Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Fjórir á litlu svæði Þegar talað var við Brynjar síð- degis á þriðjudag voru þeir að veið- um utan við fjórar mílurnar út af Öndverðarnesi. Friðunaraðgerðir vegna hrygningar þorsks eru í gangi á vestursvæðinu og takmarkanir verða enn meiri í næstu viku. „Við erum hérna fjórir dragnóta- bátar á litlum bletti, auk okkar Rifs- ari, Matthías og Guðmundur Jens- son,“ sagði Brynjar. „Það getur verið erfitt að athafna sig þegar margir eru um hituna og þetta er talsvert álag á svæðið. Við höfum langmest verið að fá stóran þorsk, en það er frekar að yngri fiskurinn komi á línuna. Við fáum eitthvað með af ýsu og kola, en erum ekkert að eltast við þær teg- undir núna. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Frændgarðurinn á Steinunni SH 167 frá Ólafsvík hóf veiðar á ný á mánu- dag eftir um tveggja vikna vetrarfrí. Skipið er á dragnót og var með tæp 16 og 23 tonn í róðrum á mánudag og þriðjudag. Þrátt fyrir brælu var róið í gærmorgun, en eftir tvö köst var haldið heim á leið um hádegi með um 15 tonn. Vertíðin hefur gengið ágæt- lega að sögn Brynjars Kristmunds- sonar skipstjóra en eðlilega séu dag- arnir misgóðir. Níu manns eru í áhöfn Steinunnar og allir náskyldir eða tengdir. Brynj- ar er skipstjóri og með honum eru fjórir bræður hans, Þór, Ægir, Óðinn og Halldór. Auk þeirra sonur Sum- arliða bróður þeirra, sem er látinn, sonur Brynjars, sonur Ægis og tengdasonur Brynjars. Tæpast er að finna meiri fjölskylduútgerð á land- inu. Sjaldan þarf að ráða í pláss um borð í Steinunni og þá liggur nokkuð ljóst fyrir hvert mannskapurinn er sóttur. Byggt á gömlum grunni Útgerð Steinunnar er byggð á grunni sem Halldór Jónsson, afi bræðranna, lagði á fjórða áratug síð- ustu aldar. Þegar hann dró saman seglin tóku synir hans við, en flestir þeirra voru skipstjórar, og ráku lengi útgerð og fiskvinnslu í Ólafsvík undir nafninu Stakkholt. Um 1990 keyptu þeir bræður Brynjar, Þór, Ægir, Óðinn og Sum- arliði Steinunni út úr Stakkholti og hafa síðan gert út bát með þessu nafni. Steinunn er 150 brúttótonn, smíðuð í Garðabæ 1971, en hefur síð- an verið lengd og yfirbyggð. „Nafnið á bátnum er sótt til Stein- unnar langömmu okkar og það er óhætt að segja að hún hafi haldið vel utan um hópinn sinn. Þetta er bátur númer tvö með þessu nafni, en eldri báturinn var seldur til Hornafjarðar og Skinney-Þinganes heldur Stein- unnar-nafninu enn þá í útgerðinni. Ég held það hafi reynst þeim vel eins og okkur,“ segir Brynjar. Ég fór norður á Fláka í norðan- verðum firðinum á mánudag, en þar var nánast ekkert að hafa svo við komum hingað og fengum þá níu tonn. Á Flákanum er hins vegar ábyggilega nóg af fiski, þó svo að við höfum ekki hitt á hann á sandbotn- inum.“ Brynjar segir að frá 1. -13. mars hafi þeir fengið um 240 tonn og þenn- an tíma hafi verið hægt að róa nánast upp á hvern dag. Er leið á mánuðinn varð veðrið hins vegar leiðinlegra. Það sem af er fiskveðiárinu eru þeir á Steinunni búnir að veiða 1.140 tonn, og 750 tonn frá áramótum. en síðustu ár hefur ársaflinn verið alls um 1.500 tonn upp úr sjó. Allur afli Steinunnar fer á markað og segir Brynjar að ágætt verð hafi fengist fyrir þorsk í vetur. Hann segir að þeir séu lítið að leigja til sín og lítið sé upp úr því að hafa. Þeir hafi frekar miðað við að fara í sumarfrí um 20. maí og hefja veiðar aftur um 20. ágúst. „Annars vildi ég helst taka þetta í einum rykk og stoppa svo þegar kvótanum er náð,“ segir Brynjar. Peðrur af loðnu Hann segir að víða á Breiðafirði og við Snæfellsnes hafi loðna sést und- anfarið og loðna hafi verið í fiskinum. „Á leiðinni norður á Fláka á mánu- daginn voru víða peðrur og eins á leiðinni suður í kant. Í stóra sam- henginu veit ég hins vegar ekki hvort þetta telst vera mikið af loðnu.“ Í marsmánuði komu um fimm þús- und tonn á land í höfnum Snæfells- bæjar og um sex þúsund tonn í febr- úar. Frændgarður í fjölskylduútgerð  Bræður, synir og tengdasonur í níu manna áhöfn dragnótabátsins Steinunnar SH frá Ólafsvík  Nafnið sótt til langömmu útgerðarmannanna, sem hefur „haldið vel utan um hópinn sinn“ Morgunblaðið/Alfons Finnsson Samhentir Skipverjar á Steinunni SH 167 koma úr róðri á þriðjudag, frá vinstri: Ægir Ægisson, Halldór Kristmundsson, Þór Kristmundsson, Brynjar Kristmundsson, Kristmundur Sumarliðason, Oddur Brynjarsson, Óðinn Kristmundsson, Vilhjálmur Birgisson og Ægir Kristmundsson. Steinunn SH Þrír róðrar í þessari viku hafa skilað um 55 tonnum og frá áramótum er aflinn um 750 tonn. Tveir bátar úr Rifi sem eru í neta- ralli á vegum Hafrannsóknastofn- unar drógu í fyrsta skipti í fyrra- dag og mokfiskuðu. Saxhamar SH 50 fékk um 70 tonn í Faxaflóanum og Magnús SH 205 um 60 tonn í Breiðafirði. Fimm skip taka þátt í netaralli í ár, auk fyrrnefndra skipa eru það Friðrik Sigurðsson ÁR 17, Hvanney SF 51 og Þorleifur EA 88. Helmingur stöðva í netaralli er fastur þ.e. staðsetning breytist ekki milli ára. Fyrir hverja fasta stöð velur skipstjóri síðan lausa stöð í 0,5-4 sjómílna fjarlægð frá föstu stöðinni. Í netaralli hafa frá upphafi verið notuð net með 6, 7, 8 og 9 tommu möskvum, jafnmörg net á hverri stöð/trossu. Farið hefur verið í netarall eða SMN frá árinu 1996 og er þetta því 24. rall- ið. Verkefnið beinist fyrst og fremst að þorski á hrygningar- tíma, en mælingar á öðrum teg- undum voru auknar 2002. Miðað er við að netarall hefjist sem næst 1. apríl ár hvert þannig að það fari að mestu fram á sama tíma og há- mark hrygningar þorsks við Ísland og veiðibann er vegna hrygningar. Mokveiði fyrsta daginn FIMM BÁTAR TAKA ÞÁTT Í NETARALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.