Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 4. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.6 123.18 122.89 Sterlingspund 160.11 160.89 160.5 Kanadadalur 91.99 92.53 92.26 Dönsk króna 18.392 18.5 18.446 Norsk króna 14.241 14.325 14.283 Sænsk króna 13.149 13.227 13.188 Svissn. franki 122.62 123.3 122.96 Japanskt jen 1.1006 1.107 1.1038 SDR 169.85 170.87 170.36 Evra 137.32 138.08 137.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.3738 Hrávöruverð Gull 1287.2 ($/únsa) Ál 1887.5 ($/tonn) LME Hráolía 69.22 ($/fatið) Brent Fjárfesting bandaríska vogunar- sjóðsins PAR Capital Management í Icelandair Group, 5,64 milljarða króna kaup sjóðsins á 11,5% hlut í flugfélaginu, er mikil viðurkenning fyrir Icelandair. Þá sé það líklega ekki tilviljun að tilkynnt hafi verið um fjárfestinguna sex dögum eftir gjaldþrot WOW air. Þetta segir Sveinn Þórarinsson, markaðsgrein- andi hjá Landsbankanum. Um er að ræða umsvifamikinn sjóð með um fjóra milljarða Bandaríkjadala í stýringu en stærsta eign sjóðsins er tæplega 6% hlutur í bandaríska flugfélaginu United Airlines, sem nemur um 1,4 milljörðum Banda- ríkjadala en PAR á einnig hlut í flugfélaginu Delta. Sveinn segir ljóst að sjóðurinn muni ekki sitja aðgerðalaus sem næststærsti hluthafi félagsins á eftir Lífeyrisjóði verslunarmanna sem á 14% hlut. „Mér finnst líklegt að sjóðurinn muni beita sér sem fjár- festir í félaginu. Ég efast um að þeir fari að fjárfesta í félaginu og haldi sig við óbreytt ástand. Þeir munu væntanlega fá mann inn í stjórn,“ segir Sveinn og nefnir að sjóðurinn hafi átt í útistöðum við United Air- lines á sínum tíma er PAR krafðist þess að fá tvo stjórnarmenn í flug- félagið. Paul A. Reeder III stofnaði sjóð- inn árið 1990 og hóf sinn feril sem greinandi á flugmörkuðum. Því sé ljóst að félagið hefur töluverða þekking í geiranum en PAR hefur einnig fjárfest „sem gerir þetta að enn þá betri fjárfestingu. Enda tók markaðurinn vel við sér í morgun,“ segir Sveinn en Icelandair hækkaði um 8,24% í Kauphöll í gær. Í gærdag birtust einnig fréttir af því að Icelandair Group hefði ákveð- ið að ganga til lokasamningavið- ræðna um sölu á dótturfélagi sínu, Icelandair Hotels. Byggjast viðræð- ur aðila á viljayfirlýsingu sem hefur verið undirrituð af samningsaðilum um helstu skilmála. Gert er ráð fyrir að Icelandair Group muni eiga 20% hlut í hinum seldu eignum. Ekki er hægt að greina frá væntum kaup- anda að svo stöddu en stefnt er að því að viðskiptin eigi sér stað við lok annars ársfjórðungs 2019. Morgunblaðið/Eggert Fjárfesting Sjóðurinn verður næststærsti hluthafi í Icelandair Group. Sjóðurinn situr ekki aðgerðalaus  Lokaviðræður um sölu hótela hafnar BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Átján fjörutíu feta gámar, sex hinn 16. apríl og 12 gámar til við- bótar 22. apríl, með samtals um 720 þúsund flöskum af Stella Artois-bjór, koma til landsins á næstu þremur vikum, til að mæta eftirspurn eftir drykknum vin- sæla, sem ítrekað hefur selst upp í Vínbúðunum eftir að verðið lækkaði skyndilega 1. mars sl. Að auki bíða tveir bjórgámar af- greiðslu á hafnarbakkanum. Eins og sagt var frá í Við- skiptaMogganum í gær varð verðlækkunin í kjölfar svokall- aðs verðboðs þar sem Costco vildi fá að taka við sölu á Stella Artois í 330 ml glerflöskum í Vínbúðunum. Niðurstaðan varð að Vínnes, sem hefur flutt inn og selt Stella Artois undanfarin ár, bauð lægra en Costco, eða 219 krónur, og ekkert varð því af innkomu Costco í vínbúðirnar með þennan tiltekna bjór. Um tæplega 40% verðlækkun er að ræða. Stella Artois er vinsælasti flöskubjórinn í ríkinu, og í fyrra seldust tæplega milljón flöskur, eða þrefalt meira en af næst- vinsælasta flöskubjórnum. Í mars frá framleiðanda bjórsins, og bætti við að tilboðið héldist út mánuðinn [marsmánuð]. Halldór Ægir segir um þetta í samtali við Morgunblaðið, þ.e. að verðlækkunin sé vegna góðs verðs frá birgja, en ekki vegna þess að fyrirtækinu hafi verið skylt að lækka verðið vegna verðboðsins, að vissulega hafi þeim verið skylt samkvæmt reglunum að lækka verðið á einni tegund af Stella Artois-bjór í þrjá mánuði, en fyrirtækið hafi ákveðið að lækka verð á öllum Stella Artois-bjórum, bæði litlu flöskunum, sem og 330 ml og 440 ml dósum og 660 ml glerflöskum. Það skýri svar hans á sínum tíma. „Við fengum mjög gott verð frá framleiðanda. Ég sá enga ástæðu til að minnast á verðboðið í þessu samhengi, því við erum þarna með lækkun á allri Stella-línunni, og vonum að neytendur njóti vel,“ útskýrir Halldór. Í fréttinni frá því mars er talað um að tilboðið standi út þann mánuð, en verðið er enn óbreytt. Verður framhald á tilboðinu í apr- íl á allri línunni? „Öll tilboðsverðin standa út aprílmánuð hið minnsta,“ segir Halldór. Hann segir að Vínnes hafi verið með 30 ára afmæli bjórsins í undirbúningi óháð verðlækkuninni á Stellu-bjórnum, en hann viður- kenni að útfærsla afmælisins hafi breyst eftir að verðboði mótaðil- ans hafi verið svarað. En hvað gerist eftir 1. júní þeg- ar verðfestunni á 330 ml flösku- bjórnum lýkur? „Við verðum að sjá og meta við- brögðin við þessum kjörum og sjá hvort hægt er að fara einhvern milliveg. Eftirspurnin hefur verið mun meiri en við bjuggumst við. Við höfum lent í vandræðum með allar Stellu-vörurnar í mars. Stóru dósirnar kláruðust fyrst, svo litlu dósirnar og loks litlu flöskurnar.“ 18 Stellu-gámar á leiðinni Morgunblaðið/Ómar Bjór Tveir gámar af Stellu bíða á hafnarbakkanum og 18 eru á leiðinni.  Viðurkenna að útfærsla afmælis bjórsins á Íslandi hafi breyst vegna verðboðs hinsvegar seldist 200% meira af bjórnum en í mars árið 2018. Spurningar vakna Samkvæmt reglum ÁTVR þarf verð á bjór sem lendir í verðboði að standa óhreyft í þrjá mánuði eftir að verðið lækkar í hillum Vín- búðarinnar. Því vakna spurningar um útskýringar Halldórs Ægis Halldórssonar, vörumerkjastjóra Vínness, í Morgunblaðinu 19. mars sl. þegar mátti skilja á honum að verðlækkunin væri í tilefni 30 ára afmælis bjórsins á Íslandi, og ein- göngu tilkomin vegna tímabund- inna góðra kjara sem fengist hefðu ● Bréf Arion banka lækkuðu um 7,17% í Kauphöll Ís- lands í gær. Við- skipti með fé- lagið námu tæpum 6,8 milljörðum króna. Eftir lok- un markaða í fyrradag var tilkynnt að Kaupþing, sem er stærsti hluthafi Arion banka, hefði ákveðið að selja 10% hlut í bankanum. Önnur félög á aðallista sem einnig lækkuðu voru HB Grandi um 0,32%, Marel um 1,98%, Skeljungur um 1,59% og Sýn um 0,66%. Mest hækkuðu bréf Icelandair Gro- up um 8,24%. Þá hækkuðu bréf Regins og Reita um tæp 3,2% og Eikar um 2,4%. Arion banki lækkaði um 7,17% í Kauphöllinni Tilboðsblöð og nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lodir Bergþórugata 18 Lóð til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í byggingarrétt við Bergþórugötu 18, samtals 216 m2. Gamall virðulegur hlynur Við lóðarmörk stendur gamall og virðulegur hlynur með hátt varðveislugildi og er hann mikilvægur hluti af ásýnd götunnar. Tréð skal standa og við framkvæmdir á lóðinni skal tryggja að tréð beri ekki skaða af. Skilafrestur tilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, er til kl. 14:00 þann 10. apríl 2019. FA R 04 19 -0 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.