Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Margverðlaunuð baðvifta Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A) Innbyggður raka-, hita- og hreyfiskynjari. Vinnur sjálfvirkt 3W Handfæravörur Öflug þjónusta og gott vöruúrval Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Hulda Bjarnadóttir hulda@mbl.is Ein stærsta samfélagsmiðlaráð- stefna heims, Social Media Market- ing World, hefur verið haldin árlega frá árinu 2013 í San Diego í Kali- forníu en þar koma saman helstu sérfræðingarnir í greininni auk áhugafólks um miðlana. Samtals um 7.000 manns. Að þessu sinni voru þekktustu fyrirlesararnir Mari Smith, Jay Baer, Amanda Bond og John Loomer, sem öll eru stjörnur í heimi stafrænnar markaðssetningar. Logi og Hulda tóku stöðuna með Sig- urði Svanssyni, yfirmanni stafrænna miðla hjá Sahara sem var á sýning- unni. Aðlögun efnis aðalatriðið „Þarna var umræða um einstaka miðla, en einnig mikil umræða um strategíu, efnismarkaðssetningu, live útsendingar og framtíðarspár. Markaðurinn tekur svo hröðum breytingum og því mikilvægt að átta sig vel á hvað er í boði þannig að það sé hægt að púsla öllu saman, nýta það sem virkar vel á einum miðli til að ná árangri á öðrum, en í dag er ekki lengur hægt að veðja á einn miðil,“ sagði Sigurður. Hann segir fyrirtæki vera að aðlaga efni og skilaboð að mörgum miðlum, þannig það verði sem náttúrulegast og skili ásættanlegum árangri. „En lands- lagið verður sífellt flóknara með nýj- um möguleikum, nýjum miðlum, strangara regluverki og harðari samkeppni um athygli.“ Sigurður segir það ekki koma á óvart að umræðuþættir eins og markaðssetning á Instagram sé vin- sæl þetta árið á sýningunni. In- stagram hefur tekið gríðarlegt stökk í vinsældum á kostnað miðla eins og Snapchat sem fær ekki mikinn fókus á ráðstefnunni í ár segir hann. Þann- ig var Instagram og Instagram story mikið rætt. „Einnig er Linkedin-umræðan vinsæl en miðilinn hefur verið að koma sterkur inn síðustu misseri þegar kemur að B2B-markaðs- setningu, en Íslendingar virðast vera í auknum mæli farnir að nýta mið- ilinn,“ segir hann. Spjallmenni og Messenger marketing koma kröftuglega inn Chatbots eða Spjallmenni og hvernig fyrirtæki geti nýtt sér þessa spennandi lausn til markaðs- setningar var einnig mikið rætt í ár sem og í fyrra útskýrir Sigurður. Sömuleiðis Messenger marketing, sem var mikið í umræðunni, en það er reiknað með að um 80% fyr- irtækja verði byrjuð að nýta sér þessa leið fyrir lok ársins 2020. Hann segir teymið hafa lært fullt af nýjum nálgunum. „En á sama tíma og við lærum fullt af nýjum hlutum þá höfum við einnig fengið staðfest- ingu á að við erum mjög framarlega á sviði markaðssetningar á netinu og framleiðslu. Og á sama tíma og við þurfum að aðlaga okkur að öllu því nýja sem stendur okkur til boða þá er samt gríðarlega mikilvægt að vera ekki alltaf a hlaupum,“ útskýrir hann. Það þurfi að staldra við, horfa til baka og læra af því sem hefur ver- ið gert til að hámarka árangur þess sem koma skal. „Hraðinn er það mik- ill að það er mikilvægt að minna sig reglulega á það,“ segir Sigurður að lokum. Vinsælustu samfélags- miðlarnir í dag Umræðan um markaðssetningu, áhrifavalda og duldar auglýsingar á samfélags- miðlum hefur verið fyrirferðarmikil víða um heim sem og persónuverndarlög því tengd. Það er þó ekki lengur spurning hvort, heldur hvernig fyrirtæki og ein- staklingar ætla að nýta þá samfélagsmiðla sem eru vinsælastir hverju sinni. Samfélagsmiðlar Fjölmargir kynntu sér nýjungar í stafrænni markaðssetningu á ráðstefnunni Social Media Marketing World í San Diego fyrir skömmu. Þáttarstjórnendum í Ísland vaknar er ekkert óviðkomandi og mikil- vægt er að bregðast við of lágu testósterónmagni í líkamanum en einkennin geta verið af ýmsum toga að sögn Elísabetar Reynis- dóttur næringarfræðings. Þar má nefna minni vöðvamassa, aukinn fitumassa, minni beinþéttni, kyn- deyfð og risvandamál, vægt þung- lyndi, svefntruflanir, lið- og vöðva- verki og skapstyggð. Í grein sem Elísabet skrifaði um málið segir: „Það getur verið þess virði að fá sér vatnsmelónu á kvöldin. Allavega ef eitthvert vandamál er með kyngetuna. Talið er að vatnsmelóna sé náttúrulegt viagra og það sé þess virði að prófa og sannreyna það. Efni í vatnsmel- ónunni er citrulline eða sítrólín sem er nokkurs konar amínósýra. Efnaferli á sér stað þegar við borð- um melónuna og það hjálpar til við að víkka út og slaka á æðunum, sem er hlutverk lyfja eins og viagra og samskonar lyfja sem gef- in eru við risvandamálum.“ Að sögn Elísabetar eru ýmis önn- ur ráð úr fæðukeðjunni sem við getum nýtt okkur gegn of lágu testósteróni. Ostrur eru til að mynda ríkar að sinki, sem hefur mikil áhrif á sæðisframleiðslu og testósterón. Rautt kjöt, alifugla- kjöt, baunir og hnetur eru einnig á meðal þeirra fæðutegunda sem innihalda sink og hafa þar af leið- andi jákvæð áhrif á kynhormónið í líkamanum. Elísabet tekur að sér að veita einstaklingum og hópum næringar- ráðgjöf og er vinsæll fyrirlesari sem hefur hjálpað fjölda fólks að ná árangri á ýmsum sviðum. Hana má meðal annars finna á facebook- síðunni „Ráðgjöf Betu Reynis“. islandvaknar@k100.is Áhugavert viðtal um kynhormón karla Testósterón og vatnsmelónur Karlmenn sem þjást af of litlu magni kynhormóns- ins testósteróns ættu að neyta vatnsmelóna að sögn Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings sem heimsótti Ísland vaknar í vikunni. Kynhormónar Talið er að vatns- melóna sé náttúrulegt viagra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.