinn Bergmann, f. 12.11. 1952, Guð- Yndislegi pabbi okkar, nú ertu kominn í sumarlandið þitt. Þakk- látar erum við með allar bæjar- ferðir með þér og mömmu í Kola- portið, Costco, Ikea og margt fleira. Þú varst svo fyndinn og mikill grínari, allar þær grímur sem þú áttir og naust þess að nota þær til að stríða fólki, elskaðir að vera með barnabörnunum og barna- barnabörnunum. Þú elskaðir að hitta ættingja þína í Ameríku og Noregi, það var yndislegt að þú skyldir hafa hitt þau á 90 ára afmæli þínu og þér þótti mjög vænt um að þau skyldu koma. Þú fylgdist mjög vel með öllu þínu fólki og þótti vænt um allt þitt fólk. Það var alltaf svo skemmtilegt að fá afmæliskveðjur frá þér á facebook og sjá allar myndirnar sem þú varst duglegur að setja á facebook. Elsku pabbi okkar, við söknum þín en nú líður þér vel í sumar- landinu þínu. Takk fyrir allt, elsku pabbi okkar, þú varst bestur. Við elskum þig. Þínar dætur, Anna og Sigríður (Sigga). Elsku afi okkar, það sem þú gerðir fyrir lífið okkar var ómet- anlegt. Við erum svo þakklát fyrir góðu stundirnar með þér, hlátur og gleði sem brá birtu á líf okkar. Þú kenndir okkur að vera þakklát fyrir það sem við höfum og njóta hverrar einustu mínútu með öllum þeim nánustu. Við elskuðum nærveru þína og að fara með þér og ömmu í verslun- arferðir, þar á meðal í Costco sem þú elskaðir. Þú varst alltaf búinn að kaupa kókómjólk fyrir okkur í hvert skipti sem við komum og allar þær morgunstundir sem við áttum með ykkur ömmu áður en þið fóruð í smiðjuna, það var það besta. Þú varst alls ekki smeykur við nýju tæknina þar sem þú virki- lega naust þín að vera í tölvunni að horfa á fótboltann og vera á fa- cebook til að fylgjast með öllum ættingjum þínum, einnig að læra á nýja snjallsímann þinn. Það sem við elskuðum að grínast með þér og hlusta á þig með munnhörp- una þína. Þetta var yndislegur tími og við viljum þakka þér fyrir allt saman. Við elskum þig rosalega mikið og munum sakna þín óendanlega mikið, elsku afi okkar. Hvíldu í friði, engillinn okkar, og við sjáumst seinna. Þín barnabörn, Birna Fjóla, Matthildur Jóna og Vilbert Árni. Við minnumst elsku afa okkar með tár á hvörmum en jafnframt brosi á vörum. Tárin streyma vegna söknuðar og þess hversu erfitt er að sleppa takinu. En við brosum að minningum og frábær- um tíma sem við fengum með honum. Hann afi okkar var mikill gleði- gjafi, hann var alltaf til í leik og eitthvert fjör með okkur barna- börnum og barnabarnabörnum. Það voru ófáar ferðir farnar upp í sumarbústað þar sem hann lék á als oddi. Alltaf nenntu amma og afi að taka okkur barnabörnin með upp í sumarbústað. Við fengum að bralla ýmislegt í sveitinni eins og að smíða báta, kveikja upp í arninum, tína ber, njósna um nágrannann með kíki og rækta grænmeti. Þegar afi fór með okkur í feluleik kom hann sér fyrir í einhverju góðu rjóðri og sofnaði oftast þar, þannig að það tók okkur óratíma að finna hann. Við dönsuðum saman, spiluð- um á spil og sungum, en best var síðan að fá að kúra uppi í hjá ömmu og afa á næturnar. Þegar langafabörnin fóru síð- an að streyma inn var hann farinn að eldast en alltaf jafn fljótur að henda sér á gólfið og sýna þeim eitthvert sniðugt dót. Enda tala börnin okkar um langafa, hvað hann var sniðugur og alltaf til í að leika. Afi var alltaf fljótur að tileinka sér hvers konar tækni. Hann elskaði að taka myndir af okkur, setja inn á tölvu og prenta út. Hann var ekki lengi að skrá sig á facebook þegar hún kom. Þar gat hann fylgst með öllum hópnum sínum og var duglegur að senda okkur hvers kyns kveðju eða tagga okkur á gamlar myndir sem hann var að skanna inn (við mismikla gleði okkar, sumar þessara mynda voru kannski best gleymdar, ýmis tískuslysin sem litu dagsins ljós). Hann var svo stoltur af okkur og stóra hópnum sínum. Hann afi var einfaldlega bestur og við fundum alltaf hversu heitt hann elskaði okkur. Það var svo gott þegar hann strauk okkur um kinn og kyssti. Hvíl í friði, elsku afi, minningar um frábæran afa lifa í gegnum okkur með sögum um þig. Við elskum þig. Þínar sonardætur, Guðríður Magndís og Elín Inga. Elsku afi okkar. Takk fyrir öll árin sem við fengum að njóta með þér. Allar fallegu minningarnar og tímarnir með þér munu aldrei gleymast. Þú ert fyrirmynd okkar systra í svo mörgu. Þú gafst svo mikið af þér við alla sem á vegi þínum urðu, varst einlægur, kærleiks- ríkur, hafðir endalausa þolin- mæði. Eitt það dýrmætasta sem þú kenndir okkur var að sjá það skemmtilega í aðstæðum og hafa gaman af lífinu. Að grínast og stríða voru ein- kenni þín. Þú varst svo mikill stríðnispúki og þér fannst skemmtilegast af öllu að stríða ömmu, t.d. með því að lækka í heyrnartækinu þínu þegar þú nenntir ekki að hlusta á hana og svo hlóstu allra hæst þegar hún fattaði það. Eða þegar þú tókst fram alla jólasveinana sem sungu og döns- uðu og górillur með prumpuhljóð- um þegar maður labbaði framhjá, barnabörnunum til mikillar skemmtunar. Svo varstu mesti töffari sem til er, það eru ekki margir 90 ára af- ar sem voru eins virkir og þú á fa- cebook, þú skrifaðir alltaf afmæl- iskveðjur og skannaðir inn gamlar og dýrmætar myndir af okkur öllum. Samband þitt og ömmu var al- veg sérstakt og forréttindi að fá að upplifa svo einstakt samband á milli tveggja einstaklinga. Það er eitthvað sem við systur ætlum að taka til fyrirmyndar og reyna að lifa eftir. Síðustu dagana varstu alltaf svo glaður að sjá okkur koma í heimsókn og spjallaðir og vildir fá fréttir af öllu fólkinu þínu, þá hlýnaði manni í hjartanu við að sjá fallega og einlæga brosið þitt. Elsku afi, þú átt sérstakan stað í hjarta okkar og við erum svo heppnar að hafa átt þig að, við hreinlega duttum í afalukkupott- inn og lífið verður svo tómlegt án þín. Mundu að við elskum þig og sjáumst seinna í fallega sumar- landinu þínu. Anna Kristín og Kristbjörg Eva Heiðarsdætur. Heiðar Bergmann Marteinsson HINSTA KVEÐJA Hann var besti afi minn. Kveðja, Stefán Ingi Hauksson. Hann var besti afi minn í lífinu. Kveðja, Ragnhildur Ylfa Hauksdóttir. ✝ Ásgeir ÖrnGestsson fæddist í Reykja- vík 19. maí 1961. Hann lést á líknar- deild Landspít- alans í Kópavogi 8. febrúar 2019. Ásgeir var fimmti í röð átta barna Þorbjargar Kristjánsdóttur, f. 20.12. 1929, og Gests Bjarka Pálssonar, f. 14.5. 1934, d. 17.4. 2016. Eldri systkini eru tvíbur- arnir Kristján Páll (lést 20.4. 2017) og Rúnar, Matthildur og Magnús. Yngri systkini eru Svanhildur, Halldór og Hlynur. Börn Ásgeirs með Hallfríði Einarsdóttur eru Saga, f. 10.6. 1983, og Frosti, f. 13.7. 1984. Frosti er kvæntur Nicole Flanagen, dóttir þeirra er Juniper Ósk, f. 20.12. 2016. Ásgeir kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Hildi Björgu Hannes- dóttur, 1993. Dóttir Hildar er Björg Alfa Björns- dóttir, f. 6.2. 1991, í sambúð með Jóni Grétari Gissurar- syni. Eftir að Ásgeir lauk prófi sem verkfræðingur frá HÍ 1986 starfaði hann um tíma í Noregi. Frá 1990 starfaði Ás- geir á verkfræðistofu Guð- mundar Magnússonar, Verk- fræðistofu Kópavogs og frá 2003 á eigin verkfræðistofu, Versa ehf. Útför Ásgeirs fer fram frá Digraneskirkju í dag, 28. febrúar 2019, klukkan 13. Elsku sonur og bróðir. Þó að ljóst hafi verið í hvað stefndi þá varst þú tekinn frá okkur öllum að óvörum. Líkaminn gaf eftir þó að hugurinn hafi verið á ann- arri skoðun. Með dugnaði þínum og einurð náðir þú að klára mörg verkefni áður en yfir lauk en hefðir viljað ná miklu meiru. Líklega hefur kertið brunnið í báða enda hjá þér. Það var oft glatt á hjalla í Grænuhlíðinni þegar krakka- stóð upp á átta stykki hljóp um lítt tamið. Oftar en ekki varst þú sprelligosinn í miðjunni og í raun varst þú miðjubarnið sem tengdi saman eldri og yngri systkinin. Þú hafðir gaman af að segja skrítlur og skemmtisögur og þú samdir án efa stóran hluta þeirra eins og t.d. söguna um sköllóttu músina. Þú varst mjög sprækur á þessum tíma og fastagestur á Slysavarðstofunni með blæð- andi sár eða heilahristing. Uppátækin með Magga bróður voru heldur ekki af skornum skammti, sum ekki prenthæf. Venjulega var haft samband þegar einhver prakkarastrik höfðu verið framin í götunni. Oft voruð þið saklausir en líklega oftar sekir. Þú fórst í sveit norður í Skagafjörð í Brennigerði í nokk- ur sumur og fannst vistin frá- bær þar sem þú lærðir að vinna og upplifðir það traust sem þér var þar sýnt. Þú hafðir mikla hæfileika á mörgum sviðum eins og í námi, íþróttum og listum. Allt sem þú tókst þér fyrir hend- ur var tekið alla leið og hvergi slegið af. Á unglingsárum fórstu í Menntaskólann við Hamrahlíð og vissir nákvæmlega hvert framhaldið yrði. Leiðin lá í byggingarverkfræði í Háskóla Íslands og samhliða því námi varstu að koma börnunum þín- um, Sögu og Frosta, af stað í heiminum. Upp úr þessu fór samveru- stundum okkar að fækka enda allir að koma sér af stað í lífinu. Þegar við hittumst, eins og á Jórvíkurhátíðum, var ávallt glatt á hjalla og eins og við hefð- um hist síðast í vikunni áður. Þú komst alltaf með gítarinn þinn með þér og spilaðir undir fjölda- söng og sagðir einhverjar ótrú- legar sögur, sumar sannar og aðrar minna sannar. Elsku Geiri okkar, við eigum eftir að sakna þín afskaplega mikið og erum þakklát fyrir tím- ann sem við náðum þó saman upp á það síðasta. Þú varst eng- um öðrum líkur, fórst ávallt þín- ar eigin leiðir og munt alltaf eiga sérstaka „skúffu“ í hjörtum okk- ar allra. Mamma og Rúnar, Matt- hildur, Magnús, Svanhild- ur, Halldór og Hlynur. Ásgeir Örn Gestsson Elsku yndislega amma mín Sigga, söknuðurinn er mikill þar sem þú, amma mín, ert farin frá mér en margar hlýjar minn- ingar um þig lifa áfram í hjarta mínu. Ég er nú svo heppin að vera al- nafna þín og þið afi Björn voruð svo montin og stolt af því. Ég var því alltaf kynnt fyrir öllum sem alnafnan Sigríður Sigurjónsdótt- ir. Rosalega er ég þakklát fyrir það. Í Brekkugerðinu var alltaf líf og fjör og þá er undirbúningur jólanna eftirminnilegastur. Barnabörnin og barnabarna- börnin voru mörg og svo varst þú svo gjafmild að þú gafst einnig öllum mökum og þeim vinum sem þú þekktir. Það var því gott að þú varst hagsýn og keyptir flestallt erlendis á ýmsum mörkuðum og geymdir í hinum vinsæla kjallara í Brekkugerðinu. Þar skottaðist þú niður til að finna hinar ýmsu gjafir og komst með upp og þegar ég hjálpaði til við innpökkun nýttum við dágóðan tíma í að velja eitthvað flott í hvern pakka. Við reyndum alltaf okkar besta og jú stundum tókst það ágæt- lega hjá okkur. Það voru margar góðar stund- ir sem við áttum með ykkur afa í sumarbústaðnum ykkar þar sem margt var brallað, farið í fjall- göngur, siglt, spilað og spjallað. Yndislegar stundir sem ég er svo þakklát fyrir. Það var svo gaman amma mín þegar þú komst í heimsókn til Stokkhólms. Þá vorum við Ár- mann nýbúin að eignast okkar Sigríður Sigurjónsdóttir ✝ Sigríður fædd-ist 16. október 1929. Hún lést 11. febrúar 2019. Útför hennar fór fram 20. febrúar 2019. fyrsta barn og það var svo margt sem við lærðum af þér. Þetta var sólríkt sumar og ekki fannst þér nú leiðin- legt að spóka þig í sólinni og taka svo sólarhlé og fara að versla. Þú varst al- gjör snillingur í að versla og svo mikil pæja að þú vildir ekki sjá þessar kerlingabúðir heldur urðu unglingabúðirnar fyrir valinu og þar voru sko skvísufötin keypt á ömmu sætu. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Takk fyrir að hafa skapað svo margar dýrmætar minningar í hjarta mínu og vera alltaf til stað- ar fyrir okkur. Brekkugerðið var alltaf opið fyrir alla að koma í heimsókn, fá sér heitt súkkulaði og gómsætu kökurnar þínar. Enginn mátti fara svangur frá þér. Elska þig svo mikið og bið að heilsa afa mínum og Ellu minni. Knús og kossar frá okkur Ár- manni, Elínu Lilju og Andra Birni. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók) Elska þig mest. Þín alnafna Sigríður Sigurjónsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.