Morgunblaðið - 04.04.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.04.2019, Qupperneq 21
ferðamannaflaumur undir Eyja- fjöllum, fólk er beinlínis að leita að stöðum til að stoppa á og Rúts- hellir er kærkomin áningarstaður,“ segir Uggi. Í grein eftir Hallgerði Gísladótt- ur og Árna Hjartarson í árbók Fornleifafélagsins 1995 segir í upphafi: „Rútshellir undir Eyja- fjöllum er meðal merkustu forn- minja á Íslandi, höggvinn út af mönnum, tvískiptur, ævagamall og tengist gömlum sögnum. Hellirinn er rétt við bæinn Hrútafell og er holaður í móbergshamar sem skag- ar fram úr undirhlíðum Eyja- fjalla.“ Hellirinn mun meðal ann- ars hafa verið notaður sem íverustaður, heyhlaða og smiðja og síðustu aldir hafa verið gerðar þar ýmsar rannsóknir og mælingar. Bætt aðgengi og aukið öryggi Sveitarfélagið Fljótsdalshérað fær í ár tólf milljónir króna í styrk úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða til að vernda náttúru og bæta öryggi gesta við Lauga- velli, Hafrahvammagljúfur og Magnahelli. Þar munu bændur á Brú á Jökuldal hafa geymt fé sitt að vetrarlagi til forna. Sveitarfélagið Ölfus fær tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða til þess m.a. að lagfæra illa farinn stíg frá bílastæði að hell- inum Arnarkeri. „Verkefnið eykur virkni og aðdráttarafl þessa vin- sæla og aðgengilega ferðamanna- staðar,“ segir m.a. í rökstuðningi. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að Arnarker sé áhugaverður hellir í Leitarhrauni við gamla veginn sem liggur frá Þrengslavegi út í Selvog. Stigi liggur niður í hellinn sem er um 516 metra langur. Loks má nefna að veittar eru tvær milljónir í ár vegna vernd- aráætlunar Surtshellis og Víg- ishellis í Hallmundarhrauni. Undir Eyjafjöllum Fjárhúsið framan við Rútshelli, en hellirinn er grafinn í móbergshamar. Fjöldi ferðamanna stoppar þarna á ferð um Suðurland. FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Arnar Pétursson langhlaupari Kópavogur, Árborg og Reykjanes- bær hafa nú tekið höndum saman um að setja á laggirnar mælitæki sem hefur fengið nafnið Framfara- vog sveitarfélaga. Þannig er hægt að leggja mat á framfarir og styrk sam- félagslegra innviða í sveitarfélög- unum. Framfaravogin byggist á hug- myndafræði vísitölu félagslegra framfara (VFF) – Social Progress Index (SPI) – sem kemur út árlega og sýnir stöðu þjóða heimsins. Samningur sveitarfélagana um Framfaravogina var kynntur í fyrra- dag á alþjóðlegu ráðstefnunni What Works sem lauk í gær. Þar kom saman áhrifa- og fræðifólk frá um þrjátíu löndum til að skoða saman hvaða úrræði hafa gefist best við að tryggja fólki velferð og skapa því tækifæri til að bæta líf sitt. Þetta var í þriðja skipti sem ráðstefnan fer fram á Íslandi en hún var nú haldin í fyrsta sinn í samvinnu við og með stuðningi Alþjóðabankans. Hugmyndafræðin að baki VFF- vísitölunni er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólks mestu máli, þar á meðal eru aðgangur að heilsu- gæslu, menntun og hagkvæmu hús- næði, staða jafnréttismála og trú- frelsi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Cognitio sem er fulltrúi SPI hér á landi. Tilgangur þessa er að draga fram hvar þarf að forgangsraða og hvernig skal nýta fjármuni með markvissari hætti til frekari umbóta og uppbyggingar. Með samstarfinu munu sveitar- félögin meðal annars geta nýtt vísi- töluna til að leggja grunninn að því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) innan sinna bæjar- marka. Kópavogur var brautryðjandi á þessu sviði og birti í fyrra ítarlega VFF-úttekt á sveitarfélaginu. Fleiri taka Framfara- vogina í þjónustu sína Morgunblaðið/Eggert Á ráðstefnu Framfaravogin var kynnt á ráðstefnunni What Works sem haldin var í gær og fyrradag. Þrjú sveitarfélög hafa tekið vogina upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.