Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019
Til sjávar og sveita
Dugguvogi 4 · 104 Reykjavík · Sími, 520 0000 · www.velasalan.is
Pedrollo
VXC
Öflugar og
traustar
brunndælur.
Pedrollo
Dælur F
Vatnsdælur,
miðflóttaafls
frá 1,5 - 18,5 kW.
Áratuga reynsla starfsmanna
Vélasölunnar og fjölbreytt vöru-
úrval, gerir Vélasöluna að einu
öflugasta þjónustufyrirtæki við
iðnað og sjávarútveg á Íslandi.
Pedrollo
TOP 2
Nettar og
meðfærilega
brunndælur.
Pedrollo
NGA1 PRO
Ryðfríar
hringrásar-
dælur.
Einfasa og þriggja
fasa 240 - 400 volt
Pedrollo
CK
Olíu
dælur. r
Neysluvatns
dælusett með kút
Mannréttindasamtökin Amnesty Int-
ernational gagnrýndu í gær fjögur
lönd á Norðurlöndum fyrir að bregðast
fórnarlömbum kynferðisafbrota.
Í skýrslu, sem samtökin birtu í gær,
er fjallað um nauðgunarmál í Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.
Segir þar að gölluð löggjöf, skaðlegar
mýtur og kynjastaðalímyndir valdi því
að brotamenn þurfi ekki að taka afleið-
ingum gerða sinna.
„Það er mótsagnakennt að á Norð-
urlöndunum, þar sem jafnrétti
kynjanna er í hávegum haft, sé fram-
inn jafn sláandi fjöldi nauðgana og
raun ber vitni,“ sagði Kumi Naidoo,
framkvæmdastjóri Amnesty Interna-
tional, í tilkynningu.
Hátt hlutfall þolenda
Í skýrslunni er vitnað í tölur frá
Jafnréttisstofnun Evrópu þar sem
kemur fram, að um 30% kvenna í Dan-
mörku, Finnlandi og Svíþjóð hafi orðið
fyrir kynferðislegu ofbeldi eða mis-
notkun borið saman við 22% kvenna að
meðaltali í löndum Evrópusambands-
ins.
Fram kemur að sum fórnarlömb
kynferðisofbeldis í Finnlandi hafi skýrt
frá jákvæðri reynslu af samskiptum
við lögreglu í kjölfarið en einnig væru
mál þar sem rótgrónar mýtur um
nauðgun hefðu hindrað framgang rétt-
vísinnar með beinum hætti.
Þá eru norsk stjórnvöld í skýrslunni
sökuð um að hafa ekki gripið til nægi-
legra ráðstafana til að koma í veg fyrir
nauðganir eða takast á við afleiðingar
þeirra.
Einnig segir Amnesty International,
að í Danmörku sé fjöldi nauðgana aldr-
ei kærður og þau mál, sem kærð séu til
lögreglu, leiði sjaldan til ákæru eða
sakfellingar. Sænsk stjórnvöld fá hrós
fyrir að hafa sett lög á síðasta ári þar
sem nauðgun er skilgreind sem kyn-
mök án samþykkis. Samskonar ákvæði
var tekið inn í íslensk hegningarlög í
fyrra.
Hins vegar er sænska lögreglan
gagnrýnd fyrir það hvernig hún með-
höndlar nauðgunarmál, rannsóknum
sé ábótavant og grunaðir brotamenn
séu yfirheyrðir seint og illa.
Mikilvæg skýrsla
Mikael Damberg, innanríkisráð-
herra Svíþjóðar, sagði við AFP frétta-
stofuna, að skýrsla Amnesy væri mik-
ilvæg. En jafnframt benti fjöldi
tilkynntra kynferðisbrota einnig til
þess að fórnarlömb væru reiðubúin til
að kæra slík brot til lögreglu.
Damberg sagði að meðferð kynferð-
isbrota væri forgangsmál hjá lögreglu
og bætt hefði verið úr sumu af því sem
gagnrýnt er í skýrslunni. Hins vegar
skorti enn á að nægilega sé tryggt að
slík mál séu rannsökuð og fari fyrir
dómstóla.
Amnesty gagn-
rýnir Norðurlönd
Sögð bregðast
fórnarlömbum
kynferðisbrota
stórri sýningu í Centre Pompido í
París til að minnast þess að þrjátíu
og fimm ár verða þá liðin síðan
Christo og Jeanne-Claude, eig-
inkona hans, pökkuðu inn Pont-
Neuf, elstu brú Parísarborgar.
Christo, sem fæddist í Búlgaríu,
hitti Jeanne-Claude í París árið
1958 þegar hann málaði mynd af
móður hennar. Þau unnu saman að
umhverfisverkum víða um heim en
Jeanne-Claude lést árið 2009.
inn í endurvinnanlegt silfurblátt
efni. Alls verða vafningarnir 25
kílómetrar að lengd. Til að leggja
lokahönd á verkið verður rauður
borði bundinn um mannvirkið.
Ekki er gert ráð fyrir að opinberu
fé verði varið til verksins heldur
verði það fjármagnað með sölu á
teikningum og módelum lista-
mannsins og litógrafíum af öðrum
verkum hans.
Þessi atburður mun tengjast
Listamaðurinn Christo áformar að
pakka Sigurboganum í París inn í
umbúðir í apríl á næsta ári.
Christo, sem er 83 ára, hefur
vakið heimsathygli fyrir viðamikil
myndlistarverkefni þar sem hann
hefur pakkað inn byggingum, brúm
og eyjum. Þær hafa síðan verið
með umbúðirnar í nokkrar vikur í
senn.
Franskir embættismenn sögðu í
gær að Sigurboganum yrði pakkað
AFP
Vafinn Teikning sýnir hvernig Christo hugsar sér að Sigurboginn líti út eftir að hann hefur verið vafinn í umbúðir.
Christo pakkar Sigur-
boganum í París inn
Ætlar að nota 25 kílómetra af endurvinnanlegu efni