Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Fannhvít og fögur Flutningaskip flytur gáma, fulla af hvers kyns ómissandi varningi, með Esjuna í öllu sínu veldi í bakgrunni, fagurlega skreytta fönnum og skýjum sem læðast niður hlíðarnar. Eggert Fyrir réttum sjötíu árum komu fulltrúar tólf þjóða saman og horfðu til óvissrar framtíðar. Evrópa var að rísa úr öskustó ára- langra stríðshörmunga með gríðarlegu mann- falli og hryllilegum óhæfuverkum. Fornir fjendur höfðu snúið bökum saman til að sigrast á gerræði nas- ismans og vinaþjóðir í Norður- Ameríku barist við hlið Evrópubúa til að tryggja lýðræðislega framtíð. Nú hafði álfunni hins vegar verið skipt upp á milli austurs og vesturs, járntjald hafði verið dregið upp frá Eystrasalti í norðri að Adríahafi í suðri, kalt stríð stórveldanna var skollið á. Þjóðirnar tólf sem komu saman í Washington 4. apríl 1949 til að stofna með sér Atlantshafsbanda- lagið voru staðfastar og stórhuga. Eins og forn- ir kappar sórust þessi sjálfstæðu lýðræðisríki í fóstbræðralag og hétu því að árás á eitt þeirra jafngilti árás á þau öll. Það var stórt og áræðið skref fyrir hið unga lýðveldi Ísland að vera eitt þessara tólf ríkja. Ísland var eina herlausa ríkið og Bjarni Benediktsson, þáverandi utanrík- isráðherra, áréttaði í undirritunarávarpi sínu að svo yrði áfram. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var ekki óumdeild. Tekist var harka- lega á bæði innan og utan þinghúss- ins þessa síðvetrardaga árið 1949. Deilurnar um aðildina að Atlants- hafsbandalaginu urðu svo að bitbeini í íslenskum stjórnmálum næstu ára- tugi. Íslenskir ráðamenn þess tíma vildu leggja fortíðina að baki, ný- lendutíma, konunglegt yfirvald, öm- urð, fátækt og hernám – nýtt lýð- veldi horfði hnarreist fram á veginn, þjóð meðal þjóða. Að fortíð skal hyggja ef framtíð á að byggja. Hver er staðan í dag? Hvar stendur Ísland í heimsmynd öryggis- og varnarmála? Bandalagið sem við gerðumst á sínum tíma stofnendur að hefur bæði vaxið að styrk og umfangi. Ríki Austur- Evrópu sem mynduðu Varsjár- bandalagið, meðal annars til höfuðs Atlantshafsbandalaginu, leystu það upp fyrir um þremur áratugum og hafa síðan gengið unnvörpum til liðs við Atlantshafsbandalagið og vest- ræna samvinnu. Þannig hefur bandalagsríkjunum fjölgað í 29, brátt þrjátíu, þegar Norður-Make- dónía verður tekin í hópinn. Atlantshafsbandalagið hefur fyrst og fremst það að markmiði að tryggja varnir bandalagsríkjanna, hvers og eins og sameiginlega. Auk þess gegnir það enn veigamiklu hlut- verki við að tryggja frið á Balkan- skaga og stuðlar að uppbyggingu, stöðugleika og borgaralegri yfir- stjórn öryggismála í stríðshrjáðum samstarfsríkjum. Atlantshafsbanda- lagið vinnur með Sameinuðu þjóð- unum og í umboði þeirra. Ekki má gleyma að okkar norrænu vinaþjóðir utan bandalagsins, Svíþjóð og Finn- land, starfa eins náið með bandalag- inu og mögulegt er án fullrar aðild- ar. Það kom glögglega ljós á Trident Juncture 2018, vel heppnaðri varna- ræfingu sem fór meðal annars fram hér á landi í fyrrahaust. Ísland leggur sitt af mörkum í starfi innan bandalagsins og í verk- efnum þess til að tryggja langtíma- frið og lýðræði, ekki síst með jafn- rétti og mannréttindi að leiðarljósi. Þessi gildi verða alltaf grundvöllur okkar framlags og þátttöku, sem fer ávallt fram á borgaralegum for- sendum eins og áréttað er í þjóðar- öryggisstefnu fyrir Ísland. Erfitt er að segja fyrir um hvað framtíðin ber í skauti sér. Við horf- um til gríðarlegra tækninýjunga, framþróunar og stökkbreytinga í ör- yggismálum, vörnum, aðgengi að upplýsingum, tækni og búnaði. Við höfum allan heiminn innan seilingar, en á sama tíma virða ógnir og áskor- anir engin landamæri, flæða á milli heimshluta í netheimum eða upplýs- ingasamfélagi þar sem hefðbundinn viðbúnaður eða varnir eru aðeins brot af stærri mynd þjóðaröryggis. Eitt er þó víst, að hér eftir sem hing- að til felst bæði öryggi og stöðugleiki í aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu sem hefur gegnt lykil- hlutverki í að tryggja frið í okkar heimshluta allt frá stofnun. Skrefið sem ríkisstjórn okkar unga lýðveldis tók fyrir sjötíu árum reyndist því mikið heillaskref. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Þjóðirnar sem stofn- uðu Atlantshafs- bandalagið voru stað- fastar og stórhuga. Þær hétu því að árás á eitt þeirra jafngilti árás á þau öll. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er utanríkisráðherra. Órofa samstaða í sjötíu ár Íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir ákveðnum áskorunum um þessar mundir og um leið erum við vel í stakk búin til að takast á við þær. Forsendur nýrrar tillögu um fjár- málaáætlun gera ráð fyrir kólnun í hagkerf- inu og einmitt þess vegna er aukin áhersla á opinbera fjárfestingu til að tryggja atvinnustig og vega upp á móti slaka í hagkerfinu. Vissulega þarf að end- urmeta áætlanir nú þegar áföll hafa orðið í flugrekstri en gleymum því ekki að við erum í góðri stöðu. Innleidd hefur verið aukin lang- tímahugsun við stjórn ríkisfjármála. Hún sést vel þegar staða ríkissjóðs er skoðuð; skuldir ríkissjóðs hafa verið lækkaðar með markvissum hætti, ríkissjóður hefur verið rekinn með verulegum afgangi, þjóðhags- legur sparnaður hefur aukist, forða hefur verið safnað og lánakjör rík- isins aldrei verið betri. Stjórnvöld hafa unnið að því að efla samráð aðila vinnumarkaðarins, ríkis og sveitarfélaga og koma því í fastara form. Þá hefur ríkisstjórnin unnið að breytingum á ramma peningastefnunnar og umgjörð stjórntækja Seðlabanka Íslands. Sú vinna tekur mið af því að byggja á íslenskri krónu með notkun þjóðhagsvarúðartækja og fylgja ráðgjöf inn- lendra sem erlendra sérfræðinga á því sviði. Hefðbundin hag- stjórn byggist á sam- spili þriggja ofangreindra þátta; rík- isfjármála, vinnumarkaðar og peningastefnu. Markmiðið er þó ekki einungis að tryggja efnahags- legan stöðugleika. Lykilatriði er að hagstjórnin styðji við félagslegan stöðugleika, að aukin ríkisútgjöld styðji við aukna velsæld og unnið sé að samfélagslegum umbótum sam- hliða umbótum á sviði efnahags- mála. Þriðja markmiðið er síðan að takast á við þá áskorun sem alltaf er að verða brýnni; hún er að allar þær ákvarðanir sem við tökum í efna- hags- og atvinnumálum stuðli að því að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og markmiðið um kolefnis- hlutlaust samfélag eigi síðar en árið 2040 náist. Það er hins vegar svo að þessi markmið fara saman. Við viljum fjölga stoðunum undir íslenskt efna- hagslíf til að draga úr áhrifum af sveiflum einstakra atvinnuvega og draga úr því hversu háð hagkerfið er nýtingu náttúruauðlinda. Lykillinn að hvoru tveggja er að veðja á og auka verulega stuðning við nýsköp- un og rannsóknir; þannig tryggjum við tækifærin til þess að stoðunum muni sannarlega fjölga. Þar með er ekki sagt að við höld- um ekki áfram að nýta náttúruauð- lindir okkar. Staðreyndin er nefni- lega sú að þær atvinnugreinar sem reiða sig á náttúruauðlindir hafa um leið sinnt rannsóknum, þróun og ný- sköpun með þeim hætti að verð- mætasköpun hefur aukist stórkost- lega ásamt því að markverður árangur hefur náðst í draga úr orku- notkun og um leið losun gróðurhúsa- lofttegunda. Gott dæmi um þetta er sjávar- útvegurinn sem skapar tæpan fimmtung okkar útflutningstekna. Verðmætaaukning í greininni hefur m.a. byggst á þróun á vinnsluaðferð- um og sjálfvirkni sem hefur gert það kleift að auka mjög verðmæti úr veiddum afla. Á sama tíma hefur framþróun í sjávarútvegi einnig leitt til þess að á tuttugu ára tímabili hef- ur losun koltvísýrings vegna sjávar- útvegs og matvælaframleiðslu dreg- ist saman um 48%. Innan allra atvinnugreina sem nýta auðlindir þjóðarinnar er unnið að áætlunum um hvernig draga má úr losun og auka bindingu, hvort sem litið er til landbúnaðar, stóriðju eða ferðaþjónustu. Dæmin sýna að slíkur árangur getur farið saman við aukna verðmætasköpun og ekki er ósennilegt að eftirspurnin eftir af- urðum sem framleiddar eru með kolefnishlutlausum hætti eigi eftir að aukast. En það er líka mikilvægt að skapa aukin verðmæti úr þeim auðlindum sem aldrei þrýtur. Þar á ég að sjálf- sögðu við hugvitið og þann ótrúlega árangur sem íslensk nýsköpunarfyr- irtæki hafa náð í því að skapa verð- mæti þar sem menn sáu áður ekki tækifæri. Fjölda nýrra fyrirtækja hefur verið komið á fót á síðustu tveimur áratugum, mörgum með áherslu á nýsköpun og upplýsinga- og samskiptatækni og hefur útflutn- ingsverðmæti þessara fyrirtækja nánast tvöfaldast á einungis fimm árum. Afl þekkingarinnar er að skapa nýjan veruleika og ný verðmæti þar sem fólk sá ekki áður tækifærin. Og þekkingin er ekki einungis á sviði hinnar hefðbundnu tækni heldur einnig hinna skapandi greina og lista. Menntun, rannsóknir og ný- sköpun er það sem mun tryggja vel- gengni íslensks efnahagslífs og sam- félags inn í framtíðina, menntun sem mun gera hverjum og einum kleift að skapa sín eigin tækifæri og búa til ný verðmæti úr engu nema hug- viti. Þess vegna hafa stjórnvöld sett aukið fé í menntun og rannsóknir og þess vegna ætlum við að nýta arðinn af orkuauðlindinni meðal annars til að fjárfesta í nýsköpun. Það er vegna þess að þetta er sú auðlind sem mestu mun skipta til að íslenskt efnahagslíf hvíli á fjölbreyttari stoð- um til framtíðar. Og þetta er sú auð- lind sem mun hjálpa okkur að þróa efnahagslífið þannig að við getum tekist á við stærstu áskoranir sam- tímans. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Afl þekkingarinnar er að skapa nýjan veruleika og ný verð- mæti þar sem fólk sá ekki áður tækifærin. Höfundur er forsætisráðherra. Áskoranir og tækifæri í íslensku efnahagslífi Katrín Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.