Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 244.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir Glæsileg útivistarferð þar sem gengið er um hið heimsþekkta svæði Chamonix sem er sannkölluð paradís útivistarmannsins og geymir fjölda gönguleiða við allra hæfi. Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu, er stöðugt í augsýn, ásamt fjölda tignarlegustu tinda Alpanna. Í ferðinni fer saman dásamleg útivist og afslöppun í skemmtilegum félagsskap. 7. - 14. september Útivist í Chamonix Veður víða um heim 3.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Hólar í Dýrafirði 4 rigning Akureyri 7 skýjað Egilsstaðir 2 heiðskírt Vatnsskarðshólar 5 alskýjað Nuuk -5 snjóél Þórshöfn 4 léttskýjað Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 8 heiðskírt Lúxemborg 5 rigning Brussel 9 skúrir Dublin 5 rigning Glasgow 5 skúrir London 7 skúrir París 9 heiðskírt Amsterdam 8 skúrir Hamborg 11 heiðskírt Berlín 19 heiðskírt Vín 17 heiðskírt Moskva 7 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 14 léttskýjað Barcelona 13 súld Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 rigning Aþena 14 léttskýjað Winnipeg -2 léttskýjað Montreal 7 alskýjað New York 14 léttskýjað Chicago 9 léttskýjað Orlando 21 skýjað  4. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:36 20:27 ÍSAFJÖRÐUR 6:35 20:37 SIGLUFJÖRÐUR 6:18 20:20 DJÚPIVOGUR 6:04 19:58 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Hæg austlæg átt en norðaustan 8-13 m/s með suðausturstöndinni. Þurrt og bjart veður, en víða skýjað eystra. Vægt frost norðaustantil, en hiti um 4 stig að deginum sunnan- og vestanlands. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en dálítil væta með vesturströnd landsins. Hiti 1 til 6 stig víða á landinu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Beðið var eftir undirritun kjara- samninganna með mikilli óþreyju í Karphúsinu í gærkvöldi. Um það leyti sem blaðið fór í prentun var undirritun samninga að hefjast og talið að sú athöfn tæki klukkustund. Margir biðu spenntir eftir að heyra um hvað hefði samist til næstu þriggja ára á almennum vinnumark- aði. Aðdragandi undirritunarinnar var óvenjulangur og var henni frest- að aftur og aftur. Eitt af því sem olli töfum á loka- metrunum var fjöldi sérkjarasamn- inga fyrir Eflingu og VR, sem gerðir voru samhliða stóru samningnum, eins og fyrir bílstjóra, ræstingafólk og öryggisverði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var búið að ná sátt um öll meginatriði kjarasamninganna en samlestur texta tók langan tíma, enda kjarasamningar yfir 30 stétt- arfélaga undir, með um 110 þúsund félagsmönnum. Þess vegna var að mörgu að hyggja. Einnig gátu menn lengi betrumbætt orðalag og fín- pússað og þóttust sumir finna fyrir kynslóðabili, enda margir nýir komnir að samningaborðinu og hóp- arnir ólíkir. Langþráð hvíld eftir annir Samningamenn sátu lengi við hjá ríkissáttasemjara í fyrradag og lauk þeirri lotu ekki fyrr en undir mið- nættið. Þá var ákveðið í samráði við ríkissáttasemjara að hvíla sig frá fundahöldum til klukkan átta í gær- morgun. „Það var niðurstaðan hjá okkur að fólk færi heim núna og að við kæm- um klukkan átta í fyrramálið og héldum áfram þeirri vinnu sem enn er ólokið. Við gerum það og sjáum hvernig dagurinn á morgun spilast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Samningalotan hófst svo klukkan átta í gærmorgun. Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR, kvaðst vera orðinn þreyttur „en alltaf brattur“ þegar hann mætti í Karphúsið eftir góðan nætursvefn. „Það hefur ekkert breyst frá því við tókum okkur pásu í gær. Þetta er tímafrekt ferli sem fer í svona texta- yfirlestur,“ sagði Ragnar Þór og kvað verið að fínpússa lokaatriði samningsins. „Það eru þó reyndar einhverjir sérsamningar eftir. Þessi meginlína er þó að skýrast og það er ekkert, alla vega hjá okkur verslun- armönnum, sem stendur út af borð- inu, þannig að það ógni þessu sam- komulagi.“ Smáatriðin tóku sinn tíma Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), og Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ), nefndu bæði smáatriði á borð við textavinnu og yfirlestur sem enn ætti eftir að ganga frá, þegar blaðamaður mbl.is ræddi við þau í gærmorgun. Þegar leið á daginn var stefnt að því að kjarasamningarnir yrðu und- irritaðir klukkan 15.00 í gær. Fjöl- miðlamenn þyrptust á staðinn og bjuggu sig undir að greina frá und- irrituninni, en var þá tjáð að einhver dráttur yrði á því að skrifað yrði undir. Eftir bið á þriðju klukkustund kom Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofu- stjóri Ríkissáttasemjara, og til- kynnti starfsmönnum fjölmiðlanna að samningar yrðu ekki undirritaðir á allra næstu klukkustundum. Að sögn Elísabetar var að mörgu að huga og sagði hún það vera einu ástæðu tafanna. Óhætt er að segja að loftið í Karp- húsinu hafi verið lævi blandið í gær og fram á kvöld. Var fjölmiðlum meinaður allur aðgangur að húsa- kynnum sáttasemjara þar til að loks var skrifað undir. Karphúsið Í nógu var að snúast hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Drífu Snædal, forseta ASÍ. Morgunblaðið/Eggert Samið fyrir 110 þúsund manns  Fjöldi sérkjarasamninga var meðal þess sem tafði undirritun lífskjarasamninganna í Karphúsinu  Aðdragandinn óvenjulangur  Samningarnir ná til 30 stéttarfélaga með um 110 þúsund félagsmenn Lífskjarasamningar 2019-2022 Launamál Skattar Stytting vinnuvikunnar Verðtrygging lána ■ Engin verðtryggð lán frá árinu 2020 til lengri tíma en 25 ára ■ Lágmarkslengd verð- tryggðra lána verði tíu ár ■ Húsnæðisliðurinn tekinn úr vísitölu verðtryggðra lána 10.000 kr. skattalækkun til lágtekjufólks 90 þús. kr. SKATTUR Stytting vinnuviku, sem verður 36 stundir, en þó yrði það útfærsluatriði á hverjum vinnustað Launataxtar hækki um 90.000 krónur á mánuði yfi r samningstímann Almenn hækkun nemur um 68.000 krónum á mánuði Lífskjarasamningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.