Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 49
félagsheimilinu Festi í Grindavík frá maí 1974 til september 1977. Þá fluttist hann til Miami í Flórída ásamt fjölskyldu sinni og lærði í Florida International University og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu í veitingastjórnun í júní 1979. „Ég skildi í framhaldinu, en ég drakk of mikið. Ég fór í meðferð í júní 1980 og hef því verið edrú í næstum 39 ár.“ Þegar þarna var komið var Tómas aftur fluttur til Íslands og hjálpaði vini sínum að opna hamborgarastað- inn Winni’s í október 1980 en opnaði síðan sjálfur Tommaborgara í mars 1981. „Ég rak staðinn í þrjú ár og seldi yfir milljón hamborgara. Ég seldi staðinn og flutti til Kaliforníu og æfði í Gold’s Gym til að fá nýjar hugmyndir. Ég hitti Isaac B. Tig- rett, stofnanda Hard Rock Cafe, í New York á þessum tíma og skrifaði undir samning í september 1984 um að opna Hard Rock Cafe á Íslandi.“ Meðan Tómas beið eftir því að Kringlan yrði tilbúin, en þar átti Hard Rock Cafe að vera, opnaði hann skyndibitastaðinn Sprengi- sand, í nóvember 1985. „Ég varð næstum gjaldþrota á því og ég og þáverandi eiginkona mín, Helga Bjarnadóttir, bjuggum á skrifstof- unni í þrettán mánuði og unnum all- an sólarhringinn við að koma Hard Rock Cafe á laggirnar. Það tókst en Helga hafði líka opnað með mér Tommaborgara og var í raun lykill- inn að velgengni þessara tveggja staða.“ Tómas opnaði Glaumbar 1990 og síðan næturklúbbinn Ömmu Lú í nóvember sama ár. „Ég nefndi stað- inn í höfuðið á ömmu minni. Ég seldi staðinn eftir þrjú ár og einbeitti mér að Hótel Borg sem ég keypti í september 1992 og endurnýjaði hótelið og rak það í tíu ár. Ég hafði síðan ætlað mér að setjast í helgan stein um mitt ár 2003 en uppgötvaði að ég væri nærri eignalaus eftir all- an þennan tíma svo ég ákvað að opna aftur hamborgarastað og kallaði hann Hamborgarabúllu Tómasar.“ Fyrsti staðurinn var opnaður 2004, sló rækilega í gegn og núna eru reknir sjö Hamborgarabúllu- staðir á Íslandi og ellefu slíkir staðir í Evrópu, m.a. í London sem var opnaður 2012, Kaupmannahöfn 2013, Berlín 2013, Ósló 2016 og Róm 2017. „Ég er að mestu leyti hættur að skipta mér af rekstrinum en læt sjá mig á viðburðum og opnunum. Ég er meira upp á punt í dag.“ Tómas hefur stundað líkamsrækt síðan 1984 og lyftir 100 kg í bekk- pressu á góðum degi. „Svo eyði ég miklum tíma í að leysa sudoku- þrautir, það skerpir hugann. Ég er líka alltaf með augun opin ef mér skyldi detta eitthvað spennandi í hug.“ Fjölskylda Tómas er þríkvæntur, fyrrverandi eiginkonur hans eru Jóna Guðlaug Ingvadóttir, f. 27. maí 1950, Helga Bjarnadóttir, f. 7. desember 1959, og Laufey Jóhannesdóttir, f. 1. janúar 1966. Börn Tómasar og Jónu eru 1) Ingvi Týr Tómasson, f. 13. maí 1968, framkvæmdastjóri hjá Strax, bú- settur í Garðabæ; börn hans eru Gunnar Ingvi, Jóna Katrín, og Emil Thor 2) Tómas Áki Tómasson, f. 11. febrúar 1974, meðeigandi að hug- búnaðarfyrirtækinu Kóða, búsettur í Reykjavík, börn hans eru Tómas Ámundi og Andrea. Dóttir Tómasar og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrr- verandi sambýliskonu, f. 12. apríl 1961 er 3) Melkorka Katrín Tóm- asdóttir, f. 23. apríl 1995, sjálfstætt starfandi listakona sem kallar sig Korkímon, búsett í Reykjavík. Dótt- ir Tómasar og Laufeyjar er 4) Úlf- hildur Tómasdóttir, f. 11. febrúar 2007, nemandi og dansari, búsett í Reykjavík. Hálfsystir Tómasar sammæðra er Michelle Lovisa Demarest Fjeld- sted, f. 22. október 1962, viðskipta- fræðingur, búsett í New York. Foreldrar Tómasar voru Katrín Fjeldsted, f. 4. maí 1925, d. 10. nóv- ember 2005, skrifstofumaður í New York, og Thomas Archibald Dow- ney, f. 1913, d. 1992, starfsmaður ameríska hersins á Keflavíkur- flugvelli, síðan búsettur í Bandaríkj- unum. Tómas Andrés Tómasson Phoebe Olive Smith húsfreyja í Harristown Harry A. Downey bjó í Harristown í New Jersey, Bandaríkjunum Thomas Archibald Downey starfsmaður ameríska hersins á Keflavíkurflugvelli, síðan bús. í Bandaríkjunum Ágúst Fjeldsted ögmaður í Reykjavíkl Andrés Fjeldsted stórkaupmaður í Þýskalandi Lárus Fjeldsted forstjóri í Reykjavík Katrín Fjeldsted heimilislæknir og fv. alþingismaður og borgarfulltrúi Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ágúst Þorsteinsson kaupmaður í Reykjavík Lovísa Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík Lárus Fjeldsted hæstaréttarlögmaður í Reykjavík Sesselja Kristjánsdóttir húsfreyja á Hvítárvöllum Daníel Fjeldsted bóndi á Hvítárósi í Andakíl Ragnheiður Daníelsdóttir Fjeldsted húsfreyja á Grímarsstöðum í Andakíl Guðjón F. Teitsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins Andrés Andrésson Fjeldsted bóndi, smiður og hreppstjóri á Hvítárvöllum í Andakíl, Borgarfirði Úr frændgarði Tómasar A. Tómassonar Katrín Fjeldsted skrifstofumaður í New York ÍSLENDINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 101 árs Ágústa Þ. Gísladóttir 90 ára Ásdís Jónsdóttir Daníel Guðnason 85 ára Eygló Björnsdóttir Indriði Ketilsson Rakel Ágústsdóttir Úlfur Sigurmundsson 80 ára Hallgrímur T. Jónasson Sigurður Gunnar Njálsson Sigurður Njáll Njálsson Stefán Ágústsson 75 ára Sverrir Baldvinsson Þórhalla Harðardóttir 70 ára Bragi Andrésson Erlingur Garðarsson Guðlaugur Óskarsson Helgi Agnar Harðarson Kristín Hannesdóttir Margrét Jónsdóttir Margrét Óskarsdóttir Margrét Vigfúsdóttir Ragnheiður Lárusdóttir Sigurbjörn Kristjánsson Sverrir Sævar Ólason 60 ára Anna Sigurveig Pálsdóttir Álfheiður Hulda Ægisdóttir Garðar Smári Gunnarsson Guðmundur Kristinsson Hrafnhildur Skúladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Janina Mineikiene Kári Waage Ólafur Stefánsson Ragnar Borgþór Ragnarss. Vilborg Gunnarsdóttir Yohan A. Marin Velasquez 50 ára Bjarney Ingimarsdóttir Björn Halldór Björnsson Herdís Jónsdóttir Jónas Kristjánsson Lyngmó Karl Emil Guðmundsson Katrín Káradóttir Ósk Jónsdóttir Vala Friðriksdóttir 40 ára Aníta Ólafsdóttir Birgitta Baldvinsdóttir Edda Ýr Meier Flemming Kaj L. Karlsson Jón Bryntýr Ragnarsson Jón Trausti Kárason Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir K. Magnús Commatas Piotr Krolikowski Svana Karlsdóttir Wouter Van Hoeymissen 30 ára Áslaug Svava Svavarsdóttir Björgvin Búi Jónasson Cláudia Lopes Nogueira Elín Rut Bieltvedt Eva Margrét Sigmundsd. Haukur Kristjánsson Hlynur Magnússon Jón Ingvar Karlsson Brune Jórunn Pála Jónasdóttir Kristinn Sigurðsson Ómar Jónsson Ragnar Ólafsson Selma Ósk Jónsdóttir Sigurður Laxdal Finnbogas. Sólveig Helga Gunnlaugsd. Stefán Örn Einarsson Sverrir Pétursson Thelma Dögg Haraldsdóttir Urður María Sigurðardóttir 40 ára Benedikt er úr Kópavogi en býr í Garða- bæ. Hann er flugstjóri hjá Icelandair. Maki: Halldóra Þorvalds- dóttir, f. 1982, flugmaður hjá Icelandair. Börn: Ingibjörg Ösp, f. 2005, Matthildur Ísey, f. 2013, og Antonía Eva, f. 2015. Foreldrar: Ari Ingimund- arson, f. 1953, og Þórhild- ur Jóna Einarsdóttir, f. 1949. Benedikt Arason 30 ára Vala býr í Mos- fellsbæ og er grunnskóla- kennari í Krikaskóla. Maki: Ólafur Árni Jóns- son, f. 1987, stjórnmála- fræðingur og er stuðn- ingsfulltrúi fatlaðra í íbúðakjarna í Mosfellsb. Systkini: Eyrún Inga, f. 1989, og Birkir Orri, f. 2000. Foreldrar: Jóhann Odd- geirsson og Herdís Anna Friðfinnsdóttir, þau búa í Mosfellsbæ. Vala Margrét Jóhannsdóttir 30 ára Eyrún Inga er Ak- ureyringur en býr í Mos- fellsbæ. Hún er með MA- gráðu í alþjóðasamskiptum og er fjáröflunarfulltr. hjá UNICEF á Íslandi. Maki: Rob Polon, f. 1986, blaðberi. Foreldrar: Jóhann Odd- geirsson, f. 1961, frkvstj. hjá Samhentum kassa- gerð, og Herdís Anna Frið- finnsdóttir, f. 1963, bóka- vörður í Borgarbókas. í Spönginni. Eyrún Inga Jóhannsdóttir Kristín Guðmundsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í sálfræði við sál- fræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Snemmtæk íhlutun dreif- býlisbarna með fjarþjónustu sérfræð- inga: Mat á áhrifum foreldraþjálfunar á færni barns og fjölskyldu. (Rural Behavioral Consultation: An Analysis of the Effects of Caregiver Training via Telehealth on Child and Family Progress.) Umsjónarkennarar og leið- beinendur voru dr. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, prófessor við sál- fræðideild HÍ, og Shahla Alái-Rosales, dósent við Department of Behavior Analysis, University of North Texas. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta með tilraunasniði áhrif þess að kenna foreldrum dreifbýlis- barna með einhverfu, í gegnum fjar- fund, gagnreyndar aðferðir atferl- isgreiningar til að auka tjáskipta- og félagsfærni barna þeirra í dagsins önn. Að auki var tilgangur rannsókn- arinnar að afla ítarlegra upplýsinga frá foreldrunum um gagnsemi þjálfunaraðferðanna og fjarráðgjaf- arinnar. Þátttakendur í rannsókninni voru fimm dreifbýlisfjölskyldur á Íslandi, þ.e. foreldrar og ung börn þeirra með einhverfu, auk sérkennara eins barnsins. Íhlutunin í rann- sókninni fólst í ís- lenskri útgáfu af foreldraþjálfun sem nefnist Byrj- um sólarmegin. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að með þjálfun umönnunaraðil- anna í gegnum fjarfund jókst kennslufærni þeirra sem aftur hafði jákvæð áhrif á tjáskipta- og fé- lagsfærni barnanna. Þá lýstu umönn- unaraðilarnir breytingum hjá börnum sínum sem voru í samræmi við þess- ar niðurstöður. Niðurstöðurnar bæta við og staðfesta niðurstöður fyrri rannsókna á þessu sviði. Þær gefa jafnframt til kynna að foreldraþjálfun í gegnum fjarfund sé vænlegur val- kostur fyrir fjölskyldur sem hafa tak- markaðan aðgang að gagnreyndri snemmtækri íhlutun í heimabyggð og nauðsynlegri sérfræðiþekkingu á því sviði. Hins vegar er frekari rannsókna þörf. Kristín Guðmundsdóttir Kristín Guðmundsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1990, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og MS-prófi í atferlis- greiningu frá University of North Texas árið 2002. Kristín hlaut sérfræðivottun í atferlisgreiningu (BCBA) árið 2003. Kristín hefur verið lektor í sálfræði við Há- skólann á Akureyri frá 2006. Kristín er dóttir Guðrúnar Þorbjarnardóttur og Guðmundar Sigurðssonar læknis, sem lést árið 2016. Doktor Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.