Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 40

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vinna við undirbúning kalkþörunga- verksmiðju í Súðavík gengur vel. Að sögn Péturs G. Markan sveitarstjóra er búið að sam- þykkja lýsingu á deili- og aðal- skipulagi og reiknað með að skipulagið verði staðfest í maí eða júní á þessu ári. Nær svæðið til skipulags hafnar- svæðisins innan Langeyrar í Súða- vík, með landfyll- ingu þar og nýjum hafnarkanti. Von- ast er til að geta boðið framkvæmdir út á þessu ári. Orkuþörf kalkþörungaverksmiðj- unnar er 10 MW og leggja þarf nýjan rafstreng frá aðveitustöð Orkubús Vestfjarða á Ísafirði til Súðavíkur. Ís- lenska kalkþörungafélagið hefur ver- ið í viðræðum við Landsnet en öflugri raflínu þarf frá Ísafirði. Að sögn Hall- dórs Halldórssonar, forstjóra félags- ins, er ekki hægt að leggja rafmagnið í jörð þar sem raforkukerfi Vestfjarða hafi ekki flutningsgetu til að flytja rafmagnið í jarðstreng. En gangi áformin eftir munu Súð- víkingar verða rukkaðir um þéttbýlis- gjald í stað dreifbýlisgjalds áður. Pét- ur segir raforkukostnaðinn því koma til með að lækka, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Gæti sparnaðurinn numið tugum þúsunda króna á hverju ári. Samkvæmt skýrslu Byggðastofn- unar mætti búast við að heildarsparn- aður vegna 140 fermetra einbýlishúss gæti numið um 34 þúsund kr. á ári, við að greiða þéttbýlisgjald til Orkubús Vestfjarða í stað dreifbýlisgjalds, eða um 9-10%. Sparnaður fyrir fyrirtæki gæti orðið um 18% á ársgrundvelli. 35-40 heilsárstörf Skipulags- og matslýsing vegna verksmiðjunnar hefur að undanförnu verið til kynningar á vef hreppsins en frestur til að skila ábendingum eða athugasemdum rennur út á morgun, 1. mars. „Verkinu vindur örugglega fram. Það er ánægjulegt að við héldum okk- ur inni á samgönguáætlun varðandi hafnarframkvæmdirnar,“ segir Pét- ur en með tilkomu verksmiðjunnar þarf að ráðast í gerð nýrrar hafnar, eins og fyrr greinir. „Það góða við svona stórt verkefni er að það hefur verið í vinnslu lengi, eða síðan 2014, og íbúar verið vel upp- lýstir um gang mála. Oft vill það ger- ast í svona stærri málum að þau eru drifin í gegn með gassagangi en svo er ekki í þessu tilviki,“ segir Pétur en reiknað er með að verksmiðjan muni skapa 35-40 heilsársstörf, auk af- leiddra starfa á svæðinu. „Þetta er mikil viðbót fyrir lítið þorp og ekki síst fyrir atvinnulífið á norðanverðum Vestfjörðum, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir Ísa- fjörð og Bolungarvík. Verkefnið set- ur okkur einnig í allt aðra stöðu varð- andi umræðu um jarðgöng á milli Álftafjarðar og Ísafjarðar. Þetta er að mörgu leyti áhugavert at- vinnuþróunarverkefni sem ekki hef- ur fengið svo mikla athygli,“ segir Pétur. Sem kunnugt er lætur hann af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkur í vor. Staðan var auglýst og sóttu 18 manns um. Hagvangur sér um ráðn- ingarferlið en nöfn umsækjenda hafa ekki verið birt. Raforkan gæti lækkað í Súðavík  Kalkþörungaverksmiðja í Súðavík gæti sparað raforkukostnað heimila og fyrirtækja um 9-18%  Undirbúningur gengur vel  Skipulagsferli í gangi  Ekki talið hægt að leggja rafstreng í jörð Súðavík Ný kalkþörungaverksmiðja gæti risið á hafnarsvæði bæjarins. Pétur G. Markan Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn í dag, fimmtudag, kl. 17 í utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg 25 í Reykjavík. Eftir venjuleg aðalfundarstörf og kaffihlé flytur dr. Birna Bjarnadóttir, fyrrverandi forstöðumaður Ís- lenskudeildar Manitoba-háskóla og núverandi verk- efnastjóri við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Há- skóla Íslands, erindið „Íslenskudeildin vestan hafs í sögu og samtíð“. Bókin Sigurtunga - vesturíslenskt mál og menning verður kynnt á fundinum af próf. emeritus Höskuldi Þráinssyni, en hann er einn þriggja ritstjóra bókarinnar. Þjóðræknisfélagið með aðalfund í dag Birna Bjarnadóttir Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndar- samtök Austurlands, Náttúru- verndarsamtök Suðvesturlands og Ungir umhverfissinnar hafa kvart- að til eftirlitsnefndar Árósasamn- ingsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæð- um samningsins. Í byrjun október á síðasta ári breytti Alþingi lögum um fiskeldi með frumvarpi sem samþykkt var samdægurs, segir í tilkynningu Landverndar, og að umræður hafi verið takmarkaðar. Með frumvarpinu var sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra heimilað að gefa út bráðabirgða- rekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Þann 5. nóvember síðastliðinn gaf ráðherrann út tvö slík bráðabirgða- leyfi. Umhverfisverndarsamtökin sjö sem kvarta telja að við lagasetn- inguna og við útgáfu leyfa á grund- velli hennar hafi stjórnvöld brotið gegn skuldbindingum Íslands sam- kvæmt Árósasamningnum. Þannig sé við leyfisveitingu til bráða- birgða, til allt að 20 mánaða, ekki gert ráð fyrir þátttöku almennings og samtaka almennings við ákvarð- anatökuna. Hin nýja löggjöf útiloki jafnframt kærurétt umhverfis- verndarsamtaka til óháðs aðila. Kvarta til eftirlitsnefndar Árósasamningsins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskeldi Kvartað yfir nýjum lögum. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.