Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vinna við undirbúning kalkþörunga- verksmiðju í Súðavík gengur vel. Að sögn Péturs G. Markan sveitarstjóra er búið að sam- þykkja lýsingu á deili- og aðal- skipulagi og reiknað með að skipulagið verði staðfest í maí eða júní á þessu ári. Nær svæðið til skipulags hafnar- svæðisins innan Langeyrar í Súða- vík, með landfyll- ingu þar og nýjum hafnarkanti. Von- ast er til að geta boðið framkvæmdir út á þessu ári. Orkuþörf kalkþörungaverksmiðj- unnar er 10 MW og leggja þarf nýjan rafstreng frá aðveitustöð Orkubús Vestfjarða á Ísafirði til Súðavíkur. Ís- lenska kalkþörungafélagið hefur ver- ið í viðræðum við Landsnet en öflugri raflínu þarf frá Ísafirði. Að sögn Hall- dórs Halldórssonar, forstjóra félags- ins, er ekki hægt að leggja rafmagnið í jörð þar sem raforkukerfi Vestfjarða hafi ekki flutningsgetu til að flytja rafmagnið í jarðstreng. En gangi áformin eftir munu Súð- víkingar verða rukkaðir um þéttbýlis- gjald í stað dreifbýlisgjalds áður. Pét- ur segir raforkukostnaðinn því koma til með að lækka, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Gæti sparnaðurinn numið tugum þúsunda króna á hverju ári. Samkvæmt skýrslu Byggðastofn- unar mætti búast við að heildarsparn- aður vegna 140 fermetra einbýlishúss gæti numið um 34 þúsund kr. á ári, við að greiða þéttbýlisgjald til Orkubús Vestfjarða í stað dreifbýlisgjalds, eða um 9-10%. Sparnaður fyrir fyrirtæki gæti orðið um 18% á ársgrundvelli. 35-40 heilsárstörf Skipulags- og matslýsing vegna verksmiðjunnar hefur að undanförnu verið til kynningar á vef hreppsins en frestur til að skila ábendingum eða athugasemdum rennur út á morgun, 1. mars. „Verkinu vindur örugglega fram. Það er ánægjulegt að við héldum okk- ur inni á samgönguáætlun varðandi hafnarframkvæmdirnar,“ segir Pét- ur en með tilkomu verksmiðjunnar þarf að ráðast í gerð nýrrar hafnar, eins og fyrr greinir. „Það góða við svona stórt verkefni er að það hefur verið í vinnslu lengi, eða síðan 2014, og íbúar verið vel upp- lýstir um gang mála. Oft vill það ger- ast í svona stærri málum að þau eru drifin í gegn með gassagangi en svo er ekki í þessu tilviki,“ segir Pétur en reiknað er með að verksmiðjan muni skapa 35-40 heilsársstörf, auk af- leiddra starfa á svæðinu. „Þetta er mikil viðbót fyrir lítið þorp og ekki síst fyrir atvinnulífið á norðanverðum Vestfjörðum, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir Ísa- fjörð og Bolungarvík. Verkefnið set- ur okkur einnig í allt aðra stöðu varð- andi umræðu um jarðgöng á milli Álftafjarðar og Ísafjarðar. Þetta er að mörgu leyti áhugavert at- vinnuþróunarverkefni sem ekki hef- ur fengið svo mikla athygli,“ segir Pétur. Sem kunnugt er lætur hann af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkur í vor. Staðan var auglýst og sóttu 18 manns um. Hagvangur sér um ráðn- ingarferlið en nöfn umsækjenda hafa ekki verið birt. Raforkan gæti lækkað í Súðavík  Kalkþörungaverksmiðja í Súðavík gæti sparað raforkukostnað heimila og fyrirtækja um 9-18%  Undirbúningur gengur vel  Skipulagsferli í gangi  Ekki talið hægt að leggja rafstreng í jörð Súðavík Ný kalkþörungaverksmiðja gæti risið á hafnarsvæði bæjarins. Pétur G. Markan Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn í dag, fimmtudag, kl. 17 í utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg 25 í Reykjavík. Eftir venjuleg aðalfundarstörf og kaffihlé flytur dr. Birna Bjarnadóttir, fyrrverandi forstöðumaður Ís- lenskudeildar Manitoba-háskóla og núverandi verk- efnastjóri við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Há- skóla Íslands, erindið „Íslenskudeildin vestan hafs í sögu og samtíð“. Bókin Sigurtunga - vesturíslenskt mál og menning verður kynnt á fundinum af próf. emeritus Höskuldi Þráinssyni, en hann er einn þriggja ritstjóra bókarinnar. Þjóðræknisfélagið með aðalfund í dag Birna Bjarnadóttir Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndar- samtök Austurlands, Náttúru- verndarsamtök Suðvesturlands og Ungir umhverfissinnar hafa kvart- að til eftirlitsnefndar Árósasamn- ingsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæð- um samningsins. Í byrjun október á síðasta ári breytti Alþingi lögum um fiskeldi með frumvarpi sem samþykkt var samdægurs, segir í tilkynningu Landverndar, og að umræður hafi verið takmarkaðar. Með frumvarpinu var sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra heimilað að gefa út bráðabirgða- rekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Þann 5. nóvember síðastliðinn gaf ráðherrann út tvö slík bráðabirgða- leyfi. Umhverfisverndarsamtökin sjö sem kvarta telja að við lagasetn- inguna og við útgáfu leyfa á grund- velli hennar hafi stjórnvöld brotið gegn skuldbindingum Íslands sam- kvæmt Árósasamningnum. Þannig sé við leyfisveitingu til bráða- birgða, til allt að 20 mánaða, ekki gert ráð fyrir þátttöku almennings og samtaka almennings við ákvarð- anatökuna. Hin nýja löggjöf útiloki jafnframt kærurétt umhverfis- verndarsamtaka til óháðs aðila. Kvarta til eftirlitsnefndar Árósasamningsins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskeldi Kvartað yfir nýjum lögum. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.