Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Til sjávar og sveita Dugguvogi 4 · 104 Reykjavík · Sími, 520 0000 · www.velasalan.is Pedrollo VXC Öflugar og traustar brunndælur. Pedrollo Dælur F Vatnsdælur, miðflóttaafls frá 1,5 - 18,5 kW. Áratuga reynsla starfsmanna Vélasölunnar og fjölbreytt vöru- úrval, gerir Vélasöluna að einu öflugasta þjónustufyrirtæki við iðnað og sjávarútveg á Íslandi. Pedrollo TOP 2 Nettar og meðfærilega brunndælur. Pedrollo NGA1 PRO Ryðfríar hringrásar- dælur. Einfasa og þriggja fasa 240 - 400 volt Pedrollo CK Olíu dælur. r Neysluvatns dælusett með kút Mannréttindasamtökin Amnesty Int- ernational gagnrýndu í gær fjögur lönd á Norðurlöndum fyrir að bregðast fórnarlömbum kynferðisafbrota. Í skýrslu, sem samtökin birtu í gær, er fjallað um nauðgunarmál í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Segir þar að gölluð löggjöf, skaðlegar mýtur og kynjastaðalímyndir valdi því að brotamenn þurfi ekki að taka afleið- ingum gerða sinna. „Það er mótsagnakennt að á Norð- urlöndunum, þar sem jafnrétti kynjanna er í hávegum haft, sé fram- inn jafn sláandi fjöldi nauðgana og raun ber vitni,“ sagði Kumi Naidoo, framkvæmdastjóri Amnesty Interna- tional, í tilkynningu. Hátt hlutfall þolenda Í skýrslunni er vitnað í tölur frá Jafnréttisstofnun Evrópu þar sem kemur fram, að um 30% kvenna í Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða mis- notkun borið saman við 22% kvenna að meðaltali í löndum Evrópusambands- ins. Fram kemur að sum fórnarlömb kynferðisofbeldis í Finnlandi hafi skýrt frá jákvæðri reynslu af samskiptum við lögreglu í kjölfarið en einnig væru mál þar sem rótgrónar mýtur um nauðgun hefðu hindrað framgang rétt- vísinnar með beinum hætti. Þá eru norsk stjórnvöld í skýrslunni sökuð um að hafa ekki gripið til nægi- legra ráðstafana til að koma í veg fyrir nauðganir eða takast á við afleiðingar þeirra. Einnig segir Amnesty International, að í Danmörku sé fjöldi nauðgana aldr- ei kærður og þau mál, sem kærð séu til lögreglu, leiði sjaldan til ákæru eða sakfellingar. Sænsk stjórnvöld fá hrós fyrir að hafa sett lög á síðasta ári þar sem nauðgun er skilgreind sem kyn- mök án samþykkis. Samskonar ákvæði var tekið inn í íslensk hegningarlög í fyrra. Hins vegar er sænska lögreglan gagnrýnd fyrir það hvernig hún með- höndlar nauðgunarmál, rannsóknum sé ábótavant og grunaðir brotamenn séu yfirheyrðir seint og illa. Mikilvæg skýrsla Mikael Damberg, innanríkisráð- herra Svíþjóðar, sagði við AFP frétta- stofuna, að skýrsla Amnesy væri mik- ilvæg. En jafnframt benti fjöldi tilkynntra kynferðisbrota einnig til þess að fórnarlömb væru reiðubúin til að kæra slík brot til lögreglu. Damberg sagði að meðferð kynferð- isbrota væri forgangsmál hjá lögreglu og bætt hefði verið úr sumu af því sem gagnrýnt er í skýrslunni. Hins vegar skorti enn á að nægilega sé tryggt að slík mál séu rannsökuð og fari fyrir dómstóla. Amnesty gagn- rýnir Norðurlönd  Sögð bregðast fórnarlömbum kynferðisbrota stórri sýningu í Centre Pompido í París til að minnast þess að þrjátíu og fimm ár verða þá liðin síðan Christo og Jeanne-Claude, eig- inkona hans, pökkuðu inn Pont- Neuf, elstu brú Parísarborgar. Christo, sem fæddist í Búlgaríu, hitti Jeanne-Claude í París árið 1958 þegar hann málaði mynd af móður hennar. Þau unnu saman að umhverfisverkum víða um heim en Jeanne-Claude lést árið 2009. inn í endurvinnanlegt silfurblátt efni. Alls verða vafningarnir 25 kílómetrar að lengd. Til að leggja lokahönd á verkið verður rauður borði bundinn um mannvirkið. Ekki er gert ráð fyrir að opinberu fé verði varið til verksins heldur verði það fjármagnað með sölu á teikningum og módelum lista- mannsins og litógrafíum af öðrum verkum hans. Þessi atburður mun tengjast Listamaðurinn Christo áformar að pakka Sigurboganum í París inn í umbúðir í apríl á næsta ári. Christo, sem er 83 ára, hefur vakið heimsathygli fyrir viðamikil myndlistarverkefni þar sem hann hefur pakkað inn byggingum, brúm og eyjum. Þær hafa síðan verið með umbúðirnar í nokkrar vikur í senn. Franskir embættismenn sögðu í gær að Sigurboganum yrði pakkað AFP Vafinn Teikning sýnir hvernig Christo hugsar sér að Sigurboginn líti út eftir að hann hefur verið vafinn í umbúðir. Christo pakkar Sigur- boganum í París inn  Ætlar að nota 25 kílómetra af endurvinnanlegu efni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.