Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Sjávarútvegsráðherra hefur svarað fyrirspurn minni til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjáv- arútvegsráðherra um hrygning- arfriðun þorsks. Þessu svari fylgir greinargerð frá Hafrann- sóknastofnun þar sem sjö spurn- ingum mínu er svarað ítarlega og vel eftir efnum. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka fyrir það.1) Fyrsti dagur ársins í svoköll- uðu hrygningarstoppi við veiðar á þorski var nú 1. apríl. Með því eru þorskveiðar bannaðar víðast á grunnslóð næst ströndinni lungann úr aprílmánuði. Þessari friðunaraðgerð er ætlað að gefa þorskinum næði til að hrygna. Hún hefur ver- ið viðvarandi árlega síðan 1992, eða í 27 ár. Með fyrirspurn minni vildi ég beina athygli að þessu hrygningarstoppi, fá umræðu um markmið þess og tilgang, og velta því upp hvort nú sé í ljósi aðstæðna ekki orðið óhætt að slaka aðeins á klónni? Ríflega ferföld aukning Í greinargerð Hafrannsóknastofnunar kemur fram að hrygningarstofn þorsksins hafi verið talinn um 652 þúsund tonn í fyrra. Hann hefur þannig ekki verið jafn stór síðan um 1960, stækkað úr um 154 þúsund tonnum árið 1992 þegar hrygningarstoppið var inn- leitt og stofninn talinn við lágmark. Þannig hefur hann ríflega ferfaldast á árabilinu. Hrygningarstoppið hefur ekki skaðað þorsk- stofninn. Kannski er það þáttur í því að hryg- ingarstofninn hefur braggast mjög, og þá einkum eftir 2009 (sjá mynd). Sjálfsagt kemur fleira til. Mér þykir hins vegar sláandi að lesa að engar beinar rannsóknir hafa farið fram hér við land á því hver áhrif algers veiðibanns á þorski geta verið á árangur við hrygningu hjá þessum mikilvægasta fiskistofni þjóðarinnar. Útfærslan á hrygningarstoppinu virðist þann- ig vera tilraun sem er að mestu eða alfarið byggð á getgátum. Furðu sætir að árangur af jafn viðamikilli og langvarandi veiði- friðunaraðgerð skuli ekki hafa verið rannsakaður, né það hvort veiðar með kyrrstæðum og dregnum veiðarfærum hafi trufl- andi áhrif á atferli og útbreiðslu hrygningarþorsks hér við land. Þetta endurspeglar sjálfsagt að haf- og fiskirannsóknir við Ís- land hafa verið í viðvarandi fjár- svelti um margra ára skeið. Það sæmir ekki þjóð sem lagt hefur áherslu að hafa vísindin og vísindalega ráð- gjöf að leiðarljósi við nýtingu fiskistofna sinna. Áhyggjur í góðri stöðu Þótt það hljómi kannski mótsagnakennt þá veldur það ákveðnu hugarangri að við skulum nú búa við jafn sterkan þorskstofn þar sem stærstur hluti hans er kynþroska fiskar af eldri árgöngum. Þetta gerist nefnilega á sama tíma og mikill brestur kemur í loðnustofninn. Því miður eru horfur daprar á því að loðnan rétti úr kútnum í fyrirsjáanlegri framtíð. Upprennandi árgangar hennar eru veikir. Á loðnuskortur eftir að raska jafnvægi í vist- kerfi sjávar við landið? Mun þorskurinn finna nóg æti? Dregur úr vaxtarhraða hans og með- alþyngd fiska? Þorskurinn er mikill ránfiskur, ekki síst þeir stærri. Rannsóknir Norðmanna og Rússa úr Barentshafi sýna að eldri þorskar geta við ákveðnar aðstæður farið hamförum í áti á af- kvæmum sínum.2 Við vitum að þetta gerist einnig hér við land. Sjá má myndband af slíku á netinu. Þetta hlýtur að vekja spurningar um hvort ekki sé í þeirri stöðu sem nú er komin upp, rétt að vakta betur hugsanlegt sjálfsát þorsksins? Hef ég sent sjávarútvegsráðherra aðra fyrirspurn sem lýtur að slíku sjálfsáti og bíð svara. Er endurskoðunar þörf? Í ofangreindri fyrirspurn minni um hrygn- ingarstoppið beini ég m.a. sjónum að því hvaða rök liggi að baki því að bannað sé að veiða með kyrrstæðum veiðarfærum (línu og handfærum) á tilteknum svæðum í hrygning- arstoppi? Enn sem áður virðast rök Hafrann- sóknastofnunar fyrir því vera byggð á getgát- um án þess að nokkrar eiginlegar rannsóknir liggi að baki. Spyrja má hvort ekki sé nú rétt að rýmka reglur um veiðifriðun þorsks í svokölluðu hrygningarstoppi? Það væri þá í ljósi þess að stofninn stendur nú sterkt. Hætta sé á að mikill fjöldi aldurhniginna stórþorska sporð- renni nú eigin afkvæmum með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir nýliðun í hrygn- ingarstofninn á næstu árum. Fyrirspurn mín til ráðherra um hrygning- arstofn okkar verðmætasta nytjastofns var eftir föngum ítarleg og svörin athygli verð. Ég hvet allt áhugafólk um þjóðarhag til að kynna sér efni þessa þingskjals ásamt öðru ít- arefni sem ég vísa til, og ígrunda það sem ég beini ljósi að hér í þessari stuttu grein. Heimildir og ítarefni: 1) Svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyr- irspurn frá Ingu Sæland um hrygningarfriðun þorsks. 149. löggjafarþing 2018-2091. Þingskjal 1202 – 663. mál. Hlekkur: https://www.althingi.is/altext/pdf/149/ s/1202.pdf 2) Natalia A. Yaragina, Bjarte Bogstad & Yurt A. Kova- lev (2009) Variability in cannibalism in Northeast Arc- tic cod (Gadus morhua) during the period 1947–2006, Marine Biology Research, 5:1, 75-85, DOI: 10.1080/ 17451000802512739 Um hrygningarstofn þorsksins Eftir Ingu Sæland »Með fyrirspurn minni vildi ég beina athygli að þessu hrygningarstoppi og fá umræðu um markmið þess og tilgang. Inga Sæland Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Þróun hrygningarstofns þorsksins (í þúsundum tonna) á árunum 1955 til 2018 skipt upp eftir aldri fiska. Hrygningarstoppið var innleitt 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.