Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 RJÓMABOLLUDAGURINN Allir hafa skoðun á hvernig fylling á að vera í bollum en öll erum við þó sammála um að rjóminn er ómissandi. Þú færð góða bolluuppskrift á gottimatinn.is Lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú að rannsókn á máli sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar karlmaður á fimmtugsaldri var stöðvaður í Leifsstöð með 900 millilítra af am- fetamínvöka í farangrinum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði för mannsins við komu hans til landsins frá Póllandi. Am- fetamínvökvinn var í flösku sem hann hafði búið um í gjafaumbúð- um. Maðurinn, sem var handtekinn í kjölfarið, er af erlendu bergi brot- inn en með lögheimili á Íslandi. Hann var úrskurðaður í gæslu- varðhald í þágu rannsóknar máls- ins, segir í dagbók lögreglunnar. Færst hefur í aukana að reynt sé að flytja inn amfetamínbasa og ger- ir lögreglan ráð fyrir því að hann sé svo unninn enn frekar hér á landi. Miðað við niðurstöður úr rann- sóknum Háskóla Íslands í þeim til- fellum sem lagt hefur verið hald á amfetamínbasa er hægt að útbúa þrefalt það magn eða 2,7 kíló af am- fetamíni. Rannsókn málsins miðar vel en hinn grunaði er nú laus úr gæsluvarðhaldi. Með 900 ml af amfeta- mínvökva Morgunblaðið/Eggert Litið er alvarlegum augum á það ef rétt reynist að vagnstjóri strætis- vagns hafi verið að horfa á mynd- bönd í spjaldtölvu meðan á akstri stóð. Mbl.is fékk ábendingu frá far- þega um að slíkt hefði átt sér stað í fyrradag eins og myndskeið sem fylgir frétt á mbl.is virðist sýna. Atvikið átti sér stað í Njarðvík en fyrirtækið Bus4u sér um innan- bæjarakstur strætó í Reykjanesbæ. Sævar Baldursson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, vissi ekki af at- vikinu þegar blaðamaður mbl.is bar það undir hann. Ef rétt reynd- ist að um bíl frá honum væri að ræða þætti honum þó ólíklegt að nokkuð svona hefði átt sér stað. „Mér þykir þetta mjög ólíklegt. Við leggjum það mikla áherslu á öryggisatriði og hvernig eigi að haga sér í akstri að mér þykir þetta mjög ólíklegt,“ sagði Sævar, en ef rétt reynist sagði hann að tekið yrði á því samkvæmt hefð- bundnum öryggisreglum fyrirtæk- isins. „Þetta er bara brot á umferðar- lögum, það er ekki neitt annað. En við viljum fá að skoða atvikið áður en við bregðumst við. Okkur er ekki kunnugt um þetta atvik en munum skoða það eftir réttum leiðum,“ sagði Sævar. Mbl.is leitaði einnig viðbragða hjá Strætó BS um hvernig málum af þessum toga er háttað hjá fyrir- tækinu. Guðmundur Heiðar Helga- son, markaðs- og upplýsinga- fulltrúi Strætó, sagði að svona atvik væru mjög alvarleg. „Það segir sig sjálft að þetta er strang- lega bannað og stórhættulegt,“ sagði Guðmundur. Hann benti á að Strætó tæki nú þátt í verkefninu „Höldum fókus“, þar sem athygli er vakin á hættunni sem fylgir far- símanotkun undir stýri. Ef slík brot ættu sér stað hjá vagnstjórum fyrirtækisins væri það brot gegn öllum vinnu- og ör- yggisreglum. Strætó BS sæi þó ekki um innanbæjarakstur í Reykjanesbæ en birti þó tímatöflur innanbæjarleiða sveitarfélagsins á heimasíðu sinni. Taka broti bílstjóra með fyrirvara Morgunblaðið/Árni Sæberg Spjaldtölva Bílstjóri er sagður hafa horft á myndskeið undir stýri.  Sagður hafa horft á myndskeið í spjaldtölvu meðan hann var undir stýri Forseta Íslands verður afhent í dag fyrsta mottumars-sokkaparið á Bessastöðum. Mottumarssokkarnir slógu í gegn í átakinu á síðasta ári, en hönnuður þeirra í ár er Anna Pál- ína Baldursdóttir, nemandi í graf- ískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem bar sigur úr býtum í hönnunar- samkeppni Mottumars síðastliðið haust. Í Mottumars að þessu sinni verð- ur reynsluheimur karla, sem fengið hafa krabbamein, skoðaður. Ljós- myndasýning verður opnuð og einn- ig nýtt vefsvæði, karlaklefinn.is. Þar verður fræðsluefni af ýmsum toga sem sérstaklega er ætlað karl- mönnum. Mottumars að fara af stað Boðið í Þjóðleikhúsið Í Morgunblaðinu í gær á bls. 31 í umfjöllun um Ronju ræningjadóttur á Grænlandi kom fram að Þjóðleik- húsið hefði boðið grænlenskum börnum í samvinnu við Kalak á leik- sýningu í Borgarleikhúsinu og kynn- isferð um húsið. Það er ekki rétt; Þjóðleikhúsið býður börnunum á leiksýningu og kynningu í leikhús- inu. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.