Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er nú hátt á sjöunda hundrað verka og satt best að segja veit ég ekki alveg hversu mörg þeirra hanga nú uppi á sýningum, en hugsa að það sé vel á fimmta hundraðið. Þetta er eins og þegar hrossaræktendur eru spurðir að því hvað þeir eigi margar stóðmerar, þá eru loðin svör,“ segir Skúli Gunnlaugsson læknir og hlær þegar hann er spurður um hið um- fangsmikla, vandaða og athyglisverða safn á íslenskri myndlist sem hann hefur komið sér upp. Og það á aðeins rúmlega einum áratug. Skúli bætir við að safnið snúist ekki um magn heldur gæði en það er samt ekki hægt að komast hjá þeirri hugsun að Skúli hafi að meðaltali keypt meira en eitt myndverk á viku – lungann úr þeim tíma bjó hann og starfaði í Bandaríkj- unum – og hefur greitt fyrir safnið gríðarháa fjárhæð. Þá hefur hann far- ið óvenjulega leið til að koma safn- eigninni á framfæri en hann hefur að eigin frumkvæði sett upp vel hugs- aðar sýningar á verkum sínum í á annan tug fyrirtækja í Reykjavík. Á málþingi sem verður haldið í Listasafni Íslands á laugardaginn kemur kl. 10.30 mun Skúli fjalla um hugsjónir sínar sem safnari mynd- listar og um safn sitt en málþingið er haldið í tengslum við sýninguna Gjöfin frá Amy Engilberts sem nýverið var sett upp í Listasafninu. Á henni eru verk samtímalistamanna sem safnið hefur keypt síðasta áratuginn fyrir dánargjöf frá Amy. Þess má geta að á sama tíma hefur Skúli eignast verk eftir sömu listamenn. Skoðuðum verkin á 12 stöðum Skúli starfar í dag sem læknir á sjúkrahúsinu í Keflavík en miklar breytingar hafa orðið á lífi hans á síð- ustu árum. Eins og kom fram í viðtali við Skúla í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins í janúar fyrir rúmu ári síðan, þá naut hann um 13 ára skeið mikillar velgengni sem hjartalæknir í Banda- ríkjunum og var einn eigenda lækn- ingamiðstöðvar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Hann var alls í tvo áratugi við nám og störf vestra – en hann er annars uppalinn í Laugarási í Biskupstungum, sonur hjónanna Renötu Vilhjálmsdóttur kennara og Gunnlaugs Skúlasonar dýralæknis. En fyrir rúmum tveimur árum greindist Skúli með bráðahvítblæði og gekk í gegnum erfiða læknismeðferð. „Fótunum var kippt undan mér í einu vettvangi. Ég hafði verið með ein- kenni í eina viku, var slappur og púls- inn hraður – og ég sem hafði aldrei orðið veikur eða tekið mér frí, hafði bara unnið í allt að 16 tíma á dag, en byrjaði í lyfjameðferð sama dag og hvítblæðið greindist. Og ég tók aldrei aftur á móti sjúklingi í Bandaríkj- unum.“ Samhliða störfum sínum í Banda- ríkjunum hafði Skúli byrjað að byggja upp safn af íslenskri myndlist og sinnti því af mikilli ástríðu. „Ég skildi árið 2008 og þá tók myndlistin yfir,“ segir hann. „Stundum var ég á milli hjartaaðgerða í símanum að bjóða í myndverk. Eftir hrunið sátu margir hér uppi með góð verk, enginn var að kaupa neitt og ég gat gert sannkölluð magninnkaup á þeim tíma, og eftir gengisfellinguna hér voru laun mín úti að auki tvöfalt hærri en áður miðað við krónuna og það gerði mér enn auðveldara fyrir við að kaupa verk.“ Fyrir nokkrum árum hafði ég kom- ist að því að Skúli hafði farið þá óvenjulegu leið sem safnari mynd- listar að setja upp sýningar á verkum sínum í völdum fyrirtækjum á höfuð- borgarsvæðinu. Við höfðum rætt um að þegar hann væri á landinu myndi hann sýna mér þær sýningar sem hann hafði sett upp en svo veiktist hann og þau áform voru sett á ís. En nú er Skúli fluttur heim og á dögunum var kominn tími til að kynnast þessu umfangsmikla safni hans. Og það tók heilan vinnudag að fara á milli sýn- inganna en ef heimili safnarans er tal- ið með þá eru verk hans nú á tólf stöðum; við sáum þau meðal annars á skrifstofum á fjórum hæðum í Turn- inum við Borgartún og Katrínartún, í Kringlunni, í Húsi verslunarinnar, úti á Granda og svo á Skúli öll listaverkin í Hilton hótelinu, í móttökunni og á veitingastaðnum Vox; þar má til að mynda sjá verk eftir Louisu Matt- híasdóttur, Ólaf Elíasson, Jóhann Briem, Jón Stefánsson, Kjarval, Hallgrím Helgason og Guðmundu Andrésdóttur. Safnar öllum tímabilunum Skúli tekur á móti mér á heimili sínu í Garðabæ og það er vægast sagt fullt af myndlist. Og eins og ann- arsstaðar þar sem við komum eru merkingar við hvert verk, þar sem fram kemur heiti þess, nafn lista- mannsins og að verkið sé í Lista- verkasafni Skúla Gunnlaugssyni. Strax má sjá að Skúli hefur áhuga á öllum helstu tímabilum íslenskrar listasögu. Í anddyrinu mæta gestinum til að mynda verk eftir Kristján Dav- íðsson, Jón B.K. Ransú, Steinunni Þórarinsdóttur, Jóhann Briem og Ragnar Kjartansson myndhöggvara, og í stofu Skúla má sjá glæsileg verk eftir Eggert Pétursson, Kristján, Helga Þorgils Friðjónsson, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Sigurjón Ólafsson og Birgi Andrésson – svo afar fátt eitt sé nefnt. Það eru myndverk í öllum her- bergjum og fullar geymslur. Og þegar við förum út í bíl og leggjum upp í leið- angur milli sýninganna bið ég Skúla að segja frá safninu og söfnuninni sem hann segir einkennast af þremur þátt- um. „Ég vil að eftir minn dag verði til safn sem ég hef sett saman sem gefur góða yfirsýn yfir það besta í íslenskri myndlistarsögu,“ segir hann. „Í þessu safni eru öll tímabil undir og það gerir mína söfnun líklega einstaka hér á landi; í því eru verk eftir frumherjana, módernistana, nýja málverkið, það eru naívistarnir, samtímalistin, kons- eptið, vídeó, ljósmyndir, allt mögu- legt… Í þessu safni eru því öll tímabil- in undir en fráleitt allir listamenn, ég hef ekki áhuga á því. Ég vil að safnið mitt gefi góða yfirsýn. Vitaskuld getur ekkert safn verið fullkomið og alltaf vantað eitthvað en ég hef verið að fylla ansi vel upp í eyðurnar. Þótt maður ætti alla heimsins peninga þá gæti maður aldrei eignast endanlegt safn, þetta er ævistarf og ég vona að mér endist aldur til að halda þessu áfram. Ég er með allar klær úti við að reyna að ná verkum sem mér finnst vanta, til að mynda leita ég nú að góðum mynd- um eftir Rósku. Það er erfitt að finna góð verk margra listamanna.“ Vigdís Rún Jónsdóttir listfræð- ingur á Akureyri vinnur að bók um safn Skúla. Hann segir ekkert liggja á með útgáfu en vill að hún tengist stórri yfirlitssýningu yfir safnið. Hreifst af safnarakúltúr ytra Fyrsti lykilþátturinn í söfnun Skúla er semsagt að safnið nær yfir öll tíma- bil íslenskrar listasögu. En annar þátturinn? „Í Bandaríkjunum kynntist ég mik- ilvirkum safnarakúltúr, þar sem menn byrja að safna af áhuga en verða fljótt meðvitaðir um verðmætasköpuninni í safninu og fara að velta því fyrir sér sem fjárfestingarmöguleika. Bestu verkin og hátt verð fylgjast líka að. Auðvitað er þetta ákveðin spákaup- mennska en ég fékk mikinn áhuga á þessu og vil meina að kaup á góðri myndlist sé góð fjárfesting og miklu betri en hlutabréf – það er ekki gaman að horfa á þau! Að auki er verð mynd- Hið mikla listasafn læknisins  Á áratug hefur Skúli Gunnlaugsson keypt hátt í 700 myndlistarverk  Set- ur upp sýningar á þeim í fyrirtækjum Morgunblaðið/Einar Falur Safnarinn Skúli Gunnlaugsson við vegg í miðju lögfræðistofu í Turninum þar sem sjá má verk í hans eigu eftir ýmsa listamenn, þau Þorvald Þorsteinsson, Gotta Bernhöft, Siggu Björg Sigurðardóttur, Ragnar Kjartansson, Ólaf Lárusson, Jóhannes Jóhannesson, Guðrúnu Einarsdóttur og Harald Jónsson. Öðrum verkum er dreift um húsnæðið. Morgunblaðið/Einar Falur Samtímalist Í lögfræðistofu í Húsi verslunarinnar má meðal annars sjá verk eftir Huldu Hákon, Hörpu Árnadóttur og Helga Þórsson. Klassík Í stóru opnu rými fyrirtækis úti á Granda eru meðal annars falleg málverk eftir Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval og Gunnlaug Scheving.Canada Goose Rossclair Parka er framúrskarandi vörn gegn kuldanum og glæsileg hönnun fyrir borgarlífið. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C an ad a G o o se R o ss cl ai r P ar ka 11 9 .9 9 0 k. Kuldaþol: -20°C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.