Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 60
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 SÓFADAGAR AF ÖLLUM SÓFUM HÆGINDASTÓLUM OG SVEFNSÓFUM 28. MARS - 15. APRÍL 20-50% Nýtt lag við ljóðið „Til eru fræ“ er meðal fimm nýrra kórverka sem Hymnodia frumflytur á tónleikum í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20. Tón- skáldin sem samið hafa verkin á efnisskránni eru frá eyjum úti í reg- inhafi, þ.e. Íslandi og Færeyjum. Tónskáldin eru Anna Þorvaldsdóttir, Kári Bæk, Sigurður Sævarsson og Þorvaldur Örn Davíðsson. Öll kór- verkin eru flutt án meðleiks. Eyjar í reginhafi FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 94. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég býst ekki við neinu öðru en að mönnum verði heitt í hamsi. Það verður mikill barningur og vonandi verður ráðin almennileg örygg- isgæsla. En við erum spenntir fyrir þessu og kunnum vel við okkur í svona látum og barningi,“ segir Matthías Orri Sigurðarson körfu- boltamaður úr ÍR sem mætir Stjörnunni í undanúrslitum Ís- landsmótsins í kvöld. »4 Kunnum vel við okkur í látum og barningi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinunn Sigurðardóttir og Fríða Ísberg spyrja hvor aðra um allt sem þeim leikur forvitni á að vita og velja ljóð til upplesturs hvor fyrir aðra á Bókakaffi Borgar- bókasafnsins í Kringlunni í dag kl. 17.30. Á þessu ári eru 50 ár síðan Steinunn sendi frá sér ljóðabókina Sífellur, þá 19 ára að aldri. Fyrstu þrjár bækur hennar voru ljóða- bækur, en frá og með Tímaþjófn- um 1986 hefur hún gef- ið út jöfnum höndum ljóð og skáldsögur. Fríða sendi frá sér sína fyrstu ljóða- bók, Slitförin, 2017 og hefur vakið verðskuld- aða athygli fyrir skrif sín. Skáldatal í Kringlunni Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hinn tólfta apríl næstkomandi hefst átta daga rallkeppni í Marokkó þar sem ekið verður þrjú þúsund kíló- metra í Sahara-eyðimörkinni. Ásgeir Örn Rúnarsson verður meðal þátt- takenda en hann hefur verið að und- irbúa sig fyrir keppnina í nú að verða tvö ár. „Keppnin byrjar tólfta með skoðun keppnistækja en fyrsta sér- leiðin er 13. apríl. Við keyrum í 8 daga samtals og aldrei sömu leiðina tvisv- ar. Það er byrjað í Agadír og stefnt til suðurs og þar í vesturhluta Sahara. Það verður síðan gist í tjaldbúðum á milli keppnisdaga,“ segir Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. „Við hjól- um síðan í norðaustur meðfram landamærum Alsír og Marokkó, Marokkómegin, og endum við Mið- jarðarhafið.“ Rall en líka ratleikur Keppnisformið er rall form og er ræst með tímatöku. „En í bland við það er þetta hálfgerður ratleikur. Við megum ekki nota GPS-tæki til þess að rata. Þeir sem keyra bíla eru með pappírsbækur. Við sem erum á mót- orhjólunum erum með sérstakt box sem er rafdrifið. Þar er pappírsrúlla sem rúllar frá einu kefli yfir á annað kefli eftir því sem okkur miðar áfram. Það sem við notum til stuðnings er kílómetrateljari og kompás með stefnu í tölum og kílómetrateljara í hundurðum metra. Þetta á að vera í samræmi við rúllubókina sem rúllar bara eftir því sem okkur gengur.“ Keppendur þurfa á leiðinni að finna ákveðna staðfestingarpunkta. Á mótorhjóli Ásgeirs verður GPS- tæki sem keppnisstjórn skoðar eftir hvern keppnisdag og staðfestir að hann hafi verið á öllum réttu stöðunum. GPS- tækið gerir í raun lítið annað, segir Ásgeir, það mun hins vegar láta vita þegar hann er í um 800 metra fjar- lægð frá staðfestingarstað. Keppir án þjónustuliðs „Ég er skráður í mótorhjólaflokk sem er atvinnumannaflokkur og heit- ir Malli moto. Það er þekkt form þar sem þú ert ekki með neitt þjónustulið í kringum þig. Þú verður að þjónusta keppnistækið og sjálfan þig sjálfur,“ segir Ásgeir. Keppnisstjórn mun þó fara á milli staða með tvo kassa fyrir keppendur. Einn með varahlutum og verkfærum og annan með persónu- legum búnaði. Landslag áþekkt og á Íslandi Mótorhjól Ásgeirs hefur verið sér- útbúið fyrir ferðina. Þá hefur hann þurft að sérvelja öryggisbúnað sem andar vel í hitanum. Keppendur mega heldur ekki leggja af stað í neina sérferð nema með þrjá lítra af vatni á bakinu. „Þegar maður er á mótorhjóli í Afríku þarf maður að vera léttur og öryggisbúnaðurinn þarf að anda vel,“ segir Ásgeir. Að sögn Ásgeirs er Marokkóleiðin ekki bara sandur heldur mikið grjót og hart undirlendi sem er mjög áþekkt og á Íslandi, og gæti komið sér vel fyrir Ásgeir. Sem félagsmaður í ferða- og útivistarfélaginu Slóðavin- ir hefur hann farið í ótal ferðir um há- lendi Íslands. Rall Ásgeir hefur sl. tvö ár verið á þol-, hlaupa-, og reiðhjólaæfingum til að undirbúa sig fyrir álagið í eyðimörkinni. Í mótorhjólarall yfir Sahara-eyðimörkina  Ásgeir keppir í 3.000 km mótorhjólakeppni í Afríku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.