Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Mikil saga í manngerðum hellum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hellar fengu nokkurt vægi í út- hlutun vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu, en tilkynnt var um úthlutun til margvíslegra verk- efna í síðustu viku. Þar á meðal eru manngerðir hellar á Suður- landi, en þar er víða að finna slíka hella á bæjum. Sumir þeirra eru ævagamlir og hafa nýst kyn- slóðum í aldanna rás. Á næsta og þarnæsta ári er fyrirhugað að veita 11,4 milljónir úr Landshlutaáætlun vegna inn- viðauppbyggingar í að standsetja friðlýsta, manngerða hella við Ægissíðu skammt frá Hellu í Rangárþingi ytra og bæta að- gengi að þeim. Styrkjunum er út- hlutað til Minjastofnunar, sem hefur umsjón með verkefninu, en hellarnir eru í einkaeigu. Áhugaverð minjaheild Í kynningu á verkefninu segir svo m.a: „Ægissíðuhellar skapa afar áhugaverða minjaheild, en á síðustu árum hafa þeir verið lok- aðir sökum ástands þeirra. Fyrir dyrum stendur að standsetja og opna þrjá hella á svæðinu fyrir ferðafólki.“ Að sögn Ugga Ævarssonar, minjavarðar á Suðurlandi, eru Ægissíðuhellar tólf talsins sam- kvæmt friðlýsingarskrá. Hann segir að ábúendur á Ægissíðu 4 hafi lagt í vinnu og kostnað við lagfæringar á Fjóshelli og Hlöðu- helli, sem séu að komast í gott horf hvað varði öryggi og að- gengi. Þeir áformi að setja upp sýningu á spjöldum og hljóð- leiðsögn um þessa tvo hella. Und- irbúningur sé langt kominn og verði sýningin væntanlega opnuð í vor. Uggi segist fagna því átaki sem þegar hafi verið unnið á Ægissíðu og vonandi verði framhald á í fleiri hellum á svæðinu. „Bæði er þarna falleg og merkileg hellis- gerð og jafnframt mikil saga,“ seg- ir Uggi. Fram eftir síðustu öld hafi hell- arnir verið opnir til skoðunar og verið vinsæll áningastaður. Viðhald hafi hins vegar verið lítið og hell- arnir jafnvel taldir hættulegir. Að því hafi komið að þeim hafi verið lokað, en nú sé að verða breyting á. Bústaður írskra papa? Í Fjóshelli, sem mun vera meðal stærstu manngerðu hella á Íslandi, er há og víð hvelfing. Innst í hon- um er hellirinn hærri og þannig lagaður að hann minnir á altari eða kapellu. Þar er krossmark á miðjum vegg. Ægissíðuhellar eru grafnir í sandstein og af mörgum taldir vera frá því fyrir landnám og að í þeim hafi búið írskir Papar. Aðrir efast um þá kenningu og draga í efa sögur af írskum ein- setumönnum. Hellarnir munu ekki hafa verið aldursgreindir. Um árabil voru hellarnir á Ægissíðu m.a. notaðir fyrir búfén- að og til að geyma þar hey. Fjós- hellir var notaður sem fjóshlaða til 1975 og upp úr honum gengu tein- ar, sem heyvagn var dreginn eftir upp í fjósið. Meðal merkustu fornminja Rúmlega fimm milljónir króna voru veittar úr Landsáætluninni vegna verkefna við Rútshelli undir Eyjafjöllum, sem er friðlýstur. Unnið hefur verið að uppbyggingu og bættu aðgengi á staðnum síð- ustu ár og er verkefnið á loka- metrunum. Meðal annars hefur fjárhús ver- ið endurbyggt, hreinsað út úr hellinum, gönguleið bætt og príla sett yfir gaddavírsgirðingu. Verkið er í umsjón Minjastofnunar og segir Uggi að fjölmargir ferða- menn stoppi við Rútshelli. „Þetta er stórmerkilegur minjastaður og sérstakur hellir og fjárhús hlaðið úr torfi og grjóti við hellismunn- ann í hlíðinni. Það er endalaus  Unnið að opnun sýningar í tveimur af tólf Ægissíðuhellum  Margir ferðamenn staldra við hjá Rútshelli Ljósmyndir/Minjastofnun Á Ægissíðu Meðal verkefna í Hlöðuhelli var að laga stromphleðslu og moka út úr hellinum. Alls var tilkynnt um úthlutun á rúmum 3,5 milljörðum króna á næstu þremur árum til uppbygg- ingar innviða og annarra verkefna á 130 stöðum í síðustu viku. Verkefnin sem fá styrki eru af ýmsum stærðum og gerðum. Stórir styrkir fara til dæmis í fram- Öndverðarnesi, Saxhóli, Skarðsvík og Svalþúfu þar sem sagt er að Kol- beinn Grímsson og Kölski hafi kveðist á forðum. kvæmdir í Snæfellsjökuls þjóð- garði, alls ríflega 230 milljónir. Endurnýjun salerna, stækkun bíla- stæða, útsýnispallar, merkingar og betri gönguleiðir eru meðal verk- efna. Meðal annars verður unnið að þeim á Djúpalónssandi, Malarrifi, Stór verkefni á Snæfellsnesi RÚMLEGA 3,5 MILLJARÐAR KRÓNA Á ÞREMUR ÁRUM Þjóðgarður Úr Dritvík á Snæfellsnesi. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is VOR ú 20% afsláttur af öllum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.