Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 ✝ Björg Jóns-dóttir fæddist í Húsanesi í Breiðu- vík á Snæfellsnesi 23. september 1928. Hún lést á Landspítalanum 27. mars 2019 Björg var dóttir hjónanna Jóns Lárussonar, f. 1871, d. 1959, og Sigríðar Oddrúnar Jónsdóttur, f. 1887, d. 1968. Björg var yngst átta systkina sinna ásamt tvíburasystur sinni Steingerði, sem lést 21.10. 2018. Önnur systkin Bjargar voru: Kristjana Elísabet, f. 1919, d. 1986, óskírð stúlka, f. 1920, d. 1920, Jónína, f. 1921, d. 2006, Jóhannes, f. 1922, d. 2006, Guðmundur, f. 1924, d. 1996, María, f. 1925, d. 1925, og Oddur, f. 1927, d. 2010. Eiginmaður Bjargar var Kristgeir Kristinsson, f. 4. júlí 1926, d. 5.10. 2013. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Krist- ins Guðjónssonar, f. 1898, d. 1954, og Geirþrúðar Geir- mundsdóttur, f. 1898, d. 1981. Börn þeirra eru 1) Jón, f. 16.11. 1952. Börn Jóns eru: 1.1) Elísabet, f. 1971, hún á tvö Sigurgeir er í sambúð með Andreu Atladóttur, f. 1969. Hennar börn eru Agnes, Bríet og Jason. 4) Jónína, f. 21.6. 1962. Eiginmaður hennar er Sigurður J. Bergsson, f. 1963. Börn þeirra eru Brynjar, f. 1988, Bjarki, f. 1992, unnusta Arna Björt Bragadóttir, og Emilía Tinna, f. 1996. Björg ólst upp í Húsanesi við mikla fátækt. Fjölskyldan bjó í lítilli baðstofu með þremur rúmum og varð því að tví- og þrímenna í rúmunum. Mikil bót var þegar þau fengu fjórða rúmið. Björg og Kristgeir hófu sam- búð 1951 og fluttu að Felli á Arnarstapa árið 1954 þar sem Kristgeir tók við verkstjórn við vikurvinnslu Vikurfélagsins við rætur Snæfellsjökuls. Auk vikurvinnslu stundaði hann róðra á trillu meðan gaf frá vori til hausts og saltaði aflann, auk þess að sinna bústörfum. Björg sinnti saltfiskverkuninni meðan róið var og annaðist bú- ið ásamt tilfallandi launavinnu auk þess að sinna heimilis- störfum. Þau fluttu á Akranes 1978 þar sem Björg vann við fiskvinnslu og í mötuneyti Fjöl- brautaskólans. Árið 2011 fluttu þau til Reykjavíkur. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 4. apríl 2019, klukkan 13. börn, Rögnvald Nökkva og Sögu Kristínu. 1.2) Styrmir Geir, f. 1976. Eiginkona hans er Bryndís Valgeirsdóttir og eiga þau þrjú börn; Valgeir Rafn, Katrínu Rósu og Margréti Silju. 1.3) Daníel, f. 1986, d. 2008. 2) Guðjón Kristinn, f. 19.2. 1954. Eiginkona hans er Elín Þ. Eg- ilsdóttir, f. 1953 og eiga þau þrjú börn: 2.1) Egil Þór, f. 1975, unnusta hans er Linda Rún Skarphéðinsdóttir, f. 1979. Saman eiga þau Heklu Dís. Fyrir á Egill Elísabetu Elínu og Linda á Hrafnkel Þorra og Heiðdísi Hörpu. 2.2) Kristgeir, f. 1978. Unnusta hans er Sigur- borg Unnur Björnsdóttir, f. 1978. Þeirra börn eru Hanna Líf og Guðjón Kristinn. Fyrir á Kristgeir Árna Snæ og Móniku Rán og Sigurborg á Anítu Sif. 2.3) Guðjón Gísli, f. 1988; 3) Sigurgeir Brynjar, f. 3.12. 1960. Börn Sigurgeirs frá fyrra hjónabandi eru Björg, f. 1990, sambýlismaður Einar Sigurðs- son, f. 1991, og Ari, f. 1993. Amma Bogga er nátengd öll- um okkar bernskuminningum frá Arnarstapa þar sem þau afi áttu sumarbústað. Afi reri alla daga þegar sjóveður leyfði og amma var heima að stússa. Hún leyfði mér oft að tala við afa í talstöðina og spyrja um fiskiríið, hló að okkur Bjarka frænda þegar við komum grenjandi heim þegar kríurnar réðust á okkur í kríuvarpinu og reyndi að fylgjast með enda vildi hún passa okkur. En einu sinni týndi hún okkur Bjarka þegar við vorum í pössun hjá henni. Við rændum slökkvitæki úr sumarbústaðnum og laumuðum okkur undir bústaðinn til að fikta og prakkarast með það, eins og við gerðum best. Við sprautuðum úr því undir bú- staðnum hjá ömmu. Hún var inni eitthvað að brasa og sér allt í einu hvítan reyk koma undan bústaðnum og þar næst á eftir komum við Bjarki hóstandi. Þá komst upp um okkur. Amma skammaði okkur rækilega fyrir fiktið. Síðar um kvöldið vorum við á leiðinni í háttinn þegar löggan ákveður allt í einu að taka hring á Arnarstapa. Amma hafði komið auga á hana og nýtti tækifærið til að hræða okkur Bjarka svolítið. „Jæja, strákar, núna er löggan komin til þess að handtaka ykkur fyrir að fikta með slökkvitækið.“ Við Bjarki urðum báðir virkilega hræddir, vitaskuld. Hræðslan magnaðist svo heldur betur þegar löggan ákvað að keyra inn í bústaðahverfið okkar, beygði inn í innkeyrsluna og stoppaði þar um stund. Ef okk- ur grunaði að amma hefði eitt- hvað verið að grínast í okkur var allur sá vafi horfinn. Við vorum logandi hræddir. Það var þó þannig að löggan var ein- ungis að snúa við í innkeyrsl- unni okkar. Amma hafði virki- lega gaman af þessu öllu saman og kenndi okkur smá lexíu í leiðinni. Minningin um ömmu lifir með mér. Hvíldu í friði elsku amma. Ari Brynjarsson. Elsku amma Bogga. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en að sama skapi er ég virkilega þakklátur fyrir allar góðu stundirnar. Þú varst einstök manneskja í mínum huga, mikill húmoristi með stórt hjarta. Þeim sem stóðu höllum fæti í lífinu sýndirðu bæði samhug og stuðning. Verk þín og umhyggja eru svo sannarlega til eftir- breytni. Ég man svo vel eftir því þeg- ar ég var lítill strákur og fór á hverju einasta sumri til ykkar afa á Arnarstapa. Það eru ein- hverjar bestu minningar lífs míns og ég mun ætíð hugsa til ykkar með hlýhug þegar ég kem þangað, sem verður í ófá skiptin til viðbótar. Þegar afi setti stýrið í kerruna og við Bjarki þóttumst vera á fiskveið- um, lífið var svo sannarlega ein- faldara þá og ég vildi að ég gæti upplifað þær stundir aftur. Ég vil trúa því að þið afi séuð í sumarlöndunum nú. Gefðu Perlu bita fyrir mig. Ég sakna þín og mun ætíð elska þig. Hvíldu í friði. Brynjar Sigurðsson. Góðar minningar gleymast seint og af góðum minningum um ömmu Boggu á ég feikinóg. Amma var alltaf ákaflega sterk manneskja, góð, ljúf, félagslynd, stálminnug og með mikla rétt- lætiskennd. Hún gætti þess að manni liði alltaf vel og væri vel- kominn hjá sér. Fyrstu minningar mínar um ömmu ná aftur í barnæsku í bú- staðahverfi á Arnarstapa á Snæfellsnesi þar sem þau amma og afi bjuggu á sumrin. Mikil ævintýri og leikur áttu sér þar stað; busl í læknum í gilinu, glænýjar kartöflur úr garðinum, gönguferðir um kríuvarp og annað af ýmsu tagi. Síðar fór ég að fara einn til þeirra á sumrin sem ungur strákur og hélt þá uppteknum hætti. Alltaf gat ég hlakkað til þessara stunda og alltaf var tekið jafn vel á móti mér. Amma sauð ýsu og kart- öflur, kjöt í kjötsúpu, silung úr Húsanesi og fleira góðgæti. Ég fór með henni í heimsóknir í ná- læga bústaði meðan afi var á sjó á daginn, enda þótti henni fátt skemmtilegra en að hitta annað fólk. Eflaust hef ég gert hina og þessa hluti sem flestum gæti þótt flokkast undir prakkara- strik – óþarfi að rifja upp öll at- vik hér. Þetta voru ákaflega góðar stundir. Á veturna bjuggu amma og afi á Vesturgötu á Akranesi. Við fjölskyldan fórum oft þangað í mat og héldum upp á jólin þar einhverju sinni. Á rishæð húss- ins var þvottahús og mjög stór geymsla sem kemst sennilega næst því að vera draugageymsla af öllum þeim geymslum sem ég hef augum litið. Þar var hægt að leika sér og róta í ýmsu gömlu dóti en ef maður gætti sín ekki átti maður á hættu að lokast þar inni líkt og kom fyrir okkur Ara frænda fyrir mörg- um árum. Sennilega hafði þó hún amma lokað á okkur fyrir misskilning en okkur tókst að brjóta okkur leið út og í máls- bætur tekið okkur það bessa- leyfi að ljúka upp frystikistunni og hnupla nokkrum smákökum frá því um jólin tveimur árum fyrr. Frá því í seinni tíð, þegar amma var flutt til Reykjavíkur í Bólstaðarhlíðina, á ég líka margar góðar minningar. Ég minnist margra matar- og kaffi- boða og rökræðna um ýmis mál- efni, en hennar skoðunum varð ekki auðveldlega hnikað. Hún stóð ávallt fast á sínu og fyrir vikið hafði hún einstakan per- sónuleika sem einkenndist af festu en í bland við hlýju, góð- mennsku og kátínu. Ég mun ávallt sakna hennar og ljóst er að stórt skarð hefur myndast vegna fráfalls ömmu Boggu. Bjarki Sigurðsson. Elsku amma mín. Það sem ég mun sakna allra góðu stund- anna sem við áttum saman. Þú varst svo ótrúlega góð við mig enda kallaðirðu mig alltaf litla ljósið þitt. Ég hafði svo gaman af því hvað þú varst stríðin og hafðir mikinn húmor fyrir hlut- unum og gerðir mikið í því að stríða mér með val mitt á mat. Alltaf gastu fundið eitthvað fallegt að segja um mig og flík- urnar sem ég klæddist og grín- aðist með það að bjóðast til þess að bæta gatið á buxunum mínum. Þegar ég heimsótti þig hafð- irðu svo mikinn áhuga á hvernig mér gengi og reyndir þitt besta að muna og skilja það sem ég er að læra og gera og enduðu heimsóknirnar alltaf á orðunum sem lýsa þinni persónu best: „Farðu varlega og passaðu þig á öllum heimsins hættum.“ Ég elska þig amma mín. Emilía Tinna Sigurð- ardóttir. Þó að við Björg (Bogga) hefð- um ekki þekkst mjög lengi lang- ar mig að skrifa nokkur orð um yndislega konu sem ég hefði ekki viljað fara á mis við að kynnast. Í mínum augum var hún á margan hátt mjög merki- leg kona. Að fá að deila lífi með manneskju sem fæddist í torfbæ, gekk í sauðskinnsskóm þar til hún eignaðist sín fyrstu stígvél 12 ára gömul og upplifði það að eiga ekki alltaf nægan mat í bernsku finnst mér mjög merkilegt. Fólk af minni kyn- slóð og yngra hefur mjög gott af að kynnast fólki eins og Boggu sem upplifði líf sem ekk- ert okkar getur ímyndað sér hvernig var. Bogga tók mér og mínum börnum opnum örmum þegar ég kom inn í fjölskylduna. Hún var ótrúlega hrein og bein í samskiptum og er mér sérstak- lega minnisstætt þegar ég mætti í heimsókn til hennar í rifnum gallabuxum og þótti ég bara fín að fylgja tískustraum- unum. Boggu þótti þetta ekki par fínt og spurði mig hvort ég hefði virkilega ekki átt neitt betra til að fara í þegar ég kom í heimsókn til hennar. En þetta sagði hún með glotti. Síðustu samskipti mín við Boggu voru í gegnum Snapchat í síma Binna nokkru fyrir andlát hennar þar sem hún sendi mér ótrúlega fal- lega og einlæga kveðju þar sem hún sagði mér hug sinn til mín. Þessa kveðju geymi ég í hjarta mér. Elsku fjölskylda, ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur, minning Boggu lifir með mér. Andrea Elín Atladóttir. Björg Jónsdóttir Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisinn, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, Jóhann Þórlindsson ✝ Jóhann Þórlindsson fæddist13. júlí 1967. Hann lést 16. mars 2019. Útför Jóhanns fór fram 3. apríl 2019. gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Mamma og pabbi. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Elskuð móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR SANDHOLT, andaðist á bráðamóttöku Landspítalans miðvikudaginn 27. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 10. apríl klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög eða góðgerðarsamtök. Þórunn Sandholt Jón Axelsson Gerður Sandholt Ívar Þ. Björnsson Guðbjörg Sandholt Jens Sandholt Elín Lára Edvardsdóttir Jón Guðni Sandholt Lára Sandholt Óskar Jörgen Sandholt Clair Janine de Vries og aðrir aðstandendur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BRYNJÓLFUR SAMÚELSSON frá Bjargi, Ísafirði, lést á Landspítala Fossvogi 31. mars. Útför hans fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 10. mars klukkan 15. Bjarni Brynjólfsson Ingibjörg Anna Arnarsdóttir Theodór Brynjólfsson Bryndís Kvaran Berglind Huld Theodórsdóttir Ragnhildur Theodórsdóttir Ásthildur Dóra Þórsdóttir Margrét Edda Lian Bjarnadóttir Þorbjörg Anna Qing Bjarnadóttir Samúel J. Samúelsson Friðgerður Samúelsdóttir Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, frændi, barnabarn og vinur, EINAR EÐVARÐ STEINÞÓRSSON, Skógarási 15, Reykjavík, lést 30. mars. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 9. apríl klukkan 15. Steinþór V. Tómasson Ýlfa Proppé Einarsdóttir Sigríður Edda Steinþórsd. Hákon Barðason Glódís Ýlfa Hákonardóttir Edda Proppé Þórðardóttir Sigríður Steinþórsdóttir Bruno Okkar ástkæri MATTHÍAS GEIR GUÐJÓNSSON andaðist að morgni föstudagsins 29. mars á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 11. apríl klukkan 13. Sólveig Arnfríður Sigurjónsdóttir Páll Matthíasson Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir Margrét Björnsdóttir Guðmundur Hallgrímsson og barnabörn Ástkær systir okkar, SVANHILDUR FINNDAL GUÐMUNDSDÓTTIR sjúkraliði, frá Finnstungu, Hólavegi 28, Sauðárkróki, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 1. apríl. Útför fer fram frá Blönduóskirkju miðvikudaginn 10. apríl klukkan 13. Grétar, Heimir, Áslaug og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.