Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 4. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  80. tölublað  107. árgangur  Síðumúla 30 Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 - 30% AFSLÁTTUR AF FERMINGARRÚMUM Engholm sængurver að eigin vali fylgir með hverju seldu fermingarrúmi. Falleg fermingarrúm ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS LISTASAFN LÆKNISINS TIL SÝNIS SEGJA MIKIÐ LEIKJAÁLAG SKAÐLEGT HÁTT Í 700 VERK 52 HANDBOLTI ÍÞRÓTTIRFINNA VINNU 8 SÍÐUR Guðni Einarsson Baldur Arnarson Tæplega 30 stéttarfélög annars veg- ar og Samtök atvinnulífsins (SA) hins vegar undirrituðu í gærkvöld kjarasamninga sem eiga að gilda út árið 2022 eða til 45 mánaða. „Þessi samningur er stórt skref. Hann er afar mikilvægur, ekki bara fyrir þá sem sátu við borðið eða þá sem samið var fyrir beint heldur fyrir samfélagið allt,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins. „Niðurstaðan er hækkun launa, styttri vinnuvika, lækkun skatta og vonandi líka, við sjáum það líklega fljótlega, lækkun vaxta. Við sjáum hvað Seðlabankinn gerir en hann hefur sannarlega gefið upp boltann,“ sagði Halldór Benjamín. 26 þúsund króna eingreiðsla Samkvæmt upplýsingum blaðsins hljóða samningarnir upp á 26 þús- und króna uppbót á orlof sem greið- ist til allra fyrir 2. maí nk. Um er að ræða eingreiðslu til launþega. Laun hækka frá og með 1. apríl á þessu ári. Á almenn hækkun launa að vera um 17 þúsund í fyrsta áfanga. Hinn 1. apríl á næsta ári á al- menn hækkun að vera 18 þúsund og 1. janúar 2021 á hún vera tæp 16 þús- und. Síðasta hækkunin verður 1. jan- úar 2022 og verður hún rúm 17 þús- und krónur. Samtals eru þetta um 68 þúsund krónur. Við samninga á lág- markstekjutrygging að fara strax í 317 þúsund krónur. Þá eru taxta- hækkanir sem verða meiri en al- mennar hækkanir árin 2020-2022. Lögð er áhersla á að laun hækki hóf- lega í upphafi tímabilsins. Þá er rætt um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir en það verður þó nánar út- fært á hverjum vinnustað. Aðgerðir stjórnvalda Aðgerðir stjórnvalda voru sagðar hafa vegið þungt. Ein mesta nýjungin í þeim mun vera sú að landsframleiðsla á hvern einstakling verði mæld reglulega. Hækki landsframleiðsla á það að hafa áhrif til hækkunar launa. Til að mynda á 1% hagvöxtur á mann að skila 3 þúsund króna hagvaxtarauka en 2% hagvöxtur 8 þúsund krónum. Hagvaxtaraukinn mun að fullu fara í taxtalaun en 75% í almenna hækkun. Verði 1% hagvöxtur á samningstím- anum á það að skila 99 þúsund krón- um í samanlagða taxtahækkun 2019- 2022 en 2% hagvöxtur 114 þúsund- um. Á aukin verðmætasköpun þannig að skila sér til launþega. Hagstofan birtir tölur um hagvöxt í mars og mun svonefndur hagvaxt- arauki koma til greiðslu í maí. Meðal annarra ráðstafana er að eru vonir bundnar við að þessir kjarasamningar gefi tilefni til vaxta- lækkunar. Skattalækkanir eiga einkum að koma tekjulægstu hópunum til góða og skila þeim um 10 þúsundum á mánuði. Mun þannig gengið lengra í skattalækkun en Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra boðaði 19. febrúar sl. Getur breytingin þýtt meiri kaupmáttaraukningu fyrir launafólk. Stefnt mun vera að því að bæta við nýju neðsta skattþrepi og beina fjárhæðum til lækkunar skatta til lægri millitekju- og lágtekjuhópa. Gert var ráð fyrir því í febrúar að umræddar breytingar á skattkerfinu kæmu til framkvæmda í skrefum á árunum 2020 til 2022. Skerðingar- mörk barnabóta verða hækkuð. Iðnaðarmenn funda í dag Fundi samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem halda átti hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað þar til klukkan 14 í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, sagði þá að nóg væri að gera hjá ríkissáttasemjara við að ljúka kjarasamningum sem undirritaðir voru í gærkvöld. Í samfloti iðnaðar- manna eru auk Rafiðnaðarsam- bandsins félögin Samiðn, Grafía, Matvís, Félag hársnyrtisveina og VM, félag vélstjóra og málmtækni- manna. ekki verði veitt verðtryggð jafn- greiðslulán til lengri tíma en 25 ára frá árinu 2020, auk þess sem verð- tryggð lán verði til minnst tíu ára. Þá verði skoðað að taka húsnæðisliðinn úr neysluverðsvísitölunni sem mun hafa áhrif á verðtryggð húsnæðislán. Þá verði gripið til fleiri aðgerða til að draga úr vægi verðtryggingar. Stefnt er að því að framlengja tímabundið skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð. Einnig verði framlengd heimild launþega til að greiða sér- eignarsparnað inn á húsnæðislán sem hófst með Leiðréttingunni. Þá Lífskjarasamningar í höfn  Laun hækka frá 1. apríl og greiddur verður orlofsauki 2. maí  Launahækkanir taka mið af hagvexti  Taxtahækkun verði frá 99 þúsundum ef 1% hagvöxtur er á mann  Lögð er áhersla á lægstu launin Morgunblaðið/Hari Undirritun Skrifað var undir kjarasamningana í Karphúsinu á ellefta tímanum í gærkvöld. MLífskjarasamningar » 4  Tæpast er að finna meiri fjöl- skyldutengsl í útgerð á landinu heldur en á dragnótabátnum Stein- unni SH frá Ólafsvík. Sjaldan hefur þurft að ráða í pláss um borð í Steinunni og hafi komið til þess hef- ur legið nokkuð ljóst fyrir hvert sækja ætti mannskapinn. Níu manns eru í áhöfn Steinunn- ar og allir náskyldir eða tengdir; bræður, synir og tengdasonur. Út- gerðin er byggð á grunni, sem Hall- dór Jónsson, afi bræðranna fimm sem eru í áhöfn, lagði á fjórða ára- tug síðustu aldar. »24 Allir um borð ná- skyldir eða tengdir Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta hótels, reiknar með 15% samdrætti í sumar vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Hótelið muni einkum finna fyrir minni sölu hópferða til Bandaríkja- manna. Til samanburðar spáir greiningardeild Arion banka 16% fækkun erlendra ferðamanna í ár. Sigurður Smári Gylfason, sem rekur Hótel Grím í Reykjavík, segir bókanir hafa dregist saman um vel innan við 10% vegna falls WOW air. Meiri skellur á landsbyggðinni Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu, telur að áhrifin af falli WOW air verði aldrei meiri en 5% út árið. Það sé áhyggjuefni að lands- byggðin virðist fá harðari skell en suðvesturhornið. Þórður Birgir Bogason, fram- kvæmdastjóri RR hótela, segir hraða bókana hafa hér um bil helm- ingast eftir að WOW air fór í þrot, frá því í vikunni áður. Það geti þó verið hluti af sveiflu milli vikna. Því sé of snemmt að fullyrða nokkuð um langtímaáhrifin á þessu stigi. Þá hefur félagið Alfred’s Apart- ments boðið viðskiptavinum WOW air að koma á öðrum tíma. »22 Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Ein af þotum WOW air. Spáir 15% samdrætti í sumar  Fall WOW air bitnar á Stracta Hótel  FHG spáir hins vegar 5% samdrætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.