Morgunblaðið - 04.04.2019, Síða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Breiðskífa Kristínar Önnu Valtýs-
dóttur, I Must Be the Devil, kemur út
á morgun á vegum útgáfunnar Bel-
Air Glamour Records í samstarfi við
The Vinyl Factory í New York og
heldur Kristín útgáfutónleika af því
tilefni í Dómkirkjunni í Reykjavík í
kvöld kl. 21. Kristín tók plötuna upp í
samstarfi við tónskáldið Kjartan
Sveinsson sem hún hefur áður unnið
með og af öðrum listamönnum sem
hún hefur átt í góðu samstarfi við má
nefna Ragnar Kjartansson, Bryce og
Aaron Dessner, Animal Collective og
Mice Parade.
Tónlistarmyndband við eitt laga
plötunnar, „Forever Love“, hefur
þegar verið gefið út og má m.a. finna
það á YouTube. Myndbandinu leik-
stýrðu Allan Sigurðsson og Ragnar
Kjartansson fyrrnefndur og má í því
sjá verk eftir Ragnar í ljósum logum,
málverk af logum sem hann málaði á
viðarplötur.
Umslag plötunnar hefur þegar
vakið mikla athygli en á því má sjá
hóp nakinna karlmanna sem margir
hverjir eru þjóðkunnir og Kristínu
Önnu fullklædda fyrir framan þá.
Ljósmyndin er greinileg vísun í um-
slag plötunnar Electric Ladyland
með The Jimi Hendrix Experience.
Gítarhetjan Hendrix var að vísu fjarri
góðu gamni í þeirri myndatöku en ein
fyrirsætan heldur þó á ljósmynd af
honum.
Náin sambönd
Blaðamaður sló á þráðinn til Krist-
ínar í byrjun viku og spurði hana
fyrst út í þessa forvitnilegu ljósmynd
á umslagi plötunnar og hvers vegna
verið væri að vísa í hina þekktu plötu
Hendrix, Electric Ladyland. „Hug-
myndin að plötukápunni kemur frá
Ragnari Helga Ólafssyni sem er graf-
ískur hönnuður og ferlega klár. Hann
fékk bara þessa hugmynd og við
hlógum öll að henni og ákváðum svo í
öllum alvarleikanum að hrinda henni í
framkvæmd,“ svarar Kristín. Hún
segist áður hafa vísað í plötukápu
með þessum hætti, á plötu sinni Howl
en ljósmyndin á umslagi þeirrar skífu
er óbein vísun í Houses of the Holy
með Led Zeppelin. „Það lá því bein-
ast við að halda áfram þessu samtali
við rokksöguna,“ segir Kristín kímin.
Hún segir myndatökuna hafa farið
fram í Þjóðleikhúsinu og staðsetning-
in hafi veitt fyrirsætunum ákveðið
frelsi. „Þar má maður skipta um föt
fyrir framan alla og strákarnir fóru
allir í smink, fengu olíu á kroppinn og
svo var skúlptúrinn gerður. Síðan
stóðu bara allir upp, fóru úr og þá var
smellt af. Þannig að þetta var svona
„happening“,“ útskýrir Kristín og að
úr hafi orðið þessi fallegi karlmanna-
skúlptúr.
Titillinn kom án umhugsunar
Kristín segir öll lög plötunnar fjalla
um náin sambönd og þá ekki bara við
annað fólk heldur líka náið samband
hennar við sjálfa sig. Platan hefur að
geyma lög sem samin voru fyrir rödd
og píanó á 12 ára tímabili, frá árinu
2005 til 2017, og má því segja að að-
dragandinn að útgáfu plötunnar hafi
verið býsna langur.
En hvers vegna varð þessi plötutit-
ill fyrir valinu, Ég hlýt að vera djöf-
ullinn í íslenskri þýðingu? „Við Kjart-
an Sveinsson, tónskáld og fyrrver-
andi Sigur Rósar-maður sem tók
plötuna upp með mér, sátum úti á
svölum frekar snemma í upptökuferl-
inu og vorum búin að leggja grunninn
að flestum lögunum. Þá spurði hann
mig hvað platan ætti að heita og ég
svaraði bara með þessum titli án þess
að hafa hugsað neitt út í það. Hún hét
þessu nafni áfram og svo seinna í ferl-
inu samdi ég lag með þessum titli, „I
Must be the Devil“, sem er ekki á
plötunni. En ljóðið úr laginu er innan
á plötukápunni og þar má kannski
finna eina útskýringu á þýðingu titils-
ins, eina af mörgum.“
Persónuleg og lýrísk
Elsta lagið á plötunni og jafnframt
það fyrsta var samið árið 2005 þegar
Kristín var enn í hljómsveitinni múm.
Hún hætti í þeirri sveit ári síðar og
hélt áfram að semja tónlist á píanó og
flytja við tækifæri undir nafninu Kría
Brekkan. Það var svo fyrir hvatningu
Ragnars Kjartanssonar og Ingibjarg-
ar Sigurjónsdóttur að Kristín hóf að
vinna að plötunni sem hefur að geyma
níu lög en 18 voru þó fullkláruð og 20
tekin upp. „Þetta er ákveðinn bálkur
sem nær yfir langt tímabil,“ útskýrir
Kristín.
Spurð hvernig hún flokki þessa tón-
list segist hún ekki vita hvernig best
sé að gera það. „En ég veit að hún er
persónuleg og lýrísk og að þetta er
tónlist sem verður ekki búin til með
gervigreind, þetta er allt lifandi flutn-
ingur, ég spila á flygil og syng og allur
grunnurinn er þessi eina taka af þeim
flutningi.“
Reykjavík, London
og New York
Sköpun Kristínar er ekki aðeins
bundin við tónlist því hún hefur líka
komið að myndlist og þá m.a. gjörn-
ingum Hrafnhildar Arnardóttur
Shoplifter og Snorra Ásmundssonar.
Árið 2012 tók hún þátt í tónlistarflutn-
ingi í hinni rómuðu myndbandsinn-
setningu Ragnars Kjartanssonar,
„The Visitors“, og hefur líka komið að
fleiri verkum eftir hann. Ragnar er
einn eigenda Bel-Air Glamour Rec-
ords-útgáfunnar sem hefur nú gefið
út tvær plötur Kristínar, HOWL og
þá sem hér er til umfjöllunar.
Þessi tenging Kristínar við mynd-
listarmenn og -gjörninga kemur ekki
svo mjög á óvart því hún er myndlist-
armenntuð og hefur fengist við mynd-
list. „Á tímabili fékkst ég miklu meira
við gjörningalist eða myndlist en tón-
list,“ útskýrir Kristín.
Fram undan hjá henni eru þrennir
tónleikar vegna útgáfu plötunnar og
tónleikastaðirnir eru ekki af verri
endanum: Dómkirkjan í Reykjavík,
The Store X í 180 Strand byggingunni
í London 16. maí og The Kitchen í
New York 2. júní. Bára Gísladóttir,
Ingi Garðar Erlendsson og Áki Ás-
geirsson koma fram með Kristínu á
tónleikunum .
I Must Be the Devil verður að-
gengileg á helstu tónlistarveitum og
hana má einnig kaupa á vínil.
Ljósmynd/Ari Magg
Fyrirmyndin Ljósmyndin þekkta á umslagi Electric Ladyland.
Naktir karlar prýða umslag breiðskífu Kristínar Önnu, I Must Be the Devil, sem kemur út á
morgun Útgáfutónleikar í Dómkirkjunni Tónlist sem verður ekki búin til með gervigreind
Samtal við rokksöguna
Skúlptúr Kristín Anna með nöktum
karlmönnum á umslagi plötunnar.
Myndlistarkonurnar Marta María
Jónsdóttir og Kristín Elva Rögn-
valdsdóttir opna saman sýninguna
Plöntur í Galleríi Gróttu í dag kl.
17.
Kristín Elva vinnur með teikn-
ingar á pappír og panilplötur og
vinnur meðal annars út frá hinu
hversdagslega í umhverfinu, t.d.
smádýrum, gróðri og klisjum í
manngerðu umhverfi, eins og segir
í tilkynningu. Hún vinnur með við-
fangsefni sín á óbeinan hátt og
lokaútkoma verka stjórnast af
frjálslegri túlkun hennar af við-
fangsefninu sem hún vinnur að-
allega upp úr skissum.
Marta María kannar í verkum
sínum mörkin á milli teikningar og
málverks og skipar litur stórt hlut-
verk í þeim og ólíkir litafletir, línur
og form byggja upp myndflötinn og
hrár ómálaður striginn verður hluti
af myndheiminum. Í verkunum
blandast ósjálfráð teikning við hið
vélræna og vísindalega, eins og því
er lýst.
Marta og Kristín sýna saman í Gróttu
Plöntur Hluti verks á sýningunni.
SKECHERS GRACEFUL DÖMUSKÓR
MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI.
STÆRÐIR 36-41.
FÁST EINNIG SVARTIR.
12.995.-
DÖMUSKÓR