Morgunblaðið - 28.02.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 28.02.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Opnunartilboð Komdu við og kíktu á tilboðin Vorum að opna nýjan og glæsilegan sýningarsal í verslun okkar á Óseyrarbraut 28, Hafnafirði. Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is Opið virka daga kl. 8-18 Sængurverasett, dúkar, servíettur, viskustykki, dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór, handklæði & þvottapokar. Vörurnar fást í Efnalauginni Björg í Mjódd LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili, sjúkrastofnanir og heimili Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gerð er grein fyrir verkfallsboðun- um, verkfallsaðgerðum og fleiru í ársskýrslum ríkissáttasemjara sem komið hafa út á hverju ári frá árinu 2008 og er nýjasta skýrslan um árið 2017. Skýrslurnar eru birtar á heimasíðu embættisins (rikissatta- semjari.is). Nokkur verkfallslaus ár Miklar annir voru hjá ríkissátta- semjara árið 2008 og voru hátt í 200 kjarasamningar gerðir það ár. Framan af árinu var spurn eftir fólki til starfa og setti það mark á kjara- viðræðurnar. Þegar leið á árið sner- ist þetta við. Sem kunnugt er féllu íslensku bankarnir um haustið og hafði það mjög víðtæk áhrif. Vísað var 39 málum með form- legum hætti til ríkissáttasemjara. Deila Ljósmæðrafélags Íslands við ríkið stóð upp úr af einstökum mál- um. Átján málum var vísað til ríkis- sáttasemjara með formlegum hætti árið 2009. Frá fyrra ári voru þrjú mál óleyst í upphafi ársins. Tíu mál leystust með samningum deiluaðila, þrjú voru dregin til baka eða felld niður og sex mál voru óleyst í árslok. Árið 2010 var 22 málum vísað formlega til ríkissáttasemjara. Þess vegna voru samtals 28 mál til með- ferðar hjá embættinu á árinu. Öll málin, að tveimur frátöldum, leyst- ust með samningum. Sex mál voru dregin til baka og einu vísað í gerð- ardóm. Tvö mál sem voru óleyst í árslok leystust síðla árs 2011. Sextán verkfallsaðgerðir Samkvæmt ársskýrslu 2011 voru verkfallsaðgerðir boðaðar sextán sinnum það ár. Samningar náðust í tíu skipti áður en til verkfalls kom. Í fjórum tilvikum var verkfallsboðun afturkölluð eða aflýst. Verkföll komu til framkvæmda í þremur deilum þetta ár; tveimur sem var vísað til ríkissáttasemjara 2011 og einni frá árinu 2010. Flug- umferðarstjórar settu á yfirvinnu- bann og þjálfunarbann, atvinnuflug- menn hjá Icelandair efndu til yfirvinnubanns og félagsmenn Sjó- mannafélags Íslands á skipum Haf- rannsóknastofnunar fóru í um tveggja mánaða verkfall. Flugstéttir lögðu niður störf Verkfallsaðgerðir voru boðaðar í 24 deilumálum af 55 sem vísað var til ríkissáttasemjara árið 2014. Samn- ingar náðust í 11 þeirra mála áður en verkfallsaðgerðir hófust en til verkfalla kom í 13 tilfellum. Þannig kom til verkfalla í fimm kjaradeilum kennara innan Kennarasambands Íslands, þ.e. hjá framhaldsskóla- kennurum, grunnskólakennurum og tónlistarkennurum. Verkfallsaðgerðir ollu nokkurri röskun á starfsemi Icelandair hf. á árinu. Þau félög sem hótuðu verk- fallsaðgerðum eða beittu verkfalls- vopninu með einhverjum hætti voru Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Félag flugfreyja og flugþjóna, Flug- virkjafélag Íslands og Félag flug- umsjónarmanna hjá Icelandair. Félag flugvallarstarfsmanna, Landssamband sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna og Stéttarfélag í almannaþágu boðuðu til verkfalls- aðgerða hjá ISAVIA ohf. Læknar gripu til verkfallsaðgerða í kjaradeilum Skurðlæknafélags Ís- lands og Læknafélags Íslands við ríkið. Sjómannafélag Íslands boðaði til verkfalls undirmanna á Vestmanna- eyjaferjunni Herjólfi. Lög voru sett á verkfallsaðgerðir tímabundið. Þá fór Starfsmannafélag Kópavogs í ótímabundið verkfall en samningar náðust í þann mund sem verkfallið hófst. Erilsamt ár í Karphúsinu 2015 Gerðir voru 229 kjarasamningar hjá ríkissáttasemjara á árinu 2015 og var árið erilsamt hjá embættinu. Segja má að árið 2015 hafi verið átakaár á íslenskum vinnumarkaði. Af 60 sáttamálum sem voru til meðferðar hjá ríkissáttasemjara voru boðaðar vinnustöðvanir í 43 málum. Þannig boðuðu 72 stéttar- félög til aðgerða og kom 21 þeirra til framkvæmda. Í þessum tölum er að- eins fjöldi þeirra stéttarfélaga sem boðaði viinnustöðvun en ekki til hve margra vinnustaða aðgerðir náðu né hve lengi eða oft þær voru fram- kvæmdar. Sautján aðildarfélög BHM boðuðu til viðamikilla verkfallsaðgerða á fimm ríkisstofnunum. Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) fór einnig í verkfall sem náði til um 2.100 hjúkrunarfræðinga, þar af 1.400 á Landspítala. Eftir tíu vikna verkfallsaðgerðir BHM og tveggja vikna verkfall FÍH voru sett lög á kjaradeiluna og sérstökum gerðar- dómi falið að ákvarða kjör hópanna. Ellefu vinnustöðvanir boðaðar Gerðir voru 38 kjarasamningar á árinu 2016, þar af voru 14 þeirra gerðir undir stjórn ríkissáttasemj- ara. Af ellefu sáttamálum sem var vísað til ríkissáttasemjara 2016 voru boðaðar vinnustöðvanir í fjórum og komu tvær til framkvæmda. Auk þess voru átta mál frá fyrri árum til meðferðar hjá embættinu. Vinnu- stöðvanir voru boðaðar í sex þeirra og komu fimm af þeim til fram- kvæmda. Vinnustöðvun var boðuð í deilu Sjómannasambands Íslands (SSÍ), Sjómannafélags Íslands (SÍ), Verka- lýðsfélags Vestfjarða (VerkVest), Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur (SVG) og Félags vél- stjóra og málmtæknimanna (VM) við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vinnustöðvanirnar tóku allar gildi nema hjá VM sem aflýsti vinnustöðvun þegar samningar náð- ust. Önnur félög frestuðu vinnu- stöðvunum sínum þar til niðurstöður atkvæðagreiðslna lægju fyrir. Öll fé- lögin felldu samningana og skullu á ótímabundnar vinnustöðvanir allra nema VM. SFS tilkynnti að verk- bann yrði sett á VM 20. janúar 2017 næðust ekki samningar fyrir þann tíma. Nokkur ólga á vinnumarkaði Aðeins 18 sáttamál voru til með- ferðar hjá ríkissáttasemjara á árinu 2017. Ellefu málum var vísað til rík- issáttasemjara á árinu. Auk þess hafði embættið sjö mál frá fyrri ár- um til meðferðar. Engu að síður gætti nokkurrar ólgu á vinnumark- aði, að mati ríkissáttasemjara. Gerð- ir voru 22 kjarasamningar, þar af 12 undir stjórn embættisins. Vinnustöðvanir stóðu yfir í byrjun ársins í málum SSÍ, SÍ og VerkVest annars vegar og SFS hins vegar. SFS hafði auk þess sett verkbann á VM undir lok ársins 2016 en VM hafði aflýst verkfalli í kjölfar und- irritunar samninga í desember 2016 sem voru svo felldir í atkvæða- greiðslum allra félaga. Vinnustöðv- unum lauk með undirritun kjara- samninga í febrúar 2017 eftir að hafa staðið yfir í tæpar sjö vikur árs- ins og tæpar tíu vikur í heild. Vinnustöðvun var boðuð í máli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Primera Air Nordic SIA og önnur vinnustöðvun var boðuð í máli Flug- virkjafélags Íslands (FVFÍ) og Sam- taka atvinnulífsins (SA) vegna Ice- landair. Félagsdómur dæmdi vinnustöðv- un FFÍ ólögmæta en vinnustöðvun FVFÍ stóð yfir í 26 klukkustundir og náði til 283 félagsmanna. Vinnustöðvanir koma í hrinum  Margir kjarasamningar losna á sama tíma  Vinnustöðvanir til að knýja á um samninga  Ríkis- sáttasemjari gefur út ársskýrslur með yfirliti um fjölda samningaviðræðna sem vísað er og lyktir þeirra Morgunblaðið/Hari 2017 Flugvirkjaverkfallið hafði mikil áhrif á flugið eins og sjá mátti á Keflavíkurflugvelli þegar myndin var tekin á fyrsta degi verkfallsins. Verkfallsboðun » Forsenda þess að boða megi til vinnustöðvunar er að ekki hafi náðst sættir í viðræðum undir stjórn sáttasemjara. » Stefni í átök með vinnu- stöðvun ber að tilkynna það sáttasemjara og þeim sem hún beinist að með sjö sólarhringa fyrirvara. » Sáttasemjari getur ekki frestað boðaðri vinnustöðvun en aðilar á almenna vinnu- markaðnum geta gert það. » Beri samningaumleitanir sáttasemjara ekki árangur má hann leggja fram miðlunar- tillögu til lausnar deilunni. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.