Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 51
DÆGRADVÖL 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér býðst að freista gæfunnar og taka áhættu sem ætti ekki að koma að sök ef þú bara leggur ekki allt þitt undir. Þér verður boðið fljótlega í brúðkaup. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú gáir vel muntu finna ákveðið mynstur í þeirri ringulreið sem ríkir í lífi þínu þessa dagana. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki hafa áhyggjur þótt þú eyðir deginum í dagdrauma. Vinir leita til þin því þú ert góður hlustandi og gefur góð ráð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Það að sjá alltaf það jákvæða í öllum hlutum fleytir þér langt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að eiga stund með for- eldrum þínum í dag. Peningamál flækja oft líf þitt en á því verður breyting síðar á árinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú stendur frammi fyrir vali sem getur haft mjög örlagaríkar afleiðingar í framtíðinni. Líttu á björtu hliðarnar, þá kemurðu mörgu góðu í verk. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhverjar sögur eru í gangi á vinnu- stað þínum, reyndu að láta þær ekki hafa áhrif á þig. Einhleypir hitta ákjósanlega maka á ólíklegum stað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það eru líkur á að þú fáir já- kvæðar fréttir sem tengjast barni/börnum í dag. Reyndu að vinna þér í haginn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hömlurnar sem þú setur á sjálfa/n þig eru út úr korti. Reyndu að breyta til í lífinu. Gamall vinur hefur sam- band. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú setur ekki margar reglur í samböndum þínum, og þess vegna er auðvelt að vera vinur þinn. Hafðu í huga að margar hendur vinna létt verk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að einfalda umhverfi þitt með því að fækka hlutunum í kringum þig. Njóttu þess að slaka á eftir mikla vinnutörn. Næstu dagar munu einkennast af gleði og tíma með vinum og fjölskyldu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Foreldrar verða að sýna börnum sínum sérstaka þolinmæði í dag. Láttu ekki einhverja framagosa spilla verklagi þínu og starfsgleði. Vinnufélagar þínir líta upp til þín. Að gefnu tilefni rifja ég upp vísusem sennilega hefur birst oftar í Vísnahorni en nokkur önnur. Í Mánudagsblaðinu 17. nóvember 1957 segir frá því, að Jósep heitinn Thorlacius kaupmaður átti það til að fá sér í staupinu eins og gerist. Eitt sinn gekk þó Jósep í bindindi og át þá jafnan „antabus“ til öryggis. Elías Mar rithöfundur og Jósep voru vinir og bað Jósep Elías að yrkja vísu um bindindi sitt. Anta- jafnan etur bus, einnig Pega- ríður sus, spíri- því ei teygar tus Thorla- kappinn frækn cius. Pétur sonur minn birti í Vísna- horni svar Jóseps: Danskt brennivín drekkur sem svín. Dyggðin er gengin. Svo far. Elías Mar á kvennafar ætlar ef Guð lofar. Þessi vísa Elíasar birtist í ljóða- bók hans Speglun. Elsta kvæðið heitir „Pastor Boots“ en það mun ort um kaþólskan prest í Landakoti sem vann sér það meðal annars til frægðar að semja Íslendingum kennslubók í frönsku. Elías líkir eft- ir málfari útlendingsins í miðvís- unni: Í Landakoti lifir lítill sköllóttur karl einn í ofnkyntri stofu utan við heimsins svall; bænir í hljóði biður, brosir við þér og mér: Dro-dín han elskar a-dla, ei-hnig míg, sjái tér Máría býr til matinn, Máría gólfin þvær, Máría mjólkar kúna, Máría sólin skær. Ósk Þorkelsdóttir yrkir um Ís- lendingabók: Fortíð er liðin, frómt ég tel en framtíðin vonir kyndir. Það getur því aldrei gefist vel að grafa upp fornar syndir. Haraldur frá Kambi var kominn í bindindi: Ég hætti að drekka í hálfan mánuð … hérna um daginn. Bara til að tryggja haginn og til að koma reglu á bæinn. Gömul vísa: Hrjáður flækir heimurinn, hjúkrar í tæpum mæli, en – alltaf sækir óvitinn í það glæpabæli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Thorlacius og pastor Boots Boðið var upp á páskaegg á vinnu-stað Víkverja í gær, en þá stóð matarvefur mbl.is fyrir nokkurs kon- ar „smökkunarprófi“ fyrir áhuga- sama starfsmenn Árvakurs. Þeir eru enda valinkunnir sælkerar og þekktir fyrir að gera vel við sig í mat og drykk. Víkverji lét sitt ekki eftir liggja í sætindaátinu, enda nauðsyn- legt að brjóta til mergjar hvaða egg væri nú það besta á markaðnum áður en lagt væri í páskaeggjakaup. x x x Um eftirmiðdaginn voru afleiðingarþeirrar ákvörðunar farnar að segja til sín, Víkverja til lítillar gleði. Hann var farinn að geispa vegna orkuleysis, húð hans var orðin dofin af sykursjokki og tennur hans hótuðu að yfirgefa „pleisið“ ef hann leyfði sér mikið meira af sykri. Það mun víst ekki vera of hollt að láta of mikið til sín taka í páskaeggjaáti. x x x Vandræðalegasta stund Víkverjakom þó þegar einn þekktasti fjöl- miðlamaður landsins spurði hann hvort hann hefði gert sér nokkrar ferðir að páskaeggjaborðinu. Þegar Víkverji taldi þær saman kom í ljós að hugtakið „nokkrar ferðir“ hefði kannski átt við fyrir nokkrum ferðum síðan og að engan veginn væri ljóst hvað Víkverji hefði fengið sér mikið af eggjum. x x x Hér kemur kaflinn, þar sem Víkverjilofar bót og betrun. Hann hafi nú svo aldeilis lært sína lexíu og muni aldrei aftur gerast sekur um óhóf í súkkulaðiáti. Það loforð er þó ekki meira virði en svo, að í sama mund og hann skrifaði þessi orð stóð hann upp frá sæti sínu og hélt eina ferðina enn í átt til sætindanna. Afsökun Víkverja er hins vegar sú, að orkuleysið hafi verið farið að þjaka hann það mikið, að hann þurfti bara einn skammt enn af sykri til að klára pistilinn sinn. x x x Og hvaða páskaegg var svo best?Víkverji vill helst ekki segja frá því, en lofar því þó, að úrvalið af páskaeggjum í ár er svo mikið, að enginn ætti að fara á mis. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálm: 100.5) • Stuðlað að heilbrigðri hjartastarfsemi og bætir ofnæmiskerfið • Stutt heila-, húð-, lið-, vöðva- og augnheilbrigði • Verndað frumur gegn oxunarskemmdum Astaxanthin Eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður sem tryggja að innhaldið skili sér til neytenda. Astaxanthin er unnið úr örþörungum. Þetta öfluga andoxunarefni getur dregið úr bólgum og verndað gegn sterkum útfjólubláum geislum sólar en aðrir góðir kostir eru m.a. að það getur: Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.