Morgunblaðið - 04.04.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019
Mikil saga í manngerðum hellum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hellar fengu nokkurt vægi í út-
hlutun vegna uppbyggingar í
ferðaþjónustu, en tilkynnt var um
úthlutun til margvíslegra verk-
efna í síðustu viku. Þar á meðal
eru manngerðir hellar á Suður-
landi, en þar er víða að finna slíka
hella á bæjum. Sumir þeirra eru
ævagamlir og hafa nýst kyn-
slóðum í aldanna rás.
Á næsta og þarnæsta ári er
fyrirhugað að veita 11,4 milljónir
úr Landshlutaáætlun vegna inn-
viðauppbyggingar í að standsetja
friðlýsta, manngerða hella við
Ægissíðu skammt frá Hellu í
Rangárþingi ytra og bæta að-
gengi að þeim. Styrkjunum er út-
hlutað til Minjastofnunar, sem
hefur umsjón með verkefninu, en
hellarnir eru í einkaeigu.
Áhugaverð minjaheild
Í kynningu á verkefninu segir
svo m.a: „Ægissíðuhellar skapa
afar áhugaverða minjaheild, en á
síðustu árum hafa þeir verið lok-
aðir sökum ástands þeirra. Fyrir
dyrum stendur að standsetja og
opna þrjá hella á svæðinu fyrir
ferðafólki.“
Að sögn Ugga Ævarssonar,
minjavarðar á Suðurlandi, eru
Ægissíðuhellar tólf talsins sam-
kvæmt friðlýsingarskrá. Hann
segir að ábúendur á Ægissíðu 4
hafi lagt í vinnu og kostnað við
lagfæringar á Fjóshelli og Hlöðu-
helli, sem séu að komast í gott
horf hvað varði öryggi og að-
gengi. Þeir áformi að setja upp
sýningu á spjöldum og hljóð-
leiðsögn um þessa tvo hella. Und-
irbúningur sé langt kominn og
verði sýningin væntanlega opnuð í
vor.
Uggi segist fagna því átaki sem
þegar hafi verið unnið á Ægissíðu
og vonandi verði framhald á í
fleiri hellum á svæðinu. „Bæði er
þarna falleg og merkileg hellis-
gerð og jafnframt mikil saga,“ seg-
ir Uggi.
Fram eftir síðustu öld hafi hell-
arnir verið opnir til skoðunar og
verið vinsæll áningastaður. Viðhald
hafi hins vegar verið lítið og hell-
arnir jafnvel taldir hættulegir. Að
því hafi komið að þeim hafi verið
lokað, en nú sé að verða breyting
á.
Bústaður írskra papa?
Í Fjóshelli, sem mun vera meðal
stærstu manngerðu hella á Íslandi,
er há og víð hvelfing. Innst í hon-
um er hellirinn hærri og þannig
lagaður að hann minnir á altari
eða kapellu. Þar er krossmark á
miðjum vegg. Ægissíðuhellar eru
grafnir í sandstein og af mörgum
taldir vera frá því fyrir landnám
og að í þeim hafi búið írskir Papar.
Aðrir efast um þá kenningu og
draga í efa sögur af írskum ein-
setumönnum. Hellarnir munu ekki
hafa verið aldursgreindir.
Um árabil voru hellarnir á
Ægissíðu m.a. notaðir fyrir búfén-
að og til að geyma þar hey. Fjós-
hellir var notaður sem fjóshlaða til
1975 og upp úr honum gengu tein-
ar, sem heyvagn var dreginn eftir
upp í fjósið.
Meðal merkustu fornminja
Rúmlega fimm milljónir króna
voru veittar úr Landsáætluninni
vegna verkefna við Rútshelli undir
Eyjafjöllum, sem er friðlýstur.
Unnið hefur verið að uppbyggingu
og bættu aðgengi á staðnum síð-
ustu ár og er verkefnið á loka-
metrunum.
Meðal annars hefur fjárhús ver-
ið endurbyggt, hreinsað út úr
hellinum, gönguleið bætt og príla
sett yfir gaddavírsgirðingu. Verkið
er í umsjón Minjastofnunar og
segir Uggi að fjölmargir ferða-
menn stoppi við Rútshelli. „Þetta
er stórmerkilegur minjastaður og
sérstakur hellir og fjárhús hlaðið
úr torfi og grjóti við hellismunn-
ann í hlíðinni. Það er endalaus
Unnið að opnun sýningar í tveimur
af tólf Ægissíðuhellum Margir
ferðamenn staldra við hjá Rútshelli
Ljósmyndir/Minjastofnun
Á Ægissíðu Meðal verkefna í Hlöðuhelli
var að laga stromphleðslu og
moka út úr hellinum.
Alls var tilkynnt um úthlutun á
rúmum 3,5 milljörðum króna á
næstu þremur árum til uppbygg-
ingar innviða og annarra verkefna á
130 stöðum í síðustu viku.
Verkefnin sem fá styrki eru af
ýmsum stærðum og gerðum. Stórir
styrkir fara til dæmis í fram-
Öndverðarnesi, Saxhóli, Skarðsvík
og Svalþúfu þar sem sagt er að Kol-
beinn Grímsson og Kölski hafi
kveðist á forðum.
kvæmdir í Snæfellsjökuls þjóð-
garði, alls ríflega 230 milljónir.
Endurnýjun salerna, stækkun bíla-
stæða, útsýnispallar, merkingar og
betri gönguleiðir eru meðal verk-
efna.
Meðal annars verður unnið að
þeim á Djúpalónssandi, Malarrifi,
Stór verkefni á Snæfellsnesi
RÚMLEGA 3,5 MILLJARÐAR KRÓNA Á ÞREMUR ÁRUM
Þjóðgarður Úr Dritvík á Snæfellsnesi.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is
VOR
ú
20%
afsláttur
af öllum
vörum