Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.04.2019, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Guðrún Nordal fjallar um bók sína Skiptidaga – nesti handa nýrri kyn- slóð, sem kom út á síðastliðnu hausti, í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Guðrún fær til sín gesti til sam- ræðu um efni bókarinnar, þau Sig- ríði Hagalín rithöfund, Tatjönu Latinovich, formann innflytj- endaráðs, og Óttar Proppé, versl- unarstjóra Bóksölu stúdenta og tónlistarmann. „Hvað verður um íslenska menn- ingu?“ er spurt í tilkynningu vegna þessa og segir þar að kynslóðin sem nú vex úr grasi horfi inn í framtíð sem verði gjörólík okkar samtíma og rof verði jafnvel til milli kynslóð- anna. „Umbylt- ingar síðustu ára breyta ekki að- eins samfélagi okkar og um- hverfinu, heldur okkur sjálfum og sambandi okkar hvert við annað og þar með við fortíðina og for- mæður okkar og forfeður. Sam- setning þjóðarinnar breytist líka ört. Hvernig munum við skilgreina okkur sem þjóð? Hvernig verður samfélag okkar, menning og tunga eftir 30 ár?“ segir þar. Hvað verður um íslenska menningu? Guðrún Nordal Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í Bíó Paradís í kvöld og stendur yfir fram til 14. apríl. Verða þar sígildar íslenskar myndir í fyrirrúmi og hæfir því hátíðinni vel að opnunarmynd hennar sé Benjamín dúfa í endur- bættri útgáfu. Alls eru sýndar þrettán myndir á hátíðinni, þar af fimm íslenskar, en nærri allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa komið út fyrir seinustu aldamót. Fyrsta barna- kvikmyndahá- tíðin var haldin árið 2013 og verður hátíðin haldin í sjötta sinn í ár. Hún hefur til þessa verið með best sóttu viðburðum Bíós Para- dísar og fest sig rækilega í sessi hér á landi að sögn Arons Víg- lundssonar, dagskrárstjóra hátíð- arinnar. Benjamín dúfa í auknum gæðum Benjamín dúfa var frumsýnd ár- ið 1995 og verður sýnd í fullum stafrænum gæðum á opnunar- hátíðinni í Bíó Paradís í kvöld. Að- alleikari myndarinnar, Sturla Sig- hvatsson, sem fór með hlutverk Benjamíns dúfu, verður viðstaddur sýninguna ásamt Friðriki Erlings- syni, höfundi bókarinnar, sem skrifaði einnig handrit kvikmynd- arinnar. Aron segir að kvikmyndafólki sé umhugað um að gefa út útgáfu af myndinni sögufrægu í miklum gæðum. Myndin hefur verið skönn- uð inn að nýju, litir lagaðir og hljóð bætt. „Í leit okkar að ís- lensku efni var Benjamín dúfa til- valinn kostur og það eru mikil tíð- indi að stórmynd eins og Benjamín dúfa sé gefin út á ný í svona mikl- um gæðum,“ segir Aron og bætir við að ef myndin yrði sýnd í sinni upprunalegu mynd frá árinu 1995 yrðu gæðin svipuð og á seg- ulbandsspólu. Sagan af Benjamín dúfu er ein sú vinsælasta síðari tíma og átti sinn þátt í barnæsku margra sem gætu ef til vill lagt leið sína á kvik- myndahátíðina í ár. „Það er nos- talgía að sjá þessar gömlu myndir. Þetta eru myndir sem við fullorðna fólkið sáum í barnaskóla og nú er hægt að fara á þessar myndir aft- ur með börnunum,“ segir hann. Hagamús og lirfa Á hátíðinni eru sýndar fimm ís- lenskar myndir en þar af eru tvær stuttmyndir, Litla lirfan ljóta og Hagamús – með lífið í lúkunum. Litla lirfan ljóta fjallar um litlu ljótu lirfuna Kötu sem lendir í ýmsum ævintýrum í garðinum sín- um og hlaut myndin frábærar við- tökur þegar hún kom út árið 2002 í kvikmyndastjórn Gunnars Karls- sonar. Hún vakti athygli erlendis og hlaut einnig Edduverðlaun í flokki stuttmynda 2002. Japönsk skrautskrift og slímgerð Erlendar myndir sem sýndar verða á barnakvikmyndahátíðinni vekja ekki síður fortíðarþrá. Á meðal þeirra er Ronja ræningja- dóttir í endurbættri útgáfu með meiri myndgæðum, sem kom út í Svíþjóð síðasta haust. Myndin verður sýnd á hátíðinni með ís- lenskri talsetningu á laugardag. Á sunnudaginn næstkomandi verður hin sívinsæla Ghostbusters sýnd með íslenskum texta en þar að auki verður haldið námskeið í slímgerð áður en sýningin hefst, þar sem slím kemur við sögu í myndinni. Þá verður einnig sér- viðburður haldinn samhliða sýn- ingum japönsku myndanna Mirai og My neighbour Totoro, en það er sýnikennsla í japanskri skraut- skrift sem japanska sendiráðið á Íslandi býður upp á í samstarfi við kvikmyndahátíðina. „Japanska sendiráðið kom að hátíðinni í fyrra og í ár og þess vegna koma japönsku áhrifin inn,“ segir Aron, en japönsku kvikmynd- irnar eru tvær í ár. Nánari upplýsingar má finna á bioparadis.is. Nostalgían allsráðandi  Sígildar íslenskar kvikmyndir verða í fyrirrúmi á Alþjóðlegri barnakvik- myndahátíð  Benjamín dúfa í endurbættri útgáfu sýnd við opnun hátíðarinnar Opnunarmyndin Benjamín dúfa hefur verið betrumbætt og verður sýnd við opnun hátíðarinnar. Aron Víglundsson Annar gestur ársins 2019 í röðinni Umræðuþræðir er listfræðing- urinn og sýningarstjórinn dr. Gabriele Knapstein. Hún mun í kvöld kl. 20 halda fyrirlestur á ensku í Hafnarhúsi sem ber yf- irskriftina „Confirming and Ques- tioning the Canon. On Exhibiting the Collection of the Nation- algalerie at Hamburger Bahnhof – Museum für Gegenwart – Berlin“. Knapstein býr og starfar í Berl- ín og útskrifaðist með dokt- orsgráðu árið 1999 og fjallaði doktorsverkefni hennar um af- burðatónlist eftir flúxuslistamann- inn George Brecht. Knapstein hef- ur frá árinu 2003 sinnt sýningarstjórn hjá samtíma- listasafninu Hamburger Bahnhof í Berlín. Í byrjun árs 2012 varð hún yfirsýningarstjóri þar og 2016 tók hún svo við stöðu safnstjóra. Gabriele Knapstein í Umræðuþráðum Safnstjóri Gabriele Knapstein. Una Stef syngur vel valin lög eftir föður sinn, Stefán S. Stefánsson saxófónleikara, á tónleikaröðinni Djass í hádeginu í Borgarbóka- söfnunum í Grófinni í dag kl. 12.15, Gerðubergi á morgun kl. 12.15 og Spönginni á laugardag kl. 1315. Aðgangur er ókeypis. Með Unu og Stefáni koma fram Agnar Már Magnússon á píanó og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. „Stefán hefur í gegnum tíðina samið sönglög, djasstónlist og stórsveitartónlist og hefur nú tek- ið saman safn laga í anda söngva- skálda Broadway,“ segir í tilkynn- ingu. Feðgin Stefán og Una Stef. Djass í hádeginu með Unu Stef Stjórn Sinfóníu- hljómsveitar Íslands (SÍ) hef- ur ákveðið að ráða Láru Sól- eyju Jóhanns- dóttur í stöðu framkvæmda- stjóra SÍ frá og með 1. ágúst. Lára Sóley er fiðluleikari að mennt. „Á árunum 2010-14 var hún verkefnastjóri við Menningar- húsið Hof og gegndi starfi fram- kvæmdastjóra Hofs í afleysingum. Hún hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (SN) og framkvæmdastjóri Sum- artónleika í Akureyrarkirkju. Hún er með BMus-próf frá Royal Welsh College of Music and Drama og er að ljúka meistaranámi í lista- stjórnun við sama skóla. Hún hef- ur setið í stjórn og verkefnavals- nefnd SN og stjórn KÍTÓN,“ segir í tilkynningu. Ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. Nýr fram- kvæmdastjóri Lára Sóley Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.