Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 51
51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Útivist Líkamsrækt má stunda nánast hvar sem er. Margir velja gönguferðir og sumir ganga á steinum.
Kristinn Magnússon
Íslensku mynd-
listarverðlaunin
voru afhent í annað
sinn í Iðnó í síðustu
viku þar sem Eygló
Harðardóttir hlaut
Myndlistarverðlaun
ársins og Leifur
Ýmir Eyjólfsson
hlaut Hvatning-
arverðlaun ársins.
Það er myndlist-
arráð sem stendur
að Íslensku myndlist-
arverðlaununum og er þeim
ætlað að vera liður í að efla
íslenska samtímamyndlist.
Tilgangur verðlaunanna er
skýr en það er að vekja at-
hygli á því sem vel er gert á
sviði myndlistar á Íslandi og
beina kastljósinu að því sem
þykir framúrskarandi í ís-
lenskri myndlist á hverjum
tíma.
Í myndlistarráði sitja, auk
mín, Guðni Tómasson, Ingi-
björg Gunnlaugsdóttir, Dagný
Heiðdal og Guðrún Erla
Geirsdóttir. Það er einhugur
um það í ráðinu að verðlaunin
mæti vel því hlutverki ráðsins
sem tilgreint er í lögum að
stuðla að kynningu á íslensk-
um myndlistarmönnum og
myndsköpun þeirra hér á
landi og erlendis.
Í því augnamiði að dóm-
nefnd væri skipuð aðilum með
víðtæka þekkingu á sviði ís-
lenskrar myndlistar og yf-
irsýn yfir liðið
myndlistarár sátu
í dómnefndinni
fulltrúar frá Sam-
bandi íslenskra
myndlistarmanna,
Listfræðafélagi
Íslands, Listahá-
skóla Íslands og
forstöðumönnum
listasafna á Ís-
landi.
Þegar horft er
yfir myndlistar-
senu síðasta árs
er ánægjulegt að sjá hversu
blómleg myndlistin er á Ís-
landi. Það er ósk mín að Ís-
lensku myndlistarverðlaunin
muni vaxa og dafna á næstu
árum þannig að það þyki eft-
irsóknarvert að hljóta við-
urkenningarnar og að verð-
launin muni ár hvert vekja
verðskuldaða athygli á ís-
lenskri myndlist. Ég óska öll-
um þeim listamönnum til
hamingju sem hlutu tilnefn-
ingar í ár.
Eftir Margréti
Sigurðardóttur
» Tilgangur verð-
launanna er skýr
en það er að vekja
athygli á því sem
vel er gert á sviði
myndlistar á Íslandi.
Margrét
Sigurðardóttur
Höfundur er formaður
myndlistarráðs.
Íslensk mynd-
list fái verð-
skuldaða athygli
Eldvarnabandalagið
hefur á undanförnum
árum átt farsælt sam-
starf við allmörg sveit-
arfélög um að efla eld-
varnir bæði í
stofnunum sveitarfélag-
anna og á heimilum
starfsfólks. Árang-
ursmat sem gert hefur
verið í samvinnu aðila
bendir eindregið til þess að eldvarnir
hafi eflst bæði á vinnustöðum sveit-
arfélaganna og heimilum starfsfólks.
Alls er um að ræða vel á annan tug
sveitarfélaga víðs vegar um land.
Eigið eldvarnaeftirlit
Eldvarnabandalagið er samstarfs-
vettvangur um að efla eldvarnir á
heimilum og vinnustöðum. Aðild að
því eiga tíu stofnanir, félagasamtök
og fyrirtæki. Samstarfið við sveitar-
félögin felst í því að sveitarfélögin
innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofn-
unum sínum, svo sem skólum, leik-
skólum, skrifstofum, íþróttamann-
virkjum og áhaldahúsum. Tilnefndir
eru eldvarnafulltrúar fyrir hverja
stofnun og fá þeir nauðsynlega þjálf-
un til að sinna mánaðarlegu og ár-
legu eldvarnaeftirliti eftir gátlistum
Eldvarnabandalagsins.
Auk þess fær allt starfsfólk sveit-
arfélaganna fræðslu um eldvarnir á
vinnustað og heima og fá þeir af-
henta handbók Eldvarnabandalags-
ins um eldvarnir heimilisins. Eld-
varnabandalagið leggur til allt
fræðsluefni án endurgjalds en
slökkvilið viðkomandi sveitarfélaga
annast fræðslu og hafa umsjón með
verkefninu.
Fjöldi sveitarfélaga
Verkefnið var upphaflega þróað í
samvinnu við Akraneskaupstað á ár-
unum 2015-2016. Samstarfið við
Akraneskaupstað þótti takast svo vel
að Akureyri, Húnaþing vestra og
Fjarðabyggð óskuðu eftir sambæri-
legu samstarfi og gekk það eftir.
Síðan hafa Dalvíkurbyggð, Vest-
mannaeyjar, Sveitarfélagið Skaga-
fjörður og sveitarfélögin sex sem
standa að Brunavörnum á Austur-
landi bæst í hópinn. Í ársbyrjun
2019 innleiddu Brunavarnir Árnes-
sýslu eigið eldvarnaeftirlit í grunn-
skólum á starfssvæði sínu og fræddu
allt starfsfólk skólanna um eldvarnir
á vinnustað og heima.
Ótvíræður árangur
Hvert samstarfsverkefni stendur í
eitt ár. Að því búnu meta aðilar
hvernig til hefur tekist. Samkvæmt
sameiginlegu árangursmati hafa
verkefnin öll leitt til bættra eldvarna
á vinnustöðum og heimilum starfs-
fólks. Spurningalistar hafa verið
lagðir fyrir eldvarnafulltrúa sveitar-
félaganna og eru niðurstöður mjög
jákvæðar. Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra telur að eigið eldvarnaeftirlit
og fræðsla til starfsfólks hafi leitt til
betri eldvarna á vinnustað og heim-
ili.
Svo dæmi sé tekið kemur fram í
nýlegu árangursmati vegna sam-
starfs Eldvarnabandalagsins og
Brunavarna á Austurlandi að 92 pró-
sent eldvarnafulltrúa sveitarfélag-
anna sex telja að störf þeirra hafi
leitt til betri eldvarna á vinnustaðn-
um. 96 prósent segja að fræðsla
slökkviliðsins hafi haft jákvæð áhrif
á eldvarnir heimilisins. Slökkviliðs-
stjóri og eldvarnaeftirlitsmaður telja
að verkefnið hafi leitt til vitundar-
vakningar um eldvarnir á vinnustöð-
um sveitarfélaganna. Svipaða sögu
er að segja af öðrum sveitarfélögum
og er það afar ánægjulegt.
Árangursríkt samstarf við
sveitarfélög um eldvarnir
Eftir Garðar H.
Guðjónsson og
Björn Karlsson
» Samkvæmt sameig-
inlegu árangursmati
hafa verkefnin öll leitt til
bættra eldvarna á vinnu-
stöðum og heimilum
starfsfólks.
Garðar H. Guðjónsson
Garðar er verkefnastjóri Eldvarna-
bandalagsins. Björn er forstjóri Mann-
virkjastofnunar.
gaji@mmedia.is
Björn Karlsson
Sú tillaga ríkis-
stjórnarinnar að
fjármagna til-
teknar skatta-
lækkanir með því
að afnema sam-
sköttun hjóna er
þannig árás á ís-
lensku húsmóð-
urina (eða hús-
bóndann eftir því
hversu við-
kvæmur lesandinn
er) að vinstriflokkur yrði stolt-
ur af.
Sambúð eða hjónaband
tveggja einstaklinga felur í sér
sameiginleg fjárráð, mitt er
þitt og þitt er mitt og þannig.
Þessir tveir einstaklingar
mynda einingu. En nú bregður
svo við að Sjálfstæðis-
flokkurinn áformar að skipta
sér af verkaskiptingu innan
heimila landsmanna með því að
afnema samsköttun hjóna.
Verður verkaskipting
á heimili ákvörðuð
af flokknum?
Þannig þvingar flokkurinn
húsbóndann, ef hann er heima-
vinnandi, til að ganga frá elda-
vélinni og út á vinnumarkaðinn
enda nýtir fjölskyldan ekki
samnýtingu skattþrepa ef hann
sinnir börnum og búi meðan
húsmóðirin vinnur fullan
vinnudag á vinnumarkaðnum.
Þvingað „jafnrétti“
skal það vera.
Í nýrri skýrslu um
endurskoðun tekju-
skatts hjá fjölskyldum,
sem gerð var að beiðni
fjármálaráðherra, seg-
ir: „Hvað kynjuð áhrif
snertir er vert að
nefna að um það bil
91% af samnýtingu
þrepa [hjá hjónum] er
metið til hækkunar á
ráðstöfunartekjum
karla en einungis um
9% til hækkunar á ráðstöf-
unartekjum kvenna.“ Dilka-
stjórnmál hafa verið ær og kýr
vinstrimanna, ætlar Sjálfstæð-
isflokkurinn að taka upp þá
hugmyndafræði?
Gæti þessi ágæti flokkur
hysjað upp um sig buxurnar.
Árás Sjálfstæðis-
flokksins á íslensku
húsmóðurina
Eftir Örvar
Guðna Arnarson
Örvar Guðni
Arnarson
»En nú bregður svo
við að Sjálfstæðis-
flokkurinn áformar
að skipta sér af
verkaskiptingu innan
heimila landsmanna
með því að afnema
samsköttun hjóna.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og hefur verið þolinmóður
sjálfstæðismaður í dágóðan tíma.