Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 sp ör eh f. Sumar 6 Í þessari ferð höldum við á vit ævintýranna í Suður-Tíról á Ítalíu og upplifum kynngimagnaða náttúrufegurð Dólómítafjalla. Samastaður okkar verður í Brixen en við heimsækjum m.a. glæstu borgina Merano og hinn rómaða bæ St. Ulrich. Í ferðinni mun skemmtilegt samspil töfrandi skoðunarferða og notalegra samverustunda leika stórt hlutverk. 8. - 15. júní Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 212.200 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Alpafegurð Ítalíu Hafnar eru fyrstu jarðvegs- framkvæmdir vegna byggingar fjöl- nota íþróttahúss í svonefndri Vetr- armýri við Vífilsstaði í Garðabæ. Þess er vænst að byrja megi að reisa húsið í haust og það verði fullbúið um mitt ár 2021. Samið hefur verið við ÍAV um bygginguna, en áætlaður kostn- aður við framkvæmdir er um 4,2 milljarðar króna. Íþróttahúsið nýja verður með rými fyrir knatt- spyrnuvöll í fullri stærð auk upphit- unaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoð- rýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80 x 120, en heildarflatarmál er um 17 þúsund fermetrar. „Knattspyrnan í Garðabæ þarf betri aðstöðu og því erum við að bæta úr með þessari byggingu, sem þó mun þjóna ýmsum fleiri greinum. Á pöllum fyrir ofan knattspyrnuvöllinn verða til dæmis brautir sem gagnast hlaupurum og göngufólki. Þá verður í húsinu veggur fyrir klifuríþróttafólk, en það sport nýtur vaxandi vinsælda, segir Kári Jónsson, íþróttafulltrúi Garðabæjar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íþróttahús í Vetrarmýri  Knattspyrna og klifur  Stórframkvæmd í Garðabæ Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Ómar Friðriksson Ákveðið var á sáttafundum undir stjórn ríkissáttasemjara í gær með samninganefndum Starfsgreinasam- bandsins og Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra versl- unarmanna og SA að setja í gang mikla vinnu næstu daga og stífa fundartörn til að freista þess að ná samkomulagi um væntanlega kjara- samninga. Fundað verður daglega og yfir næstu helgi í hópum utan formlegra sáttafunda og bað Bryndís Hlöðvers- dóttir, ríkissáttasemjari, samninga- nefndirnar um að tjá sig ekki við fjöl- miðla á meðan. „Það var tekin sú ákvörðun að á meðan þetta vinnu- plan væri í gangi myndi ég tjá mig um gang viðræðna en ekki samn- ingsaðilarnir sjálfir. Það er bara til þess gert að skapa almennilegan vinnufrið næstu daga,“ segir Bryn- dís. Samböndin vísuðu deilum sínum við SA til ríkissáttasemjara fyrir seinustu helgi. Hvorki Björn Snæ- björnsson, formaður SGS, né Guð- brandur Einarsson, formaður LÍV, vildu af þessum sökum ræða stöðu viðræðnanna þegar Morgunblaðið hafði samband við þá í gær. „Þetta voru fyrstu fundirnir svo við fórum yfir praktísk atriði og lögð- um upp vinnuplan fyrir næstu daga og vikur,“ segir Bryndís. „Við erum sammála um það að leggja upp til- tölulega stíft vinnuplan fyrir dagana og vikurnar fram undan,“ segir hún. Helgin verður undir Gert er ráð fyrir að fyrstu vinnu- fundir SGS og SA hefjist strax á föstudagsmorgun. „Helgin verður undir og dagarnir í vikunni fram undan. Svo verða hóparnir kallaðir inn eftir þörfum,“ segir hún. Bryndís segir ákvörðun um næsta formlega samningafund verða tekna þegar líður á vinnufundina. Spurð hvernig hún meti stöðuna í viðræðum sambandanna við SA seg- ir Bryndís að samtal sé í gangi. „Það er í raun og veru lítið annað hægt að segja um það á þessu stigi.“ Í dag koma samninganefnd sam- flots iðnaðarmannafélaganna og SA til sáttafundar hjá ríkissáttasemj- ara. Ekki liggur fyrir hvenær ríkis- sáttasemjari kallar samninganefndir SA og verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum til sáttafundar en skv. vinnulöggjöfinni má ekki líða lengri tími en tvær vikur á milli funda þó viðræðum hafi verið slitið. Bryndís ætlaði að heyra í deilendum í gær til að meta hvort ástæða væri til að boða þá fyrr til sáttafundar. Mál SA gegn Eflingu fyrir Fé- lagsdómi vegna yfirstandandi at- kvæðagreiðslu um verkfall kann að hafa áhrif á hvort einhver ástæða sé til að boða til sáttafundar á meðan beðið er eftir dómsniðurstöðu. Morgunblaðið/Hari Upphaf Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins komu til fyrsta sáttafundarins með ríkissáttasemjara í gær. SGS hefur þegar átt 110 samningafundi með SA. Morgunblaðið/Hari Sáttafundur Fulltrúar Landssamband íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins settust til fyrsta sáttafundarins eftir að viðræðunum var vísað til sáttasemjara kl. 11.30 í gær. Mikil vinnutörn sett í gang  Lögðu upp stíft vinnuplan fyrir næstu daga og vikur  Ríkissáttasemjari bað deilendur að tjá sig ekki við fjölmiðla til að skapa vinnufrið  Óvíst um boðun sáttafundar í viðræðunum sem var slitið Kjaradeilur Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall ólög- mæta og er nú gert ráð fyrir að stefna samtakanna verði birt verkalýðs- félaginu í fyrramálið og að þá muni Efling, sem stefnt er í málinu, falla frá stefnufresti. Gangi það eftir yrði málið þingfest fyrir Félagsdómi síðar á morgun. Gert er ráð fyrir að málflutningur fari fram seinni part næsta mánudags og eru uppi vonir um að Félagsdómur kveði upp dóm í sein- asta lagi næstkomandi miðvikudag. Atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun tímabundins verkfalls lýkur kl. 22 í kvöld. Ef það verður samþykkt og fall- ist dómurinn ekki á kröfu SA um að ólöglega sé staðið að kosningunni, á eins dags verkfall að hefjast á hótelum og gistihúsum 8. mars. Vænta dóms á miðvikudag STEFNA SA MÖGULEGA ÞINGFEST Í FÉLAGSDÓMI Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.