Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 24
Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 He 1 1lluhraun 6- 8 Fiskislóð 1 Við eru í þínu hverfi m 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Lang- vinsælastur hollusta í hverjum bita Tilboð frá fyrirtækinu Stafnafelli ehf. var langlægst í jarðvinnu vegna þjóðgarðsmiðstöðvar Snæ- fellsjökuls á Hellissandi. Þrjú til- boð bárust í verkið, öll frá fyr- irtækjum í Snæfellsbæ. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 27.254.000, en tilboð Stafna- fells upp á tæpar 15 milljónir króna. Tilboð TS Vélaleigu ehf. var upp á 23,5 milljónir og tilboð B. Vigfússonar ehf. upp á 25,5 milljónir. Á heimasíðu Snæfellsbæjar kem- ur fram að tilboðin séu nú á borði Ríkiskaupa. Þar kemur fram að stefnt hafi verið að því að vinna hæfist í byrjun mars 2019 og yrði lokið um miðjan maí. Í útboðinu nú var um að ræða gröft fyrir húsi, bílaplani, lögnum og fyllingu undir sökkla og burðarlag undir bílastæði á lóð. Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið hyggst í samvinnu við Um- hverfisstofnun láta byggja þjón- ustumiðstöðina í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi út frá samkeppnistillögu Arkís arkitekta ehf. Byggingin mun hýsa þjón- ustumiðstöð þjóðgarðsins með sýn- ingar- og kennsluaðstöðu, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðs- ins, svo sem skrifstofur, geymslur og aðstöðu fyrir þjóðgarðsverði, um 710 fermetra. Buðu langlægst í jarð- vinnu á Hellissandi Tölvumynd/Arkís Snæfellsnes Svona kemur þjóðgarðsmiðstöðin til með að líta út. Vísa þurfti ferðamönnum frá Fjaðr- árgljúfri í gærmorgun. Umhverfis- stofnun tók þá ákvörðun að loka svæðinu frá og með gærdeginum og næstu tvær vikur vegna þess hve svæðið er illa farið. Hanna Valdís Jóhannsdóttir, landvörður á svæðinu, stóð vaktina við lokunarhliðið sem þverar veg- inn. Hún tók á móti ferðafólki í gær sem ætlaði að fara um svæðið. „Bílarnir koma keyrandi upp að lokuninni og snúa flestir við þegar þeir sjá að það er lokað. Það er einn og einn sem kemur og spyr hvort megi labba upp eftir, en þá útskýri ég bara lokunina og þá fara þeir til baka,“ sagði Hanna Valdís við mbl.is í gær. Svæðið er mjög illa farið Hún mun standa vakt við hliðið næstu daga, en áætlað er að svæð- inu sé haldið lokuðu næstu tvær vikurnar. En hvernig leggst lok- unin í ferðafólkið sem þarf að snúa við? „Sumir eru svekktir sem hafa haft fyrir því að keyra alla leið hingað til þess að sjá Fjaðrár- gljúfur. En flestir skilja það þegar ég útskýri fyrir þeim að lokað sé út af slæmu veðurfari og mikilli um- ferð gesta,“ sagði Hanna. Í tilkynningu frá Umhverfis- stofnun sagði að svæðið væri mjög illa farið vegna mikils fjölda ferða- manna, snöggra veðurbreytinga, hlýinda og mikillar vætu. Lokunin er því gríðarlega mikilvæg til þess að vernda svæðið. „Það er allt í drullu þarna, svæð- ið er mjög blautt. Það þarf að þorna og frost fara úr jörðu svo vatnið nái að fara niður,“ sagði Hanna. Sneru svekktir frá Fjaðrárgljúfri  Lokað frá og með í gær og næstu tvær vikur  Landvörður stendur vörð Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Fjaðrárgljúfur Lokað hefur verið fyrir aðgengi að gljúfrinu um tíma. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra, og Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, fund- uðu í gær með Jüri Ratas, forsætis- ráðherra Eistlands og Rene Tammist, upplýsingatækniráð- herra landsins, um aukið samstarf þjóðanna á sviði upplýsingatækni og stafrænnar stjórnsýslu. Ráð- herrarnir kynntu sér m.a. árangur Eista í stafrænni opinberri þjónustu og skipulag upplýsingamála hins opinbera og ræddu samstarf þjóð- anna í heimsókn sinni til Eistlands. Ræddu upp- lýsingatækni Ráðherrar Bjarni Benediktsson, Jüri Ratas og Katrín Jakobsdóttir. Stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundur verð- ur haldinn í Sjómannafélagi Íslands í næstu viku vegna úrskurðar félagsdóms um að brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu hafi falið í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi sem var haldinn í hádeginu í gær. Að sögn Bergs Þorkelssonar, gjaldkera Sjómannafélags Íslands, voru fjórir stjórn- armenn úti á sjó í gær, þar á meðal Helgi Kristinsson sem tók við formennsku í félag- inu af Jónasi Garðarssyni, og var því ákveðið að bíða með frekari fundahöld og ákvarðanatökur vegna málsins þar til í næstu viku. Heiðveig María, sem bauð sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en var síðan rekin þaðan, hefur krafist þess að kosið verði að nýju um stjórn og formann félagsins eftir niðurstöðu félagsdóms. Félagið var dæmt til að greiða 1.500.000 krónur í sekt til ríkissjóðs og 750.000 krón- ur til Heiðveigar fyrir málskostnaði. Funda í næstu viku  Beðið með fundahöld þar til stjórnarmenn koma af sjó Heiðveig María Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.