Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 59
Súkkulaðið heitir Peru og er 100% súkkulaði sem þýðir enginn sykur, mjólk, ávextir, bragðefni eða hnetur. Súkkulaðið er afar sérstakt á bragðið og ólíkt því sem við eigum að venjast en því er best lýst sem dökku og áköfu. „Þegar unnið er með 100% súkkulaði er mikilvægt að velja kakóbændur sem leggja alúð í vinnu sína. Enn mikilvægara er að vanda til verka við ristun baun- anna þar sem hún spilar lykilatriði í hreinu súkkulaði. Við ristuðum baunirnar lengi við lágan hita,“ útskýrir Kjartan Gíslason, annar stofnenda Omnom. Peru 100% er einstakt súkkulaði búið til úr hinni merkilegu hvítu kakóbaun gran nativo blanco, sem uppgötvaðist fyrir tilviljun árið 2008 í norðurhluta Perú en þá hafði hún verið hulin í meira en öld. Þetta þótti mikill fengur enda er gran nativo blanco-baunin talin einstök bæði hvað varðar lit og bragðeig- inleika. Að sögn forsvarsmanna Omnom er bragði Peru 100% best lýst sem bitrum keimi af ristuðum valhnetum, örlitlum tóni af papæja- og sítrusávöxtum og flauelsmjúkri áferð í lokin. „Við höfum unnið að þróun á góðu 100% súkkulaði í mörg ár en þetta er í fyrsta skipti sem við gefum út slíkt súkkulaði,“ segir Kjartan og bætir við: „Þegar við fengum baunirnar í hendurnar hófumst við handa í tilraunaeldhús- inu að vinna með þær en komumst fljótlega að því að þær nutu sín best einar og sér – án allra viðbóta“. Peru 100% er einungis til í takmörkuðu upplagi og lofar Omnom einstakri bragðupplifun; ákafri, dökkri og 100%. Dökkt og dramatískt Nýja súkkulaðinu er lýst sem áköfu og dökku. Fyrsta íslenska 100% súkkulaðið Þau tíðindi berast úr herbúðum súkkulaðimeist- aranna Omnom að búið sé að framleiða fyrsta 100% súkkulaðistykkið hér á landi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 TILBOÐSDAGAR 50% AFSLÁTTU R ALLT AÐ 3.356 Áður: kr. 4.795 3.356 Áður: kr. 4.795 1.998 Áður: kr. 3.995 1.498 Áður: kr. 2.995 998 Áður: kr. 1.995 4.196 Áður: kr. 5.995 -30% -30% -30% -50% -50% -50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 Cinnabon-bollur (amerísk kanilsnúðabolla) Einn pakki af Toro Hveteboller-dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka 1 pakki vanillu Royal-búðingur 1 pakki Toro ostakrem 125 g rjómaostur 50 g smjör 2,5 dl rjómi 2,5 dl nýmjólk 2 msk. og ½ bolli púðursykur (sitt í hvoru lagi) 40 g smjör 1 msk. kanill og 1 tsk. (sitt í hvoru lagi) 2 msk. flórsykur Bakið bollurnar eftir leiðbein- ingum. Í rjómakremið á milli er sett 2,5 dl mjólk og 2,5 dl rjómi, 2 msk. flórsyk- ur, 1 tsk. kanill og 2 msk. púð- ursykur. Þessu er hrært saman með písk og vanillubúðingi hrært saman við og pískað saman í 1 mínútu. Leggið svo til hliðar. Svo er kanilbráð búin til úr 40 g af smjöri, 1 msk. kanil og ½ bolla af púðursykri sem er brætt saman í potti. Gerið svo rjómaostakremið ofan á með 50 g af mjúku smjöri og 125 g af rjómaosti sem hrært er út í einn pakka af Toro-ostakremi. Nú er svo að setja bolluna saman en þá er kanilbráð sett á botninn, kanilrjómi fer ofan á og bollunni lok- að. Svo er ostakremið sett ofan á toppinn Hin fullkomna vatnsdeigsbolla Hér erum við með aðra og ekki ósvipaða útgáfu af hinni klassísku vatnsdeigsbollu en þær standa ávallt fyrir sínu. Hér er ekkert verið að finna upp hjólið enda engin þörf á. Það er María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift. 115 g smjör 235 g vatn (vigtið það á vog) ½ tsk. salt 1 tsk. sykur 130 g hveiti 4 egg Glassúr ofan á: 3 dl flórsykur 3 msk. kakó Vatn eftir því hversu þykkan þið viljið hafa hann en byrjið samt fyrst bara með 1 tsk. og bætið svo við klípu af salti Þessu er öllu hrært saman í skál og þá er glassúrinn til. Setjið vatn, salt, sykur og smjör í pott yfir miðl- ungshita. Hitið saman þar til byrjar að sjóða. Þegar suðan er komin upp setjið þá hveitið út í og hrærið stöð- ugt í með sleif þar til myndast eins og filma í botninn á pottinum og deigið er orðið vel blandað saman (ca. 1-3 mín.). Setjið svo deigið til hliðar í 5 mínútur (takið tímann). Bætið nú einu eggi út í og hrærið stöðugt. Fyrst bregður ykkur og þið haldið að deigið sé að skemmast því það fer allt í sundur en hrærið þar til það er samsett aftur. Þá er að bæta eggi númer tvö í og þá gerist aftur það sama. Þegar deigið er samsett aftur þá er þriðja egginu bætt í. Haldið áfram svona þar til öll eggin fjögur eru komin út í. Mér finnst best að sprauta deig- inu á ofnskúffu með bökunarpappír. Þá tek ég plastsprautupoka og klippi frekar stórt gat á pokann en hef engan stút. Svo sprauta ég bollu á skúffuna og passa að hafa ágætt bil á milli næstu bollu. Dýfið svo putt- anum í vatn og strjúkið yfir geirvört- una sem myndast ofan á bollunni eða toppnum sem stendur upp þannig að bollan verði flöt ofan á. Penslið svo að lokum með hrærðu eggi. Bakist í 30-35 mínútur á 190°C blæstri. Þegar bollurnar eru teknar út lát- ið þær þá alveg í friði ofan á ofn- skúffunni þar til þær eru orðnar kaldar, þá falla þær ekki og halda lögun sinni. Skerið þær svo í sundur og setjið sultu á botninn og rjóma ofan á og lokið. Toppið með súkkulaðiglassúr og/ eða flórsykri en hvort tveggja er rosa gott. Dúnmjúkar og dásamlegar Hér er um að ræða fremur snjalla útgáfu af hinum dásamlegu amerísku kanil- bollum og við elskum öll. Það er María Gomez á Paz.is sem á heiðurinn af þessari snilld eins og hennar er von og vísa. Ljósmynd/María Gomez Kanilbollur Amerísku cinnabon-bollurnar hafa notið mikilla vinsælda. Ljósmynd/María Gomez Fullkomin blanda Bollur, súkkulaði, sulta, rjómi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.