Morgunblaðið - 04.04.2019, Page 12

Morgunblaðið - 04.04.2019, Page 12
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grafarvogskirkja Vinsælt hús til tónleikahalds í höfuðborginni. Haldið verður upp á tuttugu ára starfsafmælis Tónskóla Hörpunnar með afmælistónleikum í Grafarvogs- kirkju í Reykjavík á morgun, föstu- dagskvöldið 5. apríl, og hefjast þeir klukkan 19:30. Þar koma nemendur og kennarar skólans fram og flytja tónlist af ýmsum toga. Á eftir verða kaffiveitingar. Aðgangseyrir er eng- inn og allir velkomnir. „Ég býst við að um 30 nemendur úr skólanum spili fyrir okkur og svo eru í kennaraliði okkar góðir hljóð- færaleikarar svo þetta verða alveg fyrsta flokks tónleikar og frábær skemmtun fyrir alla,“ segir Kjartan Eggertsson skólastjóri. Höfuðstöðvar Tónskóla Hörpunnar eru í Spönginni í Grafarvogi en auk þess hljóðfærakennsla í alls ellefu grunnskólum í Reykjavík. Í vetur eru alls 130 nemendur við Tónskóla Hörp- unnar sem endranær velja flestir að læra annaðhvort á píanó eða gítar. Önnur hljóðfæri koma þó sterk inn, svo sem fiðla, þverflauta og saxó- fónn. „Tónlistarnám er vinsælt og að- sóknin að aukast að nýju,“ segir Kjartan skólastjóri. Tónskóli Hörpunnar í tuttugu ár Tónleikar í Grafarvogskirkju Morgunblaðið/Eggert Spilatími Kjartan Eggertsson, skólastjóri Hörpunnar, í kennslustund í gær með þeim Heklu Hrund Andradóttur, Laisha Mr. og Önnu Gloríu Káradóttur. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mótið var mikilvæg æfingfyrir björgunarsveit-arfólk, en útköll aðvetrarlagi eru mörg og aðstæður oft erfiðar. Þjálfunin gerir okkur betur en ella kleift að takast á við slíkt verkefni,“ segir Smári Sig- urðsson, formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Um síðast- liðina helgi var austur á landi haldið svonefnt tækjamót björgunarsveit- anna og þangað mættu um 350 manns af öllu landinu á vélsleðum, snjóbílum og jeppum. Björgunar- sveitarmenn voru á tækjamóti á tveimur stöðum; margir voru á Eiðum á Héraði hvaðan var svo gert út á æfingu í Smjörfjöllum, sem er í fjalla- klasanum milli Jökulsárhlíðar og Vopnafjarðar. Þar gafst fólki tækifæri til að reyna sig við ýmsar aðstæður í vetrarríki svo sem í björgun, auk þess sem fjar- skiptamál voru yfirfarin og þjálfuð. Er þetta mikilvægt því vetrarútköll björgunarsveitanna eru mörg – sem helst í hendur við fjölgun ferða- manna sem til landsins koma og fara þá gjarnan upp til fjalla, heiða og dala. Ekki í óvissu Allmargir voru svo í Snæfells- skála, þá einkum jeppamenn og -konur sem komu á staðinn þvert yf- ir landið um fannbreiðuna, ýmist úr framdölum á Norðurlandi og þá af suðurhálendinu og þaðan þvert yfir Vatnajökul. Á svæðið mætti fólk úr flestum björgunarsveitum landsins, en þær eru alls 90. „Það er fínt að gera út í leið- angra frá Snæfelli. Ég vissi að marg- ir fóru til dæmis í svonefnda Trölla- króka, sem eru nyrst á Lóns- öræfunum og eru mjög stórbrotið svæði. Og allar þessar ferðir gengu mjög vel, enda var á æfingunni vel þjálfað fólk sem veit hvað þarf og hefur hlutina í lagi. Anar ekki út í óvissu eða aðstæður sem eru óvið- ráðanlegar en slíkt skiptir miklu í öllu starfi björgunarsveita. Menn til dæmis skráðu sig inn á svæði og svo var fylgst með ferðunum úr stjórn- stöð þannig að víst væri að allir skil- uðu sér á áfangastað,“ segir Smári, sem sjálfur kom til mótsins á sínum eigin vélsleða úr Eyjafirðinum. Tók þaðan stefnuna um breiðurnar aust- ur á bóginn um slóðir sem hann þekkir vel sem sleða- og björgunar- sveitarmaður í áratugi. Sjö sólir á lofti í senn Á æfingum sem þessum er fé- lagsskapurinn þýðingarmikið atriði. „Að fólk þekkist og gagnkvæmt traust ríki skiptir miklu, til dæmis í björgunaraðgerðum þar sem ekkert má klikka. Svo var líka alveg frá- bært að vera fyrir austan og mót- tökur heimamanna þar voru frábær- ar. Grillaðir voru heilu skrokkarnir ofan í fólk sem hafði góða lyst eftir allt fjallaslarkið. Við fórum reynsl- unni ríkari heim eftir þessa æfingu. Vorum líka heppin með veður og sjö sólir voru á lofti í senn,“ segir Smári Sigurðsson. Ljósmynd/Guðbrandur Örn Arnarson Jeppakarlar Á stórum jeppum með breiðum dekkjum sem búið er að hleypa lofti úr er verða fáar fyrirstöður á fannbreiðunum. Ýmsir úr björgunarsveitunum óku þvert yfir Vatnajökul og komu þá leiðina á Tækjamót. Björgunarsveitir yfir fannhvíta jörð Fjallaferð! Björgunarsveitarfólk víða af landinu hittist á tækjamóti á Austur- landi. Jeppar, vélsleðar og snjóbílar. Smjörfjöll og Tröllakrókur. Félagsskapur. Ljósmynd/Smári Sigurðsson Kraftur Fjórhjól voru á Tækjamótinu en góð reynsla er af notkun þeirra við ýmis leitar- og björgunarstörf. Smári Sigurðsson Ford Margar björgunarsveitir eru með Econoline í flota sínum, svo sem Stefán í Mývatnssveit. Reynslan er góð. Vetrarútköll björg- unarsveitanna eru mörg – sem helst í hendur við fjölgun ferðamanna sem til landsins koma og fara þá gjarnan upp til fjalla, heiða og dala. Veisla Slark í vetrarferðum á fjöllum er lýjandi og því tók mannskapurinn hraustlega til matar síns þegar komið var að kvöldi í hús eftir æfingu. Vertu með í páskaleik Góu á goa is!.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.