Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og al- þjóðamál, boðar til sérstaks hátíð- arfundar í dag í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að ritað var undir Atlantshafssátt- málann, stofnskrá Atlantshafs- bandalagsins (NATO), í Wash- ington. Fundurinn hefst klukkan 16:30 Veröld, húsi Vigdísar, við Suðurgötu í Reykjavík. Ávörp flytja: Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, Njáll Trausti Frið- bertsson alþingismaður, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir alþing- ismaður, varaformaður Íslands- deildar NATO-þingsins, og Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins. Að loknum ávörpum sitja stjórn- málamenn í pallborði og svara spurningum fundarmanna. Fund- arstjóri verður Björn Bjarnason, formaður Varðbergs. Skrifað var undir stofnskrá Atlantshafs- bandalagsins 4. apríl 1949 og var Ís- land eitt af 12 stofnríkjum banda- lagsins. Hin voru Belgía, Kanada, Danmörk, Frakkland, Ítalía, Lúx- emborg, Holland, Noregur, Portú- gal, Bretland og Bandaríkin. Aðild- arríkin eru nú 29 og fjögur ríki eru í aðildarferli. Varðberg heldur hátíðarfund  Sjötíu ár liðin frá stofnun NATO Lilja Alfreðsdóttir Sturla Sigurjónsson Björn Bjarnason Njáll Trausti Friðbertsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir hótelin hafa fengið afbókanir vegna falls WOW air. „Menn eru svolítið óvissir enn þá. Við höfum þó reiknað með því að áhrif- in verði um 5%, sérstaklega næstu vik- urnar. Ég held að áhrifin af falli WOW air verði aldrei meiri en 5% samdrátt- ur út árið. Hlutfallið gæti þó orðið hærra næstu vikurnar og eins og áður er það áhyggjuefni að landsbyggðin virðist fá harðari skell en suðvestur- hornið. Við eigum eftir að sjá hvernig framboðið þróast í fluginu en það er ljóst að það dregst saman. Einkum rennum við blint í sjóinn með verð- þróun á flugmiðum í kjölfar minnkandi framboðs. En væntanlega hækkar miðaverð og það mun að sjálfsögðu minnka eftirspurn. Á þessu stigi eru þetta aðeins ágiskanir,“ segir Krist- ófer og bendir á að fall flugfélagsins WOW air hafi ekki verið óvænt áfall. „Þetta er búið að liggja það lengi í loftinu að stærri aðilar sem eru sér- fræðingar á Íslandsmarkaði voru kannski búnir að færa sig í meira mæli til annarra flugfélaga,“ segir hann. Hafa dregist saman um 10% Sigurður Smári Gylfason, fram- kvæmdastjóri og eigandi Hótels Gríms, sem er í Grímsbæ við Bústaða- veg í Reykjavík, segir bókanir hafa dregist saman um vel innan við 10% vegna falls flugfélagsins WOW air. „Þetta er innan við tveggja stafa tölu. Áhrifin eru ekkert sérstaklega mikil. Það bendir ekkert til hruns. Það var mikið að gerast hjá okkur fyrstu dagana eftir fall WOW air eins og hjá öllum. Margir ferðamenn voru í reiði- leysi. Nú er komin meiri ró yfir hlut- ina. Það kemur ein og ein afbókun en þetta eru engar hörmungar,“ segir Sigurður Smári. Hótel Grímur fái þverskurðinn af ferðamönnum, nema þá sem leiti í dýrustu gistinguna. Sigurður Smári seldi Bus hostel við Skógarhlíð í Reykjavík í fyrra en hann rekur gistiheimilið Snotru í Þykkva- bæ. Hann segist sjá sama hlutfall af- bókana í Þykkvabæ og á Hótel Grími. Greiningardeild Arion banka birti í fyrradag spá um 16% fækkun er- lendra ferðamanna í ár vegna sam- dráttar í flugframboði. Of mikil svartsýni í spánni Sigurður Smári telur aðspurður að spáin sé of svartsýnisleg. Fyrstu merki um áhrifin af falli WOW air bendi enda ekki til slíkra hamfara. Hann telur ekki óhugsandi að hluti þeirra sem keyptu miða í aflýst flug með WOW air á næstu mánuðum hafi ekki vitneskju um fall félagsins. Mögu- lega eigi áhrifin af því eftir að birtast. Fyrrverandi upplýsingafulltrúi WOW air svaraði ekki skilaboðum. Hreiðar Hermannsson, eigandi og framkvæmdastjóri Stracta hótels, tel- ur að áhrifin af falli WOW air birtist skýrast í sumar. Nú sé útlit fyrir yfir 15% samdrátt í bókunum hjá hótelinu. „Þótt önnur flugfélög séu að bæta við nokkrum ferðum í viku eru það aðeins nokkur þúsund manns. Það vantar svo mörg flugsæti upp á að það getur ekki orðið annað en heilmikið tjón nema eitthvað ævintýralegt gerist. Hópar sem koma frá Bandaríkjunum, 40-50 manna hópar að meðaltali, hafa skap- að mikil verðmæti. Margir komu með WOW air. Brottfallið verður mest í júlí og ágúst. September er svo að verða næstum jafn stór mánuður og ágúst. Það var hræðilegt að ekki skyldi tak- ast að halda flugfélaginu gangandi út sumarið,“ segir Hreiðar og rifjar upp að rætt var um að safna 5 milljörðum til að bjarga WOW air. Það séu aðeins „aurar“ í samhengi við heildartapið. „Þeir sem komu með WOW air voru mikið að hæla framkomu flugfreyj- anna og starfsfólksins. Það er afar leitt að missa svona stóran og góðan hóp fólks af markaðnum. Tjónið af falli fé- lagsins er því ekki aðeins fólgið í pen- ingum. Það er mjög slæmt að glata öll- um þessum verðmætum í starfsfólki WOW air, fyrir utan þann vanda sem þau eru í öll sömul,“ segir Hreiðar. Halldór Ástvaldsson, framkvæmda- stjóri Alfred́s Apartments, sem er með 13 hótelíbúðir á Vitastíg og 10 á Frakkastíg, segir gestum sem ætluðu að koma með WOW air hafa verið boð- ið að koma á öðrum tíma. Hann telur áhrifin af falli WOW air á hótelin munu verða skammvinn. Áhrifin verði einna mest á Airbnb-markaðnum. Hægir á skammtímabókunum Þórður Birgir Bogason, fram- kvæmdastjóri RR hótela, sem er með 71 íbúð í miðborginni, segir hafa hægt mikið á skammtímabókunum í apríl og maí. Hins vegar sjái félagið ekki mikla fjölgun afbókana. Hann telur það munu taka alla viðskiptavini WOW air nokkrar vikur að átta sig á að félagið sé hætt. Því sé of snemmt að fullyrða um áhrifin. „Eftir að WOW air fór í gjaldþrot minnkaði bókunarhraðinn um 50% frá því sem var í vikunni á undan. Það getur hins vegar verið hluti af sveiflu milli vikna,“ segir Þórður. Um 40% af bókunum ársins fari fram í janúar og febrúar. Mismikil áhrif af falli WOW air  Hótelin finna fyrir 5% samdrætti að jafnaði vegna falls WOW air  Óvissan um áhrifin er þó mikil  Innan við 10% samdráttur hjá Hótel Grími  Eigandi Stracta hótel reiknar með 15% samdrætti Morgunblaðið/Hanna Hótel Grímur Hótelið er á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg í Reykjavík. Sigurður Friðriksson, eigandi bílaleigunnar Nordic Car Rental, segir félagið finna mikið fyrir falli flugfélagsins WOW air. „Við vorum í miklum sam- skiptum við WOW og áttum til dæmis heilsíðuauglýsingu í WOW-vélunum frá upphafi til enda. Við vorum byrjaðir í sam- starfi við Iceland Express áður en WOW tók við keflinu. Þetta eru svona 20 afbókanir á dag hjá okkur,“ segir Sigurður um áhrifin af falli flugfélagsins. Hann telur að brotthvarf WOW air verði skammtímahögg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Greinin verði mikið til búin að ná jafnvægi á næsta ári. Fá fjölda afbókana NORDIC CAR RENTAL m. POWERSTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu M18 FCS66 Alvöru hjólsög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Gistinætur í febrúar Herbergjafjöldi á hótelum í febrúar Herbergjanýting hótela í febrúar Fjöldi gistinátta á hótelum í febrúar Heimild: Hagstofan 353 þús. 344 þús. 9,5 þús. 10,2 þús. 73% 66% 2018 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.