Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 72

Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Það er ekki laust við aðfyrstu yfirlitssýningar áverkum myndlistar-konunnar Eyborgar Guð- mundsdóttur (1924-1977) hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda hefur furðu hljótt verið um stuttan en kraftmikinn feril hennar sem spannaði einungis 16 ár. Árið 2007 ritaði Hrafnhildur Schram listfræðingur grein í Skírni um Eyborgu en þá voru liðin 30 ár frá andláti hennar. Greinin er fyrsta ítarlega samantektin á ævi- og list- ferli Eyborgar sem birt er opin- berlega. Fáein verk Eyborgar hafa verið til sýnis á samsýningum á undanförnum árum en árið 1997 var sett upp sýning helguð henni í galleríinu Annarri hæð sem Pétur Arason og Ingólfur Arnarsson starfræktu á Laugavegi um árabil. Það er því löngu tímabært að gera ferli Eyborgar skil með veglegri yfirlitssýningu eins og Hrafnhildur benti réttilega á fyrir meira en tíu árum í greininni. Spör litanotkun einkennir verk Eyborgar, þau byggjast á einfald- leika þar sem samspil grunn- formanna er í forgrunni. Í París tengdist Eyborg helstu forvígis- mönnum abstraktlistarinnar og op- listarinnar sem höfðu mikinn áhuga á skynjun áhorfandans. Á sýningunni má sjá klippimyndir, lágmyndir, þrykk, teikningar og eitt saumað verk, auk málverka, þar sem tilbrigði við hring, fer- hyrning og línu eru gegnumgang- andi viðfangsefni listamannsins. Eyborg stundaði myndlist í frí- stundum á sjötta áratugnum en lagði ekki stund á hefðbundið list- nám á Íslandi. Það var síðan fyrir hvatningu Dieters Roths sem hún hélt til Parísar í listnám, þá orðin 35 ára gömul. Eyborg staldraði hins vegar stutt við í listaskóla í París en sótti þess í stað einkatíma hjá þeim listamönnum sem henni þóttu fremstir í flokki í borginni, meðal annars hjá Victor Vasarely, guðföður op-listarinnar, og Georges Folmer, sem var mikil- virkur á sviði abstraktlistar í Par- ís. Folmer stofnaði hópinn Groupe Mesure þar sem listamenn unnu að frekari framþróun abstraktlist- arinnar og listamenn eins og Leo Breuer og Adolf Fleischman sýndu abstraktverk sem sum hver voru á mörkum op-listar. Franska ljóðskáldið og myndlist- armaðurinn Aurelie Nemours var virk í sýningarhaldi á vegum Salon des Réalités Nouvelles sem Ey- borg tók einnig þátt í á sjöunda áratugnum. Í verki Eyborgar „Altaristöflu“ (1974) og „La Nuit de Baudelaire“ (1973) eftir Nemo- urs má sjá dæmi um hvernig þær eru að vinna úr svipuðum hug- myndum á sama tíma. Þær beita öguðum vinnubrögðum þar sem rétthyrnd formin eru stílhrein og fáguð. Vert er að minnast líka á annan franskan listamann, Roger-- Francois Thépot, sem tók einnig þátt í áðurnefndum sýningum, en hann var auk þess einn stofnenda Groupe Mesure sem Eyborg sýndi með í upphafi sjöunda áratugarins. Eyborg tekur virkan þátt í starfi og þróun þessara hópa listamanna og stendur þeim síst á sporði. Samband listaverks og sjón- rænnar listupplifunar áhorfandans er í forgrunni listaverka sem kennd eru við op-list. Samspil lita og forma framkallar hreyfingu eða blik í sjónskynjun áhorfandans, einhvers konar sjónblekkingu. Vasarely lærði í Muhely-akademí- unni í Ungverjalandi sem tengdist stefnu Bauhaus-skólans í Þýska- landi og hann vildi koma listinni út til fólksins – „listin fyrir alla“. Verk Eyborgar á sviði grafískrar hönnunar og hið formfagra stiga- handrið Hallveigarstaða sem hún hannaði má sjá sem lið í þeirri stefnu þar sem listin fær sinn sess í hversdagslífinu og samræmis list- ar og umhverfis er gætt. Einn þeirra listamanna sem voru í kringum Vasarely var Jesús Rafa- el Soto en stundum hefur verið tal- að um að sjónarhornið sé miðillinn í verkum Sotos. Í mörgum verkum Eyborgar á sýningunni má greina mun meiri samhljóm með verkum Sotos en Vasarelys. Nærtækt er að nefna lagskipt plexiverk Eyborgar frá sýningunni á Mokka 1966 en einnig síðar, í verkum hennar frá Kærkomin kynni Morgunblaðið/Hari Tímabær sýning Rýnir segir „löngu tímabært að gera ferli Eyborgar skil með veglegri yfirlitssýningu.“ Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Hringur, ferhyrningur og lína bbbbm Verk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur. Sýningarstjórar: Heba Helgadóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Sýningin stendur til 28. apríl 2019. Opið daglega frá kl. 10 til kl. 17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/Hari Þrívítt „Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að fá skýrari mynd af ferli Eyborgar“ og sjá fjölda verka. Morgunblaðið/Hari Gott yfirlit „Þetta er sýning sem enginn listunnandi ætti að láta framhjá sér fara,“ segir gagnrýnandinn. Þónokkuð margir höfundarsakamálasagna halda sigvið ákveðið svæði, þarsem helstu persónur koma fyrir í bók eftir bók. Ann Cleeves er einn þessara höfunda og sögur hennar, sem gerast á Hjaltlandseyjum með Jimmy Pe- rez lögregluvarðstjóra í aðal- hlutverki, hafa notið vinsælda. Kvikmyndir eftir bókunum hafa einnig gert sitt til þess að halda sögunum á lofti. Roðabein er dæmigerð saga fyr- ir fámennt og einangrað samfélag, þar sem allir þekkja alla. Frá- sagnir hafa gengið mann fram af manni, sannleikanum hefur verið hagrætt eftir því sem hentar hverju sinni og vandamálin blasa við hvert sem er litið. Lífsbaráttan er eitt, sam- keppnin annað og ekki er allt sem sýnist þar sem græðgi, öf- und og rígur ráða ríkjum. Þegar fólk deyr á óeðlileg- an hátt í þessu umhverfi skiptir máli að þeir sem eftir lifa þurfi ekki að gjalda þess, þó þeir eigi jafnvel hlut að máli. því er reynt að halda hlífiskildi yf- ir sumum en öðrum fórnað. Þegar svo er komið kemur til kasta lög- regluvarðstjórans, sem gengur í hvert mál af yfirvegun og rambar að lokum á lausnina. Sagan er þægileg aflestrar og skemmtilega upp byggð. Inn í sakamál fléttast menntun eða menntunarleysi persóna og áhrif stöðunnar á viðkomandi, framtíð- arsýn og fjölskyldumál og jafnvel Perez er á stundum frekar með hugann við unnustuna og framtíð þeirra en aðkallandi mál í vinnunni. Glæpasöguna Roðabein má flokka sem „mjúka“ saka- málasögu. Ekki er beint hægt að segja að harkan sé í sviðsljósinu Hamingja í skugga glæpa Sakamálasaga Roðabein bbbbn Eftir Ann Cleeves. Snjólaug Bragadóttir þýddi. Ugla útgáfa 2019. Kilja. 351 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM MORA HNÍFUM Karl-Johan sveppahnífur Verð kr. 3.900 Tálguhnífar Verð frá kr. 2.990 Skeiðarkrókar Verð frá kr. 3.950 Smiðshnífur/sporjárn Verð kr. 1.890 Hnífsböð erð kr. 1.520 Spónhnífar Verð frá kr. 5.350 Skátahnífar Verð frá kr. 4.420 V Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vinnuhnífar Verð frá kr. 980 Flökunarhnífur Verð kr. 5.270 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.