Morgunblaðið - 04.04.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.04.2019, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Mannamál kl. 20 í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut Jón Ásgeir rýfur þögnina í tímamótaviðtali hjá Sigmundi Erni Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson rýfur þögnina í einstöku tímamótaviðtali hjá Sigmundi Erni í sjónvarpsþættinum Mannamál á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld kl. 20.00. Einkalífið, viðskipta- sagan, sigrarnir og mistökin, hrunið, pólitíkin og dómstólarnir. Seinni hluti fimmtudaginn 11. apríl. Fylgstumeð! Útsendingar ná nú til 99,4% heimila landsins FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut • Bókahornið alltaf á mánudögum kl. 20.00 • Fasteignir og heimili alla mánudaga kl. 20.30 • Ný sería af Lífið er lag á þriðjudögum kl. 20.30 • Súrefni sería 2 ámiðvikudagögum kl. 20.00 • Viðskipti með Jóni G. Haukssyni á miðvikudögum kl. 20.30 • Mannamál með Sigmundi Erni á fimmtudögum kl. 20.00 • Suðurnesjamagasín alltaf á fimmtudögum kl. 20.30 • Ísland og umheimurinn á sunnudagskvöldum kl. 20.00 DAGSKRÁIN á Hringbraut Frétta- og umræðuþátturinn 21 alla virka daga klukkan 21.00 Þú getur horft á alla þætti Hringbrautar þegar þér hentar því þeir eru aðgengilegir á fréttavefnum www.hringbraut.is undir flipanum SJÓNVARP. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur sannarlega verið skemmtilegt verkefni hjá okkur,“ segir Þorvaldur Árnason, fram- kvæmdastjóri hjá Sambíóunum. Um nokkurt skeið hafa Sambíóin boðið upp á sýningar á teiknimynd- um sem talsettar eru á pólsku. Við- tökur hafa verið góðar meðal þús- unda Pólverja sem búsettir eru hér á landi. Að sögn Þorvaldar var þetta fyrst reynt fyrir jólin 2017 og í fyrra voru tvær myndir sýndar með pólsku tali; Incredibles 2 og Smallfoot. Á dögunum var svo hægt að sjá Lego Movie 2 á pólsku. Boðið er upp á sýningarnar í Álfabakka fyrstu tvær sýningarhelgar við- komandi myndar. Fram undan eru slíkar sýningar á Undragarðinum, Aladdin, Toy Story 4 og The Lion King. „Þetta hefur gengið ákaflega vel og hafa okkar pólsku kvikmynda- húsagestir verið mjög ánægðir með þessa þjónustu hjá okkur. Þeir eru þakklátir fyrir að fá tækifæri til að koma með krakkana sína og sjá myndirnar með pólsku tali. Þess má til gamans geta að einn vaktstjóri okkar í Álfabakkanum er pólskur og hefur unnið hjá okkur í mörg ár. Hann er ákaflega stoltur af þessu og þykir mjög skemmtilegt að geta boðið samlanda sína velkomna og óskað góðrar skemmtunar á sínu tungumáli,“ segir Þorvaldur. Bíó The Lego Movie 2 kallast LEGO® PRZYGODA 2 meðal Pólverja. Teiknimyndir á pólsku vinsælar  Pólverjar hér á landi þakklátir „Fólk er búið að vera að hafa óform- lega samband og við höfum bent því á að lýsa kröfum í þennan formlega farveg,“ segir Sveinn Andri Sveins- son, hæstaréttarlögmaður og annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, í samtali við mbl.is. Innköllun vegna gjaldþrots WOW air var birt í gær, en þar er kröfu- höfum gefinn frestur til mánaðamót- anna júlí og ágúst til að gera kröfu í búið. Sveinn Andri segir skiptastjór- um hafa borist fyrirspurnir undan- farna daga, sem sé eðlilegt þar sem kröfuhafar séu margir að velta fyrir sér hvert þeir eigi að snúa sér. „Svo þegar um er að ræða svona stórt fé- lag sem er líka í starfsemi erlendis þurfa skiptastjórar að senda á þekkta erlenda kröfuhafa og það er verið að vinna í því núna,“ segir hann. Spurður hvort hann viti hve marg- ir stóru erlendu kröfuhafarnir séu kveðst Sveinn Andri vita að þeir séu margir, en ekki sé hægt að nefna á þessum tímapunkti hversu margir. Skiptastjórarnir eru hins vegar komnir með nokkuð góða mynd af eignum búsins, en munu ekkert gefa upp um það á næstunni. Tveir starfsmenn hafa verið ráðn- ir til þrotabúsins, annars vegar framkvæmdastjóri sem sér um dag- legan rekstur á búinu og svo starfs- maður sem sér um tæknileg atriði og útfærslu er kemur til að mynda að afhendingu flugvélanna, sem Sveinn Andri segir vera flókið ferli. Flugvélafloti WOW air var allur byggður upp á leiguvélum sem stað- settar voru víða um heim er flug- félagið fór í þrot. Viðhaldsbækur vél- anna voru hins vegar í vörslu WOW air og fer afhending vélanna til leigu- sala fram með afhendingu þeirra. „Það má ekki setja vél í loftið nema viðhaldsbækur séu „up to date“ og ef ein blaðsíða týnist úr nákvæmum skráningum þá getur það þýtt að kaupa þurfi varahluti fyrir milljónir dollara,“ útskýrir Sveinn Andri. Unnið hefur verið að því undanfar- ið að afhenda vélarnar, en við af- hendingu þarf að fylgja formlegu og nákvæmu ferli. „Við erum búin að vinna að því á fullu undanfarna daga,“ segir Sveinn Andri. Tvær af flugvélum WOW air voru á Keflavíkurflugvelli er flugfélagið fór í þrot og var önnur þeirra kyrr- sett að kröfu Isavia. Sveinn Andri segir þá kröfu ekki koma þrotabúinu við. „Það er mál sem viðkomandi leigusali á við Isavia,“ segir hann. Lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir gagnrýndu í síðustu viku skipun Sveins Andra sem skiptastjóra bús- ins. Hann kveðst ekki munu tjá sig um það. „Héraðsdómur óskaði eftir því að ég tæki að mér þetta verkefni, sem ég gerði. Þegar dómstólar óska eftir því við lögmenn að þeir taki við skipun í opinber sýslunarstörf eru lögmenn nú yfirleitt vanir að taka því, nema það séu einhver tengsl við þrotamenn sem valdi vanhæfi.“ annaei@mbl.is Flókið ferli að afhenda flugvélar WOW air  Vélin í Keflavík mál leigusalans og Isavia, segir skiptastjóri Skiptastjóri Sveinn Andri er annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air. Skipun hans hefur verið gagnrýnd, en hann kýs að tjá sig ekki um það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.