Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 hefðu þá eftirlits- og úrlausnarvald um tvíhliða samning Bretlands við ESB). Það þýðir að þeir mundu ekki taka upp allar réttarreglur Evrópu- sambandsins … og síðan gætu þeir haft sinn fulltrúa og dómara, senni- lega jafnvel tvo, enda er landið svo stórt. Fyrir land eins og Bretland er gerðardómur ekki nóg heldur þarf viðvarandi dómstól. Svisslendingar ættu einnig að átta sig á þessu.“ Myndi endurmóta dómstólinn – Myndi EFTA-dómstóllinn vera framtíðarvalkostur fyrir Bretland eða valkostur til bráðabirgða? „Enginn getur sagt til um það. Það er alltaf erfitt að spá um framtíðina. En þegar þú ert kominn inn, og þér finnst það ganga vel, verðurðu áfram.“ – Hversu mikið gæti Bretland endurmótað dómstólinn? „Bretland myndi endurmóta dóm- stólinn. Hann er nú mjög lítill. Eins og Sven Svedman, síðasti forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sagði eru stofnanir EFTA- stoðarinnar ekki veikar en þó við- kvæmar. Séu þær aðeins þrjár er það ekki mikið að mínu áliti. Ef Bretar ganga í EES myndi það vera til góða.“ – Hvaða áhrif gæti þetta haft á Ís- landi? „Ég hef tekið eftir því að íslensk stjórnvöld eru hlynnt því að Bretar verði aðilar að EES. Ég held að Ís- lendingar sjái að EFTA-stoðin yrði mikilvægari og hefði meiri vigt.“ Icesave eitt stærsta málið í sögu EFTA-dómstólsins Baudenbacher segir Icesave-málið eitt það stærsta, ef ekki stærsta sem hafi komið til kasta dómstólsins. Nefna þurfi tiltekin samkeppnismál til samanburðar. Dómsmálið hafi vakið athygli um allan heim og fjölmiðlar í Banda- ríkjunum, Asíu og víðar sagt frá því. „Það var ekki aðeins vegna stað- reynda málsins. Það var líka dæmi um smáríki sem þorði að standa á rétti sínum og dæmi um lítinn dóm- stól sem fór sína eigin leið.“ – Fjöldi ríkja hefur glímt við skuldavanda. Gæti Icesave-málið átt við þeirra stöðu? „Eitt af vandamálum sem ríki ESB standa frammi fyrir í þessu efni er að þau björguðu öll bönkum sín- um. Og þau eru enn að hluta að borga til baka skuldir en Íslendingar gerðu það ekki. Þeir gátu það ekki og frá efnahagslegum sjónarhóli var það heldur ekki rétt. Ekki allir spari- fjáreigendur Icesave-reikninganna voru fátækt fólk. Þar voru líka á ferð stórar stofnanir sem höfðu fjárfest. Annaðhvort erum við í markaðs- hagkerfi, og þá þurfum við að taka afleiðingum gerða okkar, eða við er- um það ekki.“ Ekki skattgreiðenda að borga – Afleiðingar áhættunnar? „Já, sá sem tekur áhættu tekur áhættu. Frjálslyndir hagfræðingar halda því ekki fram að skattgreið- endur eigi að stíga inn í slíka at- burðarás.“ – Þú nefnir í bók þinni hugtakið freistnivanda og vitnar í Joseph Stig- litz (sem fékk nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2001)? „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í samrunasögu Evrópu sem vitnað hefur verið til hagfræðings í dómi. Hugmyndin um að forðast freistni- vanda er að ekki ætti að skapa að- stæður þar sem einhver getur tekið áhættu vitandi að aðrir muni borga … Slíkt ber að forðast. Því ef einhver borgar að lokum, skatt- greiðandinn, munu bankarnir taka of mikla áhættu. Það er það sem við segjum í þessum dómi.“ – Getur slíkt þá skapað hættulegt fordæmi? „Já.“ – Hvað er að öðru leyti áhugavert við Icesave-málið? „Ég taldi alltaf að við hefðum tekið rétta ákvörðun. Eftir á að hyggja get ég staðfest það.“ Þrýstingur frá ESB – Varstu undir einhverjum þrýst- ingi? „Ekki opinberlega. Það þýðir að enginn hringdi í okkur dómarana og sagði: „Við reiknum með að þið gerið þetta og hitt“ heldur er staðreyndin sú að framkvæmdastjórn ESB gekk inn í málið og tók þátt í máls- meðferðinni, ásamt Bretum og Hollendingum, og því fylgdi viss pressa.“ – Svo kannski sýndi dómstóllinn fram á sjálfstæði sitt? „Ég held það.“ – Hver voru viðbrögð Hollendinga og Breta eftir Icesave-dóminn? „Eftir Icesave-dóminn var sá fræðilegi möguleiki að Evrópusam- bandið mótmælti niðurstöðunni og færi fram á sáttameðferð en ég var ávallt þeirrar skoðunar að dómur EFTA-dómstólsins hefði verið skýr og ef dómurinn væri vel rökstuddur yrði Evrópusambandið aldrei í stöðu til að gera þetta. Það yrði þá enda fyrir álitshnekki.“ Á máli Versala-samningsins – Hvernig héldu Íslendingar að þínu mati á Icesave-málinu í upp- hafi? „Upphaflega voru þeir tilbúnir að semja og fallast á skuldbindingar. Þeir voru undir miklum þrýstingi. Ég sá Icesave-samningana. Þeir voru mjög einhliða og skrifaðir á óviðeigandi máli.“ – Hvernig þá? „Það var tungutak einræðis. Það var á máli Versala-samninganna. Á vissum tímapunkti áttaði forseti ykkar sig á því að tækifæri væri að skapast fyrir hann og hann kallaði til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Bau- denbacher og bætir við að lögfræð- ingar Íslands í Icesave-deilunni hafi staðið sig vel. Þ.m.t. Tim Ward mál- flytjandi, Miguel Poiares Maduro, og Kristján Andri Stefánsson. Hann vitnar svo í nýja bók sína, Judicial Independence, nánar til- tekið tilvitnun í fulltrúa ESB þess efnis að Icesave-málið hefði farið á annan veg ef það hefði farið fyrir Evrópudómstólinn. Þ.e.a.s. tapast. „Hér er undirliggjandi ásökun um að við höfum gert Íslandi greiða.“ – Með því að fara gegn megin- reglunni um einsleitni? „Svar mitt er í bókinni – þetta er rangur skilningur á einsleitni,“ segir Baudenbacher og rifjar upp stuðn- ing dagblaða á borð við Guardian og Financial Times við málstað Íslands. – Skipti sá stuðningur máli. Lög eru lög? „Lög eru lög en í slíku máli er einnig alltaf pólitísk vídd.“ Ísland varð aðili að Fríverslunar- samtökum Evrópu (EFTA) árið 1970. EFTA-dómstóllinn var stofn- aður 1994 en sama ár tók EES- samningurinn gildi á Íslandi. Fram kemur á Evrópuvefnum að hlutverk dómstólsins sé fyrst og fremst að tryggja samræmda túlk- un og beitingu EES-samningsins og þeirra ákvæða í löggjöf ESB sem tekin eru efnislega upp í þann samning. Dómstóllinn er með aðsetur í Lúxemborg og hefur lögsögu yfir þeim þremur ríkjum sem eru aðilar að EES-svæðinu; Íslandi, Liechten- stein og Noregi. Þrír dómarar eru við dómstólinn, einn frá hverju að- ildarríki, og sex eru til vara. Carl Baudenbacher var skipaður dómari við EFTA-dómstólinn árið 1995, fyrsta árið sem dómstóllinn starfaði. Páll Hreinsson er nú for- seti dómstólsins. Þór Vilhjálmsson var forseti EFTA-dómstólsins 2000-2002 en hann hóf þar störf árið 1994. Davíð Þór Björgvinsson, síðar dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, var þá aðstoðarmaður Þórs. Með aðsetur í Lúxemborg EFTA-DÓMSTÓLLINN NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h l i. ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi. s k é V ð jK k ffi y ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.