Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Úrslit í Meistaradeild í hestaíþróttum ráðast í kvöld, á síðasta keppniskvöldi vetrarins, þegar keppt verður í tölti og flugskeiði. Knaparnir Jakob Svavar Sigurðsson og Aðalheiður Anna Guðjóns- dóttir standa langbest að vígi og berjast um einstaklingsverðlaun meistaradeildarinnar en raunar eiga fimm aðrir knapar fræðilega möguleika á sigri. Hvorki Jakob né Aðalheiður hafa unnið einstakl- ingskeppnina áður og er því útlit fyrir að nýr meistari verði krýndur. Lokakvöld Meistaradeildarinnar verður í Fákaseli í Ingólfshvoli í Ölfusi, þar sem keppnin fór fram í mörg ár. Hefst keppnin klukkan 19. Fyrst verður keppt í tölti og síðan í flugskeiði. Jakob Svavar er efstur fyrir lokakvöldið með 42 stig en Að- alheiður Anna fylgir fast á hæla hans með 38,5 stig. Mörg stig eru í boði og því getur margt gerst í kvöld. Þannig getur knapi sem nær að vinna báðar greinarnar bætt við sig 24 stigum. Þess vegna eiga fimm knapar sem eru með 18 til 24 stig möguleika á sigri, þótt hann sé langsóttur. Meðal þeirra er Árni Björn Pálsson, fjórfaldur sig- urvegari Meistaradeildarinnar, en hann er með 24 stig. Góður hestakostur Aðalheiður Anna ætlar ekki að gefa neitt eftir í keppninni. Hún mætir í töltið með hæst dæmda klárhest í heimi og stjörnu síðasta landsmóts hestamannafélaga, Kveik frá Stangarlæk. Þetta er frum- raun Kveiks í keppni en hann hefur meðal annars hlotið 10 fyrir tölt og vilja og geðslag. Jakob Svavar vann þessa grein í fyrra á Júlíu frá Hamarsey og stefnir að því að endurtaka leikinn. Árni Björn Páls- son mætir með glæsihryssuna Hátíð frá Hemlu II en hún hefur vak- ið mikla athygli fyrir föngulega framkomu. Ekki nóg með það að þá eru „villikettir“ skráðir til leiks, bæði í töltinu og flugskeiðinu. Í því tilviki nýta liðin heimild til að kalla nýj- an keppanda inn í liðið fyrir þessa tilteknu keppni. Þá eru í fyrsta sinn ónefndir eldhugar á ferð sem telja sig eiga erindi við þá bestu og eru búnir að kaupa sig inn í keppni. Heimilt er að bæta við einum slíkum í hvora keppni og er það nýtt í báðum tilvikum í kvöld. Í keppni liða standa Hrímnir/Export hestar best að vígi með 269 stig en Gangmyllan og Top Reiter eru ekki langt undan. Meistaradeild Jakob Sigurðsson sem hér stendur efst á palli er efstur í stigakeppninni en Aðalheiður Guðjóns- dóttir er skammt undan. Teitur Árnason sem er með þeim á smá möguleika.  Lokakvöld Meistaradeildar í hestaíþróttum í Fákaseli í kvöld  Allt stefnir í mikla keppni á milli Jakobs Svavars og Aðalheiðar Önnu  „Villikettir“ og ónefndir eldhugar eru meðal þátttakenda Útlit fyrir að nýr meistari verði krýndur Runólfur skipaður skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu Runólfur Birgir Leifsson hefur verið skipaður skrif- stofustjóri yfir skrifstofu hagmála og fjárlaga í heil- brigðisráðuneytinu til næstu fimm ára. Runólfur er viðskiptafræðingur að mennt og síðastliðin tíu ár hef- ur hann verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Tryggingastofnun ríkisins. Áður vann hann hjá Reykjavíkurborg um árabil. Hann var framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands um sjö ára skeið. Runólfur Birgir Leifsson STUTT Samráðsvettvangurinn Allsgáð æska heldur opið málþing í Gerðu- bergi mánudaginn 15. apríl klukk- an 17. Með málþinginu er ætlunin að valdefla foreldra í vímuefna- forvörnum. Á málþinginu flytja meðal annarra erindi þær Bára Tómasdóttir, Andrea Ýr Arnars- dóttir og Aníta Rún Óskarsdóttir frá Minningarsjóði Einars Darra, Kristín Pálsdóttir, formaður Rót- arinnar, og Víðir Sigrúnarson, geð- læknir hjá SÁÁ. Opið málþing hjá Allsgáðri æsku Tilboðsblöð og nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/leiga Gott tækifæri í Mjódd Öflugur rekstaraðili Í Mjódd er áhugavert tækifæri fyrir verslun og veitingarekstur sem fer vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó. Stöðin gegnir mikilvægu hlutverki innan leiðarkerfis Strætó og fara yfir 3.000 manns um hana daglega. Vagnstjórar Strætó verða með aðstöðu vestast á jarðhæð hússins. Ný starfsemi á að auka fjölbreytni þjónustu á svæðinu, laða til sín fólk og vera öllum opin. Rýmið er tæplega 400 m2. FA R 04 19 -0 3 Áhugasamir sendi umsókn með tillögu að leiguverði á netfangið sea@reykjavik.is fyrir 10. apríl 2019 ásamt lýsingu á væntanlegum rekstri og upplýsingum um rekstraraðila. Tölvuþrjóti tókst að hafa á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að komast inn í tölvupóstsamskipti starfsmanns skólans við erlent fyrirtæki og fá hann til að millifæra á bankareikn- ing. Katrín Árnadóttir hjá HA sagði í samtali við mbl.is að brotið hefði átt sér stað um jólaleytið og að það hafi uppgötvast fljótlega. Um svip- að leyti uppgötvaðist að svokallað Keylogger-tæki var tengt við lykla- borð tölvu í skólanum, en tækið les lykilorð. Ekki er talið að málin tvö tengist. Þrjótur stal frá HA Ófeigur Gestsson lést 2. apríl sl. á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands, Akranesi, 75 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík 12. október 1943, sonur Gests Jóns- sonar gjaldkera og Kristínar Jónsdóttur húsmóður. Ófeigur starfaði hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar sem frjótæknir í rúm 20 ár. Hann var jafnframt virkur í ungmenna- félagsstarfi og formað- ur UMSB í áratug. Árið 1982 gerðist Ófeigur sveitarstjóri Hofsóshrepps og eftir það bæjarstjóri á Blönduósi frá 1988 til 1994. Hann tók eftir það við starfi ferðamála- fulltrúa í Húnavatns- sýslu og starfaði síðan hjá Kaupfélagi Hún- vetninga á Blönduósi. Árið 2004 fluttu Ófeigur og fjölskylda til Akraness, þar sem hann starfaði sem um- boðsmaður Morgun- blaðsins. Hann hafði áður verið fréttaritari blaðsins á Hvanneyri og Hofsósi. Ófeigur var kvæntur Svanborgu Þórdísi Frostadóttur við- skiptafræðingi og eiga þau saman dótturina Kötlu Kristínu, en Ófeigur lætur eftir sig fimm börn og fjögur fósturbörn. Andlát Ófeigur Gestsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.