Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Útivist Líkamsrækt má stunda nánast hvar sem er. Margir velja gönguferðir og sumir ganga á steinum. Kristinn Magnússon Íslensku mynd- listarverðlaunin voru afhent í annað sinn í Iðnó í síðustu viku þar sem Eygló Harðardóttir hlaut Myndlistarverðlaun ársins og Leifur Ýmir Eyjólfsson hlaut Hvatning- arverðlaun ársins. Það er myndlist- arráð sem stendur að Íslensku myndlist- arverðlaununum og er þeim ætlað að vera liður í að efla íslenska samtímamyndlist. Tilgangur verðlaunanna er skýr en það er að vekja at- hygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi og beina kastljósinu að því sem þykir framúrskarandi í ís- lenskri myndlist á hverjum tíma. Í myndlistarráði sitja, auk mín, Guðni Tómasson, Ingi- björg Gunnlaugsdóttir, Dagný Heiðdal og Guðrún Erla Geirsdóttir. Það er einhugur um það í ráðinu að verðlaunin mæti vel því hlutverki ráðsins sem tilgreint er í lögum að stuðla að kynningu á íslensk- um myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra hér á landi og erlendis. Í því augnamiði að dóm- nefnd væri skipuð aðilum með víðtæka þekkingu á sviði ís- lenskrar myndlistar og yf- irsýn yfir liðið myndlistarár sátu í dómnefndinni fulltrúar frá Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna, Listfræðafélagi Íslands, Listahá- skóla Íslands og forstöðumönnum listasafna á Ís- landi. Þegar horft er yfir myndlistar- senu síðasta árs er ánægjulegt að sjá hversu blómleg myndlistin er á Ís- landi. Það er ósk mín að Ís- lensku myndlistarverðlaunin muni vaxa og dafna á næstu árum þannig að það þyki eft- irsóknarvert að hljóta við- urkenningarnar og að verð- launin muni ár hvert vekja verðskuldaða athygli á ís- lenskri myndlist. Ég óska öll- um þeim listamönnum til hamingju sem hlutu tilnefn- ingar í ár. Eftir Margréti Sigurðardóttur » Tilgangur verð- launanna er skýr en það er að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Margrét Sigurðardóttur Höfundur er formaður myndlistarráðs. Íslensk mynd- list fái verð- skuldaða athygli Eldvarnabandalagið hefur á undanförnum árum átt farsælt sam- starf við allmörg sveit- arfélög um að efla eld- varnir bæði í stofnunum sveitarfélag- anna og á heimilum starfsfólks. Árang- ursmat sem gert hefur verið í samvinnu aðila bendir eindregið til þess að eldvarnir hafi eflst bæði á vinnustöðum sveit- arfélaganna og heimilum starfsfólks. Alls er um að ræða vel á annan tug sveitarfélaga víðs vegar um land. Eigið eldvarnaeftirlit Eldvarnabandalagið er samstarfs- vettvangur um að efla eldvarnir á heimilum og vinnustöðum. Aðild að því eiga tíu stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki. Samstarfið við sveitar- félögin felst í því að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofn- unum sínum, svo sem skólum, leik- skólum, skrifstofum, íþróttamann- virkjum og áhaldahúsum. Tilnefndir eru eldvarnafulltrúar fyrir hverja stofnun og fá þeir nauðsynlega þjálf- un til að sinna mánaðarlegu og ár- legu eldvarnaeftirliti eftir gátlistum Eldvarnabandalagsins. Auk þess fær allt starfsfólk sveit- arfélaganna fræðslu um eldvarnir á vinnustað og heima og fá þeir af- henta handbók Eldvarnabandalags- ins um eldvarnir heimilisins. Eld- varnabandalagið leggur til allt fræðsluefni án endurgjalds en slökkvilið viðkomandi sveitarfélaga annast fræðslu og hafa umsjón með verkefninu. Fjöldi sveitarfélaga Verkefnið var upphaflega þróað í samvinnu við Akraneskaupstað á ár- unum 2015-2016. Samstarfið við Akraneskaupstað þótti takast svo vel að Akureyri, Húnaþing vestra og Fjarðabyggð óskuðu eftir sambæri- legu samstarfi og gekk það eftir. Síðan hafa Dalvíkurbyggð, Vest- mannaeyjar, Sveitarfélagið Skaga- fjörður og sveitarfélögin sex sem standa að Brunavörnum á Austur- landi bæst í hópinn. Í ársbyrjun 2019 innleiddu Brunavarnir Árnes- sýslu eigið eldvarnaeftirlit í grunn- skólum á starfssvæði sínu og fræddu allt starfsfólk skólanna um eldvarnir á vinnustað og heima. Ótvíræður árangur Hvert samstarfsverkefni stendur í eitt ár. Að því búnu meta aðilar hvernig til hefur tekist. Samkvæmt sameiginlegu árangursmati hafa verkefnin öll leitt til bættra eldvarna á vinnustöðum og heimilum starfs- fólks. Spurningalistar hafa verið lagðir fyrir eldvarnafulltrúa sveitar- félaganna og eru niðurstöður mjög jákvæðar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra telur að eigið eldvarnaeftirlit og fræðsla til starfsfólks hafi leitt til betri eldvarna á vinnustað og heim- ili. Svo dæmi sé tekið kemur fram í nýlegu árangursmati vegna sam- starfs Eldvarnabandalagsins og Brunavarna á Austurlandi að 92 pró- sent eldvarnafulltrúa sveitarfélag- anna sex telja að störf þeirra hafi leitt til betri eldvarna á vinnustaðn- um. 96 prósent segja að fræðsla slökkviliðsins hafi haft jákvæð áhrif á eldvarnir heimilisins. Slökkviliðs- stjóri og eldvarnaeftirlitsmaður telja að verkefnið hafi leitt til vitundar- vakningar um eldvarnir á vinnustöð- um sveitarfélaganna. Svipaða sögu er að segja af öðrum sveitarfélögum og er það afar ánægjulegt. Árangursríkt samstarf við sveitarfélög um eldvarnir Eftir Garðar H. Guðjónsson og Björn Karlsson » Samkvæmt sameig- inlegu árangursmati hafa verkefnin öll leitt til bættra eldvarna á vinnu- stöðum og heimilum starfsfólks. Garðar H. Guðjónsson Garðar er verkefnastjóri Eldvarna- bandalagsins. Björn er forstjóri Mann- virkjastofnunar. gaji@mmedia.is Björn Karlsson Sú tillaga ríkis- stjórnarinnar að fjármagna til- teknar skatta- lækkanir með því að afnema sam- sköttun hjóna er þannig árás á ís- lensku húsmóð- urina (eða hús- bóndann eftir því hversu við- kvæmur lesandinn er) að vinstriflokkur yrði stolt- ur af. Sambúð eða hjónaband tveggja einstaklinga felur í sér sameiginleg fjárráð, mitt er þitt og þitt er mitt og þannig. Þessir tveir einstaklingar mynda einingu. En nú bregður svo við að Sjálfstæðis- flokkurinn áformar að skipta sér af verkaskiptingu innan heimila landsmanna með því að afnema samsköttun hjóna. Verður verkaskipting á heimili ákvörðuð af flokknum? Þannig þvingar flokkurinn húsbóndann, ef hann er heima- vinnandi, til að ganga frá elda- vélinni og út á vinnumarkaðinn enda nýtir fjölskyldan ekki samnýtingu skattþrepa ef hann sinnir börnum og búi meðan húsmóðirin vinnur fullan vinnudag á vinnumarkaðnum. Þvingað „jafnrétti“ skal það vera. Í nýrri skýrslu um endurskoðun tekju- skatts hjá fjölskyldum, sem gerð var að beiðni fjármálaráðherra, seg- ir: „Hvað kynjuð áhrif snertir er vert að nefna að um það bil 91% af samnýtingu þrepa [hjá hjónum] er metið til hækkunar á ráðstöfunartekjum karla en einungis um 9% til hækkunar á ráðstöf- unartekjum kvenna.“ Dilka- stjórnmál hafa verið ær og kýr vinstrimanna, ætlar Sjálfstæð- isflokkurinn að taka upp þá hugmyndafræði? Gæti þessi ágæti flokkur hysjað upp um sig buxurnar. Árás Sjálfstæðis- flokksins á íslensku húsmóðurina Eftir Örvar Guðna Arnarson Örvar Guðni Arnarson »En nú bregður svo við að Sjálfstæðis- flokkurinn áformar að skipta sér af verkaskiptingu innan heimila landsmanna með því að afnema samsköttun hjóna. Höfundur er viðskiptafræðingur og hefur verið þolinmóður sjálfstæðismaður í dágóðan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.