Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Marta María mm@mbl.is „Árið 2016 bað kúnni mig að hanna borðstofuborð fyrir sig og hún vildi hafa það úr gleri. Úr varð að ég hannaði borð úr svertu messing, bæsuðum við og gráu gleri. Ég var svo ánægð með útkomuna að ég ákvað að prufa mig áfram með ein- faldari og ódýrari útgáfu af svipuðu borði og notaði þá pólýhúðað stál og grátt gler og í framhaldinu gerði ég einnig sófaborð með „emperador brown“-marmara og stálfótum. Öll þessi efni eru í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst gaman hversu auðvelt er að breyta þessum borðum með því að blanda mismunandi út- gáfum af efnum saman. Til dæmis nota messingfót við marmaratopp og svo framvegis,“ segir Sæja og bætir við: „Eftir þetta fór ég að vinna með Granítsmiðjunni. Hugmyndin var að reyna að nýta efnisafganga þar sem oft verða til afgangar úr borðplötum sem eru ekki nógu stórir í aðra plötu. Þessu efni er því bara fargað, sem er algjör synd. Ég hannaði því þríhyrnd og ferköntuð borð þar sem ég leik mér að því að blanda saman mismunandi marmara og graníti. Nýjasta viðbótin er svo í vinnslu en þar heldur útlitið sér nema topp- urinn er hringur. Ég hef einnig gengið svo langt að nota efnis- afganga af marmara, kvartsi og graníti sem flísar í forstofu. Það heppnaðist ótrúlega vel,“ segir hún. Sæja segir að það sé gaman að eiga eitthvað sem hinir eiga ekki. „Þegar ég hanna hjá fólki þykir mér gaman þegar við gerum eitt- hvað sérsniðið sem kannski ekki all- ir eru með og hef því leikið mér að því að búa til húsgögn eins og gangaborð, sófaborð, hillur og fleira.“ Sæja segir að það að blanda mis- munandi tegundum saman við marmara henti vel inn í heimilist- ísku dagsins í dag. „Í dag er allt svolítið leyfilegt og gaman að sjá þegar mismunandi lit- um, efnum og áferðum er blandað saman. Mér þykir fallegast að of- hlaða ekki, frekar leyfa einstökum hlutum, málverkum og húsgögnum að njóta sín. Grunnurinn er því frek- ar einfaldur en annað fær að njóta sín. Það er samt alltaf skemmtilegt að sjá bara hvernig fólk gerir heim- ili sitt að sínu án þess að vera of fast í einhverri tísku.“ Sæja hannar húsgögn Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður, eða Sæja eins og hún er kölluð, hefur hlotið mikla at- hygli fyrir störf sín við að fegra heimili landsmanna. Nú er hún farin að teygja sig örlítið lengra og búin að hanna nokkur húsgögn sem fegra umhverfið. Smart Borðin eru búin til úr af- gangsmarmara. Einfalt og fallegt Fæturnir koma vel út. Fer vel Borðin passa vel við húsgögnin sem fyrir eru í íbúðinni. Stílhreint Borðin eru ákaflega smekkleg og passa við allskonar stíla. Heillandi Hér má sjá tvö marmaraborð sem Sæja hannaði fyrir við- skiptavin sinn. Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Við notum Neauvia Organic, efni sem byggir upp og eykur kollagen framleiðslu. Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökum vel ámóti ykkur Ert þú að íhuga að prófa fyllingarefni? Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Öflugar og notendavænar sláttuvélar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.