Morgunblaðið - 04.04.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 04.04.2019, Síða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Það má segja að ég sé í miðju afmælisári. Í nóvember hélt ég uppá afmælið með pomp og prakt ásamt manninum mínum og vin-ahjónum okkar en þá vorum við samtals 202 ára. Um helgina bauð maðurinn minn mér út að borða og í óperuna að sjá La traviata eftir Verdi auk þess sem góður hópur vina birtist óvænt heima og skálaði við okkur. Það er svo meira sprell í pípunum næstu mánuði,“ segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem er fimmtug í dag. Á vinnustað Bergþóru tíðkast að hafa eitthvað gott með kaffinu á fimmtudögum og sá siður verður í heiðri hafður í dag. „Ég ætla að yfirtaka kaffitímann og bjóða vinnufélögunum í te. Þeir eiga það ald- eilis skilið því þetta eru frábærir vinnufélagar sem er sérlega gott að vinna með. Verkefni okkar eru fjölbreytt enda koma umhverfismálin inn á nánast allt sem snertir mannlega tilveru. Áhuginn á þeim hefur líka aukist verulega sem endurspeglast í fjölmiðlaumræðunni,“ segir Bergþóra Njála sem er menntuð söngkona, blaðamaður og með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. „Áhugamálin eru mörg en líklega er tónlistin efst á blaði,“ segir Bergþóra Njála sem syngur með Dómkórnum og sækir tónleika þegar færi gefst. „Ég hef líka tekið mig á hvað varðar hreyfingu en við mað- urinn minn, Örn Baldursson, eigum regluleg stefnumót í ræktinni auk þess sem ég geng töluvert. Nú hefur maður meira svigrúm fyrir slíkt, enda börnin orðin stálpuð; þau Auður sem er að verða 16 ára og Kolbeinn 22 ára.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Hari Fimmtug Svigrúm er meira þegar börnin stálpast, segir Bergþóra Njála. Syngur í kór og á stefnumót í ræktinni Bergþóra Njála er 50 ára í dag T ómas Andrés Tómasson fæddist 4. apríl 1949 í Reykjavík. „Ég ólst upp hjá afa mínum og ömmu, Lárusi Fjeldsted og Lovísu Fjeldsted, þar til þau létust sama daginn með nokkurra klukku- stunda millibili þegar ég var 15 ára. Þau bjuggu lengi vel í Tjarnargötu 33, húsi sem Hannes Hafstein byggði og er nú leikskólinn Tjarn- arborg.“ Tómas gekk í Miðbæjarskólann, Melaskóla og Hagaskóla. Hann fór að læra matreiðslu á Loftleiðum 1967, lauk námi þar 1971 og var síð- an hjá Loftleiðum í tvö ár eftir það. Hann útskrifaðist með verslunar- próf frá Verzlunarskóla Íslands árið 1972. Hann var hótelstjóri á City Hotel sumarið 1973, keypti Mat- arbúðina í október 1973 og rak hana í hálft ár en fór síðan að vinna í Tómas A. Tómasson veitingamaður – 70 ára Sjötugur Tómas heldur sér í formi með því að fara í líkamsrækt og tekur 100 kg í bekkpressu á góðum degi. Stofnaði búllu sem fer sigurför um heiminn Svaka gengi Samsett mynd, gerð í tilefni af sjötugsafmælinu, frá vinstri: Tómas Áki, Melkorka Katrín, Tómas Andrés, Úlfhildur og Ingvi Týr. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Þessar duglegu stúlkur, Kristjana Bella Kristjánsdóttir, Erla Antonía Hjörleifs- dóttir og Amelía Anna Söndrudóttir, héldu tombólu við Hagkaup og Hrísalund á Akureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 9.244 krónur. Hlutavelta Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h l i. ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi. s k é V ð jK k ffi y Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.