Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 4

Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 4
4 Ó F E I G U R rétti frambjóðandi í héraðinu, með því að búið væri að bóka í Reykjavík bann gegn því, að Framsóknarmenn í Þingeyjarsýslu veittu mér kjörstuðning. IV. Umræðurnar á fulltrúafundinum höfðu tekið af Ey- steini Jónssyni þann sigurglaða fjárhirðissvip, sem hann 1 hafði haft til sýnis á tveimur fyrstu fundunum. Um kvöld- ið var fundur Framsóknarmanna á Flúsavík. Voru þar mættir flokksmenn úr kauptúninu, af Tjörnesi og úr Reykjahverfi. Virtist kúgunarstefnan eiga þar fáa eða enga formælendur, og var ræðum hinna óboðnu gesta tekið með kaldri þögn, en þegar Karl Kristjánsson skýrði frá hinni ótrúlegu tilraun til að beita skoðanakúgun við Þingeyinga, var sýnilegt, hverja skoðun fundarmenn höfðu á þessu atferli. Þegar hér var komið sögu, var hægt að átta sig á að- draganda þess herbragðs, er Eysteinn Jónsson hafði ákveð- ið að beita. Honum var Ijóst, að hann myndi tapa, ef beitt væri löglegum aðferðum, að ég hefði bæði meirihluta í fulltrúaráðinu, og þó meira fylgi meðal kjósenda. Hann afréð þess vegna að beita gula siðgæðinu frá Perluhöfn, gera óvænta árás, og freista að trufla dómgreind fulltrú- anna með óvæntum ruddaskap. Eysteinn Jónsson virðist hafa trúað því, að „bókun“ í Reykjavík myndi hafa bind- andi 'kraft, líkt og orð lögmálsins á töflum Móse. Alveg sérstaklega mun hann hafa vonazt eftir að honum myndi * takast að hafa áhrif með því að segja algerlega ósatt frá afstöðu Sigurðar Kristinssonar, Vilhjálms Þór og Hilmars Stefánssonar, bankastjóra, sem allir eru að góðu kunnir í Þingeyjarsýslu. Ef Eysteini Jónssyni hefði tekizt að hræða þrjá meirihlutamenn til fylgis við ,,bókfærsluna“ í Rvík, hefði Björn Sigtryggsson ekki þurft að kjósa sig til að ná meirihluta. V. En brátt kom í ljós, að Eysteinn Jónsson hafði ekki alls- kostar hreint mjöl í malsekk sínum, Á fulltrúafundinum

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.