Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 ✝ Árni Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 16. desember 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 24. mars 2019. Foreldrar hans voru Guðmundur Júlíus Júlíusson, f. 13. ágúst 1900, d. 18. mars 1986, og Jarþrúður Bernharðsdóttir, f. 25. febrúar 1900, d. 1. maí 1988. Systkini Árna voru sjö talsins: Júlíus, f. 26. september 1922, d. 8. apríl 2017, Bjarnheiður, f. 9. febrúar 1924, d. 10. júlí 1994, Guðrún Áslaug, f. 31. október 1925, d. 24. febrúar 2019, Agnes, f. 23. október 1926, d. 21. októ- harðssyni, f. 28. júní 1969, dóttir þeirra Sara Patricie, f. 26. febr- úar 2013. 3) Þorbjörg, f. 3. desember 1971, d. 27. desember 1977. 4) Anna Kristín, f. 31. mars 1976. Árni ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Hann hóf ungur störf og var aðeins 14 ára gamall þegar hann fór fyrst á sjó, árið 1956 hóf hann störf hjá Raf- magnsveitum ríkisins við að setja upp háspennulínur um sveitir landsins. Seinna hóf hann störf hjá Sindra og starfaði þar þangað til hann hætti störfum til að annast veika dóttur sína. Síð- ustu starfsárin starfaði hann sem næturvörður hjá Alþingi. Árni var mikill áhugamaður um bridge og tók þátt í fjölmörgum bridgemótum. Árni verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. ber 2014, Jórunn, f. 23. júní 1929, d. 24. júní 1970, Anna, f. 17. október 1930, d. 29. janúar 2005, og Bernharður, f. 17. október 1930, d. 5. október 2006. 25. október 1969 kvæntist Árni eft- irlifandi eiginkonu sinni, Margréti Önnu Þórðardóttur, f. 21. mars 1932. Foreldrar henn- ar voru Þórður Sigurbjörnsson, f. 27. nóvember 1907, d. 23. októ- ber 1985, og Ragnhildur Einars- dóttir, f. 12. júní 1909, d. 20. maí 1994. Börn Árna og Margrétar eru: 1) Þórður, f. 25. apríl 1969, d. 30. júlí 1969. 2) Margrét, f. 29. ágúst 1970, gift Jóni Inga Rík- Takk fyrir allt, elsku besti um- hyggjusami, hlýi og yndislegi pabbi okkar. Þú ert sá allra allra besti. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Minning um frábæran pabba og manneskju mun lifa, þú munt alltaf eiga stóran part í hjörtum okkar. Við söknum þín og elskum. Þínar pabbastelpur, Margrét og Anna Kristín. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veist þú ert kominn að vaðinu á ánni. (Hannes Pétursson) Nú þegar vinur minn, frændi og vinnufélagi hefur haldið yfir vaðið á ánni langar mig að rifja upp okkar góðu kynni. Við erum systrasynir, ég frá Eyrarbakka, hann úr Reykjavík. Það var ekki mikill samgangur milli heimila okkar, ég þekkti ekki þennan frænda minn. Örlögin höguðu því svo til að Árni réðist í vinnuflokk á vegum Rafmagnsveitna ríkisins síðla vetrar 1956, í þeim vinnu- flokki vann ég þá. Með okkur tókst góð vinátta þó að við átt- uðum okkur ekki strax á skyld- leikanum. Árni var einstaklega verklaginn og afbragðs „staura- maður“, átti ekki lofthræðslu til. Á þessum árum voru Rafmagns- veiturnar ekki svæðisskiptar, vinnusvæðið vítt og breitt um landið. Gist í tjöldum, mötuneyti í sérstökum skúr og herbergi mat- ráðskonu þar inni af, útikamar við læk og línu- og verkamenn fluttir milli staða í „boddíi“ á vörubílspalli vetur og sumar. Við kynntumst fólki í hinum dreifðu byggðum landsins. Í vinnubúðun- um var ekki sími, engin dagblöð, og útvarp aðeins í mötuneytis- skúrnum. Á kvöldin sest við tafl- borð eða tekið í spil, Árni var okkar snjallastur í brids. Það er mér sérstaklega í minni er unnið var norður í Suður-Þingeyjar- sýslu 1957, Bæjarsveit í Borgar- firði og Grundarfirði 1958, Árni var hrókur alls fagnaðar, glaðvær og glettinn. Þegar við vorum orðnir fjölskyldumenn fækkaði samverustundum, en er árin færðust yfir bar hugurinn okkur að heiman, vaknaði löngun til samfunda á nýjan leik, rifja upp ljúfar minningar og ferðast sam- an á gamlar vinnuslóðir. Fórum fyrstu pílagrímsferðina norður að Laxárvirkjun sumarið 1990. Þessar ferðir voru farnar öll sum- ur til 2011, síðan eins dags ferðir um Suðurland og Snæfellsnes. Árni var frábær smiður, lék allt í höndunum á honum. Byggði fal- legt sumarhús með eigin hendi í Faxabúðum við Tungufljót, nutu þau Margrét og dætur þar sum- arblíðu og fegurðar Biskups- tungna í mörg ár. Urðu alltaf fagnaðarfundir er þau hjón litu inn hjá okkur Steinunni á gras- býlinu Klifi við Brúará. Þó að við viljum helst muna björtu stund- irnar í lífinu hafa þau Árni og Margrét þurft að upplifa erfið- leika og sorgir sem þau hafa tek- ist á við af ótrúlegri yfirvegun. Við Steinunn vottum Margréti, dætrum, tengdasyni og afastelpu okkar innilegustu samúð. Garðar Hannesson. Árni Guðmundsson ✝ GunnlaugBjörk Þorláks- dóttir fæddist á Ísa- firði 28. febrúar 1936. Hún lést 17. mars 2019. Hún var dóttir Þórdísar Gunnlaugsdóttur, f. 8.1. 1914, d. 10.12. 2002, og Þorláks Guðjónssonar, f. 7.6. 1914, d. 25.8. 1982. Systkini hennar sammæðra: Eiríkur Ólafur Þórðarson, f. 21.3. 1938, Jónína Helga Þórð- ardóttir, f. 30.10. 1940, Bergljót Þórðardóttir, f. 28.1. 1943, Ingi- björg Þórðardóttir, f. 12.8. 1944, d. 4.10. 1990, Katla Þórðardóttir, f. 3.10. 1945, d. 24.11. 2017, Ingi Þór Reyndal, f. 6.3. 1948, og Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, f. 31.10. 1954. Systkini samfeðra: Brandur Þorsteinsson, f. 28.8. 1934, d. 8.12. 2012, Halldóra Kristín Þorláksdóttir, f. 12.9. 1936, d. 27.12. 2017, Sigurður 8.7. 1992, og Jón Sigfússon, f. 21.4. 1890, d. 1.1. 1969. Gunnlaug og Magnús bjuggu allan sinn búskap á Akureyri. Þau skildu 1971. Þá flutti Gunn- laug til Reykjavíkur. Börn þeirra eru: 1) Jón Hafsteinn, f. 1956, maki Elín Hrönn Gúst- afsdóttir og eiga þau samtals sjö börn og 16 barnabörn. 2) Ingi- björg Guðrún, f. 1958, maki Ólaf- ur Jóhannesson og eiga þau sam- tals fjögur börn og þrjú barnabörn. 3) J. Sigríður, f. 1960, maki Sigurður Pétursson og eiga þau þrjá syni og fimm barnabörn. 4) Björn Auðunn, f. 1961, maki Valgerður Lísa Gestsdóttir og eiga þau tvö börn og sjö barnabörn. 5) Magnús Þór, f. 1962, maki Anna Carls- dóttir og eiga þau samtals þrjú börn og tvö barnabörn. 6) Bald- vin Már, f. 1964, á hann tvær dætur og eitt barnabarn. Gunnlaug vann ýmis störf um ævina, en skemmtilegasta starf- ið að hennar mati var í skóversl- un. Gunnlaug greindist með alz- heimer 2010 og í kjölfarið flutti hún í Roðasali 1, Kópavogi, 2013. Útför hennar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 4. apríl 2019, klukkan 11. Brynjar Þorláks- son, f. 5.3. 1940, Guðmunda Salome H. Þorláksdóttir, f. 27.8. 1941, Þorlák- ur Þorláksson, f. 6.2. 1943, d. 17.7. 2018, Jón Kristján Þorláksson, f. 27.4. 1944, og Gísley Aðalsteina Þorláks- dóttir, f. 6.8. 1945. Gunnlaug fór átta mánaða í fóstur til afasystur sinnar, Ingibjargar G. Eiríks- dóttur, f. 23. febrúar 1892, d. 3. desember 1972, og Steingríms Aðalsteinssonar alþingismanns, þau skildu. Uppeldissystir Gunn- laugar var Hermína Jakobssen, f. 26.7. 1929, d. 31.1. 2013. Gunnlaug fór á Héraðskólann á Laugum 1951-1953. Hún giftist 30.12. 1955 Magn- úsi Guðberg Jónssyni, f. 18. apríl 1929, d. 17. desember 2018. For- eldrar hans voru Jónína Sigríður Magnúsdóttir, f. 30.12. 1890, d. Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Móðir hættir því aldrei hún gaf af sér líf sem hún á alltaf (Gunnlaug Björk) Lífið er litróf og lærdómur ljúfsárra minninga tilfinninga torgsins kvikan næfurþunna hugarþelið flókna sálarflækjur stundanna. Stórbrotnar hugmyndir glæðandi frelsi í lífinu. Undur og býsn sem berast mannshuganum skynjar hið himneska. Hvílíkt afl hver hefur efni á að hafna köfum í undirdjúp sálar okkar syngjum lofsöng um það sem veitt var til umráða verndum það og virðum hvert okkar gerum litrófið að lífsljósi leiftrandi stunda svo langt sem augað eygir lengst inn í sálarkima svo lengi sem lífið leyfir. Þökkum þeim eina lífið sem litrófið gaf. (Gunnlaug Björk) Þín dóttir, Ingibjörg (Imba). Hugurinn leitar liðins tíma og fyllist af minningum og þakklæti. Úti í heiðríkjunni flögrar lítill fugl. Blærinn vaggar honum og hann finnur andardrátt líðandi stundar. Umhverfis hann er eitthvað sem tengist trausti, vináttu, kærleika. Það fylgir honum hvert sem hann fer; í logni, golu, kalda, en best finnur hann fyrir því þegar rokið ætlar að taka völdin og feykja honum til. Öðru hverju tyllir hann sér á stein, staldrar við, finnur andblæ hins liðna. Gleði, hlátrar, vökulangar viðræður, áhugi, óvæntar uppákomur, eðli mannsins, alheimurinn. Skoðanaskipti ef til vill einhvers konar niðurstaða. Stundum brá fyrir dökkum skuggum jafnvel svörtum í kringum okkur, en aldrei á milli okkar. Áfram flögrar litli fuglinn út í óvissuna með von í hjartanu. Við Gulli sendum innilegar samúðarkveðjur til Imbu, Siggu, Jóns, Bjössa, Tuma, Baldvins og fjölskyldna þeirra. Sigrún Þórisdóttir. Elsku amma Gulla er dáin og eðlilega rifjar maður upp gaml- ar minningar og hugsar til baka. Ég hugsa til ömmu með bros á vör því ávallt tók hún á móti manni með faðmlagi og kossi á hvora kinn. Stundum nebba- kossi meira að segja. Ég skipti minningunum um ömmu í þrjú tímabil: Þegar ég var lítil stelpa og við Svana frænka lékum okkur saman hjá ömmu og fengum að skreyta okkur með skartgrip- unum hennar og máta fötin og skóna. Svo þegar ég var óharðnaður unglingur og vissi ekki alltaf í hvorn fótinn ég ætti að stíga. Þá var gott að fara ein í heim- sókn til ömmu og spjalla. Loks er það tímabilið eftir að ég eignaðist börnin mín. Það var svo gaman að koma til hennar með þau því hún dáðist svo að þeim og talaði fallega til þeirra. Seinni ár voru auðvitað aðeins frábrugðin þar sem amma var komin með alzheimer. Hún var þó á þeim stað að hún þekkti mig en spurði börnin mín mörgum sinnum í hverri heim- sókn hvað þau hétu og hvað þau væru gömul. Þetta fannst þeim skrítið en á sama tíma forvitnilegt og stundum spaugi- legt. Ég lét Ísabellu dóttur mína yfirleitt fara í skóm með glimmeri því þá tók amma svo vel eftir þeim. Hún elskaði nefnilega skó, var með skódellu á háu stigi. Það er leiðinlegt að geta ekki heimsótt ömmu og hlegið með henni, því það var það sem maður gerði yfirleitt hjá henni, hún hafði svo gott skopskyn og sýndi það fram á síðustu stundu. Það verður gott að minnast hennar þannig; bros- andi, kátrar og fallegrar. Elsku amma, hvíldu í friði. Þín Imma. Gunnlaug Björk Þorláksdóttir Það var auðvitað ljóst að afi minn, hann Aðalsteinn Guðmundsson, myndi að lokum hafa rétt fyrir sér í síendurteknum spádómi sínum við mig að „nú færi sko að styttast í annan endann“ á jarðlífi hans. Ef ég hefði heyrt afa minn segja þetta í fyrsta skipti um síðustu jól hefði mér fundist mikið til spádómsgáfu hans koma. Blessunarlega vill hins vegar svo til að ég hef heyrt hann spá ranglega fyrir um endalok sín við mig um nokkurt skeið! Við afi gátum verið í djúpum samræðum um hvaða málefni sem er, hvort sem það var ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, vaxtastefna Seðlabanka Íslands eða enski boltinn þegar afi, laufléttur í lund, gat tekið upp á því að hrista rækilega upp í samtalinu með því að segja að nú færi hver dagur að verða hans síð- asti. Hann gerði það ekki með trega í röddu, líkt og hann hræddist dauðann og vildi skjóta honum á frest. Þvert á móti fylgdi orðum hans stærð- arinnar gleðibros. Fyrir mér er þetta lýsandi fyrir lífsviðhorf afa. Hann vissi að þótt lífið væri hverfult væru það mikil forrétt- indi að fá að takast á við hvern nýjan dag. Hver nýr dagur hafði í för með sér meiri tíma til að unna afkomendum sínum, vinum og öðru samferðafólki. Hann hafði brennandi áhuga á fólkinu sínu og lét sig viðfangsefni þess varða. Hár aldur eða miklar fjarlægðir drógu ekki úr um- Aðalsteinn Guðmundsson ✝ AðalsteinnGuðmundsson fæddist 24. júní 1928. Hann lést 6. mars 2019. Útförin fór fram í kyrrþey 14. mars 2019. hyggjusemi hans. Eitt lítið og skondið dæmi þess er þegar ég seint á síðasta ári fékk nagla í eitt afturdekkja bifreið- ar minnar – í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Afi unni sér ekki hvíld- ar fyrr en hann vissi að dekkjamál mín væru komin í góðan farveg! Nýr dagur hafði aukinheldur í för með sér meiri tíma til að sinna áhugamálum. Eitt hans helsta tómstundamál var að fræðast um fólk, lífið og heiminn almennt. Afi var gjörsneyddur öllum fordómum gagnvart fólki og málefnum. Ef eitthvað var nýtt í hans augum sóttist hann eftir að kynnast því og fræðast um. Ef til vill er skýrasta sönn- un þess að eftir að ég kvæntist konu frá Pakistan átti hann það til að setja upp þjóðarhatt Pak- istana þegar hann kom við á kaffistofu Hlévangs. Fram til síðasta dags hafði lærdóms- þorstanum ekki verið svalað. Til að mynda varð mér ljóst um síð- ustu jól að hann tilheyrði þeim fámenna hópi einstaklinga sem hvortveggja eru komnir á tí- ræðisaldur og láta sig fjórðu iðnbyltinguna varða! Við fráfall nákomins ættingja eða vinar leitast eftirlifendur við að líta yfir farinn veg til þess að sjá hvaða lærdóma hinn látni hafi fært okkur á lífsleið sinni. Mér hefur verið það morgun- ljóst um árabil að það veiga- mesta af mörgu sem afi minn kenndi mér er að ég eigi að hátta lífsviðhorfi þannig að mér geti með tíð og tíma hlotnast sú viska sem þarf til þess að geta sagt við afkomendur mína með bros á vör: „Jæja, elskurnar, nú fer að koma tími á kallinn!“ Hvíldu í friði, elsku afi minn. Rósant Ísak Rósantsson. Í dag kveðjum við ástkæra systur, Siggu Dóru, eftir erfiða baráttu við krabbamein eins og kvenleggurinn í þessari fjölskyldu hefur fengið að kenna á svo rækilega. Á kveðju- stund er þakklætið þó ofar öllu öðru, þakklæti fyrir alla sam- veruna með fjölskyldunni en þar léku Sigga Dóra og Bragi stórt hlutverk í að halda saman systk- inahópnum og oftar en ekki bjóða fram heimili sitt til slíkra sam- verustunda eins og á jólum, ára- mótum, kappreiðahelginni, fýla- tímanum og fleiri skemmtilegum tímum. Samgangur fjölskyldna okkar var líka mikill þegar við bjuggum í Mýrdalnum og var þá hús þeirra hjóna okkur og sonum okkar ávallt opið. Sigga Dóra var Sigríður Dórothea Árnadóttir ✝ Sigríður Dó-rothea fæddist 11. júlí 1952. Hún lést 16. mars 2019. Útför hennar fór fram 29. mars 2019. líkt og undirritaður talsvert fyrir búfén- að og var í mörg ár í sveit hjá frændfólki okkar í Úthlíð í Skaftártungu og Tungumenn henni ávallt nærri hjarta- stað. Það var svo kærkomið tækifæri að geta stutt hana lítillega í hesta- mennskunni hin seinni ár eftir að hún hafði komið börnum sínum upp og meiri tími gafst til tómstunda. Sigga Dóra var einstaklega natin við foreldra okkar meðan þeir lifðu og sér- staklega annaðist hún hann pabba vel hans síðustu ár og verður það seint fullþakkað. Ég er þess fullviss að vel verður tek- ið á móti henni í Sumarlandinu góða. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæra systir. Elsku Bragi, Árni, Lolla Sigga, Hanna, Hákon og fjöl- skyldur, megi allt hið góða styrkja ykkur í sorginni. Hermann og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.