Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
sp
ör
eh
f.
Sumar 6
Í þessari ferð höldum við á vit ævintýranna í Suður-Tíról á Ítalíu
og upplifum kynngimagnaða náttúrufegurð Dólómítafjalla.
Samastaður okkar verður í Brixen en við heimsækjum m.a.
glæstu borgina Merano og hinn rómaða bæ St. Ulrich. Í
ferðinni mun skemmtilegt samspil töfrandi skoðunarferða og
notalegra samverustunda leika stórt hlutverk.
8. - 15. júní
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 212.200 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Alpafegurð Ítalíu
Hafnar eru fyrstu jarðvegs-
framkvæmdir vegna byggingar fjöl-
nota íþróttahúss í svonefndri Vetr-
armýri við Vífilsstaði í Garðabæ. Þess
er vænst að byrja megi að reisa húsið
í haust og það verði fullbúið um mitt
ár 2021. Samið hefur verið við ÍAV
um bygginguna, en áætlaður kostn-
aður við framkvæmdir er um 4,2
milljarðar króna. Íþróttahúsið nýja
verður með rými fyrir knatt-
spyrnuvöll í fullri stærð auk upphit-
unaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoð-
rýmum. Stærð íþróttasalarins verður
um 80 x 120, en heildarflatarmál er
um 17 þúsund fermetrar.
„Knattspyrnan í Garðabæ þarf
betri aðstöðu og því erum við að bæta
úr með þessari byggingu, sem þó
mun þjóna ýmsum fleiri greinum. Á
pöllum fyrir ofan knattspyrnuvöllinn
verða til dæmis brautir sem gagnast
hlaupurum og göngufólki. Þá verður í
húsinu veggur fyrir klifuríþróttafólk,
en það sport nýtur vaxandi vinsælda,
segir Kári Jónsson, íþróttafulltrúi
Garðabæjar. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íþróttahús í Vetrarmýri
Knattspyrna og klifur Stórframkvæmd í Garðabæ
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Ómar Friðriksson
Ákveðið var á sáttafundum undir
stjórn ríkissáttasemjara í gær með
samninganefndum Starfsgreinasam-
bandsins og Samtaka atvinnulífsins
og Landssambands íslenskra versl-
unarmanna og SA að setja í gang
mikla vinnu næstu daga og stífa
fundartörn til að freista þess að ná
samkomulagi um væntanlega kjara-
samninga.
Fundað verður daglega og yfir
næstu helgi í hópum utan formlegra
sáttafunda og bað Bryndís Hlöðvers-
dóttir, ríkissáttasemjari, samninga-
nefndirnar um að tjá sig ekki við fjöl-
miðla á meðan. „Það var tekin sú
ákvörðun að á meðan þetta vinnu-
plan væri í gangi myndi ég tjá mig
um gang viðræðna en ekki samn-
ingsaðilarnir sjálfir. Það er bara til
þess gert að skapa almennilegan
vinnufrið næstu daga,“ segir Bryn-
dís.
Samböndin vísuðu deilum sínum
við SA til ríkissáttasemjara fyrir
seinustu helgi. Hvorki Björn Snæ-
björnsson, formaður SGS, né Guð-
brandur Einarsson, formaður LÍV,
vildu af þessum sökum ræða stöðu
viðræðnanna þegar Morgunblaðið
hafði samband við þá í gær.
„Þetta voru fyrstu fundirnir svo
við fórum yfir praktísk atriði og lögð-
um upp vinnuplan fyrir næstu daga
og vikur,“ segir Bryndís. „Við erum
sammála um það að leggja upp til-
tölulega stíft vinnuplan fyrir dagana
og vikurnar fram undan,“ segir hún.
Helgin verður undir
Gert er ráð fyrir að fyrstu vinnu-
fundir SGS og SA hefjist strax á
föstudagsmorgun. „Helgin verður
undir og dagarnir í vikunni fram
undan. Svo verða hóparnir kallaðir
inn eftir þörfum,“ segir hún.
Bryndís segir ákvörðun um næsta
formlega samningafund verða tekna
þegar líður á vinnufundina.
Spurð hvernig hún meti stöðuna í
viðræðum sambandanna við SA seg-
ir Bryndís að samtal sé í gangi. „Það
er í raun og veru lítið annað hægt að
segja um það á þessu stigi.“
Í dag koma samninganefnd sam-
flots iðnaðarmannafélaganna og SA
til sáttafundar hjá ríkissáttasemj-
ara.
Ekki liggur fyrir hvenær ríkis-
sáttasemjari kallar samninganefndir
SA og verkalýðsfélaganna fjögurra
sem slitu viðræðum til sáttafundar
en skv. vinnulöggjöfinni má ekki líða
lengri tími en tvær vikur á milli
funda þó viðræðum hafi verið slitið.
Bryndís ætlaði að heyra í deilendum
í gær til að meta hvort ástæða væri
til að boða þá fyrr til sáttafundar.
Mál SA gegn Eflingu fyrir Fé-
lagsdómi vegna yfirstandandi at-
kvæðagreiðslu um verkfall kann að
hafa áhrif á hvort einhver ástæða sé
til að boða til sáttafundar á meðan
beðið er eftir dómsniðurstöðu.
Morgunblaðið/Hari
Upphaf Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins komu til fyrsta
sáttafundarins með ríkissáttasemjara í gær. SGS hefur þegar átt 110 samningafundi með SA.
Morgunblaðið/Hari
Sáttafundur Fulltrúar Landssamband íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins
settust til fyrsta sáttafundarins eftir að viðræðunum var vísað til sáttasemjara kl. 11.30 í gær.
Mikil vinnutörn sett í gang
Lögðu upp stíft vinnuplan fyrir næstu daga og vikur Ríkissáttasemjari bað deilendur að tjá sig
ekki við fjölmiðla til að skapa vinnufrið Óvíst um boðun sáttafundar í viðræðunum sem var slitið
Kjaradeilur
Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall ólög-
mæta og er nú gert ráð fyrir að stefna samtakanna verði birt verkalýðs-
félaginu í fyrramálið og að þá muni Efling, sem stefnt er í málinu, falla frá
stefnufresti. Gangi það eftir yrði málið þingfest fyrir Félagsdómi síðar á
morgun. Gert er ráð fyrir að málflutningur fari fram seinni part næsta
mánudags og eru uppi vonir um að Félagsdómur kveði upp dóm í sein-
asta lagi næstkomandi miðvikudag. Atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun
tímabundins verkfalls lýkur kl. 22 í kvöld. Ef það verður samþykkt og fall-
ist dómurinn ekki á kröfu SA um að ólöglega sé staðið að kosningunni, á
eins dags verkfall að hefjast á hótelum og gistihúsum 8. mars.
Vænta dóms á miðvikudag
STEFNA SA MÖGULEGA ÞINGFEST Í FÉLAGSDÓMI Á MORGUN