Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Í dag eru liðin 70 ár frá undirritun Atlantshafssáttmálans í Washington- borg, en sá atburður markaði stofn- un Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO. Ísland var stofnaðili að bandalaginu og undirrituðu þeir Bjarni Benediktsson, þá utanrík- isráðherra, og Thor Thors, sendi- herra Íslands í Bandaríkjunum, sátt- málann fyrir hönd Íslands. Ýmis skjöl um athöfnina og undirritun sáttmálans er að finna í skjalasafni Bjarna, en það er aðgengilegt á vef Borgarskjalasafns og á vefnum bjarnibenediktsson.is. Nokkur aðdragandi að aðild Í gögnum Bjarna má meðal annars finna lýsingar hans á samtölum við ýmsa erlenda erindreka í aðdrag- anda stofnunar bandalagsins, eink- um sendiherra frá öðrum ríkjum Norðurlandanna, en miklar þreif- ingar voru meðal Norðmanna, Dana og Svía í upphafi ársins 1949 hvort þau ættu að mynda með sér varn- arbandalag, en þær steyttu á því að Svíar vildu helst ekki að það banda- lag ætti í tengslum við fyrirhugað Norður-Atlantshafsbandalag, sem þá var í farvatninu. Má af þeim skjölum greina þá fyrirvara, sem ráðamenn á Íslandi höfðu við þátttöku í varn- arbandalagi vestrænna ríkja, verandi herlaus þjóð. Þá má einnig ráða að endanleg afstaða Norðmanna og Dana um þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu hafi haft nokkur áhrif á afstöðu ríkisstjórnarinnar hérlendis, en það var engan veginn sjálfgefið að Íslendingar yrðu stofnaðilar að NATO. Í skjalasafninu er einnig merk lýs- ing á ferð sendinefndar stjórnar- flokkanna þriggja til Bandaríkjanna, en hún var skipuð þeim Bjarna, Ey- steini Jónssyni frá Framsóknarflokki og Emil Jónssyni frá Alþýðuflokki. Funduðu þeir hinn 14. mars 1949 með Dean Acheson, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Á þeim fundi var tekin fræg ljósmynd af Bjarna og Acheson saman. Sagði Bjarni síðar við Matthías Johann- essen, ritstjóra Morgunblaðsins, að Acheson hefði verið merkasti stjórn- málamaðurinn sem hann kynntist á ferli sínum. Gott veganesti frá föður Bjarna Þegar Alþingi hafði samþykkt að- ild Íslands að bandalaginu 30. mars 1949, hélt Bjarni út til Bandaríkj- anna til þess að undirrita sam- komulagið fyrir Íslands hönd. Matt- hías Johannessen greindi síðar frá því að Bjarni hefði sagt sér að kvöld- ið áður en hann hélt út hefðu hann og Sigríður Björnsdóttir, eiginkona Bjarna, hitt foreldra hans, Benedikt Sveinsson og Guðrúnu Pétursdóttur. Hefði Benedikt kvatt son sinn með þeim orðum að nú færi hann til að „gjöra það sem ég vildi helzt gjört hafa,“ og þótti Bjarna greinilega mikið til koma að fá það veganesti frá föður sínum, sem hafði tekið mikinn þátt í sjálfstæðisbaráttunni á sínum tíma. Í skjölum Bjarna um undirritunina má finna ýmis gögn um heimsókn hans til Washington. Þar er meðal annars skjal frá Bandaríkjastjórn með dagskrá athafnarinnar og boðs- korti frá Harry S. Truman Banda- ríkjaforseta, þar sem Bjarna og Sig- ríði, sem er titluð „Mrs. Benediktsson“, er boðið til hátíðar- kvöldverðar í Carlton-hótelinu klukkan átta um kvöldið. Þá er form- legt boðskort bandaríska utanríkis- ráðuneytisins til athafnarinnar sjálfrar einnig varðveitt þar. Viðhöfn í Washington Athöfnin hófst kl. 15 að staðartíma í viðhafnarsal bandaríska utanrík- isráðuneytisins í Washington, og fluttu utanríkisráðherrar stofnríkj- anna ræður hver á eftir öðrum. Bjarni var sá fimmti í röðinni, og var gerður góður rómur að máli hans þar sem hann lagði áherslu á, að þó að ríkin sem mynduðu þetta bandalag væru ólík að stærð og getu, væru þau öll sameinuð um það markmið að verja lýðræðisskipan vestrænna ríkja. Þá vísaði hann einnig til óeirðanna á Austurvelli þegar aðild Íslands að bandalaginu var samþykkt sem dæmi um það hvers vegna aðildin að bandalaginu væri nauðsyn. Þess má geta að í skjalasafni Bjarna má finna handskrifað uppkast hans að ræðunni, sem hann hefur ritað á bréfsefni Shoreham- hótelsins í Washington. Síðastur flutti Truman Banda- ríkjaforseti ræðu, og hófst svo und- irritunin. Frumrit Bjarna af Atlants- hafssáttmálanum, með undir- skriftum allra ráðherra og sendi- herra stofnríkjanna tólf, er aðgengilegt í skjalasafni hans, en það er bundið saman með viðhafnarborða og prentað á gulan pappír. Frekari lýsingar á athöfninni er ekki að finna í skjölum Bjarna, en þess má geta að hann ræddi aðildina nokkuð við Matthías Johannessen árin 1967 og 1969. Ljóst er af lýs- ingum Matthíasar, að Bjarni var alla tíð stoltur af þætti sínum við að tryggja þátttöku Íslands í varnar- samstarfi vestrænna þjóða. Sagði Bjarni við Matthías: „Eftir á tel ég mig ekki hafa betra verk unnið en eiga þátt í aðild Íslands að Atlants- hafsbandalaginu.“ „Tel mig ekki hafa betra verk unnið“  70 ár liðin frá undirritun Atlantshafssáttmálans  Merkar heimildir um athöfnina úr fórum Bjarna Benediktssonar á vef Borgarskjalasafns  Frumrit Atlantshafssáttmálans þar á meðal Ljósmynd/Borgarskjalasafn Reykjavíkur Undirritunin Bjarni Benediktsson undirritar hér sáttmálann í viðhafnarsal bandaríska utanríkisráðuneytisins. Með Acheson Bjarni Benediktsson og Dean Acheson hittust 14. mars 1949. Heimildir Uppkast Bjarna að ræðu sinni og boðskort Trumans eru á meðal þess sem leynist í safninu. Utanríkisráðherrar allra stofnríkj- anna tólf undirrituðu Atlantshafs- sáttmálann 4. apríl 1949, en þar voru auk Bjarna fulltrúar Banda- ríkjanna, Belgíu, Bretlands, Dan- merkur, Frakklands, Hollands, Ítal- íu, Lúxemborgar, Noregs og Portúgals. Fyrir utan Acheson þótti Bjarna mest koma til þeirra Ernests Bevins, utanríkisráðherra Bretlands, og Roberts Schumans, utanríkisráðherra Frakklands, en hann var einn af helstu arkitektum Kola- og stálbandalags Evrópu, sem er einn fyrirrennari Evrópu- sambandsins. Sagði Bjarni við Matthías Johannessen að sér hefði virst Schuman, vera einna göfugmannlegastur þeirra sem Bjarni hefði kynnst. Hann fór einnig fögrum orðum um þá Paul Henri-Spaak og Dirk Stikker, utanríkisráðherra Belgíu og Hollands, en báðir urðu síðar framkvæmdastjórar Atlantshafs- bandalagsins. Sagði Bjarni að Stikker hefði ávallt reynst Íslend- ingum vinsamlegur. Þótti mikið koma til Bevins FULLTRÚAR STOFNRÍKJANNA TÓLF Undirritun Frumrit Atlantshafssátt- málans er að finna í skjalasafni Bjarna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.