Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna ✝ BerglindMagnúsdóttir fæddist í Reykja- vík 21. maí 1958. Hún lést á líknar- deild Landspít- alans í Kópavogi 25. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Magnús Einarsson, f. 10. mars 1939, d. 9. ágúst 2012, og Guðrún Bára Jónsdóttir, f. 10. febrúar 1940, d. 9. desember 2004. Systkini Berglindar eru: Svava Lilja, f. 23. júlí 1959, Jón Orri, f. 18. júní 1964, Magnús Heimir, f. 21. desem- ber 1967, d. 10. maí 1968, og Magnús Ýmir, f. 19. febrúar 1970. Berglind var gift Baldri Arasyni, f. 16. maí 1954, d. 16. júlí 2017. Börn þeirra eru þrjú: 1) Heimir, f. 5. janúar 1977, hans börn eru Hul- dís, f. 26. septem- ber 2003, barns- móðir Bryndís Brynjólfsdóttir, og Ingvar Emil, f. 9. júní 2011, barns- móðir Erna Hanna Ásbjörnsdóttir. 2) Sigríður Hafdís, f. 15. nóvember 1977, hennar mað- ur er Hlynur Hringsson, þeirra börn eru Viggó, f. 10. ágúst 2004 og Eva f. 1. ágúst 2007. 3) Bára, f. 14. mars 1985. Berglind ólst upp í Reykja- vík og á Hvammstanga. Lengst af bjó hún á Hvammstanga og starfaði við verslunar- og skrifstofustörf. Síðustu árin bjó hún í Noregi. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. apríl 2019, klukkan 13. Elsku mamma mín. Ég veit ekki hvort ég hef sagt það nógu oft hvað ég elska þig mikið. Ég væri ekki sú sem ég er í dag ef þú hefðir ekki verið til staðar. Skipulagið og hreinlætið í kringum þig var alltaf til fyrir- myndar og ég vonaði alltaf að ég yrði eins skipulögð og þú en það er erfitt að komast í þín spor. Þú varst með svo sterka réttlætiskennd og lést ekki misrétti yfir aðra ganga og þú varst alltaf tilbúin að hjálpa. Fyrir ári varstu á Íslandi í fermingu barnabarns þíns og ekkert var að, hálfum mánuði seinna varstu orðin veik. Bar- áttan hófst og þú tókst hana eins og þér einni var lagið, á hörkunni. Þetta var ekki langur tími. Elsku mamma, það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farin og ég sjái þig aldrei meir, minningarnar eru dýr- mætar. Ég er þakklát og hepp- in að hafa eignast þig sem mömmu. Nú ertu komin til pabba í sumarlandið, knúsaðu hann frá mér. Þín Hafdís. Mér hefur alltaf fundist Berglind vera eins og systir mín en ekki systurdóttir, enda var hún bara níu árum yngri en ég og kom norður til Hvamms- tanga nýfædd og var hjá mömmu og pabba í vöggu á meðan foreldrarnir fóru í ferða- lag til útlanda. Frá því að Berglind var nokkurra ára átti hún heima á Hvammstanga, fyrst í sama húsi og ég þannig að kynnin voru mjög náin frá fyrstu tíð. Berglind og Baldur voru afar ung þegar þau byrjuðu að vera saman, samheldin og dugleg, byggðu sér hús tvisvar á Hvammstanga og sumarbústað hér syðra. Leiðir okkar lágu oftast sam- an, fyrst sem börn og unglingar og síðar þegar þau fluttu til Reykjavíkur, voru kynnin nærri daglegur samgangur. Fyrir nokkrum árum fluttu þau til Noregs eins og svo margir gerðu eftir hrun, hið sorglega er að þau komu bæði aftur til Íslands til að deyja, fyrst Baldur 2017 og hún um síðustu áramót. Elsku Heimir, Hafdís, Bára og aðrir aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Berglind mín, takk fyrir all- ar ljúfu og skemmtilegu stund- irnar og ferðalögin, óskandi væri að við gætum hist seinna á enda veraldarinnar. Þín frænka og vinkona, Ástríður (Ásta). Berglind Magnúsdóttir ✝ Þóra S. Gunn-arsdóttir fædd- ist á Grundarlandi í Unadal 20. mars 1937. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík 22. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Guðjón Stefánsson, f. 15. október 1911, d. 9. maí 2002, og Rósa Bjarn- ey Sveinsdóttir, f. 13. mars 1916, d. 17. ágúst 1994. Syst- kini Þóru eru: Bjarni Sverrir, f. 20. ágúst 1939, Guðlaug Guð- rún, f. 19. ágúst 1942, Loftur Rögnvalds, f. 13. mars 1945, Stefán Sveinn, f. 23. ágúst 1946, Ásdís, f. 23. september 11. júní 1998. Stjúpbörn Gunn- ars eru þau Kolfinna, Víðir og Björn. 2) Stefanía Helga, f. 15. febrúar 1964, eiginmaður hennar er Birgir Guðnason, f. 8. september 1947. Þau eiga tvo syni: Garðar, f. 7. maí 1987, sambýliskona hans er Lovísa Kjartansdóttir, þau eiga soninn Magnús, f. 15. nóvember 2018, fyrir átti Garðar synina Gunn- ar Gauta og Steinar Aron, f. 11. apríl 2012, og Davíð, f. 24. janúar 1994, sambýliskona hans er Alexandra Högnadóttir. Stjúpbörn Stefaníu eru Halla, Heimir og Arndís. Þóra fór ung úr foreldra- húsum og flutti til Reykjavíkur. Þar vann hún mestmegnis fyrir sér við umönnunarstörf. Um tvítugt fór hún í nám við hús- mæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Eftir að Þóra og Garðar stofnuðu fjölskyldu var hún lengst af heimavinnandi. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 4. apríl 2019, klukkan 13. 1947, d. 18. júlí 2017, og Jóna Rósa, f. 30. júní 1950, d. 23. júlí 1951. Þóra giftist 2. september 1961 Garðari Sæberg Ólafssyni Schram frá Reykjavík, f. 19. febrúar 1932, d. 19. júlí 1999. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Ólafur, f. 12. október 1962, eiginkona hans er Ellisif Tinna Víðisdóttir. Gunnar á fyrir tvö börn: Önnu Þóru, f. 2. desember 1986, sambýlismaður hennar er Aðalsteinn K. Gunn- arsson og eiga þau soninn Al- exander Reinhart, f. 13. nóvem- ber 2018, og Gunnar Inga, f. Tengdamóðir okkar er látin og sorgin hefur sveipað heimili okkar hulu sinni. Minningarnar leita á hugann, hver af annarri. Þetta eru eins og margar stutt- myndir sem saman mynda eina heild og úr verður ein manns- ævi, ævi Þóru. Ein af þeim minningum er af lágvaxinni konu, standandi á tröppunum á Baugholtinu, með útbreiddan faðminn, tvístígandi af gleði yfir að við værum komin í heimsókn. Önnur er úr veislu þar sem mikið var sungið, Þóra ljómaði eins og sól í heiði, söng með og tók nokkur dansspor algjörlega búin að gefa síg tónlistinni á vald. Enn ein minningin er af Þóru að spila við barnabörnin, öllum til ómældrar gleði. Þeir sem kynntust Þóru vissu að ekkert skipti hana meira máli en fjölskyldan hennar og trúin, en trúin veitti henni styrk til að halda áfram eftir að tengdafaðir okkar, hann Garðar, lést fyrir rétt tæpum 20 árum. Í dag kveðjum við Þóru í hinsta sinn. Eftir situr minning um góða, hjartahlýja og afar trúrækna konu. Við kveðjum hana með þeim tveimur erindum úr bæninni sem hún fór svo oft með. Minning hennar mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson) Birgir Guðnason, Ellisif Tinna Víðisdóttir. Þá hefur elsku amma okkar kvatt í síðasta skipti. Hún sagði alltaf að við værum börnin hennar, þar sem hún átti svo stóran hlut í uppeldi okkar, og það var rétt hjá henni. Frá nokkurra mánaða aldri vorum við á Baugholtinu í faðmi ömmu, þar sem stjanað var við okkur á meðan for- eldrar okkur voru við vinnu. Við fengum algjörlega óskipta athygli hennar og þegar við hugsum til baka þá var alltaf svo gaman hjá okkur. Hún sá til þess að okkur vanhagaði ekki um neitt og að maginn væri alltaf fullur. Þeg- ar við uxum úr grasi breyttist ekkert hjá ömmu. Þangað gát- um við alltaf komið, fengið innilegt knús og látið stjana aðeins við okkur. Hádegishléum í grunnskóla og framhaldsskóla var gjarnan eytt þar í mat og svo gátum við fengið okkur smá lúr í sóf- anum hans afa. Alltaf var svo amma kvödd með fingurkossi á leið út inn- keyrsluna á Baugholtinu og sú hefð hélst alveg til hins síðasta, þrátt fyrir að minnið væri aðeins farið að bresta. Alltaf brosti hún út að eyrum, sendi fingurkoss til baka og veifaði. Við kvöldmat, þegar grænar baunir voru á boð- stólum, hafði amma mjög gam- an af því að spyrja hvort ein- hver borðaði ekki grænar baunir, eða járn eins og hún vildi kalla þær. Hún var alltaf jafn hissa þegar einhver borð- aði ekki grænar baunir. Það mikilvægasta í lífi ömmu var að börnin hennar og barnabörn væru heilbrigð. Svo sagði hún alltaf að það sem hefði hjálpað sér mest í gegn- um tíðina væri trúin og bjart- sýnin, það er nokkuð sem við getum öll tekið til okkar. Við munum aldrei gleyma hversu hlý og góð amma hefur alltaf verið, hún vildi öllum alltaf það besta. Anna Þóra, Davíð, Garðar og Gunnar Ingi. Þóra systir er látin. Þóra fæddist á Grundarlandi í Una- dal 20. mars 1937. Átti þar heima til tveggja ára aldurs en þá fluttist hún með foreldrum sinum á Hofsós. Við vorum sjö systkinin og sex af okkur komust á full- orðinsaldur. Eins og flest okkar systkina fór Þóra snemma að heiman og hennar vegur lá til Reykja- víkur þar sem hún kynntist manni sínum, Garðari Schram, og eignuðust þau tvö börn, Gunnar og Stefaníu. Það var hennar líf og yndi að hlúa að og hugsa um fjölskyldu sína. Það var henni mikil missir þegar Garðar féll frá en hann var hennar besti vinur og fé- lagi, þau gerðu margt saman og voru til að mynda dugleg að ferðast vítt og breitt um landið. Við Þóra fylgdumst að í gegnum lífið þar sem fjölskyld- ur okkar uxu og döfnuðu. Þau komu oft til okkar Gullu í sunnudagskaffi og iðulega hitt- umst við í fjölskylduboðum og þá var glatt á hjalla. Þóra var hress og kát og gat sagt hlut- ina með sínum hætti. Þóru fannst gaman að hitta fólkið sitt og rifja upp gamla tíma. Kæra systir, takk fyrir sam- veruna í gegnum lífið, ég veit að Garðar bíður eftir þér við hliðið, sé þig fyrir mér snúa þér við og brosa til okkar hinna því nú ertu loksins búin að fá Garðar þinn aftur. Mig langar að enda á fallegri vísu sem ort var af fjölskyldu- vini til þín þegar þú varst tveggja ára og mamma okkar Rósa lét mig hafa á sínum tíma: Hreinan jafnan blíða ber brostir hýrt um dróttir. Þýð í anda þykir mér Þóra Gunnarsdóttir Hvíl í friði. Sverrir Gunnarsson. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst Þóru í byrjun árs 2017. Ég man hvernig okkar fyrstu kynni voru. Hún tók í báðar hendurnar á mér og tal- aði svo fallega til mín lengi vel, þar til Garðar kom og tók okk- ur í sundur. Ég sá fljótt hvað sambandið á milli hennar og Garðars var fallegt. Henni þótti svo óskap- lega vænt um hann en var allt- af að segja mér hvað hann væri stríðinn. Við áttum margar góðar stundir á Hringbrautinni, þar sem Þóra var svo oft í mat hjá Stefaníu og Birgi og við Garðar líka með Gunnar og Steinar. Henni var svo annt um lang- ömmustrákana sína og var allt- af að biðja okkur að passa þá vel. Ég er líka svo þakklát fyrir að hún náði að sjá Magnús, son okkar Garðars, sem fæddist 15. nóvember síðastliðinn. Hvíldu í friði, elsku Þóra. Lovísa Kjartansdóttir. Þóra S. Gunnarsdóttir Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. En aldrei erum við samt viðbúin því. Ég á eftir að sakna Ellu. Við vorum systradætur og á svipuðum aldri. Hún var á ýmsan hátt ekk- ert venjuleg. Það er ekki til önnur svona Ella, það er ég viss um. Ella ólst upp á Reyni- mel á yndislegu heimili, hjá yndislegum foreldrum og systkinum. Þetta heimili stóð alltaf opið fyrir okkur ætt- ingjana austan fjalls ef á þurfti að halda, sem var oft. Ella fékk þessi gen í arf frá foreldrum sínum. Eftir að ég hætti að geta keyrt bílinn minn vegna sjón- arinnar var hún boðin og búin að keyra mig í borginni það sem ég þurfti að fara og vel- komið að gista ef ég þurfti þess. Hún naut þess að vera úti í náttúrunni og fara í gönguferðir. Hún tók vel eftir umhverfinu og dýrum sem urðu á vegi hennar og talaði gjarnan við þau. Fyrir tæpum tveimur árum fórum við saman um Vestfirð- ina og tókum á leigu bústað í Vatnsfirði. Þaðan keyrðum við svo um firðina. Það var góð ferð. Ella tók vel eftir umhverfinu og var sífellt að benda mér á eitt og annað. „Sibba sérðu þetta,“ sagði hún oft. Einu sinni sem oftar sáum við kind með lömb í vegkant- inum. Þá stoppaði Ella, skrúfaði niður rúðuna og jarmaði. Það kunni hún ágætlega. Viti menn; henni var svarað með jarmi. Þannig var hún. Ella fór ekki troðnar slóðir í lífinu. Ég mun geyma vestur- ferðina og fleiri góðar minn- ingar í huga mér um ókomna framtíð. Ég er viss um að nú er hún umvafin ást og umhyggju for- eldra, annarra ættingja og vina. Guð blessi þig, Ella mín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Sigurbjörg Gísladóttir. Elín Eygló Steinþórsdóttir ✝ Elín Eygló Steinþórsdóttirfæddist 13. maí 1946. Hún lést 13. mars 2019. Útförin fór fram 29. mars 2019. Nú er elsku Ella frænka far- in frá okkur eftir erfið veik- indi. Sannast hið kveðna: „á snöggu augabragði, af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt“ (Hallgrímur Péturs- son). Dauðinn kemur alltaf í opna skjöldu. Það hlaðast upp minningar, maður finnur hve Elín Eygló hafði sterka nær- veru. Hún var mín stóra frænka og stundum eins og systir. Það var margt sem við töluðum um og gátum velt fyr- ir okkur enda var Ella andlega þenkjandi og hugurinn flaug víða. Ella var sem dæmi zen-iðk- andi um tíma og félagi í Guð- spekifélaginu. Oft var sem Ella gæti fundið og séð það sem aðrir gátu ekki. Hún var unnandi og neyt- andi listar og menningar og gaman þegar við fórum saman á tónleika. Í gamla daga er það ljóslif- andi þegar Dudda frænka og stóri Steini komu austur að Hofi til Hveragerðis á sumrin með börnin sín fjögur, berandi með sér höfuðborgarþytinn ferskan og spennandi. Á þessum árum var Elín ballettstelpa og fylgdist vel með nýjustu stefnum í fót- mennt tengdum Bítlunum. Þannig kenndi hún litlu frænku „hippy, hippy shake“. Ella átti eftir að verða víð- förul og ferðast um lönd heimsins. Það var hennar líf og yndi og sterkt í henni að vera leitandi og áhugasöm mann- eskja. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir hve annt hún lét sér um dætur mínar og þeirra börn með gjafmildi og björtu uppliti. Unglega frænka. Guð geymi Elínu Eygló Steinþórsdóttur og við vottum systkinum hennar og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning frænku minnar. Sigrún Valgerður Gestsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.