Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Ístak hefur sagt upp 31 fastráðn-um starfsmanni og ákveðið að
endurnýja ekki þjónustusamning 25
starfsmanna frá starfsmannaleigu
sem það hefur átt samstarf við.
Karl Andreassen, forstjóri fyr-
irtækisins, segir að
senn ljúki þrem
stórum upp-
steypuverkefnum
og óvíst sé því hvort
verkefnastaðan
leyfi sama starfs-
mannafjölda áfram:
Við vonumst aðsjálfsögðu til
að geta dregið
megnið af þessum
uppsögnum til baka
þegar og ef verkefni
sem við höfum verið
lægstbjóðendur í,
verða samþykkt og
sett í gang.“
Karl segir að fyrirtækið hafi settsig í samband við Vinnu-
málastofnun vegna uppsaganna en
einnig stéttarfélagið Eflingu, en
flestir þeir sem ákvörðunin snertir
eru félagsmenn þar. Hann segir að
viðbrögð starfsmanns félagsins
veki mikla furðu.
Þegar við tilkynntum félaginuþetta var okkur gerð grein fyr-
ir því að þessi ákvörðun kynni að
valda því að verkfallsaðgerðum
yrði beitt gegn Ístaki.
Það er ótrúlegt að þetta skuli
vera viðbrögðin þegar við til-
kynnum þessa mjög þungbæru
ákvörðun, sem enginn tekur létt,“
segir Karl.
Í umfjöllun í Morgunblaðinu í gærhafnar Sólveig Anna Jónsdóttir,
formaður Eflingar, því að fyrirtæk-
inu hafi verið hótað en bendir á að
félagið sé ekki undir því sem hún
nefnir „friðarskyldu“ um þessar
mundir.
Karl
Andreassen
Versnandi viðmót
STAKSTEINAR
Sólveig A.
Jónsdóttir
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
NÝR
BÆ
KLINGUR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Styðja á verslun á sex stöðum í
strjálbýli þar sem hún hefur átt erf-
itt uppdráttar og eru gefin fyrirheit
um styrki að upphæð 25,7 milljónir
kr. í nýjum samningi sem Byggða-
stofnun hefur undirritað. Hæsta
styrkinn, 7,2 milljónir, fær Árnes-
hreppur vegna verslunar í Norður-
firði í Árneshreppi en verslun þar
hefur verið lokuð frá síðasta hausti.
Hríseyjarbúðin fær 6,3 milljóna
kr. styrk vegna verslunar í Hrísey
og verslunin Urð ehf. fær 5,5 millj-
ónir til að styðja við áframhaldandi
verslun með dagvöru á Raufarhöfn.
,,Kríuveitingar ehf. hljóta styrk að
upphæð 2.400.000 kr. vegna verkefn-
isins Verslunarrekstur í Grímsey.
Markmiðið er að tryggja að áfram
verði verslun í Grímey. Halda á
versluninni opinni árið um kring,
þjónusta ferðamenn og bjóða íbúum
eyjarinnar upp á helstu nauðsynjar í
heimabyggð,“ segir í samantekt
Byggðastofnunar um samninginn.
Þá hlýtur Kaupfélag Steingríms-
fjarðar styrk að upphæð 3,3 millj-
ónir vegna strandakjarna í Hólma-
vík. „Byggja á KSH upp sem
þjónustukjarna og verður gerð
þarfa- og kostnaðargreining. Koma
á í veg fyrir að verslun leggist af,
auka samkeppnishæfni, skapa at-
vinnu og bæta búsetuskilyrði.“
Ennfremur fær Gusa ehf. einnar
milljónar kr. styrk vegna Búð-
arinnar Borgarfirði.
Veita styrk vegna verslunar í Norðurfirði
Framlög veitt til að skjóta stoðum
undir verslun á sex stöðum í strjálbýli
Morgunblaðið/Golli
Grímsey Verslun verði opin allt árið.
Vinnueftirlitið hefur bannað alla
vinnu á vegum U2-bygg ehf. á bygg-
ingarvinnustað að Hraungötu 2-6 í
Garðabæ þar sem eftirlitsheimsókn
leiddi í ljós að lífi og heilbrigði starfs-
manna var talin hætta búin vegna
aðbúnaðar á vinnustaðnum.
Þá lagði Vinnueftirlitið einnig
bann fyrr í þessum mánuði við vinnu
við roðflettivél og hausara hjá West-
seafood ehf. á Flateyri eftir eftirlits-
heimsókn á staðinn. Í ljós kom að ör-
yggisrofi fyrir grind yfir færiband
framan á roðflettivél virkaði ekki og
var lífi og heilbrigði starfsmanna tal-
in veruleg hætta búin. Fram kemur í
frétt Vinnueftirlitsins í gær að fyr-
irtækið hefur gert úrbætur á vélinni
og vinna verið leyfð að nýju.
Handrið vantaði á verkpalla
Ekki má hefja vinnu á ný á bygg-
ingarstað U2-bygg í Garðabæ, þar
sem fram fer uppsteypa og frágang-
ur raðhúss á þremur hæðum, fyrr en
búið er að gera úrbætur í samræmi
við eftirlitsskýrslu. Í skýrslu Vinnu-
eftirlitsins um aðbúnað og aðstæður
á verkstað við Hraungötu eru gerðar
margvíslegar athugasemdir. Fram
kom við eftirlitið að veigamikil ör-
yggisatriði starfsmanna voru í ólagi
og öryggisstjórnunarkerfi á verk-
stað alls ófullnægjandi. ,,Fallvörn á
verkpöllum við húsið er ófullnægj-
andi. Víða vantar öll handrið á verk-
palla og sumstaðar er einungis hand-
listi. Ýmist vantar handrið á stiga
milli hæða eða þau eru ótraust,“ seg-
ir m.a. í lýsingu Vinnueftirlitsins.
Óvarin bendijárn fyrir neðan
verkpalla þar sem menn voru
Í ljós kom að óvarin bendijárn eru
fyrir neðan verkpalla þar sem menn
voru að vinna í tröppum og fram
kemur að starfsmaður U2-bygg var
að stjórna Cattaneo byggingarkrana
án þess að hafa tilskilin vinnuvéla-
réttindi. Var hann skráður með bók-
leg réttindi en hafði ekki farið í verk-
legt próf. Tekið er fram að
Vinnueftirlitið hafi heimild til að
kæra slíkt til lögreglunnar.
Meðal annarra atriða sem gagn-
rýnd eru er að ekki er girt í kringum
krana til að afmarka hættusvæði og
umferðarleiðir um vinnusvæðið eru
sagðar hættulegar.
Einnig eru gerðar athugasemdir
við starfsmannaaðstöðuna. Kaffi-
stofa er hluti af fatageymslu og tals-
vert drasl og ryk þar inni og salern-
isaðstaðan á verkstað er sögð vera
ófullnægjandi. Starfsmenn hafi að-
gang að salerni en ekki sé vaskur þar
með rennandi vatni.
Þá kemur fram að byggingarfram-
kvæmdin hefur ekki verið tilkynnt til
Vinnueftirlitsins.
Lífi og heilbrigði starfs-
manna talin hætta búin
Vinnueftirlitið bannaði vinnu í kjölfar eftirlitsheimsókna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggingar Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins heimsækja vinnustaði.
Karlmaður hefur verið dæmdur í
fimm mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir ofbeldi gegn sambýlis-
konu sinni, en hann réðst gegn
henni í tvígang árið 2017 á heimili
þeirra.
Samkvæmt dómi héraðsdóms tók
maðurinn fast í konuna og reif utan
af henni peysu sem hún var í og dró
hana út úr húsinu á hárinu. Hlaut
konan sár á handlegg vegna atviks-
ins. Þá var hann einnig dæmdur
fyrir að hafa síðar sama ár kýlt
hana með krepptum hnefa í andlit-
ið. Kastaðist konan aftur fyrir sig
og skall með höfuðið í stofugólfið.
Maðurinn játaði sök fyrir dómi.
Þá kemur jafnframt fram að hann
hafi glímt við geðræna sjúkdóma
um nokkurt skeið
Fimm mánuðir vegna heimilisofbeldis