Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 21
ferðamannaflaumur undir Eyja- fjöllum, fólk er beinlínis að leita að stöðum til að stoppa á og Rúts- hellir er kærkomin áningarstaður,“ segir Uggi. Í grein eftir Hallgerði Gísladótt- ur og Árna Hjartarson í árbók Fornleifafélagsins 1995 segir í upphafi: „Rútshellir undir Eyja- fjöllum er meðal merkustu forn- minja á Íslandi, höggvinn út af mönnum, tvískiptur, ævagamall og tengist gömlum sögnum. Hellirinn er rétt við bæinn Hrútafell og er holaður í móbergshamar sem skag- ar fram úr undirhlíðum Eyja- fjalla.“ Hellirinn mun meðal ann- ars hafa verið notaður sem íverustaður, heyhlaða og smiðja og síðustu aldir hafa verið gerðar þar ýmsar rannsóknir og mælingar. Bætt aðgengi og aukið öryggi Sveitarfélagið Fljótsdalshérað fær í ár tólf milljónir króna í styrk úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða til að vernda náttúru og bæta öryggi gesta við Lauga- velli, Hafrahvammagljúfur og Magnahelli. Þar munu bændur á Brú á Jökuldal hafa geymt fé sitt að vetrarlagi til forna. Sveitarfélagið Ölfus fær tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða til þess m.a. að lagfæra illa farinn stíg frá bílastæði að hell- inum Arnarkeri. „Verkefnið eykur virkni og aðdráttarafl þessa vin- sæla og aðgengilega ferðamanna- staðar,“ segir m.a. í rökstuðningi. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að Arnarker sé áhugaverður hellir í Leitarhrauni við gamla veginn sem liggur frá Þrengslavegi út í Selvog. Stigi liggur niður í hellinn sem er um 516 metra langur. Loks má nefna að veittar eru tvær milljónir í ár vegna vernd- aráætlunar Surtshellis og Víg- ishellis í Hallmundarhrauni. Undir Eyjafjöllum Fjárhúsið framan við Rútshelli, en hellirinn er grafinn í móbergshamar. Fjöldi ferðamanna stoppar þarna á ferð um Suðurland. FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Arnar Pétursson langhlaupari Kópavogur, Árborg og Reykjanes- bær hafa nú tekið höndum saman um að setja á laggirnar mælitæki sem hefur fengið nafnið Framfara- vog sveitarfélaga. Þannig er hægt að leggja mat á framfarir og styrk sam- félagslegra innviða í sveitarfélög- unum. Framfaravogin byggist á hug- myndafræði vísitölu félagslegra framfara (VFF) – Social Progress Index (SPI) – sem kemur út árlega og sýnir stöðu þjóða heimsins. Samningur sveitarfélagana um Framfaravogina var kynntur í fyrra- dag á alþjóðlegu ráðstefnunni What Works sem lauk í gær. Þar kom saman áhrifa- og fræðifólk frá um þrjátíu löndum til að skoða saman hvaða úrræði hafa gefist best við að tryggja fólki velferð og skapa því tækifæri til að bæta líf sitt. Þetta var í þriðja skipti sem ráðstefnan fer fram á Íslandi en hún var nú haldin í fyrsta sinn í samvinnu við og með stuðningi Alþjóðabankans. Hugmyndafræðin að baki VFF- vísitölunni er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólks mestu máli, þar á meðal eru aðgangur að heilsu- gæslu, menntun og hagkvæmu hús- næði, staða jafnréttismála og trú- frelsi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Cognitio sem er fulltrúi SPI hér á landi. Tilgangur þessa er að draga fram hvar þarf að forgangsraða og hvernig skal nýta fjármuni með markvissari hætti til frekari umbóta og uppbyggingar. Með samstarfinu munu sveitar- félögin meðal annars geta nýtt vísi- töluna til að leggja grunninn að því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) innan sinna bæjar- marka. Kópavogur var brautryðjandi á þessu sviði og birti í fyrra ítarlega VFF-úttekt á sveitarfélaginu. Fleiri taka Framfara- vogina í þjónustu sína Morgunblaðið/Eggert Á ráðstefnu Framfaravogin var kynnt á ráðstefnunni What Works sem haldin var í gær og fyrradag. Þrjú sveitarfélög hafa tekið vogina upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.