Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarvogskirkja Vinsælt hús til tónleikahalds í höfuðborginni. Haldið verður upp á tuttugu ára starfsafmælis Tónskóla Hörpunnar með afmælistónleikum í Grafarvogs- kirkju í Reykjavík á morgun, föstu- dagskvöldið 5. apríl, og hefjast þeir klukkan 19:30. Þar koma nemendur og kennarar skólans fram og flytja tónlist af ýmsum toga. Á eftir verða kaffiveitingar. Aðgangseyrir er eng- inn og allir velkomnir. „Ég býst við að um 30 nemendur úr skólanum spili fyrir okkur og svo eru í kennaraliði okkar góðir hljóð- færaleikarar svo þetta verða alveg fyrsta flokks tónleikar og frábær skemmtun fyrir alla,“ segir Kjartan Eggertsson skólastjóri. Höfuðstöðvar Tónskóla Hörpunnar eru í Spönginni í Grafarvogi en auk þess hljóðfærakennsla í alls ellefu grunnskólum í Reykjavík. Í vetur eru alls 130 nemendur við Tónskóla Hörp- unnar sem endranær velja flestir að læra annaðhvort á píanó eða gítar. Önnur hljóðfæri koma þó sterk inn, svo sem fiðla, þverflauta og saxó- fónn. „Tónlistarnám er vinsælt og að- sóknin að aukast að nýju,“ segir Kjartan skólastjóri. Tónskóli Hörpunnar í tuttugu ár Tónleikar í Grafarvogskirkju Morgunblaðið/Eggert Spilatími Kjartan Eggertsson, skólastjóri Hörpunnar, í kennslustund í gær með þeim Heklu Hrund Andradóttur, Laisha Mr. og Önnu Gloríu Káradóttur. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mótið var mikilvæg æfingfyrir björgunarsveit-arfólk, en útköll aðvetrarlagi eru mörg og aðstæður oft erfiðar. Þjálfunin gerir okkur betur en ella kleift að takast á við slíkt verkefni,“ segir Smári Sig- urðsson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Um síðast- liðina helgi var austur á landi haldið svonefnt tækjamót björgunarsveit- anna og þangað mættu um 350 manns af öllu landinu á vélsleðum, snjóbílum og jeppum. Björgunar- sveitarmenn voru á tækjamóti á tveimur stöðum; margir voru á Eiðum á Héraði hvaðan var svo gert út á æfingu í Smjörfjöllum, sem er í fjalla- klasanum milli Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar. Þar gafst fólki tækifæri til að reyna sig við ýmsar aðstæður í vetrarríki svo sem í björgun, auk þess sem fjar- skiptamál voru yfirfarin og þjálfuð. Er þetta mikilvægt því vetrarútköll björgunarsveitanna eru mörg – sem helst í hendur við fjölgun ferða- manna sem til landsins koma og fara þá gjarnan upp til fjalla, heiða og dala. Ekki í óvissu Allmargir voru svo í Snæfells- skála, þá einkum jeppamenn og -konur sem komu á staðinn þvert yf- ir landið um fannbreiðuna, ýmist úr framdölum á Norðurlandi og þá af suðurhálendinu og þaðan þvert yfir Vatnajökul. Á svæðið mætti fólk úr flestum björgunarsveitum landsins, en þær eru alls 90. „Það er fínt að gera út í leið- angra frá Snæfelli. Ég vissi að marg- ir fóru til dæmis í svonefnda Trölla- króka, sem eru nyrst á Lóns- öræfunum og eru mjög stórbrotið svæði. Og allar þessar ferðir gengu mjög vel, enda var á æfingunni vel þjálfað fólk sem veit hvað þarf og hefur hlutina í lagi. Anar ekki út í óvissu eða aðstæður sem eru óvið- ráðanlegar en slíkt skiptir miklu í öllu starfi björgunarsveita. Menn til dæmis skráðu sig inn á svæði og svo var fylgst með ferðunum úr stjórn- stöð þannig að víst væri að allir skil- uðu sér á áfangastað,“ segir Smári, sem sjálfur kom til mótsins á sínum eigin vélsleða úr Eyjafirðinum. Tók þaðan stefnuna um breiðurnar aust- ur á bóginn um slóðir sem hann þekkir vel sem sleða- og björgunar- sveitarmaður í áratugi. Sjö sólir á lofti í senn Á æfingum sem þessum er fé- lagsskapurinn þýðingarmikið atriði. „Að fólk þekkist og gagnkvæmt traust ríki skiptir miklu, til dæmis í björgunaraðgerðum þar sem ekkert má klikka. Svo var líka alveg frá- bært að vera fyrir austan og mót- tökur heimamanna þar voru frábær- ar. Grillaðir voru heilu skrokkarnir ofan í fólk sem hafði góða lyst eftir allt fjallaslarkið. Við fórum reynsl- unni ríkari heim eftir þessa æfingu. Vorum líka heppin með veður og sjö sólir voru á lofti í senn,“ segir Smári Sigurðsson. Ljósmynd/Guðbrandur Örn Arnarson Jeppakarlar Á stórum jeppum með breiðum dekkjum sem búið er að hleypa lofti úr er verða fáar fyrirstöður á fannbreiðunum. Ýmsir úr björgunarsveitunum óku þvert yfir Vatnajökul og komu þá leiðina á Tækjamót. Björgunarsveitir yfir fannhvíta jörð Fjallaferð! Björgunarsveitarfólk víða af landinu hittist á tækjamóti á Austur- landi. Jeppar, vélsleðar og snjóbílar. Smjörfjöll og Tröllakrókur. Félagsskapur. Ljósmynd/Smári Sigurðsson Kraftur Fjórhjól voru á Tækjamótinu en góð reynsla er af notkun þeirra við ýmis leitar- og björgunarstörf. Smári Sigurðsson Ford Margar björgunarsveitir eru með Econoline í flota sínum, svo sem Stefán í Mývatnssveit. Reynslan er góð. Vetrarútköll björg- unarsveitanna eru mörg – sem helst í hendur við fjölgun ferðamanna sem til landsins koma og fara þá gjarnan upp til fjalla, heiða og dala. Veisla Slark í vetrarferðum á fjöllum er lýjandi og því tók mannskapurinn hraustlega til matar síns þegar komið var að kvöldi í hús eftir æfingu. Vertu með í páskaleik Góu á goa is!.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.