Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eins og framkemur íumfjöllun á
blaðsíðu tuttugu
hér að framan hef-
ur Ísland algera
sérstöðu þegar
kemur að stéttarfélagsaðild. Í
umfjölluninni kemur fram að
nálægt níu af hverjum tíu laun-
þegum hér á landi séu með aðild
að stéttarfélagi en annars stað-
ar í Evrópu sé þetta með allt
öðrum hætti. Á Norðurlönd-
unum er hlutfallið einnig
óvenjulega hátt, en þó hvergi
eins og hér. Annars staðar í
Evrópu er hlutfallið mun lægra,
almennt um eða innan við
fimmtungur launþega.
Í Bandaríkjunum er hlutfallið
enn lægra, en þar er um tíundi
hver launþegi í stéttarfélagi og
þróunin er sú að aðild að stétt-
arfélögum dregst saman, líkt og
víðast hvar í ríkjum OECD. Hér
á landi er þróunin öfug, stétt-
arfélagsaðild fer vaxandi og það
þrátt fyrir að vera fyrir í hæstu
hæðum.
Þessi staða á íslenskum
vinnumarkaði og sú þróun sem
verið hefur hér á landi og ann-
ars staðar er mikið umhugs-
unarefni, ekki síst nú þegar
hörð átök eru orðin á vinnu-
markaði og allt stefnir í að verk-
föll skelli á eftir fáeina daga.
Þar sem verka-
lýðsfélögin hafa svo
firnasterka stöðu
sem hér á landi
ættu þau að stíga
varlega til jarðar og
gæta sín að valda
ekki óþarfa skaða, félagsmönn-
um sínum sem öðrum lands-
mönnum. Stóryrði og hótanir
fólks sem stýrir svo öflugum fé-
lögum geta haft og hafa haft
mikil áhrif. Það að hefja verk-
föll, jafnvel á grundvelli vafa-
samrar kosningar, er enn meira
alvörumál. Ekki síst þegar horft
er til þess að svo virðist sem
þátttaka í kjaraviðræðum hafi
aldrei verið nema til mála-
mynda og þær frekar verið
nýttar sem forleikur að verkfalli
en til að sækja kjarabætur fyrir
félagsmennina.
Eftir þessa reynslu, og í ljósi
þeirrar óvenjulegu stöðu sem
stéttarfélög hafa hér á landi,
hlýtur að vera óhjákvæmilegt
fyrir stjórnvöld að taka til skoð-
unar þá löggjöf sem um slík fé-
lög gilda. Þau njóta ýmiskonar
forgangs og forréttinda sem
auðvelda þeim að afla fé-
lagsmanna og að hafa þau gríð-
arlegu völd sem mikilli fé-
lagsaðild fylgir. Slíkum völdum
verður að fylgja ábyrgð, en því
miður hefur vantað töluvert upp
á hana að undanförnu.
Aðild að stéttar-
félögum er afar
óvenjulega mikil
hér á landi}
Völdum fylgi ábyrgð
MuhammaduBuhari, for-
seti Nígeríu, hef-
ur náð endurkjöri
eftir mjög um-
deilda kosninga-
baráttu, að því er
fram kom í tilkynningu kjör-
stjórnar í gær. Þar sagði að
Buhari hefði fengið um 15
milljón atkvæði, um fjórum
milljónum meira en helsti
mótframbjóðandinn, Atiku
Abubakar. Sá er hins vegar
ekki sáttur við framkvæmd
kosninganna og hyggst kæra
niðurstöðuna.
Eitt af því sem stingur í
stúf er að kosningadeginum
sjálfum var frestað um heila
viku vegna „tæknilegra örð-
ugleika“, sem fólust meðal
annars í því að ekki voru
komnir nægilega margir kjör-
seðlar til allra fylkja landsins
til þess að tryggja að kosn-
ingin gæti farið fram. PDP,
flokkur Abubakar, sakaði
hins vegar þá þegar yfirkjör-
stjórnina um að vera að hygla
Buhari.
Stuðningsmenn Abubakars
segja einnig að ýmsir ann-
markar hafi verið á fram-
kvæmd kosninganna sjálfra,
þar sem mikið af gildum at-
kvæðum hafi verið úrskurðað
ólöglegt, auk þess
sem þeir segjast
hafa sannanir fyr-
ir því að fiktað
hafi verið í kjör-
skrám í að
minnsta kosti
tveimur fylkjum þannig að
erfiðara hafi verið fyrir fólk
að fá að kjósa.
Þetta eru alvarlegar ásak-
anir og er mikilvægt að kom-
ist verði til botns í því hvort
þær eiga við rök að styðjast.
Þegar Buhari var fyrst kjör-
inn fyrir fjórum árum vakti
það heimsathygli, meðal ann-
ars vegna þess að það var í
fyrsta sinn í sögu Nígeríu, og
raunar eitt fyrsta skiptið í
lýðræðissögu Afríku, sem
sitjandi forseti var felldur í
kosningum á friðsamlegan
hátt.
Það kann vel að vera, að
umkvartanir Abubakars nú
séu einungis viðbrögð von-
brigðanna sem fylgja því að
tapa tiltölulega naumum
kosningum. En ef hitt reynist
rétt, að Buhari hafi með
klækjum náð að halda emb-
ætti sínu, er það mikil aft-
urför fyrir lýðræðið í þessu
fjölmennasta ríki Afríku. Álf-
an þarf alls ekki á slíkri aft-
urför að halda.
Buhari er sagður
hafa unnið, en
stjórnarandstaðan
hyggst kæra}
Deilt um kosningar í Nígeríu
P
íratar leggja áherslu á loftslagsmál
af því að ef það er ekki brugðist
við á þeim vettvangi þá skiptir
mjög litlu máli hvað annað við ger-
um. Þess vegna settum við Píratar
upp hugmyndabanka á lýðræðishátíðinni Lýsu
sem var haldin á Akureyri síðasta haust þar
sem við söfnuðum hugmyndum frá gestum og
gangandi sem greiddu svo atkvæði um þær.
Ein af hugmyndunum var ekki í aðgerða-
áætlun ríkisstjórnarinnar sem var birt stuttu
seinna, hugmynd um verðtryggingu loftslags-
ins. Hugmynd sem fékk einna flest atkvæði.
Hvernig virkar þessi hugmynd? Við Íslend-
ingar þekkjum verðtryggingu mjög vel. Ef
verðlag hækkar, hækka lánin okkar sjálfkrafa.
Þessi hugmynd snýst um að verðtryggja um-
hverfið. Ef við náum ekki þeim árangri sem við
þurfum að ná miðað við þá alþjóðasamninga sem við erum
skuldbundin þá hækkar kolefnisgjaldið – sem er eina
stjórntæki stjórnvalda til þess að endurspegla raunveru-
legan kostnað loftslagsbreytinga. Gulrótin hérna er að ef
við náum settum árangri, eða stöndum okkur betur, þá
lækkar kolefnisgjaldið.
Staðan Íslands í dag er að við eigum að minnka út-
blástur um 40% miðað við stöðuna frá 1990 en við höfum
aukið útblástur þannig að við þurfum að minnka hann mið-
að við núverandi stöðu um 50% til þess að ná markmiðum
Kyoto bókunarinnar. Það er hins vegar búið að gera alls
konar samninga með ýmis konar flóknum útreikningum
þar sem við skilum sameiginlegu losunarbók-
haldi með Evrópuþjóðum. Það þýðir að við þurf-
um „bara“ að minnka útblástur um tæp 30%.
Ástæðan fyrir því er að sumar þær þjóðir sem
við skilum losunarbókhaldi með munu hafa
minnkað losun sína um meira en 40%. En við
heppin.
Staða heimsins í dag er hins vegar ekki heppi-
leg. Parísarsamkomulagið hefur verið kallað
samkomulag langtíma hörmunga. Endurmat á
stöðunni er svartsýnna en það sem lá fyrir þeg-
ar Parísarsamkomulagið var gert. Við kunnum
ekki að snúa við þróuninni. Við kunnum ekki
enn að vera kolefnisneikvæð. Það gerir það að
verkum að staðan verður alltaf verri og verri,
sama hvað við gerum þangað til við lærum að
verða kolefnisneikvæð. Á meðan gætum við gert
óafturkræfar breytingar á jörðinni, breytingar
sem leiða af sér útrýmingu dýrategunda eða jurtategunda.
Breytingar sem gera kannski ekki jörðina ólífvænlega fyr-
ir mannveruna, að minnsta kosti ekki strax, en þær breyt-
ingar munu hafa gríðarleg áhrif á búsetu fólks um alla
jörðina. Staðan er sú að við sjáum fram á hörmungar.
Þessi hugmynd leysir ekki öll vandamál heimsins en
með því að hvetja þá sem losa til þess að losa minna hraðar
þá komumst við að minnsta kosti hraðar nær því markmiði
að ná kolefnishlutleysi, sem er fyrsta markmiðið. Þá að
minnsta kosti erum við hætt að auka á vandann.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Ekkert skiptir máli ef við
leysum ekki loftslagsvandann
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.com
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Ég hef stundum líkt þessuvið hulduher, en í raun erég alltaf jafn hissa og umleið þakklát fyrir það
óeigingjarna starf sem sjálfboðaliðar
okkar eru tilbúnir til að inna af
hendi,“ segir Kristín S. Hjálmtýs-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Rauða krossins, í
samtali við Morg-
unblaðið og vísar
til þess mikla
fjölda sjálf-
boðaliða sem tóku
þátt í starfi Rauða
krossins í fyrra.
Hefur Rauði
krossinn nú gefið
út yfirlit yfir út-
köll viðbragðsteyma samtakanna, en
í yfirlitinu kemur fram að alls 347
sjálfboðaliðar hafi verið kallaðir út í
142 útköll árið 2018. Ástæður þessara
útkalla voru misjafnar, tengdust þau
meðal annars sjálfsvígum, andlátum,
slysum eða verkefnum vegna veð-
urofsa. Í útköllum sem þessum er að-
stoð sjálfboðaliða Rauða krossins
einkum sálrænn stuðningur eða
áfallahjálp, eftirfylgd og tilvísun, en í
einhverjum tilfellum snýst aðkoman
einnig um grunnþarfir fólks, s.s. fæði,
klæði og húsaskjól.
Langflest útköll sjálfboðaliða
Rauða krossins á árinu 2018 voru á
höfuðborgarsvæðinu, eða 74,63%.
Þar á eftir kom Suðurland, 11,94%,
en á öðrum landsvæðum var fjöldi út-
kalla undir 4% af heildinni.
„Við lítum á þennan mikla fjölda
útkalla sem viðurkenningu fyrir okk-
ar starf og um leið viðurkenningu á
hæfni sjálfboðaliða okkar. Við erum
stoðþjónusta fyrir heilbrigðiskerfið
og almannavarnir í landinu. Við kom-
um að útköllum þegar þörf er á við-
bótaraðstoð við hina daglegu þjón-
ustu,“ segir Kristín.
Fjölbreytt útköll í fyrra
Að sögn Kristínar getur starf
Rauða krossins skipt sköpum fyrir þá
einstaklinga sem lenda í skyndilegu
áfalli, slysi eða öðru óhappi. Eru sjálf-
boðaliðarnir þjálfaðir í að veita áfalla-
hjálp og sálrænan stuðning þegar
þörf er á. Í yfirliti Rauða krossins yf-
ir útköll á árinu 2018 má meðal ann-
ars sjá hvers eðlis útköllin eru. Flest
þeirra, eða 25, eru tengd sjálfsvígum
en þar á eftir kemur aðstoð við hælis-
leitendur, alls 21 talsins.
„Með breyttri samfélagsgerð
eykst enn mikilvægi Rauða krossins
sem hlutlausra samtaka. Við förum
oft inn í erfið mál þar sem fólk getur
til að mynda verið örvinglað eða í
uppnámi. Þá reynir á getu sjálfboða-
liðanna og þjálfun þeirra,“ segir
Kristín og heldur áfram: „Hælisleit-
endur eru sérstaklega viðkvæmur
hópur. Þetta er fólk sem oft er að
koma úr hræðilegum aðstæðum og
framtíð þess enn óljós. Þetta fólk
hefur því margt á herðum sér og þarf
mikla aðstoð.“
Önnur útköll sem sjálfboðaliðar
Rauða krossins sinntu í fyrra eru til
að mynda tengd bruna, umferðar-
óhöppum og óveðri, átta útköll hvert,
flugatvikum, fjögur útköll, og skip-
sköðum, tvö útköll. „Í þessum útköll-
um er fólk oft í miklu áfalli. Það kem-
ur að banaslysum, lendir í alvarlegu
umferðarslysi eða stórbruna þar sem
allt í einu þarf að forða sér út á götu.
Þá kemur okkar teymi inn og veitir
fyrstu aðstoð. Þetta getur einnig átt
við þegar alvarleg vinnuslys verða,
þá eru oft sérfræðingar frá Rauða
krossinum kallaðir til og þeir fengnir
til að hitta og ræða við annað starfs-
fólk á staðnum,“ segir Kristín.
Yfir 20.000 félagsmenn
Rauði krossinn á Íslandi saman-
stendur af yfir 20.000 félagsmönnum
og eru virkir sjálfboðaliðar hátt í
4.000 talsins. „Þetta er vel þjálfað
fólk og það er eftirsótt að vera sjálf-
boðaliði hjá okkur. Við erum því
mjög vel sett, en þeir sem hafa áhuga
á að kynna sér starfið geta auðvitað
gert það á síðunni okkar og gerst
sjálfboðaliðar eða mannvinir.“
Hundruð sjálfboða-
liða sinntu útköllum
Morgunblaðið/Júlíus
Hópslys Sérfræðingar frá RKÍ eru m.a. kallaðir til þegar verða rútuslys.
Útköll viðbragðsteyma Rauða krossins 2018
Tegundir útkalla
Skipsskaði
Slys
Flugatvik
Endurlífgun
Bruni
Óveður/ófærð
Umferðaróhöpp
Ofbeldi
Andlát
Hælisleitendur
Sjálfsvígstengt
Annað
2
3
4
5
8
8
8
9
15
21
25
9
Útköll eftir landsvæðum
25%
75%
Lands-
byggð
Höfuð-
borgar-
svæðið
Kristín
Hjálmtýsdóttir