Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Opnunartilboð Komdu við og kíktu á tilboðin Vorum að opna nýjan og glæsilegan sýningarsal í verslun okkar á Óseyrarbraut 28, Hafnafirði. Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is Opið virka daga kl. 8-18 Sængurverasett, dúkar, servíettur, viskustykki, dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór, handklæði & þvottapokar. Vörurnar fást í Efnalauginni Björg í Mjódd LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili, sjúkrastofnanir og heimili Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gerð er grein fyrir verkfallsboðun- um, verkfallsaðgerðum og fleiru í ársskýrslum ríkissáttasemjara sem komið hafa út á hverju ári frá árinu 2008 og er nýjasta skýrslan um árið 2017. Skýrslurnar eru birtar á heimasíðu embættisins (rikissatta- semjari.is). Nokkur verkfallslaus ár Miklar annir voru hjá ríkissátta- semjara árið 2008 og voru hátt í 200 kjarasamningar gerðir það ár. Framan af árinu var spurn eftir fólki til starfa og setti það mark á kjara- viðræðurnar. Þegar leið á árið sner- ist þetta við. Sem kunnugt er féllu íslensku bankarnir um haustið og hafði það mjög víðtæk áhrif. Vísað var 39 málum með form- legum hætti til ríkissáttasemjara. Deila Ljósmæðrafélags Íslands við ríkið stóð upp úr af einstökum mál- um. Átján málum var vísað til ríkis- sáttasemjara með formlegum hætti árið 2009. Frá fyrra ári voru þrjú mál óleyst í upphafi ársins. Tíu mál leystust með samningum deiluaðila, þrjú voru dregin til baka eða felld niður og sex mál voru óleyst í árslok. Árið 2010 var 22 málum vísað formlega til ríkissáttasemjara. Þess vegna voru samtals 28 mál til með- ferðar hjá embættinu á árinu. Öll málin, að tveimur frátöldum, leyst- ust með samningum. Sex mál voru dregin til baka og einu vísað í gerð- ardóm. Tvö mál sem voru óleyst í árslok leystust síðla árs 2011. Sextán verkfallsaðgerðir Samkvæmt ársskýrslu 2011 voru verkfallsaðgerðir boðaðar sextán sinnum það ár. Samningar náðust í tíu skipti áður en til verkfalls kom. Í fjórum tilvikum var verkfallsboðun afturkölluð eða aflýst. Verkföll komu til framkvæmda í þremur deilum þetta ár; tveimur sem var vísað til ríkissáttasemjara 2011 og einni frá árinu 2010. Flug- umferðarstjórar settu á yfirvinnu- bann og þjálfunarbann, atvinnuflug- menn hjá Icelandair efndu til yfirvinnubanns og félagsmenn Sjó- mannafélags Íslands á skipum Haf- rannsóknastofnunar fóru í um tveggja mánaða verkfall. Flugstéttir lögðu niður störf Verkfallsaðgerðir voru boðaðar í 24 deilumálum af 55 sem vísað var til ríkissáttasemjara árið 2014. Samn- ingar náðust í 11 þeirra mála áður en verkfallsaðgerðir hófust en til verkfalla kom í 13 tilfellum. Þannig kom til verkfalla í fimm kjaradeilum kennara innan Kennarasambands Íslands, þ.e. hjá framhaldsskóla- kennurum, grunnskólakennurum og tónlistarkennurum. Verkfallsaðgerðir ollu nokkurri röskun á starfsemi Icelandair hf. á árinu. Þau félög sem hótuðu verk- fallsaðgerðum eða beittu verkfalls- vopninu með einhverjum hætti voru Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Félag flugfreyja og flugþjóna, Flug- virkjafélag Íslands og Félag flug- umsjónarmanna hjá Icelandair. Félag flugvallarstarfsmanna, Landssamband sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna og Stéttarfélag í almannaþágu boðuðu til verkfalls- aðgerða hjá ISAVIA ohf. Læknar gripu til verkfallsaðgerða í kjaradeilum Skurðlæknafélags Ís- lands og Læknafélags Íslands við ríkið. Sjómannafélag Íslands boðaði til verkfalls undirmanna á Vestmanna- eyjaferjunni Herjólfi. Lög voru sett á verkfallsaðgerðir tímabundið. Þá fór Starfsmannafélag Kópavogs í ótímabundið verkfall en samningar náðust í þann mund sem verkfallið hófst. Erilsamt ár í Karphúsinu 2015 Gerðir voru 229 kjarasamningar hjá ríkissáttasemjara á árinu 2015 og var árið erilsamt hjá embættinu. Segja má að árið 2015 hafi verið átakaár á íslenskum vinnumarkaði. Af 60 sáttamálum sem voru til meðferðar hjá ríkissáttasemjara voru boðaðar vinnustöðvanir í 43 málum. Þannig boðuðu 72 stéttar- félög til aðgerða og kom 21 þeirra til framkvæmda. Í þessum tölum er að- eins fjöldi þeirra stéttarfélaga sem boðaði viinnustöðvun en ekki til hve margra vinnustaða aðgerðir náðu né hve lengi eða oft þær voru fram- kvæmdar. Sautján aðildarfélög BHM boðuðu til viðamikilla verkfallsaðgerða á fimm ríkisstofnunum. Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) fór einnig í verkfall sem náði til um 2.100 hjúkrunarfræðinga, þar af 1.400 á Landspítala. Eftir tíu vikna verkfallsaðgerðir BHM og tveggja vikna verkfall FÍH voru sett lög á kjaradeiluna og sérstökum gerðar- dómi falið að ákvarða kjör hópanna. Ellefu vinnustöðvanir boðaðar Gerðir voru 38 kjarasamningar á árinu 2016, þar af voru 14 þeirra gerðir undir stjórn ríkissáttasemj- ara. Af ellefu sáttamálum sem var vísað til ríkissáttasemjara 2016 voru boðaðar vinnustöðvanir í fjórum og komu tvær til framkvæmda. Auk þess voru átta mál frá fyrri árum til meðferðar hjá embættinu. Vinnu- stöðvanir voru boðaðar í sex þeirra og komu fimm af þeim til fram- kvæmda. Vinnustöðvun var boðuð í deilu Sjómannasambands Íslands (SSÍ), Sjómannafélags Íslands (SÍ), Verka- lýðsfélags Vestfjarða (VerkVest), Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur (SVG) og Félags vél- stjóra og málmtæknimanna (VM) við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vinnustöðvanirnar tóku allar gildi nema hjá VM sem aflýsti vinnustöðvun þegar samningar náð- ust. Önnur félög frestuðu vinnu- stöðvunum sínum þar til niðurstöður atkvæðagreiðslna lægju fyrir. Öll fé- lögin felldu samningana og skullu á ótímabundnar vinnustöðvanir allra nema VM. SFS tilkynnti að verk- bann yrði sett á VM 20. janúar 2017 næðust ekki samningar fyrir þann tíma. Nokkur ólga á vinnumarkaði Aðeins 18 sáttamál voru til með- ferðar hjá ríkissáttasemjara á árinu 2017. Ellefu málum var vísað til rík- issáttasemjara á árinu. Auk þess hafði embættið sjö mál frá fyrri ár- um til meðferðar. Engu að síður gætti nokkurrar ólgu á vinnumark- aði, að mati ríkissáttasemjara. Gerð- ir voru 22 kjarasamningar, þar af 12 undir stjórn embættisins. Vinnustöðvanir stóðu yfir í byrjun ársins í málum SSÍ, SÍ og VerkVest annars vegar og SFS hins vegar. SFS hafði auk þess sett verkbann á VM undir lok ársins 2016 en VM hafði aflýst verkfalli í kjölfar und- irritunar samninga í desember 2016 sem voru svo felldir í atkvæða- greiðslum allra félaga. Vinnustöðv- unum lauk með undirritun kjara- samninga í febrúar 2017 eftir að hafa staðið yfir í tæpar sjö vikur árs- ins og tæpar tíu vikur í heild. Vinnustöðvun var boðuð í máli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Primera Air Nordic SIA og önnur vinnustöðvun var boðuð í máli Flug- virkjafélags Íslands (FVFÍ) og Sam- taka atvinnulífsins (SA) vegna Ice- landair. Félagsdómur dæmdi vinnustöðv- un FFÍ ólögmæta en vinnustöðvun FVFÍ stóð yfir í 26 klukkustundir og náði til 283 félagsmanna. Vinnustöðvanir koma í hrinum  Margir kjarasamningar losna á sama tíma  Vinnustöðvanir til að knýja á um samninga  Ríkis- sáttasemjari gefur út ársskýrslur með yfirliti um fjölda samningaviðræðna sem vísað er og lyktir þeirra Morgunblaðið/Hari 2017 Flugvirkjaverkfallið hafði mikil áhrif á flugið eins og sjá mátti á Keflavíkurflugvelli þegar myndin var tekin á fyrsta degi verkfallsins. Verkfallsboðun » Forsenda þess að boða megi til vinnustöðvunar er að ekki hafi náðst sættir í viðræðum undir stjórn sáttasemjara. » Stefni í átök með vinnu- stöðvun ber að tilkynna það sáttasemjara og þeim sem hún beinist að með sjö sólarhringa fyrirvara. » Sáttasemjari getur ekki frestað boðaðri vinnustöðvun en aðilar á almenna vinnu- markaðnum geta gert það. » Beri samningaumleitanir sáttasemjara ekki árangur má hann leggja fram miðlunar- tillögu til lausnar deilunni. Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.